Tíminn - 15.09.1989, Síða 4
Föstudagur 15. september 1989
4 Tíminn í
VERZLUNARMANNAFELAG
REYKJAVÍKUR
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða-
greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um
kjör fulltrúa á 17. þing Landssambands íslenskra
verslunarmanna.
Kjörnir verða 70 fulltrúar og jafn margir til vara.
Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verslun-
arinnar, fyrir kl. 12,00 mánudaginn 18. september
næstkomandi.
Kjörstjórnin
CARRON
ELDHÚSVASKAR
úr stáli og
hvítu sili qvartz
K AUDUNSSON
GRENSASVEGI 8
S: 68 67 75 & 68 60 88
TÖLVU-
NOTENDUR
Við í Prentsmiðjunni Eddu
hönnum,
setjum og prentum
allar gerðir eyðublaða
fyrir tölvuvinnslu
Smiðjuvegi 3,^-
200 Kópayogur.
Sírpi 45000
/
mjóu slitlagi (einbreiðu)
þurfa báðir bílstjórarnir
að hafa hægri hjól fyrir
utan slitlagið við
UMFERÐAR
RÁÐ
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa
Finns Klemenssonar
Hóli, Norðurárdal
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra
umönnun.
Herdís Guðmundsdóttir
ÞórirFinnsson Rósa Árelíusardóttir
Sigrún Finnsdóttir Guðmundur Sæmundsson
GuðmundurFinnsson Anna Hjálmarsdóttir
og barnabörn.
Byggðaáætlun fyrir Vestfirði leggur til ráðningu iðnráðgjafa fyrir fjórðunginn
er vinni að hagnýtum rannsóknum í sjávarútvegsgreinum:
Þróunarfélag í
sjávarútvegi?
Byggðastofnun hefur sent frá sér byggðaáætlun fyrir
Vestfirði, þar sem varpað er fram áætlunum um hvernig megi
hugsanlega stöðva þá óæskilegu byggðaþróun sem verið
hefur á Vestfjörðum hin síðari ár. Hér er um að ræða
samstarfsverkefni heimamanna á Vestfjörðum, Fjórðungs-
sambands Vestfirðinga og Byggðastofnunnar.
í niðurstöðum og tillögum áætlun-
arinnar er bent á að atvinnutækifær-
um í fiskveiðum og úrvinnslu afla
muni ekki fjölga á næstunni, nema
til komi breyting á fiskveiðistefnu.
Lagt er til að strax verði ráðinn
iðnráðgjafi fyrir Vestfirði og starfi
hann sérstaklega að þeim viðfangs-
efnum sem fyrir eru í eflingu hvers
konar hagnýtra rannsókna í sjávar-
útvegsgreinum og fyrirtækjum í
tengslum við þær. Þeirri hugmynd er
varpað fram að sjávarútvegsfyrir-
tæki á Vestfjörðum stofnuðu með
sér þróunarfélag í sjávarútvegi,
hugsanlega með þátttöku ríkisins.
Jafnframt sé mikilvægt að þess verði
gætt við endurskipulagningu náms-
brauta fyrir framhaldsskólastigið að
það tengist atvinnulífi Vestfjarða og
ný og áhugaverð verkefni komi inn
í skólakerfið, eftir því sem kostur er
á.
Samtökum sveitarfélaga heima í
héraði verði falið að gera ítarlega
athugun á því hvaða þjónustu opin-
berra stofnana mætti tryggja viðun-
andi aðstöðu í fjórðungnum og setja
fram rökstuðning fyrir því að við-
komandi stofnun flytji þjónustu sína
til Vestfjarða.
Meðal tillagna í landbúnaðarmál-
um er að framleiðsluréttur sauð-
fjárafurða verði eigi minni á Vest-
fjörðum, en sem nam heildarfram-
leiðslu haustið 1986 og verði færan-
legur milli framleiðenda eftir því
sem þeim fækkar innan kjördæmis-
ins, enda sé sá flutningur studdur
byggðarlegum rökum og samþykkt-
ur af samtökum bænda. Það sama er
lagt til varðandi mjólkurframleiðsl-
una, þ.e. að heimilt verði að flytja
framieiðslurétt milli einstakra fram-
leiðenda innan hvers samlagssvæðis,
enda liggi fyrir samþykki búmarks-
nefnda. Markmið þess tilflutnings
verði að flytja framleiðsluna nær
vinslustöðvunum. Þá er bent á í
tillögukafla áætlunarinnar að heppi-
legt sé að heildarframleiðsluréttur
bænda í mjólk verði sem næst því
sem daglegar þarfir markaðar eru á
svæðinu.
