Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 20
€ AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Holnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 V°= =P=x=x====3=x=a= =n a ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Gleaailegur salur til ieigu fyrir samkvæmi og íundarhöld á daoinn sera á kvöldin. fórn= =n=x==x= ===x==x=d= =d^ ÞRBSTUR 685060 VANIRMENN LAUGARDAGUR 9. SEPTEMBER1989 Þjóðin rétti hjálparhönd í Landssöfnun Sjálfsbjargar: Betri framtíð í augsýn Landssöfnun Sjálfsbjarg- ar „Betri framtíð“ gekk mjög vel en henni lauk formlega í gær. Um kvöld- matarleytið í gær höfðu safnast nærri átta milljónir króna en endanlegar niður- stöður munu ekki liggja fyr- ir fyrr en eftir helgi þegar öllum söfnunarbaukum sem eru víða um land verður safnað saman. Fjórmenningarnir sem ferðuðust á hjólastólum frá Akureyri til Reykjavíkur komu á Lækjartorg um klukkan hálf l'jögur í gær. Ferðalagið stóð í sex daga og tók aksturinn 70 klukkustundir. Með- alhraði ferðalangunna var 6 km/ klst. Þeir komu heldur seinna á Lækjartorg en áætlað hafði verið. Ástæðan fyrir töfinni var sú að umfcrð var mjög mikil í borginni og áttu hinir fötluðu ferðalangar í nokkrum vandræðum með að kom- ast áfram. Lögregla og félagar úr Sniglunum fylgdu hjólastólaköpp- unum í gegnum Reykjavík. Ekið var um Miklubraut, Kringlumýr- arbraut, Laugaveg og Bankastræti niður á Lækjartorg. Á Lækjartorgi voru flutt ávörp og þýski handknattleiksmaðurinn Joachim Decram heilsaði upp á Jóhann Pétur Sveinsson formann Sjálfsbjargar og ferðafélaga hans og afhcnti þeim eina milljón króna fyrir hönd Þýsk-íslenska verslunar- félagsins. Deeram slasaðist illa í leik fyrir um tíu árum og liefur verið mikið fatlaður síðan. Rás tvö var með söfnun í gangi í allan gærdag og í gærkvöldi var þáttur í sjónvarpinu þar sem fatlað- ir og Spaugstofumenn lögöu saman. Voru landsmcnn duglegir við að hringja inn framlög meðan á útsendingunum stóð. Til gamans má geta þess að fyrsta framlagið í söfnun Sjálfsbjargar kom frá ung- um sveinum á Akureyri sem héldu „Draugahússsýningu" og seldu að- göngumiðann á 10 krónur, framlag sveinanna var 130 krónur. Sem fyrr segir verður öllum söfnunarbaukum safnað saman eft- ir helgi en þeim var dreift til allra Fjölmenni tók á móti fjórmenningunum sem fóru 430 kílómetra leið í hjólastólum. rimmþúsundkrónaseðil sem var hennar framlag til betri framtíðar fyrir fatlaða. Á myndinni sést eldri kona afhenda Jóhanni Pétri bensínstóöva á landinu. Peningun- um verður varið til að koma upp brunaviðvörunarkerfi í Hátúni 12 og til endurbóta á Sjálfsbjargar- sundlauginni. Fatlaðir eru sammála um að sú athygli sem beinst hefur að fötluð- um og málefnum þeirra hafi aukið skilning manna á málefnum fatl- aðra. Barátta þeirra fyrir betri framtíð þykir hafa borið árangur. Að lokum er rétt að taka fram að þeir sem vilja styðja við bakið á Sjálfsbjörgu geta sett sig í samband við skrifstofu samtakanna að Há- túni 12 í Reykjavík. EÓ/SSH Hugmyndir um tekjutengingu ellilífeyris og barnabóta ekki ný bóla: Veltur á pólitískri ákvörðun ht/nmo nnn rnft \/«r»ri a tola J Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur viðrað þá hug- mynd að barnabætur og ellilífeyrir verði tekjutengdar greiðslur þann- ig að fólk með mánaðarlaun yfir 200 þúsund eigi ekki rétt á slíkum greiðslum. Segir ráðherrann að þetta þýði umtalsverðan sparnað fyrir ríkið. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra segir þetta ekki vera nýja hugmynd. Hugmyndir í þessa átt hafi mikið verið ræddar, meðal annars í tengslum við cndur- skoðun laga um Almannatrygging- ar, en framkvæmd strandi á endan- legri pólitískri ákvörðun. í samtali við Tímann sagði Guð- mundur Bjarnason: „Það hefur verið rætt um það áður að tekju- tengja lífeyri að fullu. í dag er búið að tekjutengja hann að verulegu leyti. Það sem hefur verið í umræð- unni nú er að draga enn frekar úr eða fella jafnvel alveg niður þenn- an svokallaða grunnlífeyri. Það ræddum við í fyrra við fjárlaga- gerðina en þá var samþykkt að slíkt væri í rauninni ekki fjárlaga- mál heldur væri þetta spurning um það almannakerfi sem við vildum byggja upp og rétt væri að tala þetta atriði til umfjöllunar varð- andi endurskoðun á Almanna- tryggingalögunum sem nú er í gangi. Nefnd sem vinnur að endurskoð- un laganna er langt komin með sitt starf og þetta mál er einmitt þar í vinnslu. Núna strandar kannski fyrst og fremst á því að þeir aðilar taki það endanlega pólitíska ákvörðun hvort þeir vilja tekju- tengja þessar greiðslur og þá í hve miklum mæli.“ Guðmundur bætti því við að hugmyndin um tekjutengdan elli- lífeyri væri því ekki sparnaðartil- laga frá Alþýðuflokknum heldur hugmyndir sem tengjast endur- skoðun á Almannatryggingalögun- um. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.