Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 26. október 1989 DAGBÓK Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag. Kl. 14:00 frjáls spila- mennska. Kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfur hittist að Nóatúni 17 laugard. 28. október kl. 11:00. Munið skáldakynninguna um Þorberg Þórðarson nk. þriðjudag, 31. október kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Allir velkomn- ir. Minningarkort FEB fást á skrifstofu félagsins að Nóatúni 17, gíróþjónusta. Síminn er 28812. Háskólafyrirlestur um þýska tungu í Austur-Þýskalandi Dr. Heike Comolle, norrænufræðingur frá háskólanum í Greifswald í Austur- Þýskalandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands fimmtudaginn 26. okt. kl. 17:15 í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist „Die aktuelle Entwicklung der deutschen Sprache in der DDR“ og fjallar um stöðu þýskrar tungu í Austur-Þýskalandi með sérstöku tilliti til þess á hversu mismunandi hátt málið hefur þróast í þýsku ríkjunum tveimur. Dr. Comolle er samstarfsmaður dr. Ernst Walters sem er prófessor í norræn- um fræðum við háskólann í Greiswald, og hefur unnið drjúgt að rannsókna- og útgáfustörfum í sambandi við fræði sín þar f landi. Fyrirlesturinn er fluttur á þýsku og er öllum opinn. Móðurmálsvikan 23.-27. okt.: Fyrirlestur í Heymleysingjaskólanum 1 skólum landsins verður í vikunni 23.-27. okt. efnt til móðurmálsviku, og af því tilefni verður í Heymleysingjaskólan- um málræktarátak með sérstakri kynn- ingu á móðurmáli heymarlausra, - tákn- máli. Opinber fyrirlestur verður f Heymleys- ingjaskólanum fimmtudagskvöldið 26. okt. kl. 20:30 og nefnist: Hvað er táknmál? Allir era velkomnir. r uv/i\i\vivi ■ Mnr Framsóknarmenn á Siglufirði Munið hádegisfund að Hótel Höfn föstudaginn 27. október n.k. Stjórnln. Framsóknarvist Fyrsta Framsóknarvist vetrarins verður í Danshöliinni Brautarholti 20 (Þórscafé) í Norðurljósasalnum, sunnudaginn 28. október n.k. kl. 14.00. Finnur Ingólfsson aðst.m. heilbrigðisráðherra flytur stutt ávarp í kaffihléi. Aðgangseyrir kr. 400.-, kaffiveitingar innifald- ar. Framsóknarfélag Reykjavfkur Aðalfundur F.R. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 30. okt. n.k. að Nóatúni 21 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Finnur Ingólfsson mun ræða stjórnmálavið- horfið. Stjórnln Aðalfundur Framsóknarfélags Húsavíkur verður haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venuleg aðalfundarstörf 2. Inntaka nýrra félaga 3. önnur mál. Á fundinn mæta Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismaður. Fjölmennum. Stjórnin. Árnesingar Þriggjakvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu, verður fram haldið föstudaginn 27. október að Félagslundi kl. 21.00 og lýkur föstudaginn 10. nóvember að Borg. Aðalvinningur: Utanlandsferð fyrir 2 auk veglegra kvöldverðlauna. Allir velkomnir. Stjórnin. Borgfirðingar - Nærsveitir Spilum félagsvist í samkomuhúsinu, Borgarnesi föstudaginn 27. október n.k. kl. 20.30. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgarness. Norðurland vestra Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi vestra verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28. og 29. október n.k. Dagskrá auglýst síðar. Stjórn KFNV. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. Gu&mundur JóhannesGeir Bjarnason Sigurgeirsson heiibrigðlsráðherra alþingismaður Flnnur Ingólfsson Flnnur Ingólfsson Fræðslufundur Náttúru- lækningafélags Hafnarfjarðar Náttúmlækningafélag Hafnarfjarðar heldur fræðslufund f Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði fimmtudaginn 27. október kl. 20:00. Hallgrímur Magnússon læknir flytur fyrirlestur um náttúmlækningar. