Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Míðvikudagur 11. október 1989 Laus staða skógarvarðar Staða skógarvarðar á Austurlandi, með aðsetri að Hallormsstað, er laus til umsóknar og veitist frá 1. janúar 1990. Áskilið er að umsækjandi hafi skógtæknimenntun. Skógarverðinum er ætlað að hafa umsjón með eignum Skógræktar ríkisins á Austurlandi og stýra starfsemi hennar þar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauð- arárstíg 25, fyrir 15. nóvember 1989. Landbúnaðarráðuneytið 10. október 1989. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, blómum, skeytum og gjöfum á 99 ára afmælisdaginn 4. október sl. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Kristleifsson Borgarnesi. rkviviwo i Mnr Sig.Geirdal GissurP Unnur x . Stefánsdóttir Austfirðingar Kjördæmisþing KSFA veröur í Breiðdalsvík 13.-14. október. Dagskrá Föstudaqur Kl. 20.00 Setning, kosnir starfsmenn þingsins. Kl. 20.15 Skýrslur: Stjórnar, gjaldkera, Austra og félanna. Umræður - afgreiðsla. Kl. 21.10 Ávörp gesta. Kl. 21.30 Stjórnmálaviðhorfið: HalldórÁsgrímsson, Jón Kristjánsson, Páll Pétursson. Laugardagur Kl. 9.00 ísland og Evrópubandalagið: Framsögumenn, Páll Péturs- son, form. þingflokks Framsóknarmanna, Arndís Stein- þórsdóttir, deildarstj. í sjvarútvegsráðun. Kl. 11.35 Mál lögð fyrir þingið. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Nefndarstörf. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður - afgreiðsla. Kl. 16.00 Kosið í trúnaðarstöður. Kl. 17.00 Þingslit. HalldórÁ. Jón Kristj. JónasHallgr. ÁRSHÁTÍÐ K.S.F.A. -1989 verður haldin í Hótel Bláfelli 14. október n.k. Húsið opnað kl. 20.00 - Borðhald hefst kl. 20.00. Matseðill: Kabarettborð að hætti hússins. Ávörp: Halldór Ásgrímsson Jón Kristjánsson Jónas Hallgrímsson. Gamanmál: Jóhannes Kristjánsson. Fjöldasöngur og skemmtiatriði í umsjón heimamanna. Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Jóhannes K. SAMANBURÐUR Á FJÖLDA SJÚKRARÚMA, FJÖLDA LÆKNA OG HLUTFALLSLEGUM KOSTNAÐI VIÐ HEILBRIGÐISKERFI N0RÐURLANDA 1986 Sjúkrarúm áhverja 1000 íbúa Læknar á hverja 100 þús. íbúa Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall vergri lands- framleiðslu ÍSLAND 11,6 260 7,4% SVÍÞJÓÐ 6,8 267 8,4%1} FINNLAND 12,3 214 6,6% NOREGUR 5,8 227 6,5% DANMÖRK 6,3 257 6,0%2) 1) = 1985, 2) = 1984 Heimild: Norræna tölfræðihandbókin 1988 og Efnahagsumræðan 1989 rit nr. Þótt aldraðir í Noregi séu nær 16% þjóðarinnar samanborið við 10,5% hér á landi virðast Norðmenn komast af með helmingi færri sjúkrarúm heldur en tslendingar, um 13% færri lækna og mun lægra hlutfall landsframleiðslunnar til heilbrigðismála. íslendingar nærri Norðurlandameti í heilbrigðisútgjöldum: Þarf tvöfalt fíeiri sjúkrarúm en í Noregi Þurfum við tvöfalt fleiri sjúkrarúm en Norðmenn (á hverja 1000 íbúa) - og þar með kannski um þrefalt fleiri sjúkra- rúm eftir 2-3 áratugi, þ.e. þegar hlutfall aldraðra verður orðið álíka hátt hér og á öðrum Norðurlöndum. íslendingar 65 ára og eldri eru ennþá „aðeins“ rúmlega 10% landsmanna (um 26.500 manns) I stað 15-16% í Danmörku og Noregi og um 17,5% í Svíþjóð. Sænska hlut- fallið mundi svara til 44.000 manns yfir 65 ára hér á landi. Heilbrigðið næst dýrast hér Þegar litið er til þess að þessi aldurshópur notar um 60-70% allra legudaga sjúkrahúsanna virðist at- hygli vert að sjúkrarúm skuli vera helmingi til tvöfalt fleiri á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. í útgjöld- um til heilbrigðismála erum við sömuleiðis með einna hæst hlutfall og einnig í fjölda lækna. Samanburður í þessum efnum er gerður í fréttabréfi VSÍ. Þar kemur fram að frá 1980-87 jukust opinber útgjöld til heilbrigðismála um 5.500 milljónir kr. að raungildi (7,2% á ári), án þess að hlutfall aldraðra hafi hækkað mjög á þessu tímabili. Bent er á að ntiðað við miklu lægra hlutfall aldraðra hér en á öðrum Norðurlöndum ætti íslend- ingum ennþá að nægja hlutfallslega færri sjúkrarúm og mun lægra hlut- fall landsframleiðslunnar til heil- brieðismála. Raunin er þvert á móti sú, að um 1% stærri hluti landsframleiðslunnar fer í þennan útgjaldalið hér en í Danmörku, Norgei og Finnlandi. Aðeins Svíþjóð er 1% yfir okkur. Hvert 1% landsframleiðslu fslend- inga svarar til um 3.000 milljóna