Tíminn - 26.10.1989, Síða 5

Tíminn - 26.10.1989, Síða 5
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 5 Ferðamiðstöðin Veröld ekki sama og Ferðamiðstöðin Veröld sem er Ferðaþjónustan. Svavar Egilsson: KEYPTIFYRIRTÆKID - EKKI SJÁLFT FÉLAGID Þann þríðja febrúar 1989 sameinuðust ferðaskrifstofumar Ferðamiðstöðin og Yeröld og hétu upp frá því Ferðamiðstöð- in Veröld og hefur veríð rekin ferðaskrifstofa undir þvi nafni síðan. Á hluthafafundi 20. september sl. í Ferðamiðstöðinni Yeröld, kennitala 440872-0189, var samþykkt að breyta nafni hlutafélagsins í Ferðaþjónustan h.f. Ekki var þó látið hér við sitja því að þennan sama dag; 20. september s.l. var stofnað nýtt hlutafélag og heitir það Ferðamiðstöðin Veröld h.f. —Veraldarferðir með kennitöluna 421089-1169. Þetta hlutafélag var skráð hjá Hlutafélagaskrá þann 2. október s.l. Hlutafé er tvær milljónir og er Svavar Egilsson, kona hans og Naust h.f. sem er í eigu Svavars, skráð fyrir mestöllu hlutafénu. Framkvæmda- stjóri félagsins er Andri Már Ingólfs- son. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Steinars Valdimarssonar ráðuneytis- stjóra í samgönguráðuneytinu hefur Ferðamiðstöðin Veröld ferðaskrif- stofuleyfi og lögbundnar banka- tryggingar að upphæð fjórar milljón- ir standa að baki leyfinu. Ferðaþjón- ustan hefur hins vegar ekkert leyfi til reksturs ferðaskrifstofu, né heldur hið nýja fyrirtæki; F.V. - Veraldar- ferðir. Spumingin er því sú hvort rekin sé ferðaskrifstofa á leyfi fyrir- tækis sem ekki er lengur til? „í sjálfu sér er skemmtilegra fyrir mennina að hafa rétt heiti á ferðas- krifstofuleyfinu sínu og það hef ég sagt þeim þegar þeir hafa snúið sér til mín með þessa hluti. Það skiptir þó mestu máli fyrir okkur að banka- trygging sé í fullu gildi og það er hún eftir sem áður,“ sagði Ólafur Steinar af þessu tilefni. -En hvers vegna þessar nafna- breytingar? „Ég keypti ekki hlutafélag heldur keypti ég ákveðnar eignir sem hluta- félagið Ferðamiðstöðin Veröld hafði átt. Hluti af því sem ég keypti var nafnið sem búið var að auglýsa upp og er þess vegna einhvers virði. Ég yfirtók ekki hlutaféð og gamla hluta- félagið er til ennþá og heitir nú Ferðaþjónustan. Þetta er oft gert í svipuðum tilfellum til að ekki sé hætta á ruglingi með nöfnin,“ sagði Svavar Egilsson í gær. - Ferðaskrifstofuleyfið er gefið út á Ferðamiðstöðina Veröld kt. 440872-0189 og Ferðaskrifstofan starfar því á leyfi félags sem ekki er lengur í ferðaskrifstofurekstri. Stangast það ekki á við lög og reglur? „Nei. Fyrirtækið heitir í dag Ferðamiðstöðin, Veröld en gamla fyrirtækið er áfram til undir öðru nafni. Þannig er fyrirtækið sem slíkt nákvæmlega eins og áður nema að gamla hlutafélagið sem átti það áður á það ekki lengur." - Keyptir þú þá starfsemina en ekki sjálft hlutafélagið til þess að sleppa við skuldir sem hvíldu á hlutafélaginu? „Þetta var gert svona til að spara mér vinnu. Hjá fyrirtækjum eru oft mörg jám í eldinum og oft er um alls konar persónulega fyrirgreiðslu að ræða. Þar sem kaupin voru gerð á þennan hátt þá losna ég við að eyða allt of miklum tíma í ýmislegt umstang. Gamla félagið er ennþá til og á eignir og er með einhvem rekstur sem mér er óviðkomandi." - Það er talið að skuldir Ferðamið- stöðvarinnar Veraldar séu