Tíminn - 15.09.1989, Page 13
Föstudagur 15. september 1989
Tíminn 13
llllllllllllllllllillllllll—MjNNING v-
Geir Ólafsson
Stefán
Fæddur 10. desember 1919
Dáinn 7. september 1989
í dag er borinn til hinstu hvílu
tengdafaðir minn, Stefán Geir Ólafs-
son. Ég er afar þakklátur fyrir að
hafa kynnst Stefáni og fengið að
njóta margra ánægjulegra samveru-
stunda með honum. Stefán hafði til
að bera sterkan persónuleika sem ég
kunni vel að meta og var hann
vinsæll og mörgum kunnur. Sú mynd
sem ég fékk af Stefáni einkenndist af
ákveðni og viljastyrk en jafnframt
góðmennsku. Hann var starfsamur
maður, duglegur og gott að eiga
hann að.
Stefán átti samheldna fjölskyldu
sem oft lagði leið sína á Kambsveg-
inn. Þangað hefur hún og mun alltaf
hafa margt að sækja. Ætíð gerði
Stefán mig velkominn inn á sitt
heimili og gott var að eiga kvöld-
stund með honum og Sigríði konu
hans. Við hjónin bjuggum á Kambs-
veginum í nokkra mánuði þegar við
snerum til landsins að loknu námi og
ber ég hlýjar minningar í brjósti frá
þessum tíma.
Inn á heimili tengdaforeldra
minna kom ég fyrst snemma árs 1982
og frá þeim tíma hófust kynni mín af
Stefáni. Um mitt ár 1985 fór ég og
eiginkona mín, yngsta barn Stefáns,
í okkar fyrstu ferð með þeim
hjónum. Þá kom sterklega í ljós
hvern mann Stefán hafði að geyma
og hve gott var að umgangast hann.
Síðan þá hafa verið farnar margar
ánægjulegar ferðir bæði til að skoða
náttúruna og til þess að veiða.
Eftir margra ára starf víðs vegar
urn land var Stefán kunnugur mörg-
um sveitum landsins og mannlífinu
þar. Ferðalög með Stefáni voru því
ávallt skemmtileg, þar sem saman
fór lifandi frásögn af mannlífinu í
sveitunum og gamansamar sögur
sem voru rifjaðar upp þegar ekið var
framhjá kunnuglegum stöðum.
Þetta átti ekki síst við um ferðir í
Borgarfirðinum. Þar var hann fædd-
ur og upp alinn og bjó því yfir
auðugum fjársjóði sagna frá þessum
slóðum. Veiðiferðir með Stefáni
voru ekki síður áhugaverðar. Hann
sagði margar skemmtilegar veiðisög-
ur en mest um verður var áralangur
áhugi hans á veiðum. Stefáni tókst
að kveikja með mér áhuga á veiði-
skapnum og sá grunnur sem hann
lagði með góðum ráðum og tilsögn
mun verða mér kærkomið veganesti
um ókomna tíð.
Sterk bönd tengdu Stefán æsku-
stöðvunum og átti hann sér draum
um að eignast sumarbústað þar. Það
var því fyrir þremur árum að fjöl-
skyldan festi kaup á lítilli landspildu
í Borgarfirðinum. Þar var Stefán
frumkvöðull, en ekki var það síður
kappsmál barna Stefáns og eigin-
konu að láta draum hans rætast. í
sumar var reist myndarlegt sumar-
hús á lóðinni og sem endranær var
Stefán athafnasamur og lagði sitt af
mörkum við undirbúninginn og upp-
bygginguna þrátt fyrir sín erfiðu
veikindi. í mínum huga stendur
bústaðurinn sem vörður um minn-
ingu Stefáns og heldur henni lifandi
um ókomna tíð.
Ég votta eiginkonu Stefáns, Sig-
ríði Árnadóttur, og börnum hans,
Auði, Kristjáni, Ólöfu og Bergljótu,
mína dýpstu samúð og bið góðan
guð að styrkja þau og styðja á
þessum erfiðu tímamótum.
Sigurður Einarsson.
I dag fer fram útför bróður míns,
Stefáns Geirs Ólafssonar, Kambs-
vegi 27, Reykjavík, frá sóknarkirkju
hans Áskirkju, en hann lést 7. sept-
ember s.l.
