Tíminn - 15.09.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.09.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 15. september 1989 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGfslason Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: > Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skýr ályktun í stjórnmálayfirlýsingu Landssambands fram- sóknarkvenna, sem nýlega hélt landsfund sinn, er að finna ályktanir um ýmis málefni í samræmi við kjörorð fundarins: Virðum líf - Verndum jörð. Þar er ekki síst fagnað þeirri ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar að stofna umhverfisráðuneyti. Telur landsþingið að aukin áhersla á þennan málaflokk í stjórnkerfinu muni efla forvarnarstarf og bæta lífsskilyrði fyrir komandi kynslóðir í landinu. Framsóknarkonurnar ályktuðu um það að fram- fylgja þurfi reglum um ofnýtingu, mengun og önnur umhverfisspjöll af mannavöldum. Slíkt verði best gert með því að stofna til skipulegrar auðlindanýtingar, þar sem forðast sé að ganga of nærri umhverfinu eða spilla lífríkinu. Þá ályktaði landsfundurinn um nauðsyn virkrar byggðastefnu og tók svo til orða að lykilatriði í baráttunni fyrir jafnvægi í byggð landsins sé að heilbrigt og fjölbreytt atvinnulíf fái þrifist um allt land og þar geti stjórnvöld ráðið miklu um. Hins vegar harmaði landsfundurinn þá miklu byggðaröskun sem sífellt ætti sér stað og taldi að úr henni mætti draga með því að fylgja m.a. fast fram markaðri stefnu um jöfnun á orkuverði og símakostnaði, sem þegar er farið að framkvæma í áföngum, en ástæða væri til að hraða sem mest. Landsfundur framsóknarkvenna minnti á þá stefnu Stéttarsambands bænda að setja ætti sem forgangsverkefni í landbúnaðarmálum að leita leiða til að lækka búvöruverð til neytenda. Með þessu verða samtök framsóknarkvenna fyrst allra pólitískra samtaka til að vekja athygli á þessu áhersluatriði bændastéttarinnar í verðlagsmálum landbúnaðarins og taka heilshugar undir þessa stefnu. Jafnframt andmælti landsfundurinn hugmyndum og ráðagerðum um frjálsan innflutning landbúnað- arvöru og taldi það aðför að sjálfstæði þjóðarinnar. í því sambandi er ástæða til að nefna skelegga ályktun Landssambands framsóknarkvenna gegn inngöngu íslands í Evrópubandalagið. Segir í landsfundarályktuninni að með aðild að slíku bandalagi yrðu íslendingar að fórna sjálfsákvörð- unarrétti sínum í hendur miðstjórnarvaldi Evrópu- bandalagsins og með því væri þjóðfélagsgerð og þjóðmenningu stefnt í voða. Tíminn vill vekja sérstaka athygli á ályktun Landssambands framsóknarkvenna í Evrópu- bandalagsmálinu vegna þess hversu hiklaust fram- sóknarkonur hafna öllum vangaveltum um það mál og styðja ályktun sína einni mikilvægustu röksemdinni gegn hugmyndum um aðild að banda- laginu sem er sú að íslendingar yrðu að þola skerðingu á fullveldi íslenska lýðveldisins við að ganga í bandalagið. Framsóknarkonurnar átta sig á að Evrópubandalagsmálið er fyrst og fremst pólitískt mál, spurning um valdahlutföll og ákvarð- anatöku. lllllllllllllllll GARRI !' ... ... Nýtt verðmætaskyn Á fyrri árum var ■ Reykjavík allþekktur borgari einn sem af allslags kúnstugu kaupsýslubralli hafði hlotið auknefnið „fíni“. Af honum eru til ýmsar sögur, eins og gengur með marga kynjafugla, og þar á meðal er sú að er hann eitt sinn hafði óvenju mikið fé í hönd- um og var að telja seðlana, rakst hann á fimmkrónaseðil meðal þeirra. Þá á sá „fíni“ að hafa sagt dolfallinn: „Nei, hvað er nú fimm- kallinn að gera með peningunum“. Talsverðir uppgangstímar hér í þjóðfélaginu á undanförnum árum hafa orðið til þess að persónur af tagi hins „fína“ þykja ekki lengur neinir sérviskufuglar. Þvert á móti hefur þeim farið mjög fjölgandi, sem borist hafa mikið á og lagt alla virðingu gagnvart verðmætum fyrir