Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 7 milllllllllHllllllllllll VETTVANGUR lllllllllll ílllllllllllllllllllllllll Þorsteinn Guðmundsson: Þættir um daginn og vegmn Þegar haustar að og „veður öll gerast válynd“ getur það hent að manni verði hugsað tU líðandi sumars og þess sem þá var á dagskrá og ef illa blæs getur viljað svo til að mann langi til að leggja orð í belg hvernig sem það kann að takast. Ekki man ég eftir jafnmörgum gjaldþrotum á landi voru og nú þessi síðustu misseri þrátt fyrir að segja megi að ríkt hafi góðæri hér síðustu árin. Fyrirtæki stór og smá lýsa sig nú gjaldþrota en önnur biðja um greiðslufrest um lengri eða skemmri tíma, jafnvel þótt ekki sé hægt að benda á líkur fyrir því að hagur þeirra batni á næstu mánuð- um. Þá fréttist það í meiri mæli en áður að hyggnir menn sameini fyrirtæki sín í skildum atvinnu- greinum til að freista þess að draga úr rekstrarkostnaði og bjarga þannig grónum fyrirtækjum frá miklu verra hlutskipti. Ekki stafar þessi óáran af því að eldgos eða hafísar né heldur jarð- skjálftar eða sölutregða á fram- leiðsluvörum hafi lagt sínar drep- andi loppur yfir afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég er á sama máli og skáldið sem sagði fyrir nokkrum áratugum að þetta eða hitt væri „ekki ómerki- legt rannsóknarefni“. Það er eflaust fífldirfska af karli, sem er hvergi nema leikmaður í neinni grein, að leggja hér orð í belg. Og þó skal þess freistað. Þegar maður fær skýrslur frá fyrirtækjum, sem gefa manni yfirlit yfir „afkomu síðasta árs“ og oftast með stórvægilegum hallarekstri, er það jafnan viðkvæðið að það sé fjármagnskostnaðurinn sem sé mesti bölvaldurinn. Fyrir ekki löngu síðan þurftu flest skuldug fyrirtæki að greiða um og yfir 40% í leigu fyrir að fá fjármagn að láni til reksturs síns, það er tvo fimmtu af höfuðstólnum á ári og ifklega þó nokkuð meira á svokölluðum gráum markaði. Ég held ég hafi aldrei þekkt fyrirtæki sem þyldu slíkan vaxta- fót. Þegar ég hreyfði þessari skoðun minni við alþingismann fyrir nokkrum vikum fékk ég það svar að það sé dýrtíðin sem valdi þessu. Þær þjóðir sem best hafa tök á dýrtíðinni í sínu landi halda henni við í um 2 til 4%. Bretar eru nú komnir nokkru hærra og eru mjög óhressir yfir því. Og svo eigum við íslendingar, sem verðum að lifa á því að selja mestalla okkar fram- leiðslu til útlanda, að keppa um markaðinn við aðrar þjóðir og okkar vísitala rokkar á milli 20 og 30%. Á þessu sumri, sem nú er að kveðja, var tapið á fiskiskipunum 2 til 4% og hallarekstur fiskvinnsl- unnar í landi nálægt helmingi hærri. Ef við getum fært okkar vísitölu í vitræna upphæð, segjum 3 til 4%, væri þá ekki þessum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar borgið? Ef við íslendingar gætum fært okkar vísitölu í upphæð sem hæfir viðskiptum okkar við þjóðir sem við verslum við sé ég ekki betur en öll sæmilega rekin fyrirtæki gætu bjargað sér hjálparlaust. Hugsum okkur sjávarútveg, fiskverkun, landbúnað, skipaútgerð, svo sem Eimskip, SÍS og fleiri slík, allar verslanir og iðnaðinn sem selur til útlanda og unglingana sem langar að eiga hús yfir höfuð sitt og ekki síst sjálfan ríkissjóðinn með allar sínar inniendu skuldir. Gæti ekki gerst að ríkissjóði væri þá hægra um hönd að greiða niður eitthvað af þeim óhemjuskuldum sem á honum hvíla, bæði utan lands og innan? Það