Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Miðvikudagur 11. október 1989
JOi
Akranes
Fjármál og f ramkvæmdir bæjarsjóðs Akraness
verður fundarefni á almennum fundi sem
haldinn verður mánudaginn 16. október kl.
20.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut.
Gísli Gíslason bæjarstjóri kynnir fundarefnið.
Framsóknarfélögin.
Félag framsóknar-
kvenna í Reykjavík
fer í ferðalag undir leiðsögn Sigrúnar Magnús-
dóttur, borgarfulltrúa, sunnudaginn 15. októ-
ber kl. 13.30 frá Umferðarmiðstöðinni í
Fteykjavík. Við byrjum á að heimsækja Vatns-
veitu Reykjavíkur (Gvendarbrunna). Förum
svo að Nesjavöllum og að Úlfljótsvatni í
Félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar. Þar segir
Sigrún Magnúsdóttir okkur frá ferð sinni til
Moskvu. Farið verður heim um Þingvelli.
Góðfúslega látið vita um þátttöku fimmtudaginn 22. október milli kl.
16 og 18 í síma 24480.
Mætið vel.
Stjórnin.
Hafnarfjörður
Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna verður haldinn fimmtu-
daginn 12. október kl. 20.30, að Hverfisgötu 25.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Inntaka nýrra félaga.
Önnur mál.
Stjórnin
Hafnarfjörður
Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn mánu-
daginn 16. okt. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Aðalfundur
Framsóknarfélags Garðabæjar
Boðað er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Garðabæjar mánudaginn
23. október n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum öll!
Stjórnin.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, s.
43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19.
K.F.R.
Norðurland vestra
Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldiö
í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá
auglýst síðar.
Stjórn KFNV.
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl.
17.30 til 19.00.
Gísli Gíslason
t
Þökkum vinarhug og hlýjar kveðjur við andlát og jarðarför
Rósu Þorsteinsdóttur
frá Baldursheimi
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Húsavíkur.
Ingibjörg, Þóra, Vilborg Friðjónsdætur og fjölskyldur
t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
föður okkar, fósturtöður, tengdaföður og afa
Steinbjörns Jónssonar frá Syðri-Völlum Lækjarseli 7 Álfhildur Steinbjörnsdóttir Sverrir Sigurjónsson
Samúel Ó. Steinbjörnsson Guðrún Pálsdóttir
Anna Steinbjörnsdóttir GísliSævar
Sigurður Steinbjörnsson Elín Einarsdóttir
Pétur H. Guðmundsson Magnea Ásmundsdóttir
Steinbjörn Björnsson og barnabörn
dagbók !!!!!!!llllllllllllll!lll!llll!!!!!lll
Heyrnar- og talmeinastöð:
Móttaka í Vestmannaeyjum
Móttaka verður á vegum Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum dagana 21.
og 22. október 1989.
l’ar fer fram greining heyrnar- og
talmeina og úthlutun heyrnartækja.
Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrn-
ar- og talmeinastöðvarinnar, verður al-
menn lækningamóttaka sérfræðings í
háls-, nef- og eyrnalækningum.
I'ekið er á móti viðtalsbeiðnum í
Heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum.
Ameríska bókasafnið
- lengdur opnunartími
Opnunartími Ameríska bókasafnsins
að Neshaga 16, Reykjavík, var lengdur
þann 1. október s.l. Safnið er nú opið
kl.11:30-18:00 alla virka daga, eða
klukkutíma lengur en verið hefur í sumar.
„Hlutverk Ameríska bókasafnsins er
fyrst og fremst að veita íslenskum al-
menningi aðgang að hvers kyns upplýs-
ingum um Bandaríkin. Safnið telur 8000
titla, sem spanna félagsvísindi, stjórnmál,
utanríkismál, bókmenntir, listir, efna-
hagsmál, ferðalög og sögu, svo eitthvað
sé nefnt. Einnig eru á boðstólum banda-
rísk dagblöð, fjölbreytt úrval tímarita
(um 140 talsins) og myndbandasafn sem
telur 500 eintök. Allir eru velkomnir að
nýta sér þá þjónustu sem safnið hefur upp
á að bjóða,“ segir í fréttatilkynningu frá
Ameríska bókasafninu.
