Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. september 1989 Tíminn 23 lllllllllllllllllllllllllllllllllll lllllttllliilllí!! Illllllllllllllllllllllllll!lllll Illlillllllllllllllllllllllllllllllllilllllli Ásgeir S. Björnsson lektor llllllllllll MINNING, 1111)111 Fæddur 12. desember 1943 Dáinn 20. ágúst 1989 ÍSALANDS ÓHAMINGJU VERÐUR ALLTAÐ VOPNI. Þannig komst Bjarni Thorarensen að orði í minningarljóði um Baldvin Einarsson, er lést í blóma lífsins, eins helsta oddvita íslenskrar sjálf- stæðisbaráttu á fyrri helmingi 19. aldar. Petta eru stór orð, en mér hafa stundum komið þau í hug, þegar ég hef hugleitt helstríð og nú síðast lát Ásgeirs vinar míns Bjömssonar frá Ytra-Hóli á Skagaströnd. Á miðjum starfsdegi er hæfileika- maður kallaður burtu af okkar heimi, eftir standa lifendur og syrgja góðan dreng. En vegir lífs og dauða eru órannsakanlegir og enginn veit, hver næstur verður kallaður. Sem betur fer vitum við ekki slíkt fyrir- fram. Á vordögum 1988 þurfti ég að gangast undir heilaskurðaðgerð. Ör- fáum dögum síðar kom Ásgeir í heimsókn til mín á gjörgæsludeild, ásamt öðrum vini okkar, hlýr í bragði og uppörvandi. Á þeirri stundu hefur víst hvorugum dottið í hug, að röðin væri senn komin að honum, en raunin var sú, og fáum mánuðum síðar mátti hann þola líka aðgerð. Munurinn var sá, að mitt mein reyndist læknanlegt, en hans ekki. Jarðarfarardagurinn 26. ágúst var einhver sá blíðasti, sem ég minnist í langan tíma. Vart sást ský á himni og lognið algert. Kirkjan á Hösk- uldsstöðum var þéttskipuð fólki, þó sat fjöldi á stólum sunnan undir vegg og hlýddi athöfninni, en inni fyrir flutti séra Miako Þórðarson jafnframt, orð prestsins á táknmáli fyrir einka- soninn, Jón Bjarka, og þrjár ungar stúlkur túlkuðu söngtextana á sama hátt. Þetta jók áhrifamátt þessarar kveðjustundar, og mér fannst hið einsýna veður gefa fyrirheit um fagra heimkomu vinar okkar til annars tilverustigs. í hug minn kom annað augnablik, þegarég heimsótti Ásgeir að Ytra-Hóli í vetrarbyrjun s.l. árs, nokkru eftir að hann gekkst undir uppskurðinn. Á þeirri stundu var ekki vitað, hvern árangur eftirmeðferð mundi bera. Ásgeiri var ekki gjamt að ræða sjúkleika sinn, en samt hafi hann tjáð mér, að mein hans væri illkynjað og líkur á bata fremur minni en meiri. Hann vissi þó fleira en hann lét uppi, en það var fjarri honum að gefast upp, og við ræddum m.a. framtíðarverkefni, sem hugur hans var bundinn. Við kvöddumst á hlaðinu á Ytra- Hóli, og ég stóð um stund og virti fyrir mér hið víða og fagra sjónsvið, sem þar bar fyrir augu. Það hafði kastað éljum og var tvíveðrungur í lofti, bjart að horfa vestur yfir Húna- flóann til Strandafjalla, en kólgu- bakkar inn til héraðsins yfir Vatns- dals- og Víðidalsfjöilum. Mér bjó uggur í brjósti og fannst verðurútlit- ið endurspegla óvissuna um framtíð vinar míns. Hvort mundi birta upp, eða syrta frekar að? Kynni okkar Ásgeirs hófust að marki fyrir fáum árum, eftir að hann var orðinn útgáfustjóri hjá Örlygi Hálfdánarsyni bókaútgefanda. Sumarið 1987 vann hann m.a. að Iokaundirbúningi á verki Daniels Bruun, fslenskt þjóðlíf í þúsund ár. Þá var ég allmarga daga á heimili hans á Seltjamarnesi honum til að- stoðar við gerð myndatexta. Sumar- ið eftir, 1988, vann hann að útgáfu bókar Collingwoods, Fegurð fslands og fomir sögustaðir, og aftur dvald- ist ég hjá honum talsverðan tíma. Þá var hann farinn að kenna sjúkdóms síns, en lét það lítt aftra sér og vinnuþrekið var einstakt. Mér em þessir dagar ógleyman- legir, hafði sérstaka ánægju af að vinna með honum og blanda geði. Gamansemi hans, orðhittni og frá- sagnarhæfileiki var kitlandi. Hann beitti