mundi mörgum skilsömum manni þykja mál til komið. Ég kom 23. september sl. á fund í Borgamesi sem Neytendasam- tökin boðuðu. Þessi samtök höfðu ekki minna við en hafa þrjá fram- sögumenn, tveir þeirra vom úr hópi samtakanna en einn var hag- fræðingur úr Reykjavík. Tveir þeirra fyrrtöldu fram- sögumanna mæltu fyrst og seinast með því að leyfa frjálsan innflutn- ing á landbúnaðarvömm. Þeir sögðu að íslenskar vöm væm svo dýrar að þar væri ekki hóf á. Frummælendur þessir sögðu að landbúnaðarvörur niðurgreiddar í Norður-Evrópu væm svo ódýrar að einsýnt væri að íslendingar fengju að njóta þess. Ekki óttuðust þessir ágætu ræðumenn að Norður- álfubúar kynnu að þreytast á því að greiða þessar vömr niður í Mörlandann um ár og aldir, jafnvel þótt íslenskur landbúnaður legðist niður. Mér skildist á þessu að það búi mjög hjartagott fólk þama suður frá. Ekki töluðu þessir menn neitt um það að það kostaði fé að flytja þessar vörrur yfir hafið til neytendanna og ekki var það nefnt að það kostaði okkur gjaldeyri að eignast þetta aðkeypta fæði. Lík- lega hafa framsögumennirnir reiknað með því að kaupmenn gæfu sinn þátt í dreifingu vömnnar en það mundi ég nú kalla of mikla bjartsýni, þótt margt megi segja gott um þá stétt manna þá hafa þeir ekki enn gleymt að leggja á vömna sem þeir selja. Þá gleymdu þessir ræðumenn að segja frá því að ríkið tekur einn fjórða part af verði vömnnar til sín og kallar söluskatt, og munar þó um minna. Ekki hreyfðu þessir fulltrúar Neytendasamtakanna heldur því að nokkrar skæðar pestir liggja í landi í Norður-Evrópu og leggjast á búfé en hafa ekki enn náð til íslands og þess vegna bannar ís- lensk löggjöf innflutning á ósoðnu kjöti hingað til lands. Þá liggja sumarNorðurálfuþjóð- ir undir því ámæli að nota vaxtar- aukandi hormóna til að flýta fyrir vexti sláturdýra. Þetta hormóna- mál er talið svo alvarlegur hlutur að það er orðið að milliríkjamáli milli Bandaríkjanna og þjóða í Norður-Evrópu. Vestmenn vilja ekki leggja sér hormónakjöt til munns þótt forsvarsmönnum ís- lenskra neytenda hrylli ekki við því. Ekki gerðu þessir málsvarar ís- lenskra neytenda neina tilraun til þess að bera saman verð á íslenskri nýmjólk, sem er gæðavara, og ropvatni því sem selt er vítt og breitt um allt land á hærra verði en mjólkin, að minnsta kosti þegar það er komið á kvöldin inn á veitingahús til íblöndunar við ann- að miklu verra efni. Fyrir líklega tveimur árum eða svo var boðið hingað amerískum hagfræðingi. Hann átti að kenna íslendingum að búa í sínu eigin landi vel og skynsamlega. Þessi fræðimaður fékk því upplýsingar um framleiðslumagn þjóðarinnar og hvemig því væri varið. Þá fékk hann líka skýrslu um hvemig þjóð- in skiptist í atvinnustéttir. Á þeim pappímm sá hann að heildsalar á íslandi væm vel tvö þúsund. Þá rak þennan amerfska fræðimann aiveg í rogastans og sagði að innflutning fyrir svo fámenna þjóð, og með svona litla peninga, gæti einn og hálfur heildsali annast. Ég skal ekki leggja dóm á úrskurð þessa en það þykist ég sjá að svona fjölmenn heildsalastétt sé þungur baggi á þjóðfélaginu. Ekki afla þeir neins en taka sitt brauð af því aflafé sem vinnandi hendur þjóðarinnar draga í sjóð okkar allra. Ekki hef ég heyrt að neytendafélögin hafi hreyft einu orði í þá átt að hér væri framin óráðsía með þjóðinni sem hefði veruleg áhrif í þá átt að auka dýrtíðina í