Ráðstefna um málefni aldraðra
Öldrunarráð íslands gengst fyrir ráð-
stefnu föstudaginn 13. október kl. 13:00 í
Borgartúni 6.
Fjallað verður um ný lög um málefni
aldraðra.
Framsögumenn verða frá Heilbrigðis-
og tryggingarmálaráðuneytinu og Pétur
Sigurðsson forstjóri.
Einnig verður fjallað um efnið: Að
deyja með reisn. Vandamál sem tengjast
virkri læknisþjónustu þegar ekki verður
séð að hún beri árangur. Framsögumenn:
Dr. Pálmi Jónsson Iæknir og sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Námsstefnustjóri: Gunn-
hildur Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri.
Hal Igrí mskirkja - Starf aldraðra
( vetur verður leikfimi á þriðjudögum
kl. 12:00 og hefst hún í dag. Einnig verður
leikfimi á föstudögum k. 10:00 undir
lciðsögn Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur
sjúkraþjálfara.
Fót-, hár- og handsnyrting verður sömu
daga. Tekið er á móti pöntunum á
þriðjudögum og föstudögum eftir kl.
13:00 í síma kirkjunnar 10745.
Sýningar á Kjarvalsstöðum
í vestursal Kjarvalsstaöa stendur yfir
sýning á verkum eftir ERRÓ.
í austursal sýnir Stefán Axel Valdi-
marsson 9 stór málverk, unnin meö acrýl
á striga.
Báðum sýningunum lýkur 22. október.
Safniö er opið daglega kl. 11:00-22:00.
Landssamtökin Þroskahjálp
og Öryrkjabandalag íslands:
DAGUR FATLAÐRA á föstudag
Landssamtökin Þroskahjálp og Ör-
yrkjabandalag (slands hafa ákveðið að
efna til Dags fatlaðra á íslandi föstud. 13. .
október. Lagt verður af stað í kröfugöngu
frá Hlemmi kl. 16:00. Gengið verður
niður að Alþingishúsi þar sem útifundur
hefst kl. 16:30.
Ávörp flytja: Ásta B. Þorsteinsdóttir
og Arnþór Helgason fyrir hönd samtaka
fatlaðra og Ögmundur Jónasson fyrir
hönd launþega í landinu. Formönnum
stjórnmálaflokkanna er boðið á fundinn.
Fundarstjóri verður Sigmundur Guð-
bjarnason háskólarektor.
Tilgangur aðgerða þessara er að krefj-
ast þess að stjórnvöld geri áætlun um
lausn húsnæðismála og umönnunar mikið
fatlaðs fólks.
Digranesprestakall
Fyrsti Kirkjufélagsfundur haustsins
veröur í safnaöarheimilinu viö Bjarnhóla-
stíg fimmtudagskvöld 12. okt. kl. 20:30.
Sr. Jón Kr. ísfeld flytur frásöguþátt,
Jóhanna Björnsdóttir sýnir myndir. Kaffi-
veitingar. Helgistund í umsjá sóknar-
prests.
Listasafn Einars Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga
kl. 11:00-17:00.
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi
Þegar við kveðjum Benedikt
Gtslason frá Hofteigi erum við að
kveðja einn hinna sterku og stoltu
andans höfðingja, sem íslensk al-
þýðumenning bændasamfélagsins
skapaði. Hann kveður nú meðal
hinna síðustu, sem voru að vaxa úr
grasi úm aldamótin og mótuðust af
bjartsýnni framfaratrú þess tíma.
Benedikt fæddist 21. desember
1894 á Egilsstöðum í Vopnafirði.
