Tíminn - 11.10.1989, Qupperneq 13

Tíminn - 11.10.1989, Qupperneq 13
Miðvikudagur 11. október 1989 Tíminn 13 A-salur KVIKMYNDAHÁTÍÐ í REYKJAVIK 7.-17. OKT. Blóðakrar Einhver áhrifamesta og glæsilegasta kvikmynd sem Vesturtöndum hefur borist frá Kína. Hún hlaut Gullbjörninn í Berlíln 1988. Leikstjóri: Zhang Yimou. Sýnd kl. 5 Píslarganga Judith Hearne. (The Lonely passion of Judith Hearne) Maggie Smith og Bob Hoskins fara á kostum i hlutverkum piparmeyjarinnar og lukkuriddarans. Leikstjóri: Jack Clayton. Sýnd kl. 7 og 11.15 Bönnuð Innan 14 ára. Úrslitaorrustan (Le Dernier Combat) Fyrsta mynd leikstjórans Luc Besson, höfundar „Subway" og „The Big Blue“. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Jean Reno, verður viðstaddur frumsýninguna. Svnd kl. 9 Salur-B Stutt mynd um dráp Geggjuð ást (Crazy Love) Geysilega áhrifarík mynd Pólverjans Krzystof Kieslowski. Hún var kosin besta myndin á fyrstu Evrópuhátiðinni í fyrra. Sýnd kl. 5 og 7 Trúnaðartraust Vægðarlaus en bráðskemmtileg belgísk mynd um lífshlaup ólukkunnar pamfíls. Byggð á sögum Charles Bukowski. Leikstjóri: Dominiqu Deruddere Sýnd kl. 11.15 Bönnuð innan 12 ára Salur E Pelle Sigurvegari Leikarar Pelle Havengaard og Max von Sydow. Leikstjóri er Billie August. Sýnd kl. 5 og 9 Miðaverð kr. 380,- Dramatísk örlagasaga úr heimsstyrjöldinni siðari, eftir ungverska meistarann István Szabó. Sýnd kl. 9 Eldur í hjarta mínu (Une flamme dans mon coeur) Erótískt meistaraverk svissneska leikstjórans Alain Tanner. Sýnd kl. 9 og 11.15 Miðaverð kl. 5, 9 og 11.15 kr. 350,- Miðaverð kl. 7 og 7.30 kr. 250,- Eftir að kvikmyndahátíð Listahátíðar lýkur mun Regnboginn á ný taka til sýninga kvikmyndirnar Bjöminn, Dögun, Gestaboð Babettu og Móður fyrir rétti. Tennisstjörnur heims - í sundbolum eða sparikjólum Gabriela Sabatini frá Arg- entínu (nr. 3) er hér á mynd í stuttbuxum með blóm í höndum, - en svo er líka mynd af henni í stutt- um kvöldkjól Steffi Graf, nr. 1 á lista yfir tennisstjörnur i ár. Hér sjáum við hana sitja fyrir í sundbol og ■ samkvæmiskjól Samkeppntn er gífurleg hjá bestu tenniskonum heimsins. Hvert mót getur gefið í aðra hönd stórar fjárfúlgur og ár eftir ár keppa tennisstjörnurnar um heið- urssætin. Sú sem er númer 1 í ár, er þýska stúlkan Steffi Graf. Hún er 20 ára. Hún er bráðmyndarleg stúlka og landar hennar dá hana mikið. Steffi er oft á síðum myndablaðanna og þykir taka sig vel út. Á sínum stutta frægðarferli hefur Steffi Graf unnið sér inn 5.2 milljónir dollara (eða yfir 300 millj.króna)! Þá er það Martina Navratilova, 32 ára, sem lengi hefur verið efst á lista, en nú er hún komin í annað sætið. Hún hefur verið fremst kven- tennisleikara heims í mörg ár og áreiðanlega hlotið geysiháar peningaupphæðir í verðlaun. Sú þriðja á heimslistanum er Gabriela Sabatini, 19 ára stúlka frá Argentínu. Fyrir utan það að vera að vinna sig upp í tenniskeppnum heimsins, þá er ekki síður talað um Gabrielu sem fegurðardrottningu, en hún tekur sig vel út í hvíta tennisbúningnum á vellinum. Chris Evert er orðin 34 ára. Hún er enn númer 4 á lista yfir tennis- konur heims. Chris Evert (nr. 4) sport- klædd á hjóli 'og svo þar sem hún mætir á verð- launahátíð í fallegum hvít- um kvöldkjól

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.