landinu. Ef maður gengur frá Lækjartorgi og inn Laugaveg í Reykjavík og alla leið inn á Hlemm sýnist manni að þar séu næstum óteljandi bank- ar og sparisjóðir á þessari leið og að sjálfsögðu em þessar stofnanir miklu miklu fleiri á öllu Reykjavík- ursvæðinu. Á Suðurlandssvæðinu er mér sagt að séu um tuttugu bankaútibú og sparisjóðir. Flestall- ar em þessar peningastofnanir í fjársvelti og hreint ekki auðvelt að fá lán þótt lítið sé. Núna síðustu vikumar sýnist það vera að renna upp fyrir mönnum að þessi skipan sé nokkuð dýr og nú fyrst er farið að tala um að sameina banka og fækka sparisjóðum, og er það vel, en allir þurfum við að greiða þessa ráðleysu háu verði. Það er gleðilegt ef atvinnuvegimir fara bráðum að fá lán á bærilegum kjömm. Ekki hef ég orðið þess var að Neytenda- samtökin hafi beint geiri sínum að þessu vandamáli. Mig langar til að segja marg- nefndum Neytendasamtökum frá því að fullum þrem vikum áður en þau héldu sinn fund í Borgamesi hélt Stéttarsamband bænda aðal- fund sinn á Hvanneyri í Borgar- firði. Á þessum fundi bændanna var það eitt af aðalmálunum á dagskránni hvemig þeir gætu lækk- að verð á framleiðsluvörum sínum til þess að neytendumir mættu betur við verðið una. Þama réttu bændur fram hönd sína til átaks í sameiginlegu áhuga-og vandamáli. Sannarlega sést ekki enn að Neytendasamtökin ætli að taka í þessa framréttu hönd. Ég held að það væri öllum fyrir bestu að þessar tvær neytendastéttir gætu orðið samstiga, jafnstórt og mál- efnið er fyrir alla þjóðina. Bændur hafa jafnan tekið því vel að minnka framleiðslu sína að vissu marki, þrátt fyrir að það þrengdi kjör þeirra vemlega. Ég hef hvergi spurt það í nokkm landi að hópur fólks í borgum og bæjum teldi hag sínum best borgið með því að gera bændum ókleift að framleiða landbúnaðarafurðir fyrir þjóð sína. Ef þama væri á ferðinni eitthvert óskaráð trúi ég ekki öðm en því að fleiri íslenskir neytendur hefðu séð það. Framsögumenn neytendanna á fundinum í Borgamesi sýndu okk- ur margar litskyggnur sem sýndu að mikill meirihluti þeirra, sem spurðir vom í skoðanakönnun, vildi hafa starfandi bændastétt í landinu. í því fólst auðvitað að þeir sem hér svömðu vildu að bændum yrði gert kleift að sitja að búum sínum án þess að líf þeirra yrði vonlaust svelti og þrældæmur. Ekki sýndust þessi svör hafa nein áhrif á skoðanir fmmmæl- enda. Þeir virtust ekki sjá neitt annað en flytja inn niðurgreiddar landbúnaðarvömr. En af hverju em þessar vömr greiddar niður í hinum suðrænu löndum? Sam- kvæmt hnattstöðunni er miklu auð- veldara að framleiða ávöxt jarðar- innar þar en hér norður við heim- skautsbaug. Ég spyr aftur: Af hverju stafa þessar niðurgreiðslur þama syðra? Ég held að svarið felist í því að þeir, sem stjóma málunum í Suðurlöndum, séu það vitugir að sjá að þetta fyrirkomulag hentar bara vel, bændur framleiða meira og neytandinn fær ódýra vöm. Þetta hafa íslenskir stjómendur líka séð og því hafa niðurgreiðslur verið viðhafðar hér um langt ára- bil. Þetta kostar auðvitað nokkurt fé og það vita allir og hafa alltaf vitað. Eins og gefur að skilja greiða bændur að sínum hluta þessar niðurgreiðslur eins og aðrir neytendur og nægir þar að benda á söluskattinn, en hann er 25% og hefur verið lagður á næstum allar vörur nú síðustu misseri. Ég hef bent á það fyrr í þessum hugleiðingum að það er margt að athuga áður