Tíminn - 18.10.1989, Page 5
Miðvikudagur 18. október 1989
Tíminn 5
Horfur að glseðast á lagmetismarkaðinum:
TENGELMANN KAUPIR NÚ
ÍSLENSKA RÆKJU Á NÝ
Vestur-þýska fyrirtækið Tengelmann skrifaði í fyrradag
undir rammasamning við Sölusamtök lagmetis um kaup á
niðursoðinni rækju á sjávarútvegsýningunni í Köln og fer
fyrsta sendingin utan í desember. Sem kunnugt er hætti
Tengelmann kaupum á niðursoðinni rækju á síðasta ári og
ástæðan sögð vegna hvalveiða íslendinga. Vonir standa til að
Aidi-suður, sem einnig hætti kaupum á lagmeti á sömu
forsendum, komi til með að hefja viðskipti að nýju.
Að söng Eiríks Valssonar skrif-
stofustjóra Sölusamtaka lagmetis
hófust viðræður við Tengelmann
fyrir alvöru í sumar, þegar sjávarút-
vegsráðuneytið gaf út yfirlýsingu
þess efnis að hvalveiðum væri hætt í
bili að minnsta kosti. „Það var síðan
á mánudag að skrifað var undir
samning og fer fyrsta sendingin út í
desember, þannig að við missum af
jólavertíðinni að mestu leyti nú í
ár,“ sagði Eiríkur.
Hann taldi því ekkert til fyrirstöðu
að hægt væri að framleiða niður-
soðna rækju upp í samningana. Ei-
ríkur nefndi sem dæmi að fram-
leiðsla hefði legið niðri hjá Hik á
Húsavík, að mestu leyti hjá Pól-
stjörnunni og Niðursuðuverksmiðj-
an hf. á ísafirði hafi ekkert soðið frá
í byrjun febrúar og þar til í sumar
þegar farið var í gagn aftur vegna
samninga sem tókust við Aldi-
norður. Hann sagði að Tengelmann
ætlaði sér auðsjáanlega að byrja
smátt, aðspurður hvort magnið sem
hann keypti væri á við sem áður var.
„Við fáum ekki að vera einir um
hituna hjá honum fyrsta kastið,"
sagði Eiríkur. Hins vegar eru kaup
Aldi-norður svipuð og áður var.
Aðspurður hvaða áhrif þetta hefði
á birgðastöðuna hér heima, sagði
Eiríkur að rækjubirgðirnar væru svo
að segja allar farnar, en þær fóru að
mestu á Japansmarkað, en til væri
kavíar fyrir Tengelmann, sem færi
að verða óseljanlegur, þar sem hann
hefði takmarkað geymsluþol. „Við
erum að vonast til þess að Tengel-
mann ákveði sig með að kaupa
kavíarinn, þar sem aðalsölutími
hans er í desember og hann er
pakkaður og tilbúinn til afhending-
ar. „Ef hann selst ekki núna, þá er
hann ónýtur," sagði Eiríkur. Þá
mun vera til einhverjar birgðir af
umbúðum fyrir Aldi-suður. Ekki er
ólíklegt að takast megi að selja
kavíar og sfldarafurðir á Japans-
markað, að undangenginni vöru-
þróun.
Eins og áður sagði hóf Aldi-norð-
ur að kaupa rækju á ný í sumar, auk
þess sem í september náðust samn-
ingar við fyrirtækið um kaup á 13
fullum gámum af kavíar að verðmæti
um 30 milljónir króna til afhendingar
í nóvember nk. Eiríkur var bjart-
sýnn á að ná mætti samningum við
Aldi-suður á ný. Samningar tókust
einnig við Coop fyrirtækið í haust,
um kaup á rækju.
Eiríkur sagði að svo virdst sem
einnig væri farið að lifna yfir sölu
lagerfyrirtækis þeirra í Þýskalandi.