kr. íár Tvöfalt fleiri sjúkrarúm hér... Vafalítið skýrist okkar háa kostn- LEGUDAGAR Á LANDAK0TI 1987 EFTIR ALDRI 0-9 10 - 19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 ALDUR SJÚKLINGA Skipting legudaga cftir aldri sjúklinga á Landakoti árið 1977 gefur glögga mynd af því hve hlutfall aldraðra getur haft inikil áhrif á rekstur sjúkrahúsa. Um 63% allra legudaga á spítalanum voru vegna fólks yfír 65 ára aldri. Ef einnig er tekið mið af fjölda landsmanna í hverjum árgangi kemur í Ijós að 80 ára og eldri lágu hlutfallslega 100 sinnum meira á Landakoti þetta ár heldur 20-30 ára fólk. aðarhlutfall af miklum fjölda sjúkra- rúma hérlendis, þar sem rekstur sjúkrahúsa er langsamlega dýrasti liður heilbrigðisþjónustunnar. Athygli vekur að þær þrjár Norðurlandaþjóðir sem við berum okkur hvað oftast saman við komast af með allt að helmingi færri sjúkra- rúm fyrir hverja 1.000 íbúa heldur en við. Miðað við hlutfall Norð- manna væru sjúkrarúm hér aðeins í kringum 1.500 í stað hátt í 3.000 eins og þau eru í raun. Rekstur sjúkrastofnana kostaði ríkissjóð t.d. um 14.000 millj.kr. í fyrra og því vart undir 17.000 millj.kr. á þessu ári. Virðist því ljóst að heilbrigðisútgjöld mundu lækka um marga milljarða með helmings fækkun sjúkrarúma, þótt vitanlega yrði ekki hægt að helminga hann. Ekki aðeins hærri aldur Hin geysilega fjölgun aldraðra sem búast má við hér á landi á næstu áratugum er ekki eingöngu vegna aukins Ianglífis, heldur ekki síður vegna þess hve fæðingum fjölgaði gífurlega eftir 1940. Fjöldi barna sem náði 1 árs aldri var aðeins um 2.000 á ári fram til 1920. Úr þeim árgöngum eru núver- andi lífeyrisþegar. Frá 1920-1940 hækkaði talan í um 2.400-2.500 börn á ári. Eftir það fjölgar mjög ört í hverjum árgangi, eða allt frá um 3.000 fyrstu stríðsárin upp undir 4.700 börn árlega um 1960. Úr þessum hópi koma lífeyrisþegar eftir árið 2010. Þessi kynslóð ól hins vegar miklu færri börn til að sjá fyrir sér í ellinni heldur en núverandi lífeyrisþegar gerðu. Hér má annars vegar sjá fjölda íslendinga yfir 65 ára aldri og hins vegar hver hann væri ef hlutföll væru íslandhlutf.S. % 65-69 ára 8.520 13.340 57% 70-74 ára 6.660 11.730 76% 75-79 ára 5.030 9.290 85% 80-84 ára 3.460 5.740 66% 85 + ára 2.850 3.690 30% Samtals 26.520 43.790 65% LIÐFRÆÐINGAR STOFNA FÉLAG Félag íslenskra liðfræðinga hefur verið stofnað á íslandi. Liðfræði er grein innan heilbrigðisþjónustunn- ar sem til þessa hefur verið betur þekkt undir heitinu kírópraktík eða hnykklækningar. Tilgangurinn með stofnun fé- lagsins er að gæta hagsmuna ís- lenskra liðfræðinga. Leitað verður samvinnu við aðrar heilbrigðis- stéttir og leitast verður við að auka framfarir í faginu. Brýnasta verk- efnið framundan er setning reglu- gerðar um liðfræði. Viðfangsefni liðfræðinnar er aðallega stoðkerfi líkamans og er starf liðfræðinga því fólgið í með- höndlun kvilla eins og til dæmis bakveiki, háls-, herða- og höfuð- verkja. Meðferðin felst aðallega í meðhöndlun liðamóta sem af ein- hverjum ástæðum hreyfast ekki á eðlilegan hátt og aðaláherslan lögð á jafnvægi og hreyfingu liðamóta hryggjarins, segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. Félagið er til heimilis að Laug- arnesvegi 39 í Reykjavík og er formaðurþess Katrín Sveinsdóttir. -ABÓ Árgangar fólks á milli sjötugs og áttræðs eru t.d. hlutfallslega um 80% fjölmennari í Svíþjóð en hér á landi. Hvernig komast Svíar af með um 40% færri sjúkrarúm en við? Og hvað þurfum við að fjölga sjúkra- rúmum mikið þegar hlutfall aldraðra verður orðið eins hátt hér á landi? HEI Dagur fatiaðra 13. október: Kröfuganga og útifundur Landsamtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Islands efna til Dags fatlaðra á íslandi föstudaginn 13. október nk. Lagt verður af stað í kröfugöngu frá Hlemmi kl. 16.00 og gengið niður að Alþingishúsi, þar sem úti- fundur hefst kl. 16.30. Farið hefur verið fram á það við formenn stjórn- málaflokkanna að þeir komi á fund- inn og verður þeim afhent skjal sem m.a. felur í sér beiðni um úrbætur í húsnæðismálum mikið fatlaðra. Tilgangur aðgerðanna er að krefj- ast þess að stjórnvöld geri áætlun um lausn húsnæðismála og umönnunar mikið fatlaðs fólks.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.