róða. Mögulegt hefur verið að efna til allrahanda stórfjárfestinga, sem frá upphafi voru fásinna ein og svo um hnútana búið af hendi þeirra „fínu“ að þeir þurfa ekki að taka neinum teljandi áföllum vegna ráðslags síns, en nægir að setja upp sakleysissvip og yppta öxlum. Virðingarleysi þetta fyrir verð- mætum á undanförnum árum hefur smitað út frá sér um alit þjóðfélag- ið, og er fuU ástæða tíl að óttast afleiðingar þess, ekki síst nú er harnar á dalnum í efnahagslífi. Sérstaklega má búast við óhoUum afleiðingum þessa fyrir yngri kyn- slóðina. Það þótti t.d. vondur siður hjá bömum hér áður fyrr að leifa mat. Þess vom meira að segja dæmi á heimUum að þeim var ekki leyft að standa upp frá borðum fyrr en þau höfðu lokið því sem fyrir þau var borið. Þessi strangleiki var ekki tU kominn af mannvonsku, heldur gjama af því að foreldrarnir höfðu sjálfir þekkt kröpp kjör og höfðu í heiðri þann vísdóm að þeim famast best sem vinnur hörðum höndum og hatar óhóf. Með þessu var bömum innrætt virðing fyrir hinu daglega brauði, sem nú er fáþekkt. Algengara mun að böm mundu bjóða föður eða móður sem ætluðu að aga þau með slíku móti í „eina bröndótta“. í stað virðingar fyrir verðmætum hefur haldið innreið sína sú heimspeki að allt fáist fram með frekjunni. Frekja og tUætlunarsemi margra unglinga nú er ekki þeim að kenna, heldur þeim viðhorfum sem þeir fuUorðnu hafa fyrir þeim, þau viðhorf að allur munaður sé sjálf- sagður og eigi að fást strax. Þessi viðhorf era ríkjandi í samfélaginu og bömin sjá þau blasa við hvar- vetna - hjá einstaklingum, fyrir- tækjum og í stjómsýslu. ÖU um- fjöllun fjölmiðla endurspeglar svo þennan anda. Þótt ekki sé verið að hvetja foreldri tU þess að taka upp þann sið að neyða bam eða ungUng tU að éta það sem hann með engu móti kann að hafa lyst á, mætti fólk gjama andæfa brengluðu verð- mætaskyni tíðarandans á einhvera hátt. Að þessu ættu ekki aðeins foreldrar að gæta heldur líka þeir sem gegna opinberum embættum eða hafa verið kosnir á fuUtrúasam- kundur í nafni almennings. Undan- - látssemi fyrir hverskonar sérvisku- legum og óhóflegum kröfum gerir ekki annað en brengla þá mynd sem stjómendumir þurfa að hafa í augum almennings, og sjálf lýð- ræðismyndin skmmskæUst. En því ver er það svo að margur stjóm- málamaðurinn kýs fremur að vinna gegn betri vitund, en eiga á hættu að hann sé álitinn ekki nægilega greiðasamur og velviljaður, sem af misskUningi er Iagt að jöfnu við lýðræðisleg viðhorf. Þess vegna gerist það oft að í nafni lýðræðisást- ar era framdar allra handa breUur og strákapör, sem vísast afla vin- sælda meðal einhverra hópa, en almenningur verður að borga brús- ann fyrir. Þetta er séríslenskt fyrir- bæri, sem ætla mætti að valdhöfum í fæstum löndum Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum mundi ekki haldast uppi. Kannske vegna þess að þar líðst mönnum ekki að ausa út miklnm fjármunum, nema þeir séu í alvöra fýrir hendi, en era ekki sýndarpeningar, eins og auður þess „ffna“ sem mun aldrei hafa verið auðugur maður, þótt hann kynni að láta sem svo væri. í anda þessa á uppeldi bama og ungmenna líka að vera, þegar kem- ur að þvi að umgangast verðmæti. Forráðamenn æskunnar verða að hafa í huga að sá meðalvegur sem ekki tekst að rata á heimilinum mun ekki auðfundnari, þegar menn era orðnir „stórir“. Garri lllllllllllllli VlTTOGBREITT IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍII1III[IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1I1IIIIII^ .III ÓVARIN BORG Lögreglumenn í Reykjavík hafa talið það góðan stuðning í kjara- baráttu sinni að básúna út um borg og bý að þeir séu alltof fáir og og að sparnaðarráðstafanir yfirvalda Ieiði til þess að lögreglan ráði hvergi nærri við verkefni sín. Sem sagt að það er lögreglan sjálf sem