Stefán Geir var fæddur á Svarfhóli
í Hraunhreppi, Mýrasýslu, 10. des-
ember 1919. Hann var fimmta barn
foreldra okkar, en alls áttu þau sjö
börn. Foreldrar okkar voru hjónin
Ólafur Kristjánsson og Ágústfna
Guðmundsdóttir, sem bjuggu 7 ár á
Svarfhóli, 15 ár í Múlaseli og að
síðustu 17 ár í Álftartungukoti,
Álftaneshreppi, Mýrasýslu.
Snemma fór Stefán að vinna, því
á árunum uppúr 1930 var ekki siður
að unglingar sætu á skólabekk í
12-15 ár, eins og nú þykir sjálfsagt,
og allra síst hjá fátæku sveitafólki.
Á 16. ári haustið 1935 fer hann
vetrarmaður til hjónanna á Ferju-
bakka í Borgarhreppi, Jóhannesar
Einarssonar og Evu Jónsdóttur. Var
hann heppinn með húsbændur þar,
Jóhannes var verkhygginn og ráð-
snjall bóndi og hefur Stebbi eflaust
lært margt af honum, svo og fleirum
í lífsins skóla.
Eva hafði aftur á móti létta lund
og kunni þá list að umgangast ung-
linga á réttan hátt og laða þá að sér.
Því í þá daga voru ekki kynslóðaskil,
enda hélt Stebbi vináttutengslum
við þau hjón og afkomendur þeirra
alla ævi.
Á Ferjubakka var hann í nokkur
ár, en þaðan fer hann að Ferjukoti
til þeirra hjóna Þórdísar og Kristjáns
Fjeldsted og er þar ráðsmaður til
ársins 1946. Hafa þessi Ferjukotsár
vafalaust verið góður skóli, þar sem
dagleg stjórn og ákvörðunartaka
hefur þjálfað hann til starfa.
LESENDUR SKRIFA
Fyrstir meo fréttirnar
Alltaf dáist ég meira og meira að
blaðamönnum DV. Blaðið var að
koma inn um lúguna hjá mér áðan
(29. ágúst). Þar er tilvísun á forsfðu
til fréttar á blaðsíðu 26 sem hljóðar
svo: „Neysla á kindakjöti minnkar
þrátt fyrir útsölu.“ Já, auðvitað
hugsaði ég, það hefur ekkert selst af
þessu útsölukjöti enda var DV búið
að sanna fyrr í sumar að mikill hluti
þess væri bara bein og fita. Ég fletti
strax upp á blaðsíðu 26 og þar hafði
fyrirsögnin breyst aðeins. Nú var
hún: „Neysla á kindakjöti minnkar
milli ára þrátt fyrir útsölu.“
Raunar minnir mig að það hafi
verið hægt í fyrra og oft áður að fá
keypt kjöt í heilum og hálfum
skrokkum á mjög hagstæðu verði og
margir stærri og fjársterkari kaup-
endur hafa notfært sér það í stórum
stíl. Sumir hafa jafnvel kallað þetta
styrk handa frystikistueigendum. En
nú var höfð önnur aðferð. Kjötið var
sett í plastpoka, niðursagað og dreift
í verslanir. Þessi aðferð hefur farið
mjög í taugamar á þeim hjá DV.
Hvaða sanngimi er það að einhverjir
fátækir smákaupendur fari að fá
tilboðskjöt á sama verði og þeir sem
kaupa meira? Auðvitað eiga þeir
sem kaupa meira að fá magnafslátt
eins og til dæmis Hagkaup fær hjá
framleiðendum.
Ég fór nú að lesa í greininni
sjálfri. Þarstendur: „... í júlíseldist
langmest eða 915 tonn á móti 643
tonnum í júlí í fyrra.“ Ég var
steinhissa. Salan hefur þá vaxið
mikið á útsölutímanum. Ekki átti ég
von á því eftir að hafa lesið fyrirsögn-
ina á forsíðunni. En ég átti eftir að
verða enn meira hissa. f greininni
stendur: „Frá 1. september til loka
ágúst í ár hafa alls selst 8.532 tonn
af kindakjöti.“ Þeir eru vissulega
•fyrstir með fréttirnar í DV. Venju-
lega tekur langan tíma að fá ná-
kvæmar upplýsingar um kjötsölu á
verðlagsárinu 1. september til 1.
september. Það hafa a.m.k. verið
eftir 3 dagar af ágúst þegar greinin
var skrifuð. Samt vita þeir nákvæm-
lega söluna til 1. september hjá DV
og það upp á tonn!!!
