Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. september 1989 Tíminn 7 Barátta eiturlyfjabarónanna og yfirvalda i Kolumbiu fer fram á mörgum vígstöðvum. M.a. ásælist einn eiturlyfjabarónanna, „Mexíkaninn", stærstu smaragðanámur landsins ofi svifst einskis til að komast yfir þær. En þar eru margir að leita eðalsteina, ungir sem gamlir. Victor Carranza er nú helsti þrándur í götu „Mexíkanans“ í baráttunni um smaragðanámurnar, en sjalfur komst hann yfir auðæfi sín með vafasömum hætti. (Innfellda myndin) Blásið í herlúðra í eitur- lyfjastríðinu í Kólumbíu Til tíðinda hefur dregið í baráttunni gegn hinum svokölluðu eiturlyfjabarónum í Kólumbíu. Yfírvöld létu til skarar skríða gegn þeim eftir að þeir höfðu banað vinsælum stjórnmálamanni, Galan, sem hugðist bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum, og virtist þá mælirinn fullur þó að ekki sé hægt að segja að eiturlyfjakóngarnir hafí látið lítið fara fyrir sér fram að því. 1 kjölfarið voru a.m.k. 14,000 handbendi þeirra handtekin og mikið af eigum þeirra gert upptækt. Flestir sluppu þó höfuðpaurarnir undan í þetta sinn en einn háttsettur maður í þeirra röðum, sem eftirlýstur er í Bandaríkjunum náðist og gera Ameríku- menn sér vonir um að hann verði framseldur til Bandaríkj- anna. Eftir þessa miklu herför stjórnvalda var ekki að sökum að spyrja, eiturlyfjahringarnir í Medellín sögðu yfírvöldum í Kólumbíu stríð á hendur. Örlög andstæðings eiturlyfjabaróns andi á miskunn, detta úr nokkurra feta hæð framan við ráðhús bæjar- Pedro Yaya var virtur maður í litla sveitahéraðinu Pacho, mitt á smaragðanámusvæðinu norðvestur af Bógóta, höfuðborg Kólumbíu. Hann var maður ákveðinna grund- vallarsjónarmiða og hafði verið óragur við að mæla gegn auknum áhrifum fíknilyfjabaróna á svæð- inu. Kjarkur hans kostaði hann lífið. Snemma í júlí hvarf Yaya - þar til lítil flugvél flaug yfir námurnar í grennd við Pacho 15. júlí og niður úr henni hékk poki. í pokanum var horfni maðurinn. Þegar flugvélin var komin yfir bæinn, lét hún pokann, með Yaya innbyrðis hróp- Sömu nótt smöluðu vopnaðar dauðasveitir saman sjö fjölskyld- um í grenndinni, drápu 6 menn og vörpuðu líkum þeirra á brún smar- agðanámunnar. Skilaboðin til fólksins á svæðinu voru skýr: sér- hver tilraun til að berjast gegn eiturlyfjabarónunum yrði launuð með dauða. Miskunnarlaust stríð um smaragðanámur Það er Gonzalo Rodriguez Gacha, þekktur sem „Mexíkan- inn“, einn af voldugustu kókaín- barónum Kólumbíu, sem heyr þessa ruddalegu baráttu um yfirráð yfir smaragðanámum Kólumbíu. Gacha, sem hefur orðið svo vellauðugur af eiturlyfjabraski að hann hefur komist á forsíðu For- tune-tímaritsins, hefur þegar náð yfirráðum yfir stórum landsvæðum umhverfis eiturlyfjaborgina Me- dellín, þar sem hann á nokkur fótboltalið, kappreiðahesta og rek- ur voldugan einkaher leigumorð- ingja. En hann hefur alltaf haft löngun til pólitískra afskipta og lætur sig dreyma um að skipta úr kókaín- braskinu í aðrar ábatasamar fjár- festingar. Breskir málaliðar þjálfa dauðasveitir Til að tryggja stöðu sína sem einn af mikilvægustu eiturlyfjabar- ónum Kólumbíu, réð Gacha í fyrra hóp breskra málaliða til að þjálfa dauðasveitir sínar til að ráðast á vinstrisinnaða hópa sem eru að ryðja sér til rúms á landsvæðinu „hans“ og til að vernda kókaín- vinnslustöðvarnar sem faldar eru í frumskóginum. Upp komst um tilvist málalið- anna fyrr á þessu ári eftir að einn nýliðanna sem þeir þjálfuðu gaf sig fram við kólumbísk yfirvöld. Mála- liðunum stjórnaði maður sem gekk undir nafninu Peter ofursti, en allir notuðu þeir eingöngu skírnarnöfn sín. Breskir stjórnarerindrekar í Bógóta halda því fram að málalið- arnir hafi hætt að vinna fyrir Gacha í nóvember sl. Dauðasveitirnar sem þeir þjálf- uðu voru settar á stofn með blessun aðþrengdra hersveita stjórnvalda, sem veita dauðasveitunum oft op- inberan stuðning, m.a. vopn og njósnaskýrslur um hentug laun- morðsskotmörk. Hernaðarlegt mikilvægi námasvæðisins Meðfram því að sveitunum óx fiskur um hrygg og urðu að stórum vopnuðum herjum, hefur löngun Gachas eftir völdum líka vaxið. Hann einbeitti sér að smaragða- námunum, sem eru feitur biti. Ekki aðeins eru smaragðar þriðja dýrmætasta útflutningsvara landsins, heldur er líka landið umhverfis námurnar mikilvægt frá hernaðarlegu sjónarmiði og gæti reynst skipta sköpum verði reynt að hrifsa völdin. Fyrr á þessu ári réðust árásar- sveitir hans á skemmtibúgarð Gil- bertos Molina, eins forystumanna smaragðanámueigenda, þar sem Molina og 18 vinir hans voru drepnir. Nú er Gacha að reyna að afmá Victor Carranza, sem kallað- ur er „Smaragðakeisarinn“ og er eigandi hinna stórkostlega auðugu Muzo náma, eina svæðisins sem ekki er enn undir yfirráðum Gac- has á heljarstóru landbelti sem nær frá Bógóta skáhallt norðvestur yfir landið. Þorp eftir þorp hefur gefist upp fyrir ógnunum og orðið Gacha undirgefið. „Hver sá sem stendur gegn honum er þurrkaður út af kortinu,“ segir Carranza. „Rod- riguez Gacha vill verða Adolf Hitl- er Kólumbíu. Fólk veit ekki enn hvaða dýrategund hann tilheyrir." Enginn engill heldur Sjálfur er Carranza enginn sak- laus skátadrengur. Einu sinni var hann fátækur gimsteinagrafari, sem leitaði að eðalsteinum á ár- botninum ásamt mörgum þúsund- um annarra. Hann barðist fyrir því að fá sérleyfi í aðalnámunum í grimmilegri samkeppni við fleiri áhugasama á árunum upp úr 1970. Sú barátta skildi eftir nokkur hundruð látna. Yfirvöld í Kólum- bíu segja að þau haldi að hann taki líka þátt í kókaínviðskiptunum, a.m.k. fjármálalega, en engar ákærur hafa verið settar fram. Hann er þægilegur þrjótur með yfirvaraskegg. Þegar hann hlær djúpum hlátri skín í hvítar tenn- urnar og skammbyssa fylgir honum alla tíð í rassvasanum. Hann segir Gacha vilja komast yfir námurnar til að fullgera „sjálf- stætt lýðveldi" sitt og til að hafa tök á að stjórna eðalsteinaviðskiptun- um til að þvo milljónir dollara til að koma þeim í umferð og gera þannig auðæfi sín lögleg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.