auðveldlega fyrir sig gullaldar- málfari, tilvitnanir og snilliyrði úr bókmenntun léku honum á tungu og þótt ég væri miklu fremur þiggjand- inn, lét hann mann aldrei finna yfirburði sína. Margt bar á góma þessa daga og mér varð fljótt ljóst, hvílíkur yfirburðamaður hann var að þekkingu á þjóðsögum, þjóðleg- um fróðleik og bókmenntum. Hann var fljótur að finna, hvað nýtilegt hékk á spýtunni, og mati hans skeik- aði lítt. Þótt Ásgeir væri sannur heims- maður af upplagi sínu og menntun, gerði hann sér þess ljósa grein, hvað hégómlegt var og fánýtt í aldarfar- inu. Því betur kunni hann að njóta ýmissa þeirra hluta, sem efla þroska manneskjunnar, snertingunni við mátt lífs og moldar, tengslunum við mannlíf fyrri tíðar, sem veitir sálinni einhverja þá fyllingu, er ekki verður með orðum lýst. Þótt fluttur væri suður, vakti jafnan í honum bóndinn og sveitamaðurinn. Að fara norður í göngur, hirða bagga af túni, finna ilman jarðar. Þetta var honum lífs- fylling, sem ekki fékkst á malbikinu. Hann lét í ljósi, bæði í gamni og alvöru, að hann væri raunar bóndi á Ytra-Hóli, dvölin syðra aðeins kaup- staðarferð. Hin foma íslenska bændamenning var honum í blóð runnin og bar þar ríkulegan ávöxt. Rætur hans allar lágu djúpt í hún- vetnskri moldu, sem fóstrað hafði hann frá fyrstu tíð. - Til þeirrar moldar er hann nú aftur horfinn. Ég var lítt kunnugur starfi Ásgeirs • í Kennaraháskólanum, en ég vissi, að hann var þar í hávegum hafður, bæði af nemendum og kennurum. Hins vegar var mér miklu ljósara, hvernig hann naut sín í starfi útgáfu- stjóra hjá forlagi Örlygs Hálfdánar- sonar. Þar fengu hæfileikar hans, smekkvísi og fræðimennska að blómstra, því saman fór áhugi þeirra Örlygs beggja á íslenskri þjóðmenn- ingu, og var ekkert til sparað, að útgáfur yrðu sem best úr garði gerðar. Lykilhefti bókaflokk'sins Landið þitt, íslandsmyndir Mayers, fslenskt þjóðlíf í þúsund ár og Fegurð fslands og fornir sögustaðir, svo nokkur glæsilegustu verkin séu nefnd, munu ætíð bera vitni þjóð- legum metnaði útgefandans og snilli útgáfustjórans. Svo aftur sé vitnað til upphafsorða þessara skrifa, þá þarf íslensk þjóð enn að stunda sína sjálfstæðisbar- áttu, baráttu fyrir tungu sinni og menningu. Án hennar mun íslenskt þjóðerni smám saman líða undir lok. Yfirgripsmikil þekking á þjóð- fræði og íslensku máli og möguleikar á að miðla þeirri þekkingu, gerðu Ásgeir Bjömsson máttarstólpa þess- arar nýju sjálfstæðisbaráttu. Ritverk þau, sem honum auðnaðist að koma á framfæri, áhrif hans í Kennarahá- skólanum á nemendur sína, uppvax- andi kennarastétt í landinu, munu marka heilladrjúg spor í þessari baráttu, en þegar hugsað er til alls þess, sem hann átti ógert í þágu þjóðmenningar okkar, rennur manni til rifja fslands óhamingja. Ásgeir var kvæntur Sigurveigu ' Alexandersdóttur, en leiðir þeirra skildu fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust einn son, Jón Bjarka. Þeim mæðginum, Rannveigu, for- eldrum, systkinum og öðrum ástvin- um votta ég mína innilegustu samúð. Víst er fráfall Ásgeirs þeim óbætan- legt. Svo er einnig um okkur öll, sem höfðum af honum kynni og nutum þeirra, en minningin lifir í hugum okkar, hún lifir í verkum þeim, sem honum auðnaðist að ljúka, og hún lifir í áhrifum þeim, sem hann hafði á okkur. Skamma hríð fékk ég og fjöl- skylda mín að kynnast Ásgeiri, en sú kynning auðgaði líf okkar. Kona mín og dóttir bundu strax við hann tryggðir og hús hans stóð okkur jafnan opið. Margar nætur áttum við undir þaki að Bollagörðum 45. Hinsta kveðja túlkar þakkir okkar fyrir trausta vináttu og ógleymanleg- ar stundir. Hjalti Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.