Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 12
í iQHrnofnrr' } r i»-> 24 Tíminn '%/MfW VATRYGGINGAFELAG ^clar íslandshf ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: MMC L 300 4xd árgerð 1988 Lada station árgerð 1988 Nissan Bluebird árgerð 1987 Chevrolet Monza árgerð 1987 Suzuki Swift árgerð 1987 Subaru 1899 station árgerð 1986 Daihatsu Charade árgerð 1986 VW Jetta árgerð 1986 Pontiac Firebird árgerð 1986 MMC Lancer árgerð 1985 Ford Escort árgerð 1984 Fiat Uno 55 árgerð 1984 Daihatsu Charade árgerð 1983 Honda Accord árgerð 1982 Mercedes Benz 300 D árgerð 1982 Ford Escort 1300 árgerð 1982 Citroen GSA árgerð 1982 BMW315 árgerð 1982 Nissan Pickup árgerð 1982 BMW518 árgerð 1981 Daihatsu Charade árgerð 1980 Opel Ascona árgerð 1980 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 11 september 1989, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands h.f. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 16, mánudaginn 11. september 1989. Vátryggingafélag íslands hf. - ökutækjatryggingar - ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS Forstöðumaður LISTASAFN ASÍ vill ráða forstöðu mann í V2 starf. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf, sendisttil Alþýðusambands íslands, Grensásvegi 16A 108 - Reykjavík, fyrir 18. september n.k. merkt „Forstöðumaður". Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri ASÍ í síma 83044. TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 t Eiginmaður minn Stefán Geir Ólafsson Kambsvegi 27 lést á heimili sfnu 7. september sfðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrfður Árnadóttir. Laugardagur 9. september 1989 lllllll ÁRNAÐ HEILLA llllllillllllllllllllllllllllllll Árni Pétur Lund bóndi, Miðtúni, sjötugur í>að er langt fyrir þann, sem rúllaði á mjólkurbílnum í sveitina sína, Grímsnesið góða, að senda frumburðinn í sveit norður á Mel- rakkasléttu. En langamman hafði veitt Ninna húsaskjól meðan hann var í Kennaraskólanum, svo að til- boðið kom, sem ekki var hægt að hafna. Brátt barst líka bréf að norðan um ævintýraferð landið endilangt kríumergð svo að dró fyrir sólu, auk alls þess milli himins og jarðar, sem útvegsbændur geta heillað unga menn með. Þá var slegið í drógina og farið á vit Þingeyjarþings. Helga og Ámi kunna á ungar sálir, enda eiga þau sjö glæsilega syni. Sumarævintýrin sex á Leirhöfn voru byrjuð. Hvílíkt hérað. Norður- heimskautsbaugurinn sleikir túnfót- inn, en samt hef ég aldrei upplifað annað eins Mæjorkaveður á íslandi. Og krían, Valdi sagði engum ofsög- um af henni. Sá sem ekki hefur farið fyrir Tjörnesið og horft yfir Keldu- hverfið í norðanátt, veit ekkert hvað fegurð Islands er. Jökulsárgljúfur, Þeistareykir og sjálfur guðdómur- inn, Ásbyrgi, þar sem Sleipni, hinum áttfætta Oðinsbleik hafði þóknast að tylla fæti á móður jörð. „Þytur ísmávængjum grein afgrein, grösin við morguninn tala“. „Áin sekkur í sjóinn sem dropi í brunni,- en sá, sem ræður, þig stöðvar við norðlenska blettinn". E.B. Innilega til hamingju með daginn. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. minning lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Guolaug Marta Gísladóttir Hraunbæ. Álftaveri Fædd 4. september 1903 Dáin 2. september 1989 Dauðinn kemur alltaf á óvart og skilur eftir sig sár og sársauka. Gildir þá einu, hvort sá, sem frá fellur, er ungur að árum eða aldraður og farinn að heilsu og kröftum. Eftir- sjáin og tómarúmið verður hið sama. Skarð er fyrir skildi, sem ekki reynist auðvelt að fylla í eða bæta. Svo er a.m.k. við fráfall Guðlaug- ar í Hraunbæ. Fáir hefðu megnað að feta í fótspor hennar. Sárt er hennar saknað og hennar er minnst með virðingu og þökk af ötlum þeim, sem henni kynntust. Guðlaug var fædd í Norðurhjáleigu í Álftaveri, dóttir hjónanna Þóru Brynjólfsdóttur og Gísla Magnús- sonar, bónda og hreppstjóra þar. Systkini hennar voru Anna, hús- freyja í Reykjavík, Matthildur, bú- sett á Grímsstöðum í Vestmannaeyj- um og Jón, bóndi og alþingismaður í Norðurhjáleigu. 011 eru þau nú látin. Guðlaug ólst upp í Norðurhjá- leigu til fullorðinsára, en fór þá til vinnu til Vestmannaeyja og Reykja- víkur. Hinn 5. nóv. 1927 giftist hún Þorbergi Bjarnasyni frá Efri-Ey í Meðallandi. Þau voru í húsmennsku í Meðallandi til ársins 1928 að þau fluttu að Hraunbæ í Álftaveri og þar var heimili hennar til dauðadags. Þorbergur og Guðlaug eignuðust 14 börn, eitt þeirra fæddist andvana en hin eru öll á lífi. Þau eru: Þóra, búsett í Vík í Mýrdal, gift Hjálmari Böðvarssyni. Þau bjuggu lengi í Bólsstað í Mýrdal. Bjarni, bóndi í Hraunbæ. Gísli Guðni, bifvélavirki og brúarsmiður, búsettur á Seltjarn- arnesi, kvæntur Sigurbjörgu Val- mundsdóttur, kennara við Haga- skóla í Reykjavík. Vilhjálmur, versl- unarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd. Kona hans er María Henley, læknaritari. Guðrún Erla, matráðskona í Skógum, gift Albert Jóhannssyni, kennara við héraðsskólann og búsett þar. Tví- burarnir Fjóla og Einar. Fjóla er gift Ásgeiri P. Jónssyni. Þau bjuggu áður á Jórvíkurhryggjum í Álftaveri en eru nú búsett á Kirkjubæjar- klaustri. Einar er bóndi á Gilsbakka í Axarfirði. Kona hans er Arnþrúður Halldórsdóttir. Guðlaug, gift Böðv- ari Kristjánssyni. Þau bjuggu fyrr á Skaftárdal á Síðu en eru nú flutt að Kirkjubæjarklaustri. Jón Þór, lög- regluvarðstjóri í Reykjavík, kvænt- urMargréti Guðmundsdóttur. Anna Sigríður, gift Guðgeiri Sumarliða- syni. Þau búa í Austurhlíð í Skaftár- tungu. Guðrún, býr í Reykjavík. Hennar maður er Metúsalem Bjömsson, húsasmíðameistari. Kjartan, húsasmiður, nú búsettur í Neskaupstað. Kona hans er Ásta Hjaltadóttir. Sigurveig Jóna, mat- ráðskona á Hvolsvelli, gift Kristjáni Hálfdánarsyni, verslunarstjóra þar. Böm Hraunbæjarhjóna urðu eins og áður segir 14, barnabörnin eru 50 og bamabamabömin 42 svo að alls em afkomendur þeirra 106, þar af 103 á lífi. Þetta er hin ytri umgerð um ævi og störf þessarar merkiskonu eins og hún blasir við sjónum samferða- mannanna. Við, sem áttum því láni að fagna að kynnast henni náið, þekkjum þá hlið ævisögu hennar, sem öðmm og ókunnugum er hulin. Við vitum, að hún var glæsilegkona, búin skapfestu og dugnaði. Við vissum, að hún var iðin, samvisku- söm og traust og hún var vandvirk og handlagin. Allt þetta skóp henni virðingu og aðdáun allra þeirra, sem henni kynnust. Strax ung að ámm, sýndi hún, hvað í henni bjó. Mér kemur í hug frásögn af því sem skeði haustdag einn árið 1918, þegar gamla Katla byrjaði að dreifa eldi og ösku yfir sveitina hennar. Öldruð nágranna- kona hennar hafði farið ein á fjöm, teymandi hest