Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.10.1989, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 11. október 1989 I 6 Tíminm Tímitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Alþingi Alþingi hefur verið sett. Samkvæmt venju tók þingið til starfa 10. október eftir u.þ.b. fimm mánaða sumarhlé. Með þingi því sem nú er að hefjast er þriðja þingár kjörtímabilsins gengið í garð. Það minnir á að kosningar til Alþingis geta í síðasta lagi orðið eftir eitt og hálft ár, eða í apríl 1991. Líðandi kjörtímabil hefur verið viðburðaríkur tími í íslenskum stjórnmálum. Upphaf þess bar einkenni klofnings- og sérframboða í alþingiskosn- ingunum í apríl 1987 og gerbreyttra valdahlutfalla í þinginu. Stjórnarmyndun var erfið og dróst fram eftir sumri. Að lokum gengu þrír flokkar, Sjálfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur saman í stjórn undir forsæti Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, sem þá þreytti frum- raun sína sem forystumaður fjölflokkastjórnar. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar náði engum tökum á vanda efnahagslífsins, sem fólst í geigvænlegu rekstrartapi útflutningsatvinnuveganna með þeim afleiðingum að vel stæð fyrirtæki sáu eigið fé sitt gufa upp á stuttum tíma, svo að við blasti gjaldþrot eða nauðasamningar og meiri eða minni stöðvun atvinnu- lífsins. Þrátt fyrir mikinn þingstyrk hrökklaðist ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar frá völdum við lítinn orðstír eftir rúmlega eins árs setu. Seint í september 1988 myndaði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins ríkis- stjórn með þátttöku Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags og stuðningi Stefáns Valgeirssonar. Þessi ríkisstjórn hafði nægan meiri- hluta til að vera varin vantrausti, en skorti formlegan meirihluta í neðri deild þingsins og átti undir högg að sækja hjá stjórnarandstöðu um framgang lög- gjafarmála. Þrátt fyrir veikan þingstyrk, tókst farsælt samstarf milli ríkisstjórnar og Alþingis um afgreiðslu þingmála, þannig að engar umtalsverðar tafir urðu á þingstörfum. Þrátt fyrir það mátti hverjum manni vera ljóst, að svo veikri þingræðislegri stöðu fylgir mikil pólitísk áhætta. Forsætisráðherra gerði það ævinlega ljóst, að hann teldi nauðsynlegt að styrkja ríkisstjórnina og ekki farið dult með að raunhæfast væri að ná samkomulagi við Borgaraflokkinn í því sambandi. Viðræður við Borgaraflokkinn um stjórnarmyndun reyndust að vísu langvinnar, en lauk með því að ný ríkisstjórn var mynduð með þátttöku hans og hinna fyrri stjórnarflokka undir forsæti Steingríms. Aðstæður í þingbyrjun nú eru því allt aðrar en voru í fyrra. Það er ný ríkisstjórn með tryggan þingmeirihluta sem sest hefur að völdum. Þótt fyrri ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar á þessu kjörtímabili næði góðum árangri í að rétta við atvinnulífið eftir gjaldþrotastefnu Sjálfstæðisflokks- ins, þá eru enn framundan vandasamir tímar í íslensku efnahagslífi. Það mun því reyna á samheldni stjórnarflokkanna á komandi mánuðum. Því er ekki að leyna að víða gætir vantrúar á margflokkastjórnir, e.t.v. af fræðilegum ástæðum fremur en raunhæfum. Hitt er víst að núverandi ríkisstjórn hefur í hendi sér að afsanna að ýmsir og ólíkir flokkar geti ekki unnið farsællega saman til langframa. ; llllllllllllllllllll GARRI Pllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll Mesta gátan Ódæmilegum fregnum linnir ekki austan úr Evrópu. Ungverski kommúnistaflokkurinn vill leggja sjálfan sig niður og byggja sig upp sem jafnaðarmannaflokk með vestrænu sniði. Um leið og þessi ákvörðun er tekin er lýst yfir harmi vegna stjómarfars