Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 9 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Námamenn í þremur kolanámum í Vorkuta, námabæ ( Síberíu, héldu í verkfall þrátt fyrir bann stjórn- valda á verkföllum í kolanám- um. AUSTUR-BERLÍN Egon Krenz leiötogi kommún- istaflokksins og æðsti maöur Austur-Þýskalands sagðist vera reioubúinn að ræða við stjórnarandstöðuna um um- bætur í landinu, svo fremi sem stjórrnarandstæðingarnir virði stjórnarskránna. HELSINKI - MikhaN Gor- batsjof forseti Sovétríkjanna kom í opinbera heimsókn til Finnlands ásamt leiðtoga Eist- lendinga. JERÚSALEM - Moshe Ar- ens utanríkisráðherrar ísrael sagði að Israelar hefðu ekki samþykkt tillögur Bandaríkja- manna um viðræður Palest- ínumanna og ísraela, en sagð- ist vona að Bandaríkjamenn samþykktu breytingarhug- myndir Israela. KAIRÓ - Palestínumenn, Egyptar og Bandaríkjamenn ræða nú saman á símafundum um friðaráætlun í Miðaustur- löndum, en talið er að ekki náist samkomulag um hug- myndir í tíma. SAO PAULO - Skriðuföll grófu fjölda fólks í fátækra- hverfi Sao Paulo og er talið að fjöldi manns hafi farist, þar af mörg börn. KOLOMBÓ - Lík 24 ungra manna fundust á reki niöur Kandy ánna. Höfðu þeir verið skornir á háls. Þá fundust 10 aðrir látnir. Dauðasveitir ann- aðhvort eiturlyfjabaróna eða öfgafullra hægri manna eru taldir hafa drýgt þessi ódæði. VILAMOURA - Varnar- málaráðherra NATO fögnuðu umbætum þeim er gerðar hafa verið í Sovétrikjunum og ( Austur-Evrópuríkjunum sum- um að undanförnu, en beindu því til sovéskra stjórnvalda að skera frekar niður í kjarnork- uvopnabúri sínu. Hart barist í Kambódíu Undanfarna daga hefur verið hart barist í Kambódíu þar sem skæruliðar reyna allt sem þeir geta tíl að vinna sigur á stjórnarhernum og fella ríkisstjórn Hun Sen. Stjórnarherinn tók hraust- lega á móti skæruliðasveitum Þjóðfrelsisfylkingar Khmera sem lögðu í fyrradag til at- lögu við bæinn Svay Chek sem er í 35 km fjarlægð frá Iandamærunum að Thai- landi. Þar standa yfir harðir bardagar og hafa skæruliðar heldur farið halloka. Hins vegar hafa skæruliðar sem berjast gegn stjóminni í Phnom Penh náð nokkrum árangri annars Skæruliðar í Kambódíu gera nú harðar atlögur að stjórnarhernum. Gennadí Gerasimov talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins: RÚSSAR TAKA UPP SINATRAKENNINGU Gennadí Gerasímov talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Sovétríkin ynnu nú eftir „Sinatra-kenningu" hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt ríkja Varsjár- bandalagsins sem og annarra ríkja. - Við höfum nú Frank Sinatra kenningu. Hann syngur frægt lag „I had it my way“. Samkvæmt því á hvert ríki að ákveða hvaða veg það skal ganga, sagði Gerasímov í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Viðtalið við Gerasímov var tekið í kjölfar ræðu Eduarde Shévard- nadze á mánudag þar sem hann sagði að innrás Sovétríkjanna í Af- ganistan hefðu verið mistök. Gerasímov var spurður hvort Sov- étmenn höfnuðu algerlega hernaðar- lega íhlutun í ríki Austur-Evrópu. - Það er á hreinu ... stjórnmála- kerfi ríkjanna á að vera ákveðin af almenningi í löndunum, svaraði Gerasímov. - En hvað ef kommúnistaflokkum verður algerlega hafnað? - Sjáið Pólland. Þar eru ný andlit á kreiki, svaraði Gerasímov. staða í landinu undanfarna fimm daga. Skæruliðar hinna illræmdu Rauðu Khmera náðu á sunnudaginn á sitt vald bænum Pailin í suðurhluta landsins, en sá bær er talin mjög hernaðarlega mikilvægur. Hafa Rauðir Khmerar setið um bæinn í