Aðdáun mín var mikil. Þá sá ég að
undir greininni stóð Pá“. Þá skildi
ég hvernig í öllu lá. Þessi Pá“ er
víst af vestfirskum ættum og þar var
fullt af galdramönnum. Honum
kippir í kynið. Hann er greinilega
rammgöldróttur. Fátæklingur.
Lánskjaravísitalan
Er hún bjargvættur eöa bölvaldur?
Ef menn vilja fá svar við spurning-
unni hér að ofan, verða þeir að horfa
örlítið lengra en nef þeirra nær.
Við höfðum á sínum tíma svo-
nefnda kaupgjaldsvísitölu. Hún
bætti verkamönnum mánaðarlega
upp kaupmáttarrýrnun, sem orðið
hafði. En óðar sótti í sama farið.
Launahækkunin olli kostnaðar-
hækkunum, og kaupmátturinn hélt
áfram að rýrna. Talað var um kaup-
gjalds- og verðlagsskrúfu, uns vísi-
talan var niður felld.
Nú hafa peningamenn lánskjara-
vísitölu til að bæta sér upp verðfall
peninga. Og enn sækir í sama farið,
nema mun skjótar en áður. Hækkun
lánskjaravísitölu eykur höfuðstól
skulda. Greiðslubyrðin þyngist.
Launþegar heimta hærra kaup til að
geta staðið í skilum. Útflutningurinn
þarf gengislækkun til að mæta aukn-
um fjármagnskostnaði. Lítum á
þetta ögn nánar.
Árleg meðaltalshækkun láns-
kjaravísitölu frá janúar 1982, þegar
hún var upp tekin fyrir allar fjár-
skuldbindingar, til desember 1988 (7
ár) var svo að segja nákvæmlega
35%. Það táknar, að venjulegt íbúð-
arlán kr. 3,3 millj, hækkar á einu ári
um kr. 1155 þús. eða nærfellt kr. 100
þús. á mánuði hverjum, en það
jafngildir fullum verkamannslaun-
um. Þó er eftir að reikna raunvexti
og afborgun - og framfleyta fjöl-
skyldunni. Til þess að afstýra vand-
ræðum er skuldaraukningunni (kr.
1155 þús.) deilt niður á árafjölda
íbúðarlánsins. Þetta er eins konar
„vélabragð andskotans“, því að
skuldin hleðst upp frá ári til árs uns
hún verður íbúðareigandanum of-
viða og hann selur húsnæðið ofan af
sér.
Ekki horfir björgulegar fyrir út-
vegi og fiskvinnslu. Meðalskuld þar
á bæ er sögð vera nærri kr. 300 millj.
Árleg hækkun hennar skv. láns-
kjaravísitölu er þá kr. 105 millj. Um
tvennt er að velja: Lækka gengið svo
að reksturinn beri sig eða ausa
milljarða króna styrkveitingum úr
opinberum sjóðum skattþegnanna í
þeirri viðleitni að fresta gengislækk-
un, sem er óhjákvæmileg fyrr eða
síðar. Verðbólgan heldur áfram, og
peningamarkaðurinn hefir ekki bætt
stöðu sína. En gjaldþrot fyrirtækja
og heimila eru daglegt brauð.
Ástæðan er einfaldlega sú, að í
verðbólguvísitölu felst engin verð-
mætasköpun, aðeins meiri verð-
bólga. Þetta gengur mörgum illa að
skilja - jafnvel sumum á síðum
Tímans.
Sparifjáreigandi.
En nú verða kaflaskil í ævi hans.
Á stríðsárunum og fyrst á eftir þeim
varð mikil bylting í allri vélavinnu,
er til komu stórvirkar jarðýtur og
skurðgröfur. Vélasjóður var stofn-
aður og rak hann skurðgröfur um
árabil. Fór Stefán á námskeið til að
læra á vélarnar. Vann hann síðan
hjá Vélasjóði á gröfum, þar til
fyrirtækið hætti rekstri. Fór hann
víða á þessum árum og tel ég að
hann hafi kynnst landi og þjóð vel,
því það má segja að landið okkar er
margbreytilegt og þjóðhættir líka.