vemlegar og talað er um að skuldir á Spáni séu milli 40 og 50 milljónir peseta eða 20-25 milljónir króna. Verði gamla hlutafélagið gjaldþrota verður þá ekki viðskiptavild ferðaskrifstofu sem ber næstum sama nafn og gjald- þrota fyrirtæki ansi lítils virði? „Ég hef tryggingar fyrir því að erlendar skuldir verði greiddar og hluta þeirra greiði ég hreinlega sjálf- ur þannig að það á ekki að verða. Öllum viðskiptum fylgir einhver áhætta út af fyrir sig en gamla hlutafélagið á talsverðar eignir sem það notar væntanlega til að greiða skuldir sínar með þannig að þetta held ég að þurfi ekki að koma til,“ sagði Svavar Egilsson eigandi ferða- skrifstofunnar Ferðamiðstöðin Ver- öld og eignarhaldsfélags hennar sem heitir Ferðamiðstöðin Veröld h.f. - Veraldarferðir. - sá Athugasemd frá stjórnarmönnum í LSR: Fjármálaráðherra villist á vösum Dagblaðið Tíminn birtir 24. þ.m. viðtal við Má Guðmundsson, aðstoðarmann fjármálaráðherra, um 500 millj. kr. skerðingu á framlagi ríkissjóðs til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sem fjárlaga- frumvarp fyrir 1990 gerir ráð fyrir. Vegna þeirra ummæla sem blað- ið hefur eftir aðstoðarmanni ráð- herra viljum við undirrituð, full- trúar BSRB í stjóm lífeyrissjóðs- ins, taka eftirfarandi fram: Þótt nafnið á sjóðnum sé Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins eiga miklu fleiri þar aðild að en ríkis- sjóður og ríkisstarfsmenn. Fjöldi þeirra starfsmanna sem greiddu iðgjöld á árinu 1988 var 16.600. Þar af greiddi ríkissjóður fyrir 13.000 starfsmenn. Aðrir aðil- ar, um 200 launagreiðendur, greiddu iðgjöld fyrir 3.600 starfsmenn. Meðal þessara 200 launagreið- enda eru 50 sveitarfélög svo og landshlutasamtök sveitarfélaga, sparisjóðir og uppeldis- og heil- brigðisstofnanir reknar af styrktar- og líknarfélögum. Það er því mikill misskilningur hjá efnahagssérfræðingi fjármála- ráðherra, að lífeyrissjóðurinn sé aðeins hluti af ríkissjóði. Því fer víðs fjarri. Ríkissjóður ber þannig alls ekki einn allar skuldbindingar lífevrissjóðsins. A honum hvíla hins vegar skuld- bindingar gagnvart sjóðnum lögum samkvæmt eins og aðrir launa- greiðendur sem aðilar eru að sjóðnum takast á hendur. Það er furðulegt að sérfræðingur fjármálaráðherra, sem vitnar í við- talinu í reglur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, skuli ekki kynna sér ákvæði íslenskra laga um málefni sem hann fjallar um opinberlega, áður en hann setur fram fullyrðing- ar, sem stangast algerlega á við lög. Ef til vill er ákvörðun fjármála- ráðherra um niðurskurð í fjárlaga- frumvarpinu byggð á þessum mis- skilningi. Ef ríkissjóður greiðir ekki að fullu tilskilin framlög til Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins er hann kominn í vanskil, sem öðrum aðil- um að sjóðnum líðst ekki. Spyrja má efnahagsráðunaut fjármálaráðherra hvort hann telji að sveitarfélög og aðrir aðilar að lífeyrissjóðum í landinu geti leyft sér að ákveða það einhliða með fjárhagsáætlun hvort þeir standa í skilum með lögboðin eða umsamin lífeyrissjóðsiðgjöld fyrir starfs- menn sína. Ekki vitum við um aðra sem komið hefur slíkt í hug. Lögbundin lífeyrisréttindi og þar með greiðslur í lífeyrissjóð manna er hluti af starfskjörum opinberra starfsmanna, og verður þeim kjör- um ekki breytt