Tíminn - 15.09.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 15. september 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
Úr skýrslu Áskels Einarssonar, framkvstj. Fjórðungssambands Norðlendinga, á ársþingi sambandsins fyrir skömmu:
Kassapössunarstefna
í stað félagshyggju?
Fulltrúaráðsfundur
Sambands ísl. sveitarfélaga
Á fulltrúaráðsfundi Sambands
ísl. sveitarfélaga, sem haldinn var
á Akureyri í mars s.l., kom í ljós
viðhorf ýmissa sveitarstjórnar-
manna til samtaka sveitarfélaga,
sem margur hefði ætlað að heyrði
til liðinni tíð. Þegar kom til at-
kvæða tillaga formannsins, um að
Sambandi ísl. sveitarfélaga og
landshlutasamtökunum verði
tryggður sá hundraðshluti í tekjum
jöfnunarsjóðs, sem að fullu hefði
bætt skerðingu síðustu ára, brást
víðsýni fundarins.
Þetta varð til þess að ekki fékkst
leiðrétting mála á Alþingi. Megin-
rökin þessara manna voru þau að
verið væri að skerða hlut sveitarfé-
laganna varðandi tekjujöfnunar-
framlögin. Á sama fundi^komu
fram upplýsingar, sem sýndu að
Samband ísl. sveitarfélaga væri of
fjárvana til að sinna verkefnum
sínum. Einnig var vitað að mörg
landshlutasamtök væru nánast
óstarfhæf til að sinna meiri háttar
verkefnum. Sú stefna virðist eiga
fylgi að fagna meðal sveitarstjórn-
armanna, sem nefna má kassapöss-
unarstefnu. Það er að leggja einfalt
mat á hlutina, peningalega séð
með yfirsýn innan marka eigin
túngarða. í þessu verður hlutur
landshlutasamtakanna lakari m.a.
að þau verða að byggja megin-
tekjuöflun sína á árgjöldum sveit-
arfélaganna. Hlutur Sambands fsl.
sveitarfélaga er betri, að því leyti
að sambandið hefur notið mikils
fjárhagslegs stuðnings með hlut-
deildarrekstri með Lánasjóði sveit-
arfélaga og við Bjargráðasjóði.
Þar að auki hefur sambandið notið
ríflegs framlags úr jöfnunarsjóði
og þarf ekki að innheimta árgjöld
hjá sveitarfélögum. Afstaðan á
fulltrúaráðsfundinum í mars s.l.
hlýtur að vekja forráðamenn sveit-
arfélagasamtaka til umhugsunar
um stöðu sína og gagnsemi þeirra
starfa, sem samtök sveitarfélaga
fást við. Er félagshyggjan innan
sveitarstjórnargeirans að hverfa
fyrir sjónarmiðum bröngsýnna sér-
hyggjumanna? Áður byggðist
starfið upp á hugsjónamönnum,
sem báru ábyrgð til lengri tíma séð.
Er Fjórðungssamband
Norðlendinga dýrt í rekstri?
Á fundum norðlenskra sveitar-
stjómarmanna voru kynntar upp-
lýsingar um rekstur landshlutasam-
taka á Vestfjörðum og Austur-
landi. Þar eru aðstæður líkar og
hér og ekki er um að ræða að annar
rekstur blandist inn í rekstur sam-
takanna. Þessi samtök eru rekin af
fyllstu sparsemi og starfsmanna-
hald miðað við sinn hvorn fram-
kvæmdastjórann. Niðurstaðan er
sú, ef miðað er við árgjald á íbúa,
að árgjöldin á Austurlandi eru
84% og á Vestfjörðum 105%
hærri, en á Norðurlandi. Sé miðað
við heildarkostnað, samkvæmt
fjárhagsáætlun 1989 er samanlagð-
ur reksturskostnaður á Vestfjörð-
um og Austurlandi 53% hærri en á
Norðurlandi. Launakostnaður er
samanlagður 24% hærri á Austur-
landi og Vestfjörðum, en á
Norðurlandi. Ef gerður er saman-
burður á árgjaldatekjum eru þær
36% hærri samanlagðar á Austur-
landi og Vestfjörðum, en á
Norðurlandi. Þetta sýnir þá miklu
hagkvæmni að reka saman stærri
og íbúafleiri svæði í einum samtök-
um, en ef um tvenn samtök væri að
ræða. Hitt er ekki síður veigamikið
að með þessu starfsskipulagi fæst
aukið afl til að sinna stærri verkefn-
um. Það ánægjulegasta við þetta er
lægri kostnaður á íbúa að meðaltali
m.a. vegna hagkvæmari reksturs-
einingar. Það eru ekki stóru sveit-
arfélögin sem greiða hæstu árgjöld
miðað við íbúa á Norðurlandi, þótt
þau greiði hærri samanlagða fjár-
hæð en þau minni. Tekjuskipting
milli sveitarfélaga ræður hér öllu
og því greiðir ekkert sveitarfélag
hærri árgjöld en tekjustig þess
segir til um. Þetta er kjarni málsins
um skiptingu árgjalda á milli sveit-
arfélaga.
