Tíminn - 15.09.1989, Síða 16
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tryggvogötu,
» 28822
SA
L í BY
SAMVINNUBANKINN
I BYGGÐUM LANDSINS
y,n~ -a~3t=:::x==- =x=3c=n=
ÁTTHAGAFÉLÖG,
FYRIRTÆKI OG
EINSTAKLINGAR
Glwailegur salur til lelgu fyrir lamkvœmi
og fundarhöld á daginn som ö kvöldin.
ÞRdSTUR
685060
VANIR MENN
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1989
Hugmyndir um sparnað í heilbrigðisráðuneytinu miðast við skipulagsbreytingar:
„Einkapraxís" spítala-
lækna verði úr sögunni
Tíininn hefur upplýsingar um það að Guðmundur
Bjarnason hafi lagt fram í ríkisstjórninni fyrir skömmu
hugmyndir heilbrigðisráðuneytisins um það hvernig hægt
væri að spara á sviði heilbrigðis- og tryggingamála. Sá
hugmyndalisti er svar ráðherra við þeim tilmælum að
ráðuneytin gerðu grein fyrir sparnaðarmöguleikum á sínu
sviði.
Meðal þess sem fram kemur á ráðuneytisins er að tekjutengja
jiessum hugmyndalista heilbrigðis- ellilífeyri þannig að ef ellilífeyris-
þegar hafa verulegar tekjur aðrar
en ellilífeyrinn muni lífeyririnn
lækka eða jafnvel falla alveg niður.
Á þessum hugmyndalista er jafn-
framt talað um að sérfræðingar
vinni annað hvort á spítölum eða
hafi sínar eigin lækningastofur, en
sérfræðingar geti ekki verið hvoru
tveggja í senn í vinnu á spítala
jafnframt því að hafa eigin stofu
eins og yfirleitt tíðkast í dag. T>etta
á að lækka veruiega útgjöld vegna
sérfræðiþjónustu. Búast má við að
þessi hugmynd eigi eftir að mæta
verulegri mótspyrnif’ meðal sér-
fræðinga.
Þá mun heilbrigðisráðuneytið
hafa reiknað út að með aukinni
hagræðingu í verkaskiptingu milii
spítalanna, einkum á höfuðborgar-
svæðinu, gætu sparast allt að 400
milljónir á ári.
Af öðrum hugmyndum áþessum
lista má nefna sparnað vegna lyfja-
kostnaðar sem að hluta hefur áður
verið fjallað um hér í blaðinu, en
þessar hugmyndir eða tillögur eru
enn á umræðustigi og koma ekki til
framkvæmda nerna um þær náist
pólitísk samstaða. Þær hafa ekki
verið ræddar opinberlega ennþá.
- BG
Sprengju-
gabb
Lögreglan í Reykjavík var kvödd
að Bandaríska sendiráðinu við Lauf-
ásveg í Reykjavík um níuleytið í
gærkvöldi vegna sprengjuhótunar.
Einhver sem ekki Iét nafns síns getið
hringdi í sendiráðið og tilkynnti að
þar hefði verið komið fyrir sprengju
sem myndi springa kl 22:00. Engin
sprengja sprakk, en iögreglan hafði
lokað öllum aðkomuleiðum að hús-
inu og fólki var komið í örugga
fjarlægð.
Ekki hafði tekist að fá sprengju-
sérfræðing frá Landhelgisgæslunni á
vettvang kl. 22:00 en lögreglumenn
leituðu að hugsanlegri sprengju.
Lögreglan hafði síðast þegar frétt-
ist engar vísbendingar um hver
hringdi og hótaði sprengingunni, en
ekki er talið ólíklegt að sprenging-
arnar í gærkvöldi hafi gefið einhverj-
um hugmyndina að þessu gabbi.
Lögreglan á vettvangi í gærkvöldi.
Tímamynd: Pjetur
Flest bendir til þess að kjötvörur hækki um minna en 7%. BSRB bíður aðgerða ríkisstjórnarinnar:
BSRB VÆNTIR ÞESS AD
L0F0RDN VERÐIHALDIN
Líkur benda tíl þess að kindakjöt hækki um minna en 7% ,
en vonast er til þess að hægt verði að ganga frá nýju verði á
fundi sexmannanefndar í dag. BSRB ætlar að sjá hverju fram
vindur í verðlagsmálum á næstu vikum. Ef ekki verður staðið
við fyrirheitin frá því í vor má vænta aðgerða eftir mánaða-
mót.
Á stjómarfundi BSRB í gær var'
tekin ákvörðun um að boða til i
formannafundar BSRB fimmtudag-
inn 5. október. Þá er ætlunin að
ræða stöðuna í kjaramálum. Rtkis-
stjórnin hefur lýst því yfir að hún sé
að reyna að leita leiða til að standa j
við skuldbindingar sínar síðan í vor. !
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB sagði að BSRB gæfi ríkj^-
stjóminni tíma til að koma þeim
áformum í verk.
„Eins og margoft hefur komið
fram er helsta vörn launafólks fólgin
í þeim ákvæðum sem þar voru fest
niður. Við ætlumst að sjálfsögðu til |
að staðið verði við þau. Við viljum
bíða og sjá hvort eitthvað er að
marka yfirlýsingar ríkisstjómarinnar
um að hún sé að reyna að standa við
gefin fyrirheit. Við krefjumst þess
að það verði staðið við samningana.
Um síðustu mánaðamót hækkuðu
Jaun um 1500 krónur sem þýðir um
3% launahækkun á lægstu töxtum.
Menn geta haft þá viðmiðun til
hliðsjónar þegar þær hækkanir sem
nú hefur verið talað um koma fram.“
Hvað sættið þið ykkur við mikla
hækkun á kjötvörum?
„Ég get ekki svarað þessu á annan ,
hátt en að við sættum okkur ekki
við annað en að það verði staðið við
gerða samninga,“ sagði Ögmundur.
Forystumenn bænda sátu á fund-
um í allan gærdag og ræddu um
væntanlega kindakjötshækkun. Sex-
mannanefnd kom ekki saman en
það mun hún gera í dag og þá standa
vonir til að hægt verði að ganga frá
nýju verði á kindakjöti. Tíminri
hafði tal af Þórólfi Sveinssyni vara-
formanni Stéttarsambands bænda en
hann á sæti í sexmannanefnd. Þór-
ólfur var spurður að því hvort hann
teldi að kindakjötshækkunin yrði
undir 7% líkt og forsætisráðherra
hefur sagst vona að hún yrði.
„Við vitum það báðir að Stein-
grímur hefur oftast rétt fyrir sér.
Eigum við ekki að segja að það eigi
við í þessu tilfelli. Bændur gera sér
auðvitað mjög vel ljóst að það er
nauðsynlegt að reyna að halda hækk-
uninni í lágmarki en við megum ekki
gleyma því að verið er að tala um
lifibrauð framleiðenda. Það verður
væntanlega farið bil beggja.“
Þórólfur vildi ekki tjá sig að öðru
leyti um þær viðræður sem bænda-
samtökin hafa átt við stjórnvöld.
- EÓ