Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 9. september 1989
HÚSSTJÓRNARSKÓLINN í REYKJAVÍK
Sólvallagötu 12
Sími11578
NÁMSKEIÐ
veturinn 1989-1990
Saumanámskeið 7 vikur
Kennt mánudaga kl. 19-22 fatasaumur
þriðjudaga kl. 14-17
miðvikudaga kl. 19-22
fimmtudaga kl. 19-22 —
miðvikudaga kl. 14-17 —
(bótasaumur - útsaumur)
II. Vefnaðarnámskeið 7vikur
Kennt verður
mánudaga og fimmtudaga kl. 14-17
og miðvikudaga kl. 17-20
Að setja upp vef þriðjudaga kl. 16-18
III. Matreiöslunámskeió 7vikur
Kennt verður mánud. og miðvikudaga kl. 18-21
IV. Stutt matreiðslunámskeið
Kennt verður kl. 13.30-16.30
Ábætisréttir 1 dagur (sýnikennsla)
Fiskréttir 3 dagar
Forréttir 1 dagur
Gerbakstur 2 dagar
Grænmetis- og baunaréttir 3 dagar
Notkun örbylgjuofna 1 dagur
Smurt brauð 3 dagar
kl. 19-22 eða um helgar
Abætisréttir
Forréttir
Gerbakstur
Konfektgerð
Laufabrauð
1
1
2
1
1
dagur
dagur
dagar
dagur
dagur
(sýnikennsla)
V. 8.jan. 1990 hefst5 mánaða hússtjórnarskóli
með heimavist fyrir þá nemendur, sem þess óska.
Námið er viðurkennt sem hluti af matartækna-
námi og undirbúningsnám fyrir kennaranám.
Upplýsingar og innritun í síma 11578 mánudaga-
fimmtudaga kl. 10-14.
Skólastjóri
VIÐSKIPAFRÆÐINGUR
Hagfræðingur
í Húsnæðisstofnun ríkisins verður stofnuð húsbréfa-
deild. Til stendur að ráða forstöðumann fyrir þessa
deild og þarf hann að geta hafið störf sem fyrst til að
taka þátt í mótun starfseminnar.
Hlutverk húsbréfadeildar verður:
A. Að gefa út flokka markaðshæfra skuldabréfa,
svonefnd húsbréf.
B. Að skipta á húsbréfum og veðskuldabréfum
sem gefin eru út í fasteignaviðskiptum.
C. Að stuðla að því að húsbréf séu ávallt seljan-
leg á markaði.
Óskað er eftir viðskiptafræðingi eða hagfræðingi
sem er lipur í mannlegum samskiptum, með
skipulags- og stjórnunarhæfileika og helst hagnýta
reynslu af veðbréfaviðskiptum.
í boði eru góð laun, mikilvægt og krefjandi starf á
góðum vinnustað í nýjum húsakynnum.
Umsóknir um starfið þurfa að berast Ráðgarði fyrir
24. september.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Haraldsson í síma
686688.
RÁÐGARÐUR
RÁÐNINGAMIÐLUN
NÓATÚN 17. 10S REYKJAVÍK SÍMI 68 66 88
Hestamenn óttast aö alls konar hrossablendingar
veröi kallaðir íslenskir hestar:
Kynhreinleika-
vottorð verður
að fyrirfinnast
„Þetta er stór hlunkur og mikill fyrir sér, bæði lendamikill
og herðabreiður. Hann er fæddur í Saarlandi. Ég þekki
nokkuð til hesta þar og Bjarmi er undan hesti sem heitir
Hrappson sem er af Garðsaukakyni. í Saarlandi eru margir
Hornafjarðarhestar og má þar á meðal nefna stóðhestinn
Gunnar sem skírður er í höfuðið á Gunnari Bjarnasyni og
fleiri stóðhestar og allt eru þetta afbrigðilegir jálkar hvað
varðar stærð. Þeir eru stórir drekar, sleðar, hreinlega
óeðlilegir,“ sagði Sigurbjörn Bárðarson hestamaður þegar
Tíminn spurði hann um hinn umtalaða „íslenska“ hest
Bjarma sem sigraði í keppnisgrein á Evrópumóti íslenskra
hesta í Danmörku fyrir nokkru og Tíminn sagði frá þann 31.
ágúst s.l.
Sigurbjörn sagði að þessa stórvöx-
nu hesta hefðu menn verið að rækta
í Saarlandi undanfarin ár og Bjarmi
væri hreinlega einn afleggjari þeirrar
ruglræktunar sem menn hefðu lagt
stund á þar.
Sigurbjörn sagði að umræða um
kynhreinleika íslenskra hesta sem
hófst hér í Tímanum fyrir nokkru
væri afar þörf og vonandi væri að
hún yrði til þess að gerðar yrðu
kröfur til þess þegar íslenskir hestar
koma saman á mótum hvar sem er í
veröldinni, að eigendur framvísuðu
fullgildum skilríkjum með stimplum
og auðkennum opinberra aðila um
ætterni og kynhreinleika hestanna.