átta mánuði. Auk skæruliðahreyfinga Þjóð- frelsisfylkingar Khmera og Rauðra Khmer berjast skæruliðasveitir sem styðja Shianouk prins gegn stjórnar- hemum. Hinir illræmdu Rauðu Khmerar aðhyllast kommúnisma, en þeir stjómuðu Kambódíu með ógn- arstjóm frá árinu 1975 til 1979 þegar Víetnamar gerðu innrás í Kambódíu og komu núverandi stjórn á fót. Er talið að tvær milljónir manna hafi dáið úr harðræði, vosbúð eða verið myrtir á tímum Rauðra Khmera. Hinar skæmliðahreyfingamar tvær hafna kommúnisma. Talsmaður skæruliðahers Shian- ouks skýrði frá því í gær að stjómar- herinn hefði gert harða stórskota- liðsárás á smábæinn Thma Pouk skammt frá Svay Chek, en skæmlið- ar náðu þeim bæ á vald sitt í síðasta mánuði. - Þeirra einu yfirburðir liggja í stórskotaliðinu. Að öðru leyti byggja þeir styrk sinn á skriðdrek- um, en þeir eru í vandræðum með varahluti og við höfum eldflaugar gegn skriðdrekunum, sagði talsmað- urinn. í raun hafa skæmliðahreyfingarn- ar barist við stjórnarherinn í Phnom Penh og herlið Víetnama allar götur frá árinu 1979. Ástæða þess að bardagar blossa upp nú er að herlið Víetnama hefur yfirgefið Kambódíu og skilið fyrmm leppstjórn sína eftir til að eiga við skæmliða. Hins vegar er nokkuð ljóst að engin stríðsaðih er nægilega sterkur til að vinna fullnaðarsigur. Því sé eina lausnin samningar milli hinna fjögurra aðila, stjómarinnar í Phnom Penh, skæm- liðahreyfingar Sihanouks, Þjóð- frelsisfylkingar Khmera og Rauðra Khmera. Bandaríkin: Byssur drepa 11 % barna Frá Bandaríkjunum berast nú þær óhuggulegu fréttir að sífellt fleiri börn deyja af völdum skot- sára, ýmist vegna voðaskota, sjálfsvígs, en því miður eru oft hreinlega myrt. Ellefu af hundr- aði aUrar dauðsfalla bama og unglinga yngri en 19 ára árið 1987 voru af völdum skotsára. - Við emm að missa æskufólk okkar, ekki einungis vegna sjúk- dóma og slysa, heldur í síauknu mæli vegna skotsára og ofbeldis, sagði Louis Sullivan heilbrigðisráð- herra Bandaríkjanna í yfirlýsingu í gær. Heilbrigðisráðuneytið skráði 3392 böm og unglinga sem fallið höfðu Eyðni breiðist ört um Irland Eyðni breiðist hraðar út á írlandi en annarsstaðar í Evrópu. Þetta sagði talsmaður Alþjóðu heilbrigðis- málastofnunarinnar í Dublin. Tala tilfella í írlandi tvöfaldast níunda hvem mánuð en til saman- burðar tvöfaldast talan annað hvert ár í Bretlandi og Frakklandi tvöfald- ast talan á tveggja og hálfs árs fresti. Fimmtíu og tveir hafa dáið úr alnæmi á írlandi og sagði Flanagan, heilbrigðismálaráðherra að nú væri að koma í ljós farsóttarstig sjúk- dómsins. „Megin áhyggjur okkur hvað varðar eyðni er gífurleg fjölgun eiturlyfjaneytenda í Dublin" sagði Flanagan á sérstökum fundi um eyðni í gær. MP/starfskynning fyrir byssukúlu árið 1987. Um það bil 1% dauðsfalla eins árs bama er tengt skotvopnum, en rúmlega 17% dauðsfalla unglinga em vegna þess að skotvopn koma við sögu. í skýrslu heilbrigðisyfirvalda kem- ur fram að svörtum unglingspiltum sé einna hættast, en þar em 40% allrar dauðsfalla tengd skotvopnum. Til samanburðar eru 16% dauðsfalla hvítra unglingspilta vegna þessa. Skýrslan sýnir að á aldrinum eins til níu ára em helmingur dauðsfall- anna vegna voðaskota, en helmingur þeirra er falla fyrir byssukúlum eru myrtir. Á aldrinum tíu til fjórtán ára skiptast dauðsföllin nær jafnt milli sjálfsvíga, morða og voðaskota. Hins vegar kemur að unglingum fimmtán ára og eldri eru 48% dauðs- falla morð, 42% sjálfsvíg og 8% voðaskot. Michel Aoun leggur ekki stein í götu friðarsamkomulagsins í Líbanon: Heitir þinginu fullu öryggi Þaö ganga nú skyn og skúrír yfir fríðaráætlunina sem þingmenn múslíma og krístinna manna í Líbanon samþykktu um síðustu helgi. Mikil óvissa ríkir um það hvort áætlunin mun ganga upp. Nokkrír stuðningsmenn Michel Aouns hershöfðingja yfirmanns krístna hluta líbanska hersins og forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn krístinna hafa hótað að drepa þingmennina sem gerðu fríðarsamkomulagið í Saudi Arabíu dirfist þeir að stíga fæti sínum á stræti Beirútborgar. Þingmennimir hafa tekið þessum býð þeim öllum hingað, ég tryggi hótunum alvarlega, en Arababanda- lagið hefur farið fram á það við þingið að það haldi þingfund í Beirút 7. nóvember. Þar verði friðaráætlun- in staðfest og kosnir forsetar landsins og þingsins. Þó hluti hinna 70 þúsund stuðn- ingsmanna Aouns sem söfnuðust saman fyrir utan forsetahöllina fyrr í þessari viku til að mótmæla friðar- samkomulaginu hafi nú í hótunum við þingmenn, þá hefur Aoun gefið út yfirlýsingu þar sem hann segist tryggj a öryggi þingsins og þingmann- anna komi þeir til Beirút. - Látum þá koma hingað á ný. Ég öryggi þeirra, sagði Aoun í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro. Aoun sem hafnað hefur friðar- samkomulaginu á þeim forsendum að það tryggi ekki tafarlausa brottför sýrlenska herliðsins frá Lfbanon, tók það skýrt fram að hann muni ekki bjóða sig fram til forsetakjörs. Þá virtist Aoun vera að linast í afstöðu sinni til samkomulagsins á sama tíma og helstu samtök krist- inna manna í Líbanon lýstu sig fylgjandi því. Benda ummæli Aouns til að hann hyggist ekki leggja stein í götu friðaráætlunarinnar þó hann sé henni algerlega mótfallinn. - Ég býð þeim öllum að skýra mál sitt og ræða það opinberlega, meðal þeirra sjálfra, lögfræðinga og blaðamanna. Ég tek á móti þeim með opnum hug ... Ef þeir verða sannfærandi, þá hugsaniega munum við öll samþykkja, sagði Aoun einn- ig í viðtalinu við Le Figaro. Þá þykja viðbrögð annarra leið- toga kristinna manna lofa góðu. Líbanska fylkingin, sem er sam- starfssamtök kristinna stjórnmála- hreyfinga, hafa hvatt kristna menn til að samþykkja friðaráætlunina. „Fylkingin hvetur alla leiðtoga og embættismenn að taka niðurstöðum friðarsamkomulagsins með sveigjan- leika til að gera jákvæða hluti sam- komulagsins sem mest ríkjandi og draga úr áhrifum hinna neikvæðu“ sagði í yfirlýsingu fylkingarinnar. Athygli vekur að undir yfirlýsing- una skrifar Samir Geagea leiðtogi hinna vopnuðu harðlínusveita „Lí- banska hersins“, leiðtogi Frjálslynda þjóðarflokksins og Falangistaflokks- ins. Því er opinber andstaða krist- inna manna nær einungis einskorðuð við Aoun, sem þó hefur linast í afstöðu sinni. Þó kristnir menn nái samkomulagi um að veita friðaráætluninni braut- argengi eru enn mörg ljón á veginum þar sem leiðtogar Drúza og Shíta eru langt frá ánægðir og vilja aukin völd. Innbyrðis togstreita þeirra og sunníta gætu því stefnt samkomulag- inu í voða. Ekki þykir bæta úr skák að tveir Shítar féllu í átökum Amalliða og Hizbollahsamtakanna í Beirút í gær, en þessar hreyfingar berjast um yfirráð í samfélagi Shíta í Líbanon. Þess má geta að nú eru einungis 73 þingmenn á lífi af þeim 99 sem kjömir vom í síðustu þingkosning- um, sem haldnar voru árið 1972. Til að forseti landsins, sem á að vera kristinn, og forseti þingsins, sem á að vera sunníti, nái kjör, þurfa viðkomandi að hljóta atkvæði 49 þingmanna í fyrstu umferð, eða 39 þingmanna í annarrri umferð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.