Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.10.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. október 1989 Tíminn 17 Aðalfundur Steingrímur Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna verður haldinn að Hótel Lind miðvikudaginn 1. nóvember nk. kl. 17.30. DAGSKRÁ Kl. 17:30 Setning Kl. 17.35 Kosning starfsmannafundarins a) fundarstjóra b) fundarritara Kl. 17.40 Skýrslastjórnar a) formanns b) gjaldkera kl. 18:00 Umræðurumskýrslustjórnar Kl. 18.30 Lagabreytingar Kl. 19:00 Kvöldverðarhlé Kl. 19:30 Tillagaumleiðávaliframbjóðendaálistaframsóknar- manna fyrir borgarstjórnarkosningar 1990 Kl. 20:15 Kosningar Kl. 21:00 Stjórnmálaviðhorfið.SteingrímurHermannssonfor- sætisráðherra, formaður Framsóknarflokksins Kl. 22:30 Önnurmál Félagar í fulltrúaráðinu eru hvattir til að mæta. 30 þing Kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna á Suðurlandi á Hótel Selfossi, dagana 3. og 4. nóv. 1989. Dagskrá: - Föstudagur 3. nóv. Kl. 20.00 Þingsetning. Kjörnirstarfsmenn þingsins. Skýrslaformanns K.S.F.S. Skýrsla gjaldkera K.S.F.S. Skýrsla Þjóðólfs. Umræður um skýrslur og reikninga. Álit kjörbréfanefndar. Kl. 21.00 Ávörpgesta. Kl. 21.20 Stjórnmálaviðhorfið. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Kl. 22.20 Mál lögð fyrir þingið. Nefndastörf. Laugardagur 4. nóv. Kl. 9.00 Nefndastörf (framhald) Kl. 10.00 Atvinnu- og ferðamál. Sigurður Kristjánsson kf.stj., Oddur Gunnarsson iðnráðgjafi, Paul Richardson, Ferðaþjónustu bænda, Björn S. Lárusson Selfossi. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Sveitarstjórnarkosningarnar, Ragnheiður Sveinbjörns- sdóttir Hafnarfirði, Guðmundur Kr. Jónsson Selfossi, Andrés Sigmundsson Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 Nefndir skila áliti. Umræður. Afgreiðsla mála. Kl. 16.00 Kosningar. Kl. 17.00 Þingslit. Kl. 20.00 Árshátíð K.S.F.S. að Hótel Selfossi. (Með fyrin/ara um breytingar) Kjördæmissamband framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Aðalfundur Framsóknarfélags Rangæinga verður haldinn að Hlíðarenda fimmtudagin 26. október n.k. kl. 21. Alþingismennirnir Jón Helgason og Guðni Ágústsson mæta á fundinn. Aðalfundur F.U.F. Keflavík Aðalfundur ungra framsóknarmanna í Keflavlk og nágrenni verður haldinnaðTjarnargötu 7, Keflavík, laugardaginn 28. okt. n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa til fulltrúaráðs félaganna í Keflavík. 3. Kosning 9 fulltrúa á kjördæmisþing. 4. Sveitarstjórnarkosningar í maí. 5. önnur mál. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. F.U.F., Keflavík og nágrenni. Félagsvist Vegna annarra sþilakvölda verður áður auglýstum spilakvöldum að Eyrarvegi 15 frestað til 14. nóv., 21. nóv. og 28. nóv. kl. 20.30. Kvöldverðlaun og glæsileg heildarverðlaun. Framsóknarfélag Selfoss. Vestlendingar Kjördæmisþingið verður haidið í Hótel Borgarnesi 3. og 4. nóvember. Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður í Hótelinu föstudagskvöldið 4. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stjórn kjördæmissambandsins SPEGILL Höfundur „Babettes Gæstebud“ með nýja verðlaunamynd? - Nýtt par í danskri mynd: Peter Falk (Columbo) og Kirsten Norholt í nýlegu dönsku blaöi mátti sjá bollaleggingar um það, hvort Danir væru að eignast enn eina verðlauna- kvikmynd á heimsmæU- kvarða. Þá voru tekin mið af hinum frægu dönsku myndum: „PeUe Erobrer- en“, „Pigen i Gyngen“ og „Babettes Gæstebud“. Tvær þær síðustu eru eftir Just Betzer, sem segist vera nú með þriðju stórmynd sína á prjónunum. Jólagleðin endurnýjuð Þessi nýja mynd Betzers er reyndar ekki aíveg splunkuný, heldur ætlar hann að gera nýja útgáfu af myndinni „Julefrokost- en“ (Jólagleði á skrifstofunni) sem hann gerði 1976. Myndin sú var mjög vinsæl í Danmörku, en Betz- er segir að þetta efni sé alþjóðlegt. Það sé svo víða í heiminum, sem haldin séu „jólapartí" á vinnustöð- um sem verði söguleg og fólk sleppi fram af sér beislinu. Nú segir Just Betzer að hann hafi nóg fjár- magn til að gera þessu efni góð skil. Hann ætlar að fá þekktar stjörnur f myndina. Efst á óskalista leikstjórans er Peter Falk, sem Columbo-nafnið hefur fest við eftir margra ára leik Falks í Columbo- myndunum. Svo hefur Betzer mik- inn áhuga á að fá sjálfa Dolly Parton með í leikinn, - en aðal- stjaman á þó að vera dönsk. „Kristen Norholt verður þriðja heims- fræga danska leik- konan,“ segir Betzer Just Betzer segist vera viss um að Kristen Norholt verði heims- fræg þegar hún leiki á móti sjálfum „Columbo". Hann bætir við: „Fyrsta fræga leikkonan okkar var Asta Nielsen. Hún var í þöglu myndunum og sagði aldrei orð, en svo kom Gitte Stallone (eða Brig- itte Nielsen), sem því miður opnaði munninn. Nú fær danska kyn- bomban Kristen Norholt tækifærið og hún bæði sýnir sig og opnar svo sannarlega munninn!“ Danska kynbomban Kir- sten Norholt sem leikstjór- inn segir að öðlist heims- frægð í nýrri útgáfu af „Ju- lefrukosten“. Peter Falk sést hér sem hinni frægi Columbo, - en Betzer segir hann verða í aðalhlutverki Jólagleðinnar á móti Kirsten Norholt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.