Hann sagði að ekki hefði farið út ein
dós af rækju síðan í fyrra vor, þar til
um daginn að gámur fullur af niður-
soðinni rækju seldist og taldi hann
það benda til þess að hreyfing væri
að komast á hlutina. -ABÓ
Fiskur undir ísteppi
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Hæstiréttur hefur
staðfest fjárnám
Hæstiréttur hefur staðfest fjárnám
Iðnaðarbanka íslands í eignum
Bjarna Hólmgrímssonar stjórnar-
manns í Kaupfélagi Svalbarðseyrar
vegna fimrn milljón króna víxils,
sem Bjarni var ábyrgðarmaður á
fyrir kaupfélagið.
Áfrýjun sína byggði Bjarni á því
að þegar honum hafi verið birt
stefna vegna skuldarinnar í ágúst á
síðasta ári, hafi málið verið fyrnt,
þar sem meira en ár var þá liðið frá
gjalddaga víxilsins, sem var 2. apríl
1984. Bjarni taldi einnig að stefnu-
frestur í málinu hafi verið styttri en
sjö sólarhringa og því hefði fógeti átt
að synja um framkvæmd fjárnáms.
Bjarni telur einnig að eignir sínar
hafi ekki verið virtar þó fjárnám hafi
verið árangurslaust að hluta og ann-
ar tveggja votta, Gunnar Sólnes
hæstaréttarlögmaður hafi ekki full-
nægt skilyrðum iaga um þingvotta,
þar sem hann sé samstarfsmaður
lögmanns Iðnaðarbankans, þ.e.
fjárnámsbeiðanda.
Hæstiréttur féllst í úrskurði sínum
á tvennt það síðastnefnda, þó hann
teldi það ekki nægja til að fella
fjárnám úr gildi. Þá var Bjarni
Hólmgrímsson dæmdur til að greiða
Iðnaðarbankanum 50 þúsund krón-
ur í málskostnað. -ABÓ
Sauðárkrókur og Blönduós:
Kaupfélög með
bónusverslanir
Bæði kaupfélagið á Blönduósi og
Sauðárkróki hafa nú opnað svokall-
aða Bónusverslun. f slíkum verslun-
um er aðallega á boðstólum hrein-
lætisvara og margskonar matvara
(pakkavara). Húnvetningar urðu
fyrri til að opna bónusinn sem hjá
þeim hefur hlotið nafnið Spardeild
KH. Að sögn Guðsteins Einarssonar
kaupfélasstjóra á Blönduósi er kaup-
félagið með þessu að koma til móts
við kröfu fólks um lægra vöruverð.
Álagning á vörum í Spardeildinni
verður haldið í algjöru lágmarki
þannig að vöruverð á að vera sam-
bærilegt við það sem gerist í stór-
mörkuðum í öðrum landshlutum.
Guðsteinn sagði að með þessu vildi
kaupfélagið freista þess að ná til sín
einhverju af þeirri verslun sem
undanfarið hefur verið sótt á suð-
vesturhorn landsins. Spardeild KH.
er opin virka daga frá kl. 14.00. til
kl. 18.00. og á laugardögum frá kl.
10.00 til kl. 14.00. Hjá K S hefur
bónusmarkaðurinn aðeins verið op-
inn í rúma viku. Að sögn Ómars
Braga vöruhússstjóra í Skagfirðinga-
búð hafa viðtökur fólks sem af er
verið mjög góðar og lofa vissulega
góðu. Fólk hefur haft á orði að nú
myndi það hætta að fara norður til
að versla. KS. bónus er staðsettur í
Skagfirðingabúð og er opinn á sama
tíma og verslunin, einnig á laugar-
dögum. Ásæður þess að K S. opnar
bónusverslun eru að sjálfsöðu svip-
aðar og hjá K H. og fleiri kaupfélög-
um á landsbyggðinni. Auknar kröfur
viðskiptavina um lægra vöruverð og
aukin sókn fólks úr dreyfbýlinu í
verslun á Reykjavíkursvæðið.
