Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.09.1989, Blaðsíða 19
'íY-5 1 'i'dl'iS"''!!'-*?. .S iUBCbítQt.'ijJ '* »i ». *. »* f.«k »x V.f. «. f. »!’.».».». '•.h't't’t1*. ’tVt \ Vt’t^ Láúgárdágur 9. september 1989 fr ,’.».». r. 'i T i ’* ’* '* * \» • Tíminn 31 ÍÞRÓTTIR gorðsem blasir stórum stöfum við ahorfendum a iþrottavöllum. En er afenginu fiþrottina? Þar heita mot eftir afengistegundum og afengi er veitt i verðlaun! holan er barinn" eftir Björn Leósson og „djúsaði“ allan daginn, þar sem honum hafði ekki gengið sem best í mótinu. Þetta tafði mótið heilmikil, þar sem viðkomandi keppandi var með alls konar fíflalæti. Sá sem ég dró fyrir sagði mér að því miður væri þetta ekkert einsdæmi og eftir á var ekkert tekið á þessu máli innan klúbbsins." Þessa sögu, sem er frá meistara- flo^ksmóti, hafði áhugamaður um íþrpttir utan af landi að segja, maður seiri fylgist mikið með öllum íþrótta- greinum í sínum bæ. „Ég held að grunnreglur fSÍ hljóti að vera þverbrotnar með svona framkomu," bætti utanbæjarmaður- inn við. „Hvergi bann við áfengi í lögum ÍSÍ“ „í lögum og reglum ÍSÍ er hvergi að finna nokkuð sem bannar notkun áfengis í keppni. Hins vegar mundi slíkt sjálfsagt vera kært á þeim forsendum að um óíþróttamannlega framkomu væri að ræða og yrði því tekið fyrir hjá aganefnd og jafnvel dómstól viðkomandi sérsambands og áfram uppúr,“ sagði Jón Erlends- son hjá lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ, þegar Tíminn innti hann álits á notkun áfengis í íþróttum. v,Það er litið á þetta þannig að það sé óhugsandi að þetta fari saman, en sjálfsagðir hlutir falla stundum út úr lögum og reglugerðum." „Maður sem er undir áhrifum í keppni er í raun hættulegur sínu umhverfi, því hann hefur ekki stjórn á skapsmunum sínum né líkams- hreyfingum og því yrði litið á þetta sem óíþróttamannslega framkomu. “ „Varðandi mót sem nefnd eru eftir áfengistegundum, þá er ekkert í lögum eða reglugerðum ÍSÍ sem bannar slíkt. Afengisinnflytjendur eru að ná sér í góðar auglýsingar, einkum vegna þess að þeir eru í vandræðum með að auglýsa sína vöru á almennum markaði," sagði Jón. „Áfengi er ekki á bannlista“ „Á bannlista Alþjóðaólympíu- nefndarinnar er áfengi ekki að finna. Hins vegar yrði það tekið til um- fjöllunar hjá aganefnd eða dómstól viðkomandi alþjóðasérsambands, ef upp kæmi mál þar sem keppandi væri grunaður um áfengisneyslu í keppni. Áfengi er ekki notað til þess að byggja upp óeðlilega afreksgetu, heldur eru það steranir og því um líkt. Áfengi er sljóvgandi á ekkert heima nálægt íþróttum," sagði Jón Erlendsson „Þetta er viðkvæmt mál“ „Við höfum gert okkur grein fyrir þessu all lengi og þetta er viðkvæmt mál,“ sagði Konráð R. Bjamason forseti Golfsambands íslands þegar þessi mál voru borin undir hann. „Það sem tilheyrir Golfsamband- inu sem slíku, þá erum við ekki með neitt áfengi í kringum okkur. Við höfum gengið það langt að banna sölu á áfengi í klúbbhúsunum þegar landsmót fara fram. Ég kann ekki við að áfengi korni nokkurs staðar nærri þar sem verið er að keppa í íþróttum, hvort sem það heitir golf eða eitthvað annað." „Golfíþróttin er að nokkru leiti svolítið öðru vísi byggð upp en aörar íþróttir. Annars vegar erum við að tala um íþróttastarf og uppbyggingu þar sem fyrst og fremst er verið að sinna þeim yngstu og fólki uppí 30-32 ára. Hins vegar erum við svo lánsamir með golfíþróttina að við erum með fólk uppí 75-80 ára gamalt í henni, fólk sem væri löngu hætt í öðrum íþróttagreinum.“ „Síðan eru okkar félagsheimili byggð öðruvísi upp en í öðrum íþróttagreinum. Alls staðar erlendis tíðkast það að barir séu í þessum húsum.