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa. Fundur Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund fimmtudaginn 26. okt. í Félagsheimili bæjarins. Ingólfur Sveinsson læknir fiytur erindi um streitusjúkdóma. Mætum vel. Kaffisala og basar Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju verður með kaffi- sölu og basar í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaginn 29. okt. eftir messu. Tekið er á móti basarmunum og kökum á laugardag milli kl. 13:00 og 17:00 (kl. 1-5) og fyrir hádegi á sunnudag. Námsstefna um fagvitund kennara: Eru kennarar fagmenn? Skólamálanefnd Hins íslenska kenn- arafélags gengst fyrir námsstefnu um fagvitund kennara, laugardaginn 28. okt- óber, í Hafnarborg, Hafnarfirði. Náms- stefnan ber yfirskriftina „Em kennarar fagmenn?" Aðalfyrirlesari námsstefn- unnar er Dr. Wolfgang Edelstein, en auk hans munu 4 kennarar flytja stutt erindi um fagmennsku við kennslu einstakra greinaj Sigríður Hlíðar,stærðfræði, Haf- dís Ingvarsdóttir, erlend tungumál, Heimir Pálsson, móðurmál og Herdís Oddsdóttir, tónmenntir. Flutt verða stutt tónlistaratriði: Kór Öldutúnsskóla mun syngja og félagar úr kór Flensborgarskóla syngja við undir- leik. Námsstefnan hefst kl. 09:30 og er öllum opin. Þeir sem hyggjast taka þátt í námsstefnunni em beðnir um að skrá sig á skrifstofu HÍK í síma 31117, í síðasta lagi á fimmtudag. Ríkey sýnir í Gamla Lundi á Akureyri Fimmtudaginn 26. október kl. 18:00 opnar Ríkey Ingimundardóttir myndlist- armaður sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi. Á sýningunni verða postulínsmyndir, málverk, skúlptúrar og fleira. Sýningin verður opin kl. 14:00-kl. 23:00 og stendur fram á sunnudagskvöld. Ríkey útskrifaðist úr höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1983. og stundaði síðan keramiknám f 3 1/2 ár við sama skóla. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýning- um, bæði hér heima og erlendis. Leikfélag Reykjavíkur Ljós heimsins á Litla sviði á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Leikgerð Kjartan Ragnarsson, leikmynd og bún- ingar Grétar Reynisson, lýsing Egill Örn Árnason, sönglög Jón Ásgeirsson, tónlist- arstjórn Jóhann G. Jóhannsson. Leik- stjóri er Kjartan Ragnarsson. I helstu hlutverkum eru: Helgi Bjömsson, Guðmundur Ólafsson, Mar- grét Ólafsdóttir, Orri Hugi Ágústsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Karls- son og Sverrir Páll Guðnason. Höll sumariandsins á Stóra sviði á föstudags-, laugardags- og sunnudags- kvöld. Leikgerð Kjartan Ragnarsson, leikmynd Steinþór Sigurðsson, búningar Guðrún S. Haraldsdóttir, sönglög Jón Ásgeirsson, önnur tónlist og tónlistar- stjóm Jóhann G. Jóhannsson, lýsing Láms Bjömsson og leikstjóri Stefán Baldursson. I helstu hlutverkum em: Þór Tuliníus, Edda Heiðrún Backman, Guðrún Ás- mundsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Sigrún Edda Bjömsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Miðasölusími er 680680. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14:00- 20:00. Þjóðminjasafn íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Árni Páll sýnir í GALLERÍ SÆVARS KARLS Föstudaginn 27. október opnar Ámi Páll myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9. Ámi Páll er fæddur í Stykkishólmi 1950. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu f SÚM 1976. Ámi Páll hefur síðan haldið eina eða fleiri sýningar á ári, einn og með öðmm, heima og heiman. Sýningin stendur til 24. nóvember og er opin á verslunartíma, kl. 09:00-18:00. Dagsferð F.í. sunnud. 29. okt. Kl. 13:00 Höskuldarvellir - TröUa- dyngja. Leiðin liggur suður með sjó þar til komið er að afleggjaranum til Höskuld- arvalla hjá Kúagerði. Trölladyngja er lág hæð austur af Höskuldarvöllum. Létt gönguferð í fallegu landslagi. Farmiðar við bíl. (800 kr.) Frítt fyrir böm að 15 ára aldri. Næsta myndakvöld verður miðvikud. 8. nóv. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Ferðafélag íslands Sjallinn á Akureyri: KOMDU í KVÓLD Föstudaginn 3. nóvember verður dæg- urlagahátíðin KOMDU I KVÖLD sýnd í Sjallanum. Sýning þessi er til heiðurs Jóni Sigurð- ssyni bankamanni, sem verið hefur í sviðsljósi íslenskrar dægurlagatónlistar í fimmtíu ár. Þar koma fram söngvarar svo sem Ellý Vilhjálms, Þuríður Sigurðar- dóttir, Pálmi Gunnarsson, Þorvaldur Halldórsson, Hjördís Geirsdóttir og Trausti Jónsson, en hann er sonur Jóns Sigurðssonar. Kynnir á sýningunni er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Bjami Dagur Jónsson. Hljómsveit Ingimars Eydal sér um undirleik í sýningunni og Ieikur síðan fyrir dansi. Sérstök athygli Norðlendinga og ann- arra er vakin á tilboðum um helgardvöl á Hótel