fyrir vagni. Svo sem kunnugt er, voru flestir verkfærir karlmenn sveitarinnar við smölun þennan dag. Þegar sást, hvað var í vændum, var Guðlaug send ásamt annarri unglingsstúlku til móts við gömlu konuna, henni til aðstoðar og hjálpar. Þætti það varla vera fýsileg ferð fyrir unglingsstúlkur á vorum dögum. Eg sé hana líka í anda, þegar hún flutti að Hraunbæ. Þá reiddi hún dóttur sína, reifabam, í fangi sér yfir Kúðafljót. Það er um 5 km breitt þar sem leið Iiggur milli Meðallands og Álftavers og eitt hið stærsta og erfiðasta vatnsfall yfírferðar á landi voru. Ég sé hana ala önn fyrir stóra bamahópnum sínum, fæða þau og klæða við aðstæður, sem nútímakon- unni þættu allt annað en auðveldar. Það er fremur harðbýlt í Álftaveri og húsakynni í Hraunbæ vom ekki stærri en hæfa þætti einstaklingi í dag. Nútíma þægindi vom af skorn- um skammti, en komu smátt og smátt. Við þessar aðstæður ólu þau upp bömin sín og komu þeim vel til manns. Þau hlutu í vöggugjöf góða hæfileika foreldra sinna og traust uppeldi hefur orðið þeim gott vega- nesti út í lífið. Öllum sem þekkja, er það að- dáunarefni hversu samhent þau hjón voru í einu og öllu. Þar bar aldrei skugga á. Dóttir þeirra brá upp hugljúfri mynd frá bernskuárunum. Jólin vom í nánd og á síðkvöldi sátu foreldrar hennar hlið við hlið við baðstofuborðið. Móðir hennar var að sníða og sauma föt á hópinn sinn, en faðir hennar snéri handsnúinni saumavél til að létta konu sinni starfið. Minnstu bömin röðuðu sér umhverfis og fýlgdust spennt með því, hvernig ný flík varð til. Þannig hjálpuðust þau að í einu og öllu og á efri árum, þegar sjón hennar tók að daprast, sá hún eftir sem áður um heimilishaldið í Hraunbæ með því að segja manni sínum til verka og aðstoða hann eftir mætti. Á þann veg hjálpuðust þau að, og mér er ekki kunnugt, að aðrir, sem komnir em hátt á níræðisaldur, hafi eftir leikið. Á þeim árum, sem þau Hraunbæj- arhjón vom að koma bömum sínum upp þekktust ekki bamabætur eða aðstoð samfélagsins í þeirri mynd, sem síðar varð. Vissulega var ævi hennar ekki alltaf dans á rósum og við getum ekki annað en undrast hversu miklu dagsverk hún skilaði. Það er auðvelt að gera sér í hugarlund, að oft hefur starfsdagurinn verið langur og lítið um svefn, þó að börnin legðu snemma hönd að verki og léttu störfin. Engu að síður var hún bundin bænum sínum lága órjúfandi böndum. Þar vildi hún vera og hvergi annars staðar. Þó að hún þyrfti á síðari árum að dvelja um skeið á sjúkrahúsum og tvisvar, vetrarlangt, væri hjá dætmm sínum, var hugurinn heima í Hraunbæ. Um það leyti, sem vorfugl sást í varpa, héldu henni engin bönd og með krafti, sem enginn skildi, sigraði hún alla sjúkdóma og erfiðleika og hélt heim á ný. Nú eru senn 35 ár síðan ég kynntist Guðlaugu í Hraunbæ, sem verðandi tengdasonur hennar. Frá fyrsta degi var ég eins og einn af stóra barna- hópnum hennar og hún mér sem önnur móðir. Svo hygg ég, að einnig sé um önnur tengdabörn hennar. Þetta vil ég þakka af heilum hug fyrir hönd okkar allra. Ég votta Þorbergi, tengdaföður mínum og öðmm aðstandendum innilega samúð um leið og ég þakka hinni látnu heiðurskonu allar sam- verustundimar. Sú er best okkar huggun, harmi gegn, að hennar er gott að minnast. Albert Jóhannsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.