Tíminn - 15.09.1989, Qupperneq 2
2 Tíminn .
Föstudagur 15. september 1989
Árið 1987 var metveiði minka og refa; samanlagt felld 8.200 dýr:
32 milljónir til að
drepa minka og ref i
Árið 1987 var metár í veiði minka og refa. Þá voru drepnir
flestir minkar frá upphafi og til að finna samsvarandi fjölda
felldra melrakka þarf að fara aftur til ársins 1962. Veiðiskýrsl-
ur fyrir árið í fyrra og þetta ár, liggja ekki fyrir, en að sögn
Páls Hersteinssonar veiðistjóra virðist veiðin vera svipuð árið
1988 og hún var árinu áður. Heildarkostnaður við eyðingu
minka og refa árið 1987 reyndist rúmar 32 milljónir,
framreiknaður á verðlag ársins 1988.
Á árinu 1987 fundust 314 tófu-
greni á öllu landinu. 514 fullorðin
grendýr veiddust auk 1.288 yrðlinga,
og þar fyrir utan voru skotin 435
hlaupadýr, þ.e. tófur sem ekki höfðu
fasta búsetu við greni á þeim fíma
sem þær voru skotnar. Samanlagt
voru skotnar 949 fuiiorðnar tófur
árið 1987 og með hvolpum 2.237
dýr. Minkaveiðimenn felldu á árinu
1987 rúmlega 6.000 minka og það er
mesta veiði frá því að eyðing minka
hófst hér á landi. Alls voru því
rúmlega 8.200 refir og minkar felldir
á vegum veiðistjóraembættisins á
árinu 1987.
Veiðistjóri hefur nýlega lokið við
gerð skýrslu um kostnað við refa- og
minkaveiðar, sem send var til fjár-
málaráðuneytisins. Þar kemur fram
að kostnaður við refaveiðar hefur
verið mjög svipaður allt frá því þær
hófust 1958, eða á bilinu 15-20
milljónir reiknað á verðlagi ársins
1988. Kostnaður hefur lítið breyst
milli ára þrátt fyrir talsvert miklar
sveifur í veiðum. Sé hins vegar litið
á kostnað við hvert unnið dýr kemur
í ljós að hann er lægstur þegar mest
er veitt af ref. Tilkostnaður eykst
hlutfallslega við hvert veitt dýr, eftir
því sem þeim fækkar. Skýringin á
þessu er sú að grenjaskyttur eyða
miklu af tíma sínum í að leita að
grenjum og við það er tilfallandi
fastur kostnaður, tímakaup, akstur
og fleira, sem ekki breytist á milli
ára.
Sé litið á kostnað við minkaveiðar
er svipað uppi á teningnum. Kostn-
aður við hvern unninn mink hefur
frá upphafi farið minnkandi. Það
gerist vegna þess að minkastofninn
fer stækkandi og fleiri dýr veiðast á
hverju svæði, þó að kostnaður við
leit á viðkomandi svæði sé sá sami.
Skýrslur minkaveiðimanna yfir
þetta ár hafa ekki borist, en að sögn
Páls bendir allt til þess að stofninn
hafi orðið fyrir verulegum skakka-
föllum við got í vor. Þar er um að
kenna slæmu tíðarfari og því hve
frost fór seint úr jörðu. Þetta kemur
þó ekki að fullu í ljós fyrr en að
skýrslur hafa komið frá öllum veiði-
mönnum, en það verður ekki fyrr en
á næsta ári. Páll sagði það vera
tilfinningu sína eftir að hafa talað
við veiðimenn víðs vegar af landinu,
að minkastofninn hefði minnkað
verulega á s.l. vori. „Það hefur
sennilega drepist eitthvað seinni part
vetrar og í vor vegna kulda. í
einhverjum tilfellum getur verið að
sú fækkun sem að menn verða varir
við í ár stafi af dugnaði veiðimann-
anna, en fyrst og fremst stafar hún
af tíðarfarinu." - ÁG
Skákþing íslands:
Fjórðaumferð
tefld í kvöld
Þriðja umferð í landsliðsflokki
á skákþingi íslands fór fram í
gærkvöldi. Eftir fyrstu tvær um-
ferðirnar voru þeir Jón L. Árna-
son og Karl Þorsteins efstir og
jafnir með tvo vinninga.
Úrslit í annarri umferð urðu
þau að Jón L. Árnason vann
Ágúst Karlsson, Karl Þorsteins
vann Þröst Þórhallsson, Jón G.