„Petta myndi þýða að ekki mætti
nota graðhest nema skilríki um hann
væru fullgild. Sama myndi þá gilda
um hryssur og þær yrðu ekki settar í
undaneldi ncma skilríki um kyn-
hreinleika þeirra væru tekin gild.
Þetta fyrirkomulag er haft í ræktun-
armálum alls staðar í heiminum og
það er komið að því að við verðum
að taka slíkt kerfi upp líka,“ sagði
Sigurbjörn.
Hann sagði það mjög þarft að
Tíminn hefði opnað umræðu um
þessi mál. Það eina sem honum
fyndist athugavert við hana var að
hún hófst í tengslum við sigur
Glampa, hests Walters Feldmans á
Evrópumótinu í Danmörku og litið
gæti út fyrir að íslendingar væru
eitthvað tapsárir vegna þess að þeim
gekk ef til vill ekki eins vel og vænst
var á mótinu.
- En hvort sem þessi tiltekni
hestur, Glampi, sem sigraði í einni
keppnisgreininni í Danmörku á
dögunum er kynhreinn íslenskur
hestur eða ekki þá sýnist sem frum-
kvæði íslendinga sjálfra um íslenska
hestinn sé ekki lengur ótvírætt.
Ingvar Karlsson læknir hefur af
því áhyggjur að íslendingar séu að
tapa þessu frumkvæði í hendur út-
lendinga og óttast að menn erlendis
geti koniist upp með að víxla saman
íslenska hestinum við erlendar hest-
ategundir og kalla afbrigðin íslenska
hesta.
Hvernig megi forðast slíkt og
afleiðingar þess, gengisfall íslenska
hestsins, sagði Ingvar í viðtali við
Tímann 31. ágúst s.l. að koma yrði
á fót opinberri íslenskri starfsemi
þar sem erfðaeindir íslenska hestsins
yrðu skilgreindar og byrjað yrði að
ættfæra og skrá alla íslenska hesta
hvar sem er í veröldinni. Hann sagði
síðan:
„Þessi mál verða að vera í röð og
reglu. Við verðum að halda öllu
frumkvæði varðandi íslenska
hestinn, t.d. hvaða stefnu ræktun
hans tekur. Þá verðum við einnig að
hafa frumkvæði um á hvern hátt öll
keppni í hestaíþróttum fer fram og
er upp byggð.“
Bjarni Þorkelsson á Laugarvatni
er landsþekktur hestamaður. Hann
sagði við Tímann að hestantenn
hefðu lítið hugsað um þessi mál
hingað til eða haft af þeim áhyggjur,
einfaldlega vegna þess að á íslandi
er aðeins ein tegund hesta og því
engin hætta á blöndun við aðrar
tegundir. Hins vegar hlyti að þurfa
að fara að huga alvarlega að þessum
rnálum einmitt til að menn erlendis
gætu ekki tekið upp á því að kalla
alls konar blendinga íslenska hesta.
Tíminn reyndi ítrekað að ná í
Walther Feldmann í Hollandi til að
inna hann eftir því hvort hann hygð-
ist láta Glampa gangast undir rann-
sókn til að afsanna grunsemdir um
að hesturinn sé ekki kynhreinn ís-
landshestur. Það tókst ekki. -sá
Útsýnis-
húsið á
Öskjuhlíð
glerjað
„Þetta hefur verið kannað og
reiknað út og endurkast sólarljóss
frá kúlunni rekst ekki á við neinar
reglur þannig að ekki þarf að gera
ráðstafanir í sambandi við flugum-
ferð við Reykjavíkurflugvöll. Miðað
við aðflug að vellinum eins og það er
nú þá breytir kúlan engu,“ sagði
Hafliði Björnsson starfsmaður Flug-
málastjórnar.
Menn hafa haft af því áhyggjur að
vetrarsólin ætti eftir að endurkastast
frá glerinu á kúluhúsinu mikla á
Öskjuhlíð í augu flugmanna og
trufla þá í aðflugi, en það ætti seni
sagt að vera óþarfi. Hafliði sagðist
ekki búast við að endurkastið ætti
cftir að trufla flugmenn meir en t.d.
endurkast úr gluggum húsa og há-
hýsa í kringum tlugvöllinn.
Nú er unnið að því að glcrja
kúluna miklu og er glerið að nokkru
spegill og hleypir í gegnum sig litlum
hluta sólarljóssins en endurkastar
mestum hluta þess. Það styttist
óðum í að fólk geti sest inn í
hálfkúluna og borðað - hring eftir
hring.
Tímamynd; Pjetur.