Hvað liggur eftir Fjórðungs*
samband Norðlendinga?
Það hefur gætt vaxandi þekking-
arleysis um starfsemi sambandsins
og aukinna sleggjudóma um gagn-
semi þeirra fjármuna, sem sveitar-
félögin greiða til sambandsins. Ég
ætla hér að leyfa mér að rekja þau
verkefni, sem staðið hefur verið að
á vegum Fjórðungssambands
Norðlendinga, og gefið hafa í aðra
hönd fyrir sveitarfélögin og íbúa
Norðurlands. Fyrst er að nefna
baráttu sambandsins og annarra
landshlutasamtaka um að hluti
þéttbýlisvegafjár, þ.e. fjórðungur,
væri varið til verkefna, þar sem
gatnagerð og lagning bundins slit-
lags hafði orðið útundan. í öðru
lagi má nefna baráttu sambandsins
fyrir áætlun um varanlega gatna-
gerð og fyrir því að Byggðasjóður
veitti lán til sveitarfélaga út á
heimtaugagjöld. í þriðja lagi má
nefna baráttu á vegum fjórðungs-
sambandsins og annarra um að
leiðrétta úthlutunarreglur á auka-
framlögum úr jöfnunarsjóði og
baráttu fyrir auknu fé í því skyni.
f fjórða lagi forysta fjórðungssam-
bandsins, og síðar annarra lands-
hlutasamtaka, fyrir leiðréttingu
símagjaldskrár, stystu skref hafa
þrefaldast. í fjórða lagi leiðrétting-
ar á útreikningi skólakostnaðar,
sem þýddi verulega leiðréttingu
m.a. fyrir Akureyrarbæ. í sjötta
lagi barátta fyrir að færa framhalds-
skólareksturinn yfir á ríkið. í sjö-
unda lagi barátta fyrir hækkun
dreifbýlisstyrkja, sem hafa verið
hækkaðir um helming. f áttunda
lagi barátta sambandsins fyrir því
að skólaakstur og heimavistar-
kostnaður væri að fullu greiddur af
ríkissjóði, eða af sameiginlegu fé í
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. í ní-
unda lagi barátta sambandsins um
að kostnaður við heilsugæslu færist
yfir á ríkið og að tekin verði upp
framlög úr Jöfnunarsjóði vegna
félagslegra verkefna sveitarfélaga.
í tíunda lagi beitti sambandið sér
fyrir lækkun hitakostnaðar í dreif-
býli, sem'var upphaf mikils átaks í
því efni. Allt þetta talar skýlausu
máli um að Fjórðungssamband
Norðlendinga hefur unnið sér rétt,
sem málsvari sveitarfélaga á
Norðurlandi.
Er Fjórðungssambandið
að vinna fyrir aðra?
Sá áróður er rekinn að samband-
ið sé að vinna verk sem aðrir skýli
sér á bak við og önnur landshluta-
samtök njóti góðs af án þátttöku í
kostnaði. Hjá þéssu verður ekki
komist, að þegar skrifstofa sam-
bandsins vinnur að verkefnum í
þágu sveitarfélaga á Norðurlandi,
sem ná jafnt til annarra sveitarfé-
laga. Spurningin er því hvort menn
vilja láta þessi störf niður falla,
vegna þess að aðrir kunna að hafa
af þeim gagn. Það er tilgangslaust
að segja sem svo að Samband ísl.
sveitaiífélaga eigi að vinna að hinu
og þessu verkefni og því eigi Fjórð-
ungssambandið að láta þau kyrr
liggja ef um er að ræða aðkallandi
vericefni. Við höfum nýleg dæmi
um þetta varðandi verkaskiptingu
og tekjustofnamál. Átti að láta það
mál kyrrt liggja, þar sem hvorki
önnur landshlutasamtök eða Sam-
band ísl. sveitarfélaga sinntu þess-
um málum. Er högum norðlenskra
sveitarfélaga best borgið með þeim
vinnubrögðum? Það fer ekki á
milli mála ef Fjórðungssamband
Norðlendinga sinnir ekki stærri
byggðaverkefnum sem krefjast
töluverðrar vinnu, mundu mörg
þeirra ekki verða leyst af hendi, til
skaða fyrir alla landsbyggðina.
Sumir benda á að ráða eigi sérfróða
aðila til að vinna vissar úttektir í
byggðamálum. Reynslan sýnir að
menn þurfa að hafa sérstaka þjálf-
un til að fást við slík verkefni og
það fá menn aðeins með löngu
starfi. Þar að auki eru slíkir ígripa-
starfskraftar ótrúlega dýrir. Mikið
hefur verið býsnast yfir kostnaði
sambandsins vegna gjaldheimtu-
mála. Staðreyndin var sú, að Sam-
band ísl. sveitarfélaga vék sér und-
an þessu brýna verkefni á sinni tíð.