Foreldrar hans voru Jónína Hildur
Benediktsdóttir og Gísli Sigurður
Helgason. Hann andaðist 1. október
s.l. eftir 13 áradvöl á hjúkrunardeild
Borgarspítalans á Heilsuverndar-
stöðinni við Barónsstíg.
Við töluðum margt, tengdafaðir
minn og ég þessi löngu veikindaár.
Minni hans var óbrigðult til síðustu
stundar, og hann sagði mér sitt hvað
frá fyrri árum. Hann brá upp mynd-
um af leit að fé eftir stórhríðarveður
á uppvaxtarárum sínum og harðri
lífsbaráttu Vopnfirðinga á fyrstu
áratugum aldarinnar. Þegar hann
var um nírætt las hann mér fyrir
frásögn af sendiför, sem hann fór
með kjörkassa eftir alþingiskosning-
ar 15. nóvember 1919. Sú sendiför
var hvorki stutt né auðveld. Atkvæð-
in úr Vopnafirði þurftu að komast
suður að Arnheiðarstöðum í Fellum.
Ég skrifaði frásögnina orðrétt eins
og hann mælti hana af munni fram á
fallegu og skilmerkilegu máli, og
þurfti þar engu orði að hagga, þegar
handritið var sent til prentunar.
Ljóðmál lá Benedikt létt á tungu,
og einnig í ljóðunum orðar hann
hugsun sína skýrt og umbúðalaust
eins og sjá má í eftirfarandi vísu.
Fingur spila forlaganna
furdulega margan brag.
Á ævihörpu okkar manna
eiga þeir, sem dæmin sanna
einræði um óð og lag.
Þessi hæfileiki reyndist honum
dýrmætur til æviloka, og allt frant í
andlátið orti hann rétt kveðin vers
sér til hugarhægðar.
Skólaganga Benedikts var ekki
löng. Hann var í Eiðaskóla 1911-
1913 og í Samvinnuskólanum vetur-
inn 1918-1919, en bækur og blöð og
skjöl urðu honum drjúg þekkingar-
uppspretta á langri lífsleið.
Fornbókmenntir og saga þjóðar-
innar voru hjartfólgin viðfangsefni.
Hann vildi ekki rengja ritaðar heim-
ildir, heldur leita skýringa á textum
þeirra og komast að niðurstöðu unt
hvernig bæri að túlka þá texta. Hann
var kunnugur á söguslóðum Hrafn-
kelssögu og hélt því fram gagnstætt
ríkjandi söguskoðun, að rétt væri
þar farið með frásagnir af byggð í
Hrafnkelsdal. Nýjasta tæjtni við
könnun á landi hefur nú sannað, að
þar hafði Benedikt rétt fyrir sér.
Benedikt rannsakaði sérstaklega
tiltækar heimildir um upphaf Is-
landsbyggðar og benti með gildum
rökum á, að ekki sé allan sannleik-
ann um landnám íslands að finna í
íslendingabók og Landnámu. Hann
var sjálfstæður í hugsun og fundvís
á rök, og skorti ekki dirfsku til að
setja fram nýjar kenningar um fyrstu
byggð í landinu og uppruna íslenskr-
ar fornmenningar. Þessar kenningar
setti hann fram í bók sinni íslendu,
sem fyrst kom út 1963. Hann var
kappsfullur söguskýrandi og hélt
sínum kenningum fast fram hvort
sem hann átti orðastað við lærða eða
leika.
Benedikt var afkastamikill rithöf-
undur. Hann gaf út Ijóðabók 1947,
og lítið vísnasafn kom út 1981, en
aðrar bækur hans eru af sagnfræði-
legum toga. Ritmennska hans og
sögurannsóknir voru þó lengst af
aðeins tómstundastarf. Hann var
bóndi til fimmtugs, og síðar starfaði
hann alllengi hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins.