Vestfirðingar binda nokkrar vonir
við þjónustu við ferðamenn í fram-
tíðinni og mælst er til að ferða-
mannaþjónusta og aðrar nýbúgrein-
ar verði efldar þar sem að skilyrði
eru fyrir hendi. Efling ferðamanna-
þjónustu sé langtímaverkefni, en
ætia megi að hún geti orðið nokkur
búbót er fram líða stundir. -ÁG
Alþýöuleikhúsiö:
ÍSAÐAR
GELLUR
í kvöld, föstudag, frumsýnir Al-
þýðuleikhúsið leikritið ísaðar gellur
eftir breska rithöfundinn og hag-
fræðinginn Frederick Harrison.
Leikritið heitir á frummálinu
„Northern Lights“.
í verkinu segir frá dvöl þriggja
stúlkna frá Hull á Englandi í sjávar-
þorpi á norðanverðum Vestfjörðum.
Þær hafa flúið bágt atvinnuástand
heima fyrir í von um betri lífsafkomu
og bjartari framtíð á íslandi. Leikrit-
ið snýst síðan um þann raunveru-
leika sem við þeim blasir í fiskvinnu
í íslensku sjávarþorpi og kynni
þeirra af íslendingum. Verkið er
óspart kryddað hispurslausri gaman-
semi og fá íslendingar sinn skammt
ekki síður en aðrir sem koma við
sögu.
Leikritið var frumsýnt í Hull fyrr
á þessu ári og vakti það mikla
athygli. Sýningin hefur farið víða
um England og notið mikilla vin-
sælda, nú síðast á listahátíðinni í
Edinborg.
ísaðar gellur er 42. verkefni Al-
þýðuleikhússins og er leikritið sýnt í
Iðnó við Vonarstræti. SSH.
Aðalleikarar í „tsuðum gellum“: Ása Hlín Svavarsdóttir, Ingrid Jónsdóttir
og Ólafía Hrönn Jónsdóttir.
ARNARFLUG Á
FERD OG FLUGI
Arnarflug hf. leggur upp í kynn-
ingarferð um landsbyggðina
sunnudaginn 17. september nk. og
verða sjö staðir heimsóttir í fyrsta
áfanga, sem stendur til 30. sept-
ember. Þeir staðir sem heimsóttir
verða í fyrstu atrennu eru Akur-
eyri, Sauðárkrókur, Húsavík, ísa-
fjörður, Egilsstaðir, Höfn og Vest-
mannaeyjar.
Á ofangreindum stöðum verða
kynntar þær borgir sem félagið
flýgur til í Evrópu og vetraráætlan-
ir þess. Staðimir verða heimsóttir
á Domier flugvél frá Amarflugi
Innanlands hf. Á hverjum stað
verður gestum gert sérstakt ferða-
tilboð sem gildir aðeins þann dag.
Auk þess verður ferðagetraun og
vinningar verða farmiðar til Evr-
ópu.
Auk starfsfólks Arnarflugs
verða með í förinni Frúin frá
Hamborg og ung aðstoðarkona
hennar, sem skemmta munu gest-
um með söng og glensi. -ABÓ
Ný bók um sagnorð
Hjá Námsgagnastofnun er kom- Áður hafa komið út hjá Náms-
in út bókin Sagnorð eftir Magnús gagnastofnun verkefnabækurnar
Jón Árnason. Bókin er cinnota Fallorð og Orðhákur 1. og 2. eftir
verkefnabók í íslensku ætluð 7.-9. Sama höfund. Fjöldi teikninga og
bekk gmnnskólans til glöggvunar orðtakaþrauta eftir Kolbein Árna-
og greiningar sagnorða í íslensku. son eru í bókinni. -EÓ