Það skal tekið fram að þetta er eina
verkefnið sem önnur landshluta-
samtök hafa tekið þátt í. Það
stendur á forræði ríkisins í þessu
máli. Margt bendir til að valin
verði hin versta lausn í þessu máli,
með samkomulagi Sambands ísl.
sveitarfélaga og fjármálaráðherra.
Einnig er haldið fram að með
umsögn um hin ýmsu frumvörp sé
Fjórðungssambandið að vinna
verk, sem önnur landshlutasamtök
skýli sér á bak við. Á Fjórðungs-
samband Norðlendinga að bregð-
ast því trausti sem Alþingi sýnir
því með álitsgerðum um þingmál?
Það er best að menn svari þessu.
Hver er |>áttur Fjórðungs-
sambands Norðlendinga?
Miðað við fjárhagsáætlun 1989
mun það kosta sveitarfélögin kr.
250-260 á íbúa að taka þátt í starfi
Fjórðungssambands Norðlend-
inga. Hefur reynslan sýnt að þessu
fé er kastað glæ eða að hér sé um
bruðl að ræða? Reynslan sannar að
norðlensk sveitarfélög fá meiri
byggðalega þjónustu fyrir lægri
árgjöld en önnur sveitarfélög í
landinu og þau eiga landshlutasam-
tök, sem eru forystuafl í byggða-
málum. Þetta hefur oftlega sýnt
sig.
Það er ágætt að gagnrýna. Nafla-
skoðanir og neikvæð sjálfsskoðun
duga skammt. Það er hið jákvæða
hugarfai, sem er sú félagshyggja
sem starfið verður að byggjast á,
og á því byggist öll framfarabar-
átta.
Áskell Einarsson
■
BÓKMENNTIR
lllllllllllllll
Hefðbundin nútímaljóð
Kristján Þórður Hrafnsson:
I öðrum skilningi, Ijóð,
útg. höfundur, Rv. 1989.
Þessi bók er töluvert óvanaleg frá
hendi ungskálds að því leyti að hún
er að umtalsverðum hluta ort undir
hefðbundnu formi, með fastbund-
inni hrynjandi, ljóðstöfum og enda-
rími. Eins og menn vita hefur slíkt
að heita má algjörlega verið aflagt
hér af yngri skáldunum á síðustu
árum, og er því óvanalegt að rekast
á það hér aftur.
Annars má segja að yrkisefni hér
séu nokkuð hefðbundin, miðað við
það sem oftast sést frá ungskáldum.
Hér er ort um einveru, sorgir og
bölsýni, ástir, ástleysi, víndrykkju
og skemmtistaði og þar fram eftir
götunum. Víða má þetta kallast
þokkalega gert og jafnvel frumlega
tekist á við líkingasmíði, svo sem í
smáljóði sem þarna er og heitir
Mjólkurstúlkan:
/ þeim
draumum,
er svefninn einn
veitir athvarf,
birtist hún
okkur
þorstlát
nakin
mjólkurstúlkan
sú er líknsöm
leyfir okkur að drekka sig.
En annars eru það rímuðu og
stuðluðu ljóðin sem hér vekja helst
eftirtekt. Þau er nokkuð víða að
finna í bókinni, og þarflaust er að
reyna að draga fjöður yfir það að
eigi að líta á þau eingöngu sem
stælingu á því besta úr skáldskap til
dæmis nítjándu aldar þá ná þau
varla máli. Er þó ljóst að höfundur
kann bragfræði sína, því að ekki
verður annað séð en að hann fari þar
rétt með reglur.
En sé hins vegar litið á þessi ljóð
sem tilraunir nútímaskálds til að
beita gömlu formi á þann hátt að
blásið sé í það nýju lífi eða því gefið
nýtt hlutverk þá kann að gegna öðru
máli. Á slíku virtist mér meiren örla
í þeim hluta bókarinnar sem nefnist
Fólk á förnum vegi. Þar eru nokkur
ljóð, hefðbundin að formi, sem hafa
hvert um sig að uppistöðu eina
mannlýsingu, og eru þær teknar
beint út úr samtíma okkar.
Þau ljóð eru áhugaverð fyrir þá
sök að þar má segja að nútímalegu
efni sé búinn hefðbundinn búningur,
sem á sinn hátt nær að skapa þama
sérkennilega og heldur óvanalega
togstreitu á milli efnis og forms.
Slfkar tilraunir man ég ekki eftir að
hafa séð gerðar hér í ljóðabókum í
seinni tíð, og er því vissulega áhuga-
vert nýjabragð að þessu og viss
byltingarstarfsemi í því fólgin. Má
vera að fleiri ungskáld eigi hér eftir
að feta í sömu spor. -esig