Reynslan mun síðan skera úr um
hvort þetta nýja verslunarfyrir-
komulag á framtíð fyrir sér hjá K H.
og K S. en allavega er um ágæta
tilraun að ræða sem neytendur ættu
í alvöru að gefa gaum að. ÖÞ.
ísvélar hf. kynna um þessar mund-
ir nýja kælitækni hér á landi, svoköll-
uð ísteppi, sem meðal annars henta
vel til kælingar á fiski sem sendur er
flugleiðis. lsteppin eru plastteppi
eða mottur með vatnsfylltum
pokum. Teppin eru látin frjósa í
nokkrar klukkustundir og eru þá
hæf til að viðhalda ferskleika við-
kvæmrar vöru í flutningum. Teppin
leysa af hólmi venjulegan ís og gera
óþarft að búa um varninginn í vatns-
þéttum, dýrum og þungum umbúð-
um.
Upphaflega fluttu ísvélar teppin
inn frá Bandaríkjunum en vegna
góðs árangurs var ákveðið að hefja
framleiðslu á þeim hérlendis.
Auk þess að vera þrifalegri en
eldri kæliaðferðir fæst mun betri
kæling á vörunni og hún varir lengur
en hefðbundin kæling, eða þriðjungi
lengur en með venjulegum ís. Notk-
unin er auðveld og ísteppin má nota
margoft, enda eru þau úr níðsterku
plasti.
Auk fiskútflytjenda geta fjölmarg-
ir aðrir hagnýtt sér ísteppin. Þau
henta vel til dæmis á sjúkrahúsum
við kælingu á blóði og sem kaldir
bakstrar. Á veitingahúsum henta
teppin vel til kælingar á drykkjum og
hjá flutningaaðilum sem flytja slát-
urafurðir og kjöt milli staða innan-
lands. SSH
Hrappur og Oliver draga ut heppna þátttakendur i verðlaunasamkeppninni.
Verðlaunagetraun Þjóðleikhússins
Dregið hefur verið í verðlauna-
getraun sem efnt var til í tengslum
við kynningu Þjóðleikhússins á
leikárinu.
Þeir sem fara með hlutverk
Hrapps og Oliver í söngleiknum
Oliver, þeir ívar Sverrisson og Giss-
ur Páll Gissurarson drógu úr þúsund-
um innsendra seðla.
Þau sem hlutu vinninga voru
Steinn Sigurðarson, Vogarseli 7,
Reykjavík, MagnúsS. Kristjánsson,
Efstasundi 27, Reykjavík, Hlíf Jóns-
dóttir, Unnarbraut 28, Seltjarnar-
nesi, Halldóra Geirsdóttir, Hátútni
10 A, Reykjavík og Friðrik Guð-
jónsson, Barmahlíð37, Reykjavík.
Verðlaunin eru tveir miðar á ein-
hverja sýningu leikhússins í vetur og
geta vinningshafar gefið sig fram við
miðasölu þegar þeir vilja fara í
leikhúsið.
Landsamband slökkviliðsmanna:
Samræmd kjarabarátta
Á þingi Landsambands slökkvi-
liðsmanna sem haldið var um síð-
ustu helgi var samþykkt að stefna
ákveðið að þvh' að landsambandið
taki í sínar hendur kjarasamninga-
mál allra slökkviliðsmanna í land-
inu. Hingað til hafa slökkviliðs-
menn á hverjum stað samið við
viðkomandi sveitarfélag.
Samþykkt var að stjórn sam-
bandsins haldi aukaþing í síðasta
lagi 10. apríl á næsta ári þar sem
einvörðungu verði fjallað um
samnings réttarmál L.S.S. og fé-
laga innan þess. Er gert ráð fyrir
að eftir aukaþingið liggi fyrir nauð-
synlegar tillögur til lagabreytinga.
Einnig er gert ráð fyrir að öll félög
slökkviliðsmanna hafi fjallað um
stefnu í kjaramálum fyrir fyrrnefnt
aukaþing og geti kynnt stefnu sína
í kjaramálum á þinginu. SSH