Haustið 1921 kvæntist Benedikt
Geirþrúði Bjarnadóttur. Minningu
þess sumars hatt hann í fjórum
hendingum.
Pað ilmaði alla daga
og ómaði loftið heitt.
Pað er hin sanna saga
um sumarið tuttugu og eitt.
Með æskumynd af tengdamóður
minni í huga skynja ég meira en
veðurblíðu Vopnafjarðar að baki
þessara vísuorða.
Geirþrúður var dóttir Guðrúnar
Sigurðardóttur og Bjarna Gíslason-
ar, sem bjuggu á Sólmundarhöfða á
Akranesi á uppvaxtarárum hennar.
Benedikt og Geirþrúður hófu bú-
skap á Egilsstöðum í Vopnafirði
,1922. Börnin fæddust eitt af öðru.og
urðu alls ellefu. Þrír synir eru látnir
og Geirþrúður lést 1978.
Vorið 1928 fluttu þau hjónin bú-
ferlum að Hofteigi á Jökuldal. Ég
minnist frásagna af þeim degi, þegar
fjölskyldan hélt yfir fjallveginn milli
byggða. Það reyndist 14 tíma lestar-
gangur með 5 lítil börn og það sjötta
í móðurkviði. Elsta barnið, 6 ára
drengur, gat setið á hesti sínum, en
búið var um 4 litlar stúlkur í kössum
á klyfjahestum. Það þarf mikið þrek
í slíka ferð. Hofteigur er stór og
mikil jörð, og þar bjó Benedikt vel
til ársins 1944.
Hann var kappsfullur við vinnu og
ætlaðist til þess sama af öðrum. Féð
var margt og vænt, og landinu farn-
aðist vel. Það þarf því engan að
undra þótt Benedikt héldi því fram
með þeirri ákefð sem honum var
gefin, að sauðkindin og gróðurinn
ættu eðlilega samleið í þessu landi.
Benedikt tók slíku ástfóstri við þessa
jörð að við hana kenndi hann sig
síðan. Hofteigur er kirkjustaður, og
neðan bæjarins var ferjustaður yfir
Jökulsá á Dai. Tvennt fylgdi því
búskapnum í Hofteigi, annars vegar
það að taka á móti kirkjugestum og
veita þeim beina og hinsvegar að
ferja ferðamenn yfir Jöklu. Það
ferjumannsstarf hefur ekki verið
heiglum hent, því að þungur er
straumur þessa jökulvatns. Én allt
fór það vel.
Tómstundir voru fáar á þessunt
búskaparárum, en gripið var í bækur
og tímarit, hvenær sem færi gafst.
Bóndinn, sagan og landið. Þetta
þrennt býr í öllum athöfnum Bene-
dikts, jafnt ritstörfum sem öðrum
verkum. Honum voru kjör bænda
nákontin, og hann var frá æsku
þátttakandi í framfarasókn þeirra.
Hagmæltur maður lýsir Benedikt
svo:
Góðum málum lagði lið
löngum verkahraður.
Hofteig kenndur var hann við
virtur fræðimaður.
Þessi meitluðu vísuorð koma heim
og saman við mína mynd af Bene-
dikt. Þegar ég kynntist honum, var
hann að vísu orðinn sextugur og
gekk við staf, en átti ennþá reisn í
fasi og hýran svip. Hann átti enn
eftir að skrifa margar bækur og
greinar, og vinnuþrekið entist hon-
um lengi. Um áttrætt fóru kraftar
mjög þverrandi, og elliglíman varð
honum þung og löng. Nú er þessari
erfiðu glímu lokið, og ég vil þakka
starfsliði hjúkrunardeildar umönnun
hans í þrettán ár, og ég vil þakka
Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra vin-
áttu og tryggð, sem hann auðsýndi
Benedikt til hinsta dags.
Mætur maður hefur fengið lang-
þráða hvíld. Fri$tir sé met) honum.
Adda Bára Sigfúsdóttir