í landinu á fyrri áratugum, meðan kommúnista- flokkur landsins hélt einn um taumana, og enn lýst yfir að stefnt skuli að fjölflokkakerfi. Þótt til þessa hafi ekki komið til blóðugra átaka í A-Þýskalandi, má hverjum vera Ijóst að þar má ekki mikið út af bera. Þar era ijöldafundir og hvers kyns mótmælaaðgerðir nú daglegt brauð. í Póllandi hefur kommúnistaflokkurinn selt völd sín að miklum hluta í hendur Samstöðu. Enginn veit hvort nýju stjórainni þar mun takast miklu betur en þeirri fyrri að greiða úr efnhagsöngþveiti í landinu, því það sem saman hefur verið hamrað á mörgum áratugum verður ekki smíðað í nýtt form á svipstundu. Þetta getur leitt tU vonbrigða og hugsanlega alvarlegs ágreinings innan Samstöðu. Nýfengið frelsi er vandmeðfarið og má mönnum vera hugsað tU þess er gamlar nýlendur voru að hljóta sjálfsforræði sitt ein af annarrí fyrir fáum áratugum: Víða upphófust þá Uldeilur og í versta falli borgarastríð, sem sums staðar er ekki bitið úr nálinni með enn þann dag í dag. Hættulegt óþol? Þessi þróun hefur gert ástandið þar eystra enn flóknara og óút- reiknanlegra en var. Sovétríkin, undir stjóm Gorbatsjovs, hafa til þessa sýnt að þau vilja umfram allt forðast að beita heraaðarlegum þvingunum, sem vissulega er fagn- aðarefni. En rás atburða í kjölfar opnunarpólitíkurínnar hefur tekið nokkuð óvænta stefnu: hinir ný- legu atburðir einkennast af óþoli þjóðanna austur þar eftir breyting- um, og þeirra er krafist strax og þær eiga að verða miklar. Þetta hlýtur að valda nokkrum ugg. Þrátt fyrír öll nýmælin í stefnu Gorbatsjovs, er ekki öruggt að hann fái stýrt svo á milli boða í slíkum ólgusjó að ekki hljótist slys af. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að breytingarnar sem að er stefnt skuli eiga sér stað undir formerkjum sameignarkerfisins. Ósennilegt er að hann fái ráðið hvað geríst, ef þetta kerfi virðist vera að taka að gliðna sundur í einu fylgiríkjanna á eftir öðru. Varla verður það liðið í öllum stöðum. Hér er vissulega ekki ætlunin að vera með hrakspár, en óþol almennings í löndum eystra gæti orðið honum sjálfum (þ.e. almenningi) skeinuhætt. Það gæti meir en hugsanlega komið tilslöku- narstefnu Gorbatsjovs á kné og ekki að vita hvað þá tæki við. Hægar breytingar Eftirtektarverð eru ummæli ung- verska leikstjórans, István Szabo, í viðtali í Morgunblaðinu í gær, en hann er nú staddur hérlendis á Kvikmyndahátíð. Leikstjórínn segir er leitað er álits hans á atburðum í heimalandi hans: „... Ungverjar hafa allir þunga reynslu af stjórnmálum. Allar fjölskyldur hafa orðið fyrir áhrifum af pólitísk- um breytingum og átt í erfiðleikum vegna þeirra... Já, ég er fylgjandi breytingum. Þær skipta miklu máli. En ég vil ekki hraðar breyt- ingar. Ég vona að þær verði hægar. Ég er ekki hrifinn af hröðum breytingum. Ég hef séð þær nokkr- ar og veit það leiðir aldrei til góðs“. Þaraa er skynsamlega mælt af þegn þjóðar, sem margt hefur mátt reyna. En verður honum að ósk sinni? Varla er nein gáta mikils- verðari í alþjóðamálum nú um stundir en sú. Umrót og sviptingar, eins og nú eiga sér stað, eru sjaldnast vettvangur aðgáts og yfir- vegunar ráðsettra manna, hvort sem kvikmyndaleikstjórar eiga í hlut eða aðrír. Nýjar kynslóðir spretta úr grasi, sem lítt skeyta um það sem liðið er og ganga ókvíðnar á hólm við hvað sem er, og að vonum er það æskan sem mest lætur að sér kveða austur þar nú. Það var einnig æskan, sem ætlaði að heimta umbætur úr hendi gömlu mannanna í Peking með svo hörmulegum afleiðingum. En von- andi flýgur dreki valdsins í A-Evr- ópu ekki svo gustmikill úr bæli sínu og þar gerðist. Garrí lllllllllllllllllllll VÍTTOGBREITT ................................................................................ ................................... .................... .................. .................... Gámahverf ið í Gautaborg I kjölfar samdráttar í efnahags- lífinu síðustu tvö ár hefur atvinnu- ástandið hér á landi orðið ótrygg- ara en verið hefur um langt árabil. íslendingar hafa talið sér það til gildis að hér hefur atvinnuleysi verið óþekkt fyrirbæri um áraraðir á þeim tíma sem milljónir manna hafa þolað atvinnuleysi í auðugum ríkjum Evrópu. í Noregi, Danmörku og Finn- • landi er m.a. talsvert atvinnuleysi. Hins vegar er umtalsverð eftir- spurn eftir vinnuafli í Svíþjóð. Norskir og danskir iðnaðarmenn og verkamenn ieita sér þar atvinnu, enda auglýsa sænsk fyrirtæki eftir vinnuafli í þessum löndum og gylla fyrir fólki þau kjör sem í boði eru. Hins vegar gengur á ýmsu að gylliboð sænsku fyrirtækjanna standist. „Máske lykken“ f blaðinu NORDEN NU sem gefið er út af Norrænu félögunum og hefur á sér þann svip að vera hagnýtt upplýsingarit um norræn málefni, er að finna frásagnir af reynslu danskra iðnaðar- og iðn- verkamanna sem leitað hafa vinnu í Svíþjóð. Þar segir að 4000 Danir hafi á síðustu árum farið yfir Eyr- arsund að leita sér atvinnu og ■ „máske lykken" í Svíþjóð, - eins og þar stendur. A ýmsu hefur þó gengið að dönsku iðnaðar- og verkamennirn- ir hafi höndlað hamingju og fyrir- myndaratlæti hjá Svíum, þótt þeir fengju vinnu hjá frægum fyrirtækj- um. Greinarhöfundurinn í NORD- EN NU segir að hluti þeirra 4000 Dana sem fóru til Svíþjóðar í atvinnuleit með loforði um góða vinnu og húsnæði hjá bílaverk- smiðjum SAAB og Scania hafi verið holað niður í „store contain- erbyer" á verksmiðjusvæðum vinnuveitendanna milli Trollháttan og Gautaborgar, en „containerby" merkir eftir orðanna hljóðan „gámabær“, sem virðist gefa í skyn að fólkið sé látið búa í einhvers konar gámaútlítandi svefnskálum, eða hvað þetta nú er, sem þarna þykir boðlegt húsnæði. Það fylgir sögunni að íveruherbergi í „gámi“ hjá SAAB sé sex fermetrar og er a.m.k. ekki fjölskyldubústaður, hvað sem öðru líður. Reynsla Finna Dönsku starfsmennimir létu ekki bjóða sér þetta og leituðu vinnu annars staðar í landinu og varð betur ágengt hvað aðbúnað varðar en var í boði hjá SAAB. Þetta sýnir þó, að fólk sem flyst milli landa í atvinnuleit, verður að kynna sér aðstæður áður en það ræðst í þau stórræði sem slíkir búferlaflutningar em. í grein þeirri, sem hér er stuðst við og birtist í upplýsingablaði Norrænu félaganna, segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem sænsk fyrirtæki blekki farandverkamenn með gylli- boðum um húsnæði. Út á slík boð tóku Finnar að streyma tugþúsund- um saman í upphafi áttunda ára- tugarins, en urðu reynslunni ríkari, því að húsnæðisloforðin voru svindl og svik, þegar til átti að taka. Úr þessu var ekki bætt fyrr en yfirvöld gripu í taumana og skuldbundu sig með samningi til að tryggja finnskum innflytjendum mannsæmandi aðbúnað. Samskon- ar samningur mun nú hafa verið gerður milli danskra og sænskra aðila, og áttu Svíar raunar frum- kvæði að gerð hans, að sagt er. Trúgimi og hvatvísi Skylt er að vara við því að leggja meira í svona frásagnir en í þeim stendur. En af því að íslenskt fólk hefur undanfama mánuði verið að búa sig til atvinnuleitar í Svíþjóð - af hvaða ástæðum sem það kann að vera - þá sýnist allur varinn góður að trúa ekki öllu sem kann að standa í auglýsingum frá sænskum atvinnurekendum um kjörin sem í boði em. Áhættan af illa undirbún- um búferlaflutningum milli landa er meiri en svo að þar megi trúgimi og hvatvísi ráða. I.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.