með tilvitnunum aðstoðarmanns fjármálaráðherra í túlkun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því hvað sú alþjóðastofnun telji til ríkisútgjalda. Þar duga ekki heldur áætlanir í fjárlögum né fjárhags- áætlanir sveitarstjórna eða annarra aðila að lífeyrissjóðum lands- manna. Guðrún Ámadóttir Kristján Thorlacius Norðurlandaráð hefur gefið út barnabókina „Mamma fer á þing“ eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Er þetta í fyrsta sinn sem Norðurlanda- ráð gefur út skáldverk og mun bókin fljótlega koma út á hinum Norður- löndunum. Bókin fjallar um ellefu ára stelpu sem á heima í íslenskum fiskibæ. Pabbi hennar er sjómaður og þegar mamma hennar er kosin á þing fer ýmislegt úr skorðum í lífi fjölskyld- unnar. Steinunn Jóhannesdóttir sagði á fundi með fréttamönnum að í bók- inni væri störfum stjórnmálamanna lýst út frá sjónarhóli bama og ungl- inga og einn tilgangur hennar væri að ýta undir jafnréttisumræðu meðal barna. Einnig væri lögð áhersla á að stjómmálamenn séu „venjulegt" fólk sem eigi fjölskyldu. f bókinni er fjöldi Ijósmynda sem em settar á svið í íslensku umhverfi. „Mamma fer á þing“ er dreift af bókaútgáfunni Bjallan hf. Bókin mun fást í öllum bókabúðum og kostar um 1300 krónur. SSH Norðurlandaráð: MAMMA FER ÁÞING F.v. Herdís Sveinsdóttir fulltrúi bókaútgáfunnar Bjallan hf., Ólafur G. Einarsson formaður ísiandsdeildar Norðuriandaráðs og Steinunn Jóhannesdóttir höfundur bókarinnar. Tap fiskvinnslunnar úr 1,5 milljörðum 1988 í 96 m. kr. hagnað. Enn tap á veiðum: Vinnslan upp fyrir strikið Samkvæmt stöðumati Þjóðhags- stofnunar við skilyrði um miðjan október s.l. var hreinn hagnaður fiskvinnslunnar miðað við heils árs framleiðslu 96 milljónir króna, eða um hálft prósent af tekjum. Úrtak Þjóðhagsstofnunar bendir til tölu- verðar dreifingar í afkomu meðal fyrirtækja í botnfiskvinnslu á síð- asta ári og að þessi dreifing hafi aukist frá árinu 1987. Þetta kemur fram í uppgjöri helstu greina fisk- vinnslunnar frá árinu 1988. Á árinu 1987 var nokkur hagnað- ur af botnfiskvinnslunni, en umtal- svert tap árið eftir eða tæplega 1,5 milljarður. Tapið hefði orðið tölu- vert hærra ef ekki hefðu komið til greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins er námu um hálfum milljarði. Þetta þýðir að tap fryst- ingar og söltunar var um 5 1/2% af tekjum, en hefði verið 7 1/2% ef ekki hefðu komið til greiðslur úr Verðjöfnunarsjóðnum. Botnfiskveiðar voru reknar með um 1/2% tapi bæði árið 1987 og árið í fyrra. Togarar eru reknir með 4% hagnaði á meðan bátar 21-200 brúttólestir eru reknir með 8% tapi. Samkvæmt stöðumati við skilyrði um miðjan október 1989 er tap botnfiskveiðanna 3 1/2%. Togarar eru enn reknir með 4% hagnaði en tap bátana hefur aukist upp í 13%. I afkomumati þessa árs er reikn- að með greiðslum út Verðjöfnun- arsjóði til frystingar sem nemur 3% af útflutningstekjum greinar- innar og greiðslum til söltunar sem nema 5% af útflutnigstekjum. Ákveðið hefur verið að frá og með næstu áramótum að engar greiðslur verði úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar, en töluverður munur er á afkomu þessara tveggja greina, áætlaður hagnaður af frystingu 2% en 3% tap af söltun. - ÁG

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.