Viðarsson vann Guðmund Gísla-
son og Þröstur Árnason vann
Rúnar Sigurpálsson. Jafntefli
varð í skák Hannesar Hlífars
Stefánssonar og Sigurðar Daða
Sigfússonar og í skák þeirra Tóm-
asar Björgvinssonar og Björgvins
Jónssonar.
I gærkvöldi áttust við í þriðju
umferð Ágúst Karlsson og Rúnar
Sigurpálsson, Þröstur Árnason
og Guðmundur Gíslason, Karl
Þorsteins og Jón L. Árnason,
Hannes Hlífar Stefánsson og
Þröstur Þórhallsson, Björgvin
Jónsson og Sigurður Daði Sigfús-
son, og Jón Garðar Viðarsson og
Tómas Björnsson.
Fjórða umferð verður tefld í
kvöld og hefst hún klukkan 18.00
í húsakynnum Útsýnar í Mjódd.
- ABÓ
Erró opnar myndlistarsýningu á
Kjarvalsstöðum laugardaginn 16.
september. Á sýningunni eru 110
verk sem listamaðurinn hefur mál-
að á síðustu fjórum árum. Sýningin
er í boði Listasafns Reykjavíkur.
Erró hefur ekki haldið sýningu hér
á landi í fjögur ár.
Erró er án efa þekktasti núlif-
andi myndlistarmaður íslendinga.
Hans er getið í flestum bókum sem
fjalla um alþjóðlega samtímalist
og verk hans prýða söfn um allan
heim.
Erró hefur verið búsettur í París
í meira en þrjátíu ár. Hann er
fæddur í Ólafsvík en ólst upp að
Kirkjubæjarklaustri. Eftir að hafa
stundað nám í Handíða- og mynd-
listarskólanum í Reykjavík hélt
Erró í frekara nám til Oslóar,
Flórens og víðar. Erró tileinkaði
sér snemma myndgerð poplistar-
innar sem hann hefur kunnað að
þróa á einkar persónulegan hátt og
þannig markað sér afgerandi sér-
stöðu í listasögunni.
Erró hélt síðast sýningu á íslandi
árið 1985. Á sýningunni á Kjarvals-
stöðum eru sýnd 110 verk sem öll
eru máluð á síðustu 4 árum. Mál-
verkin eru mörg hver einfaldari að
gerð en ýmis eldri verk Errós.
Bakgrunnurinn er ekki eins hlað-
inn og oft áður. Blaðamaður Tím-
ans spurði Erró hverju þetta sætti.
„Ætli ég sé ekki bara að verða
latur. Maður breytist alltaf eitthv-
að sem betur fer og ég vona að sú
breyting sé ekki til hins verra.“
Erró getur tæplega talist latur
listamaður því eftir hann liggja
gífurlega margar myndir. Hann er
mjög fljótur að vinna og er jafnan
með fimm my ndir í vinnslu í einu.
Sýning Errós stendur til 1. okt-
óber. - EÓ
Álver við Eyjafjörð
líklegur valkostur
Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn-
aðarráðherra hyggst leggja fyrir Al-
þingi í vetur tillögur þess efnis að
mörkuð verði heilsteypt stefna um
virkjunarröð og iðnaðaráform fram
yfír aldamót. Þá telur iðnaðarráð-
herra að Fljótsdalsvirkjun og álver
við Eyjafjörð geti orðið að veruleika
á næstu 5-10 árum ef samstaða náist
um slíka stefnumótun. Þetta er með-
al þeirra atriða sem komu fram á
fundi sem iðnaðarráðuneytið og Iðn-
þróunarfélag Eyjafjarðar efndu til á
Akureyri á miðvikudagskvöldið.
Iðnaðarráðherra hefur látið hefja
endurskoðun á þeim umhverfisat-
hugunum sem gerðar voru í Eyja-
firði fyrir nokkrum árum þegar um-
ræður um álver stóðu sem hæst. í
ræðu sem ráðherrann hélt á fyrr-
nefndum fundi kom fram að Eyjafj-
örður væri eina svæðið fyrir utan
Suðvesturhornið sem hefði nægilega
stóran vinnumarkað til að starfrækja
eins viðamikinn iðnrekstur og álver
er. Jón Sigurðsson sagði meðal
annars:
„Auðvitað horfa menn á byggða-
þróunaráhrifin af slíkri fjárfestingu.
En ég held að svarið sé að taka
stærra skref. Þetta er augljóslega
það hagstæðasta sem við getum gert.