en horfið er að því ráði að gefa frjálsan innflutning á landbúnaðarvömm. Hugsum okk- ur ef að kæmi stríð, eflaust ennþá ægilegra en hrellingamar í síðustu tveim heimsstyrjöldum, og íslend- ingar ættu þá hvorki kýr né kindur, þá fengist ekki einu sinni hormóna- kjöt í matinn. Það kostar meira en ár og dag að byggja upp frá gmnni heilan landbúnað, jafnvel þó hjá smáþjóð sé. Það stendur enn óhaggað sem Grettir sagði forðum: Svo skal böl bæta að bíða ekki annað meira. Annað skáld sagði: Litla þjóð, sem átt í vök að verjast, vertu ei við sjálfa þig að berjast. Þeir sem tala og skrifa mest um nauðsyn þjóðarinnar á því að flytja inn niðurgreiddar landbúnaðarvör- ur sunnan úr löndum verða ókvæða við ef bændur láta í sér heyra og draga í efa þessa speki þeirra. Ég trúi þeim vel til þessa. Þessir herrar vilja helst vera einir um hituna þegar þeir fá innblástur og hlaupa út á stræti og gatnamót og kenna þar fræði sín. í augum þessara manna er réttur bóndans ekki einu sinni sá að mega bera hönd fyrir höfuð sér þegar á þá er ráðist. Þorsteinn Guðmundsson Siglaugur Brynleifsson: Sköpunarsagan Ted Hughes: Tales of the Early World. Illustrated by Andrew Davidsson. Faber and Faber 1988. Ted Hughes er lárviðarskáld Eng- lendinga. Hannfæddist 1930. Kynnt- ist Sylviu Plath í Pembroke College, Cambridge. Skepnurnar og fegurð og grimmd náttúmnnar eru honum hugleikin. „Crow“ frá 1970 er magn- aðasta ljóðabók hans, en þar segir krákan sköpunarmýtuna sem verður í munni hennar jafndökk henni sjálfri. „Cave Birds“, 1975, „Rema- ins of Elmer, 1979, em náttúrulýs- ingar hans af æskuslóðum og „River", 1983, líf árinnar, barátta tegundanna og dulstreymi árinnar. Hughes hefur samið leikrit fyrir böm og þessi bók um sköpunina er ætluð bömum, eins og segir á bókar- kápu, en hún er engu síður lesning allra aldursflokka. Hér er Guð sá mikli listamaður sem verður stundum hissa á sköpun- um eða verkum sínum. Sumar skepnumar kvikna af tilviljun, gór- illuapinn er hálfmisheppnaður en það vegst upp þegar hann hefur fullgert hestinn. Margvíslegar dýra- tegundir hlaupa, skríða, synda, fljúga og hjakka um blaðsíðurnar. „Það var ekki ótítt að Guð ætti afganga af ýmiss konar efni, sem hann hafði verið að nota við sköpun hinna og annarra dýrategunda, að afloknum vinnudegi. Stundum tíndi hann afgangana saman og lét ráðast hvað yrði úr þeim, blés síðan lífs- anda í fyrirbrigðið og sjá, skepnan skokkaði, flaug eða tiplaði út á engi eilífðarinnar. Dag einn þurfti Guð að gera allsherjar hreingemingu á vinnustofunni, hann sópaði saman fjölbreytilegustu afgöngum og smellti öllu dótinu saman og blés... „Farðu nú og leiktu þér. “ Fyrirbrigð- ið virtist annars eðlis en þær skepnur sem hingað til höfðu verið skapaðar, enda sýndi sig fljótlega hverrar nátt- úru skepnan var þegar Guð þurfti að fara í mat. Fyrsta afrekið var að drepa kú og éta hana, öllum skepn- um til hryllings. Aðrar skepnur fengu hina mestu ömun á þessari nýjustu sköpun Guðs, enda kom á daginn að hún átti margt til.“ Hughes segir frá sköpunarsögunni og margvíslegum uppátækjum Guðs við starf sitt, hugkvæmni hans var einstök og oft ræður tilviljunin síð- ustu handtökunum. Þetta er skemmtilega skrifuð fantasía og áhugi höfundar á náttúru og skepnum kemur fyllilega til skila. Myndirnar eru afbragðs góðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.