Akureyri og skemmtun á Sjallan- um: Gisting á hótelinu í tvær nætur, þríréttaður kvöldverður í Sjallanum ásamt aðgöngumiða að sýningunni og dansleik kostar „í einum pakka“ aðeins 5000 krónur. lllllllllllll MINNING .. - ' Guðmundur Richard Guðmundsson Guðmundur Richard Guðmunds- son var til moldar borinn frá Hvammstangakirkju 25. ágúst sl. Rikki eins og hann var að jafnaði kallaður, fæddist að Hnausakoti í Fremri-Torfustaðahreppi 16. janúar 1912. Foreldrar Rikka, Guðmundur Stefánsson og kona hans Jónína Jónsdóttir bjuggu þar skamman tíma. Rikki var tekinn í fóstur eins árs gamall af afa mínum og ömmu, Bimi Jónssyni og konu hans Helgu Bjarnadóttur Barkarstöðum. Þegar faðir minn tók við búi eftir foreldra sína hér á Barkarstöðum, Hvammstanga ólst Rikki upp með okkur systkin- um, var hann talinn með eins og eitt af okkur. Rikki kvæntist Elsu Bjarnadóttur frá Kirkjuhvammi 7. sept. 1974. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, Gunnars, Birnu og Rafns. Rikki og Elsa stofnuðu heimili á Hvammstanga, var Rikki um tuttugu ára skeið flutningabílstjóri hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga. Konu sína missti hann 1975, varð hann nokkru síðar að flytjast á sjúkrahúsið á Hvammstanga og dvaldi þar þegar hann lést. Ég vil þakka fósturbróður mínum allar minningarnar, ekki síst þann styrk er hann sýndi þegar við hjónin heimsóttum hann á sjúkrahúsið og hann var hinn sterki þó líkaminn hrömaði stöðugt. Ræddi hann þá oft um hestana sína en hann átti jafnan góða og vel tamda hesta, sagði þá stundum í gamni að Pétur þyrfti ekki á sér að halda, fyrr en þörf væri á að temja einhverja haldna hesta. Við hjónin sendum börnum hans, tengdabörnum og bamabömum innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Benediktsson. Skólahöföingi á Laugarvatni: Fáein viðbótarorð í fróðlegri grein Páls Lýðssonar í Tímanum 21. okt. sl., sem hann skrifaði í tilefni aldarafmælis Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni, gætir missagnar, þá hann talar um svo- nefnda „Skálholtsdeild“ og segir m.a. „Þessir nemendur luku stúd- entsprófi utanskóla við Menntaskól- ann í Reykjavík." Hið rétta er að nemendur þessarar deildar héldu burtu frá Laugarvatni eftir eins vetrar nám í „Skálholts- deild“ og settust í aðra skóla, sumir í Menntaskólann í Reykjavík og lúku þar námi sem reglulegir nem- endur þess skóla. Undirritaður var hins vegar í hópi sex utanskólanemenda frá Laugar- vatni sem héldu til Reykjavíkur á vordögum 1952 til þess að þreyta stúdentspróf í M.R. Auk mín vom þar þessir nemendur: Ásgeir Svan- bergsson, Elís Guðnason, Erling Snævarr Tómasson, Ingibjörg Berg- þórsdóttir og Teitur Benediktsson. Við sexmenningarnir höfðum dvalið við nám á Laugarvatni í framhalds- deild sem tók við hlutverki „Skál- holtsdeildar“ þ.e. að ryðja brautina fyrir stofnun „Menntaskóla í sveit“, eins og Bjami skólastjóri komst stundum að orði. Bekkurinn okkar hafði verið fjölmennur í upphafi en er leið á námið fóru sumir í aðra skóla eins og „Skálholtsdeildin“, þar til við sex vomm ein eftir, ákveðin í því að hjálpa Bjama skólastjóra til þess að láta draum hans um mennta- skóla í sveit rætast. • 17. júní 1952 vomm við sex síðan útskrifuð stúdentar frá M.R. í fríðri fylkingu stúdenta skólans. Daginn eftir héldum við svo til Laugarvatns þar sem okkur var vel fagnað af Bjarna skólastjóra og okkur búið þar kaffisamsæti. Síðan bauð Bjami okkur í ferðalag um Suðurland. I minningunni er bjart yfir þessum dögum, viss áfangi var í höfn og gleði í huga að hafa verið þátttak- andi í mikilvægu baráttumáli Bjarna skólastjóra. Draumur hans um „Menntaskóla í sveit“ rættist tæpu ári síðar, þá Menntaskólinn að Laugarvatni var stofnaður. Þessu vil ég nú koma á framfæri um leið og ég minnist Bjama skóla- stjóra á þessum tímamótum með virðingu og þökk. Hann var áhrifa- valdur í mínu lífi, sveitastráks austan af fjörðum sem ætlaði ekki í lang- skólanám en tók síðan þátt í því ásamt góðum kennurum og félögum á Laugarvatni að veita skólahöfð- ingjanum Bjarna Bjarnasyni lið, til þess að „Menntaskóli í sveit“ yrði meira en draumsýnin ein. Einar Þ. Þorsteinsson, Eiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.