tilkynnir að ofbeldismenn geti farið sínu fram þar sem löggæslan ræður ekkert við ástandið. Svo láta einstakir lögreglumenn í fjölmiðla að þeir sú hræddir við að sinna skyldustörfum sínum vegna fámennis en fjölda og styrk- ieika misindismanna, sem auðvitað ganga á lagið og fara sínu fram þar sem löggæslumenn nota öll tæki- færi til að koma veikleika sínum á framfæri. Óspektir og ofbeldi fara í vöxt og enginn fær við neitt ráðið. Rán á götum úti telst vart lengur til tíðinda og breddur eru orðnar algeng og tiltæk amboð þegar stinga þarf einhvem í kviðinn eða skera á háls á göíum úti eða inni f skemmtanahúsum. Umfferð án löggæslu í fyrrinótt gerðu einhverjir spaugarar sér til gamans að henda sprengjum af handahófi á íbúðar- götur og eiga sjálfsagt margir eftir að fjargviðrast út af því tiltæki þótt annað hafi ekki skeð en að álíka margar rúður brotnuðu og á venju- legri sunnudagsnóttu í miðborg- inni. Margir hmkku upp úr svefni við öflugar dynamítsprengingar, en áreiðanlega ekki fleiri en að öllu jöfnu liggja andvaka eftir að hafa vaknað, kannski aftur og aftur, þegar illmenni á skellinöðmm og öðmm farartækjum með tvígeng- isvélum, geysast um inni í íbúða- hverfum. Eða þá þeir spellvirkjar og friðarspillar sem grenja um göturnar í pústkerfalausum bílum að næturlagi. Allt þetta hefur lögreglan látið afskiptalaust ámm saman og til- kynnir núna að hún þori ekki að fara um göturnar að næturlagi þegar hópar meira og minna dmkkinna fáráðlinga leggja bæjar- hverfi eins og miðbæ höfuðborgar- innar undir sig. Ef til er eitthvað sem kallast umferðarlögregla er það lið ein- hvers staðar annars staðar en í umferðinni. Þar fer hver og einn sínu fram og virðast reglugerðar- ákvæði í umferðarlögum vera álíka mörg og bílstjóramir sem aka ávallt eins og þeim sýnist, hvað sem svo kann að standa í umferðar- lögum, sem er svo vel gætt í dómsmálaráðuneytinu, að hvorki löggæslan né bílstjórar hafa frétt af þeim pappímm. Hljótt um umferðarofbeldi Margir eiga eftir að jesúsa sig mikið í allri umræðunni um spreng- ingamar á Bergþómgötu og öldu- götu og mörg spakleg athugasemd- in verður gerð um hvemig komið er fyrir vesalings borgumnum sem nú eiga yfir höfði sér að vera sprengdir í loft upp hvenær sem er. Minna er talað um að daginn á undan sprengingakvöldinu vom margir bílar klesstir og klipptir í sundur. Margir fluttir á slysadeild og enn fleiri bílar á verkstæði eða ruslahauga. Pólitíið hafði meira að segja orð á því að óvenjumikið hafi verið um árekstra og talsvert að gera. Þennan dag gekk á með helli- dembum og dimmum skúmm. Þeir sem neyddust til að taka þátt í því öngþveiti sem kallað er bílaumferð þennan dag ættu að vita hvílík brjálsemi hafði gripið um sig meðal allra þeirra ökumanna sem aldrei gera greinarmun á veðri, birtu eða færð. Hver morðkandidatinn af öðmm tróðst og mddist um í umferðinni og þarf enginn að vera hissa á hvemig fór. Ofbeldið í umferðinni er nefnilega alltaf látið afskiptalaust. Lögreglan var auðvitað upptekin við að mæla og taka skýrslur á slysastöðum og gengu ökuníðingar sjálfala að venju. Eignatjón og slys á fólki varð margfait meira í umferðinni í Reykjavík á miðvikudag en af bombunum, sem sprengdar vom einhverjum til skemmtunar að kvöldi. En sprengukastið er og verður samt sem áður litið miklu alvarlegri augum og mikið kapp verður lagt á að finna sökudólga. í bflaumferð- inni er enginn sekur. Það liggur í augum uppi að bæjarfélag eins og Reykjavík hefur engin efni á að halda uppi löggæslu og hefur að mestu gefist upp á því. Borgin og íbúar hennar em því óvarðir gegn öllu því ofbeldi sem tröllríður húsum og heilum hverfum. Löggæslan hefur dregið sig í hlé og staurblankir ráðamenn vita ekki sitt rjúkandi ráð. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.