Þegar Vélasjóður var lagður niður
keypti Stefán tvær af skurðgröfum
hans og rak þær í nokkur ár, en þá
var hann orðinn búsettur í Reykja-
vík, enda voru næg verkefni fyrir
slík tæki á Reykjavíkursvæðinu. Síð-
ustu árin vann hann hjá byggingar-
félagi í Reykjavík.
Eftirlifandi kona Stefáns er Sigríð-
ur Kristín Ámadóttir, ættuð úr Arn-
arfirði á Vestfjörðum. Hún er systur-
dóttir Evu á Ferjubakka, sem áður
er nefnd. Þau eignuðust fjögurbörn:
Auður kennari, Kristján Salberg
málarameistari, Ólöf Ágústína
kennari og Bergljót Ásta snyrtikenn-
ari. Þau eru öll búin að stofna sín
eigin heimili. En það er eitt, sem
mér finnst einkennandi við þessa
fjölskyldu þeirra Stebba og Diddu,
eins og ég kallaði þau í daglegu tali,
og börn þeirra, en það var samheldn-
in. Það var undantekningarlítið, er
ég kom við á Kambsveginum í
bæjarferðum, að eitthvað af börnum
þeirra væri ekki mætt þar, þó þau
væru flutt að heiman. Ánnað dæmi
var þegar foreldrar Diddu fluttu til
Reykjavíkur, þá keyptu þau ásamt
börnum sínum lítið hús f Kleppsholt-
inu, sem þau kölluðu alltaf félags-
heimilið. Og síðasta átakið hjá
Stebba og Diddu, börnum þeirra og
tengdabörnum, var bygging sumar-
bústaðar við Langá, þar sem Stebbi
var oft búinn að renna fyrir lax.
Stebbi var lengi búinn að eiga þann
draum að koma sér upp sumarbústað
og þá helst vestur á Mýrum á
æskustöðvunum og þessi draumur
rættist nú í sumar fyrir samstillt átak
fjölskyldunnar. Var það því mikil
gleðistund er við vinir og skyldmenni
komum saman til að samfagna þeim
í bústaðnum þann 26. ágúst s.l.
Vissum við þá um sjúkleika
Stebba, en ekki grunaði mig að
endalokin væru svo skammt undan.
Að lokum votta ég og fjölskylda
mín minni kæru mágkonu og elsku-
legum börnum þeirra, tengdabörn-
um og barnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Kæri bróðir, far þú í friði, friður
guðs veri með þér.
Karl Á. Ólafsson.
Steingrímur
Hermannsson
Sigrún
Sturludóttir
Gissur
Pétursson
ÓlafurÞ.
Þórðarson
Sigurður
Geirdal
Pétur
Bjarnason
Kjördæmisþing framsóknarmanna
í Vestfjarðakjördæmi, haldið á
Patreksfirði 15.-16. sept. 1989
Dagskrá
Föstudagur 15. sept.
1. Kl. 17.00 Þingsetning
2. Kl. 17.10 Kosning starfsmanna þingsins.
3. Kl. 17.15 Skýrslur stjórnar
a) Formaður, b) Gjaldkeri, c) Blaðstjórn ísfiröings
4. Kl. 17.40 Ávörp gesta.
a) Sigrún Sturludóttir, LFK
b) Gissur Pétursson, SUF
c) Sigurður Geirdal, framkvstj. Framsóknarfl.
5. Kl. 18.00 Stjórnmálaviðhorfið - Staða og horfur.
Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarfl.
6. Kl. 19.00 MATARHLÉ
7. Kl. 20.00 Skipað f nefndir
Atvinnumál, stjórnmála- og flokksmálanefnd.
8. Kl. 20.15 Ávörp þingmanns og varaþingmanns
a) Ólafur Þ. Þórðarson
b) Pétur Bjarnason
9. Kl. 21.00 Almennar stjórnmálaumrœður (Til kl. 22.00).
Laugardagur 16. sept.
10. Kl. 10.00 Nefndir starfa
11. Kl. 12.00 Hádegisverður
12. Kl. 13.00 Afgreiðsla mála
13. Kl. 14.00 Kjör stjórnar og nefnda
14. Kl. 14.30 önnurmál
15. Kl. 15.00 Þingslit
Stjórn KSV