Við höfum Blöndu, hún er ekki
fullnýtt og hún hefur orðið okkur
býsna dýr í framkvæmd. Til þess að
ná jafnvægi í æskilegri þróun byggð-
ar í landinu þurfum við að hugsa
stærra, ákveða meira og þora að
gera það sem þarf til þess að gefa
von um betri framtíð, meiri atvinnu,
betri kjör á svæði eins og við Eyja-
fjörð.“
Sama kvöld stóð Alþýðubanda-
lagið fyrir almennum stjórnmála-
fundi þar kom fram í máli forsæt-
isráðherra og menntamálaráðherra
að þær hugmyndir sem Jón Sigurðs-
son hefur viðrað varðandi álver í
Eyjafirði væru alfarið hans eigin þar
sem mál þetta hafi ekki verð rætt í
ríkisstjórninni. SSH
Fyrsta skreiðarsendingin til Ítalíu komin í höfn:
Sendingunni vel tekið
Fyrsta skreiðarsendingin
frá íslenskum framleiðend-
um er komin á markað á
Ítalíu og hefur henni verið
vel tekið af kaupendum og
engin gæðavandamál komið
upp. Að sögn Ragnars Sig-
urjónssonar sölustjóra
skreiðardeildar Sambandsins
hefur skreiðarsalan farið
eðlilega af stað miðað við
fyrri ár.
Skreiðarframleiðslan er ívið meiri
nú en undanfarin ár, og sömu sögu
er að segja af framleiðslu Norð-
manna, sem einnig selja skreið á
Ítalíumarkað. Ragnar sagði að
markaðurinn hefði tekið vel við því
sem þegar væri komið á staðinn og
engin gæðavandamál komið fram,
sem lofaði góðu.
Aðal sölutími skreiðar stendur frá
september og fram í miðjan desem-
ber. Verðið sem ákveðið var er
þokkalegt að sögn Ragnars. Um er
að ræða nokkra lækkun í dollurum
talið, miðað við síðasta ár, en í
krónum talið hefur orðið hækkun til
framleiðenda, vegna gengisbreyt-
inga.
Skreiðin er flokkuð í ákveðna
stærðar- og verðflokka. Flokkurinn
„SAGA IG“, þ.e. stærsta skreiðin í
Sögu flokknum gefur um 830 króna
nettóskilaverð fyrir hvert kíló til
framleiðenda.
Þegar kaupendur skreiðarinnar fá
hana í hendur er hún látin liggja í
vökva í 3 til 4 daga áður en hún er
seld til neytandans. Á S-Ítalíu er
hún bleytt upp í vatni, en á N-ftalíu
er lút blandað saman við vatnið, sem
skreiðin er bleytt upp í. Þegar þess-
ari meðhöndlun er lokið, er skreiðin
orðin svipuð og siginn fiskur, eins og
við þekkjum hann.
Hlutur íslands á Ítalíumarkaði
hefur verið á bilinu 15 til 30%
undanfarin ár, á móti Noregi. í fyrra
var hlutur íslands um 20 til 25%.
Neyslan hefur verið að dragast sam-
an frá 1976, en þá var hún um 6000
tonn, en var í fyrra um 3300 tonn.
íslendingar framleiða stærri skreið
en Norðmenn, og fer sú skreið
einkum á S-Ítalíu en skreið Norð-
manna fer á N-Ítalíu.
Skreiðarverkun á Nígeríu liggur
niðri, enda markaðurinn mjög erfið-
ur vegna verðsins. Gengisfellingar
þar í landi og það verð sem þeir geta
greitt duga íslenskum framleiðend-
um engan veginn og ekki útlit fyrir
að sú staða batni á næstu árum.
-ABÓ
Til starfa á ný eftir eldsvoðann
í dag verður Gúmmívinnustofan
að Réttarhálsi í Reykjavík formlega
opnuð að nýju. Sem kunnugt er
gjöreyðilagðist húsnæði vinnustof-
unnar í miklum eldsvoða 4. janúar
síðastliðinn og er talið að endur-;
byggingin hafi kostað um 200 millj-
ónir króna.
f tilefni af opnuninni gefst almenn-
ingi kostur á að skoða húsnæðið,
kynnast starfseminni og þiggja kaffi
og veitingar. Viðar Halldórsson
framkvæmdastjóri Gúmmívinnu-
stofunnar sagði við Tímann að hann
vonaðist til þess að fyrirtækið endur-
heimti gamla viðskiptavini. Tækja-
kosturinn væri allur nýr og ætti það
að stuðla að betri þjónustu. SSH