“ „Mér finnst það út í hött að menn skuli að vera að fá sér bjór eða vín í miðri keppni. Ég hef sjálfur prófað það erlendis, að fá mér einn bjór áður en ég fór að leika. Ég hafði ekkert gaman af því, maður gerir ekkert vel undir áhrifum áfengis." „Iþróttafulltrúi ríkisins hefur rætt um þessi mál við mig“ „Það eru ekki unglingar sem gera slíkt, það eru menn í kringum fimm- tugt sem eru að þessu og við vitum af því. Það hefur verið talað við mig út af þessu. íþróttafulltrúi ríkisins ræddi þessi mál við mig og ég veit að eiginkonur hafa verið að kvarta til hans. Við ráðum hins vegar lítið við það hvað fullorðið fólk er að gera. Það fær sér vín ef það ætlar sér að fá sér vín, hvort sem það er þarna eða annars staðar. Okkar vandamál er það að við erum með mikið meira af eldra fólki en aðrar greinar." „Mér finnst þetta vera að aukast“ „Klúbbarnir eru með bari núna, en hér áður fyrr var þetta meira á bak við tjöldin. Mér finnst, því miður, að þetta hafi verið að aukast og meira er urn þetta hjá minni klúbbunum. Þar labba m'enn inní skála eftir 9 holur og fá sér í glas og halda síðan áfram. Sem betur fer er þetta ekki svo nema hjá litlum hluta fólks. Það eru kanski 4-5 menn sem stunda það í keppni að fá sér í glas, en íþróttina í heild má ekki dæma af því. Síðan er annað hvort um innan- félagsmót er að ræða eða opin mót,“ sagði Konráð. Fara á bak við lögin -Áfengisauglýsingar hafa viðgeng- ist lengi í golfinu og gaman væri að fá að vita hver viðbrögð manna yrðu ef áfengisauglýsingar, mismikið dul- búnar, færu að skjóta upp kollinum á knattspyrnu eða t.d. handknatt- leiksleikjum. Hvaða augum líta for- ystumenn íþróttahreyfingarinnar og heilbrygðiskerfisins á þessi mál. Johnny Walker verðlaunar þá sem hafa farið holu í höggi „Ég held að það bæði eðlilegt og óeðlilegt að áfengisinnflytjendur sé styrkaraðilar að golfmótum. í*að er alveg sama hvaða íþrótt það er, allir eru að reyna að fá einhverja til að styrkja viðkomandi íþrótt. f Dan- mörku eru það Tom‘s súkkulaði- framleiðendurnir sem verðlauna þá sem fara holu í höggi, en hér eru það Johnny Walker. Þeir hafa þann hátt á að gefa þeim sem fer holu í höggi, eina viskíflösku Það gera þeir í 40 löndum og mér finnst það ekkert óeðlilegt, þar sem við erum inná alþjóðamarkaðnum með þetta. En með sérhæfð innanfélagsmót sem kennd eru við áfengistegundir gildir annað, enda eru þau mót meira og minna að detta upp fyrir. Við erum ekkert hrifnir af slíkum mótum og höfum aldrei verið. Ætli það séu ekki 4 mót eftir sem kennd eru við áfengistegundir. Tíminn verður að leiða í Ijós hvaða þróun verður í þessum málum.“ „Hef alla tíð verið á móti áfengi í golfi“ „Persónulega hef ég alla tíð verið á móti áfengi í golfinu, frá því ég byrjaði fyrir 25 árum og hef stundum verið illa liðinn fyrir það. Ég er þeirrar skoðunar að íþróttir og áfengi fari ekki saman," sagði Konr- áð R. Bjarnason forseti Golfsamb- ands íslands að lokum. Jónsmessumótin eru fræg Um Jónsmessubil, í lok júní, eru haldin golfmót á öllum völlum lands- ins þar sem skilyrði er að keppendur fái sér tvo tvöfalda áður en þeir hefja keppni. Mót þessi eru meira grín en alvara, eins og skiljanlegt er og þau eru lokuð innan hvers klúbbs. Fárán- legt væri að fárast yfir þessum mótum, en vonandi væri að þau yrðu undantekningin sem sannaði þá reglu að golf, eins og aðrar íþróttir eigi ekki samleið með áfengi. Stór klúbbur á Norðurlandi felldi sitt Jónsmessumót niður í sumar, vegna þess að þar vildu menn sporna við áfengisneyslu í golfíþróttinni. Laugardagur kl. 13:55 - w w.. 36. LEIKVIKA- 9. sept. 1989 m X 2 Leikur 1 Arsenal - Sheff. Wed. Leikur 2 Aston Villa - Tottenham Leikur 3 Chelsea - Nott. For. Leikur 4 C. Palace - Wimbledon Leikur 5 Derby - Liverpool Leikur 6 Everton - Man. Utd. Leikur 7 Luton - Charlton Leikur 8 Man. City - Q.P.R. Leikur 9 Millwall - Coventry Leikur 10 Norwich - Southampton Leikur 11 Leeds - Ipswich Leikur 12 Sunderland - Watford Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 NÝR HÓPLEIKUR !! VÍLTU DáNSá? Kennslustaðir: Auðbrekka 17, Kópavogi og „Hallarsel“ við Þarabakka 3 í Mjódd. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig barnadansa fyrir yngstu kynslóðina. Laugardagskennsla á báðum stöðum. Einkatímar eftir samkomulagi. Innritun og upplýsingar dagana 1.-12. september kl. 10 - 19 í síma: 64 11 11. Kennsluönnin er 15 vikur og hefst fimmtudaginn 14. september og lýkur með jólaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.