Tíminn - 18.10.1989, Síða 15

Tíminn - 18.10.1989, Síða 15
Tíminn 15 Miðvikudagur 18. október 1989 Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Valur Ingimundarson hefur tekið við þjálfun Tindastóls af Kára Maríssyni sem þjálfað hefur liðið í haust. Valur þjálfaði liðið í fyrra, og náði og undir hans stjóm stóð liðið sig ágætlega í úrvalsdeildinni. I gærkvöld vann liðið síðan góðan sigur á Valsmönnum í fyrsta leik liðsins í vetur undir stjórn Vals. Valur gerði 11 stig í gærkvöldi, en varð að fara af leikvelli með 5 villur. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Leikur 1 Coventry - Man. lltd. Leikur 2 C. Palace Millwall Leikur 3 Derby_______- Chelsea Leikur 4 Everton - Arsenal Leikur 5 Luton - Norwich Leikur 6 Q.P.R. - Charlton Leikur 7 Southampton - Liverpool Leikur 8 Tottenham - Sheff. Wed. Leikur 9 Wimbledon - Nott, For. Leikur 10 Brighton - Newcastle Leikur 11 Leeds- Wolves Leikur 12 PortVale - West Ham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Munið hópleikinn li Dómarar voru Jón Otti og Jón Bender, þeir hafa dæmt betur. Stigin UMFN: Patrik Releford 19, öll í fyrri hálfleik, Teitur 18, Isak 17, Kristinn 14, Jóhannes 11, Ástþór 10 og Friðrik Ragnars 2. UMFG: Guðmundur 32, Null 19, Hjálmar 12, Sveinbjörn 6, Rúnar 4 og Steinþór 3. MS/BL íslenskar getraunir: Þrjár tólfur Aðeins eitt jafntefli kom fram á getraunaseðlinum um síðustu helgi og að auki sex útisigrar. Þetta hefur áreiðanlega haft sitt að segja því aðeins vom 3 með 12 leiki rétta, þrátt að úrslitin væra nokkuð eðli- leg. Einn seðillinn var keyptur í ískúl- unni við Réttarholtsveg. Þar var um að ræða hópinn GAPO sem styður Fram og kostaði seðillinn 1.440 kr. f vinning fær hópurinn 171.784 kr. Önnur tólfan var keypt í Söluturn- inum Fellaís í Breiðholti og kostaði seðillinn 740 kr. Viðkomandi hlýtur í vinning 168.295 kr. Er þetta í þriðja sinn á stuttum tíma sem seðlar með 12 réttum eru keyptir í Fellaís. Þriðja tólfan var síðan keypt í Shellskálanum á Neskaupstað og kostaði seðillinn 690 kr. Viðkom- andi tippari, sem að sjálfsögðu studdi Þrótt Neskaupstað, fær 164.806 kr í vinning. Aukaseðill verður í getraunum í tengslum við Evrópuleikina í knatt- spyrnu sem leiknir verða 31. okt.-l. nóv. n.k. seðillinn verður kynntur síðar. Körfuknattleikur: Vergason hættur John Vergason þjálfari og leikmaður með Keflvíkingum í úr- valsdeildinni í körfuknattleik hefur sagt starfl sínu lausu. Vergason treysti sér ekki til þess að halda áfram, fannst starfið ekki eiga við sig, en hann hefur litla reynsla að baki sem þjálfari. Þá hefur honum ekki gengið sem best sem leikmanni, skorað lítið og ávalt verið í villuvand- ræðum. fslandsmeisturum Keflvíkinga hefur ekki gengið vel í deildinni til þessa, hafa tapað tveimur af fjórum fyrstu leikjum sínum. Þeir hafa unn- ið Reyni með miklum mun og ÍR- inga í framlengdum leik. Keflvfking- ar munu þegar hefja leit að eftir- manni Vergasons, en ætla þó að fara sér hægt og finna rétta manninn. BL Laugardagur kl.13:55 m.. .............. LEIKVIKA- 21. okt. 1989 1 XI Frá Margréti Sandcrs íþróttafróttamanni Tímans á Sudurnesjum: Njarðvík sigraði Grindavík 91-76 í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálf- leik var 48-42. Grindvíkingar leiddu á fyrstu mín- útunum, en Njarðvíkingar komust yfir 13-11. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en f seinni hluta hálfleiksins kom slakur kafli hjá Grindvíkingum og komust heima- menn í 9 stiga forystu 44-35 og staðan í hálfleik var eins og áður sagði 48- 42. Á 5. mín. síðari hálfleiks fékk Patrik Releford sína 5. villu og Teitur Örlygsson sína 4. stuttu síðar og fór þá um margan Njarðvíkinginn. Kom það ekki að sök þar sem ágæt breidd virðist vera í liði þeirra og þeir juku forskotið jafnt og þétt og sigruðu 91-76. Körfuknattleikurinn virðist komu erlendra leikmanna, áhorfendur fylltu húsið og voru vel með á nótunum enda oft sýndir snilldar taktar, góð troð og falleg blokk. Gaman er líka að sjá framfarirnar sem íslenskir leikmenn hafa tekið. Bestur hjá Grindavík var Guð- mundur Bragason, frábær leikmað- ur. Einnig stóð Jeff Null sig vel. Hjá Njarðvík var það fyrst og fremst liðsheildin sem skóp sigurinn. Bo með stórleik Frá Erni Þórarinssyni fréttaritari Tímans í Skagafírði: Tindastóll vann sanngjarnan sigur á Val 103-88 þegar liðin mættust í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gærkvöld. Það var allt annað að sjá til Sauðkrækinga í þessum ieik eða gegn Haukum tveimur dögum áður. Tindastólsliðið fékk fljúgandi start í leiknum fjögur þriggja stiga skot frá Bo Heiden og Sverri hittu í körfu andstæðinganna sem voru með ein- dæmum óhittnir á körfuna fyrstu mínúturnar. Tindastóll hafði 10-20 stiga forskot allan fyrri hálfleikinn og var það mest að þakka frábærum leik Bo, sem auk þess að skora 27 stig hirti aragrúa af fráköstum. Munurinn hélst svipaður frameftir síðari hálfleik þó söxuðu Valsmenn á forskotið og komu muninum niður í 9 stig, en þá sögðu Tindastólsmenn stopp og settu Sturlu Örlygsson til höfuð Chris Behrends sem var lang- bestur Valsmanna. Lokamínúturnar fóru síðan mest í vítaskot beggja megin á vellinum og sigur heimaliðs- ins var öruggur þrátt fyrir að Valur og Sturla færu útaf með 5 villur. Það var einkum slök hittni sem varð Valsmönnum að falli í þessum leik, Chris var þeirra atkvæðamestur skoraði 37 stig Svali Björgvinsson átti einnig góðan leik og skoraði 23. Stig annarra: Einar 11. Ari 8. Matthías 3 og Guðni, Björn og Arnar 2 hver. Fyrir Tindastól: Bo 44. Björn 16, Sturla 16, Sverrir 14, Valur 11 og Pétur Vopni 2. Ö.Þ. ísland vann sín fyrstu gullverðlaun á Norðurlandamóti í karate um helg- ina, þegar Halldór Svavarsson vann sigur í -65 kg flokki á Norðurlanda- mótinu sem haldið var í Laugardals- höll. Halldór mætti Finnanum Ari Ras- anen í úrslitabardaganum og náði að sigri í framlengdri viðureign. ísland vann einnig bronsverðlaun í þessum flokki, en aðeins 3 kepp- endur voru í flokknum. Sölvi Rafns- son tapaði báðum viðureignum sínum, en fékk bronsið. Jónína Oleson vann silfurverð- laun í kata kvenna, en í þeirri grein eru sýndar staðlaðar karate hrey- fingar. f-75 kg flokki vann ísland bæði silfur og bronsverðlaun. Helgi Jó- hannesson komst í úrslit, þar sem andstæðingur hans mætti ekki til leiks, en úrslitaviðureigninni tapaði Helgi, fyrir Hannu Hakala frá Finn- landi. Konráð Stefánsson vann Jens P. Jenssen frá Danmörku í glímu um bronsið. íslendingum gekk ekki sem best í sveitakeppninni, urðu í neðsta sæti bæði í karla og kvennaflokki, án vinninga. BL Breyting verður á afgreiðslutíma Alþýðubankans hinn 2. nóvember næstkomandi. Frá og með þeim degi verður hætt að hafa opið á milli kl. 17:00 og 18:00 á fimmtudögum. Afgreiðslutími Alþýðubankans verður því frá klukkan 9:15 til 16:00, mánudaga til föstudaga. Alþýðubankínn hf Stórsigur UMFN Norðurlandamótiö í karate: Halldór Svavarsson Norðurlandameistari - Fyrsta NM gull íslands staðreynd

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.