Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 5 Landsmenn jákvæöir gagnvart Evrópubandalaginu en vita nær ekkert um það eða hvað aðild þýðir: Um 61% krata vilja í EB en 27% Framsóknar Hreint meirihlutafylgi við umsókn íslendinga um aðild að Evrópubandalaginu er aðeins að finna meðal stuðningsmanna Alþýðuflokksins. Yflr 61% þeirra lýsti sig fylgjandi umsókn samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert á viðhorfum og þekkingu á málefnum er tengjast Y- Evrópu. Sá er hins vegar gallinn á hjá „krötum“ að í Ijós kom að þeir reyndust vita minnst allra um hvað málið snýst. Aðeins 22% þeirra höfðu einhverja hugmynd um það hvað aðild að Evrópubandalaginu þýðir - t.d. að nokkur munur væri á því og EFTA. Helstu niðurstöður könnununar- innar voru þær að þjóðin lýsir mjög jákvæðri afstöðu til samstarfs við þjóðir Evrópu. Á hinn bóginn kem- ur í ljós að almenn þekking á málefninu er afar takmörkuð - sér í langi hvað varðar þær skuldbinding- ar sem fylgja aðild að Evrópubanda- laginu. T.d. voru vissu aðeins 26% þátttakenda að nokkur umtalsverð- ur munur væri á aðild að Evrópu- bandalaginu og hins vegar EFTA (Fríverslunarsamtökum Evrópu). Og aðeins 22% vissu að ísland er í EFTA. Hátt í helmingur (44%) þjóðar- innar treysti sér ekki til að taka afstöðu til þess hvort íslendingar ættu að sækja um aðild að EB. Af þeim sem afstöðu tóku voru 63% fylgjandi umsókn, en aftur á móti aðeins 36% allra þátttakenda í könnuninni. Nei, við veiðum í landhelgi Nær allir voru hins vegar reiðu- búnir að lýsa skoðunum sínum varð- andi aukna samvinnu við V-Evrópu- lönd. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er því fylgjandi, að íslendingum verði gert auðveldara að flytjast þangað til starfa, að íslensk fyrirtæki geti í auknum mæli nýtt sér þjónustu evrópskra fyrir- tækja, t.d. banka og tryggingafyrir- tækja og að dregið verði úr tollum og innflutningshöftum á evrópskum vörum gegn niðurfellingu tolla á íslenskum útflutningi til V-Evrópu. Rúmlega helmingur vill hins vegar að erlend fyrirtæki geti tekið þátt í íslenskum atvinnurekstri og aðeins 10% þykir koma til greina að leyfa Evrópubandalagsríkjum veiðar inn- an landhelginnar gegn bættum að- gangi að Evrópumörkuðum. Þama er eitthvað að „Ef þetta er vönduð skoðana- könnun og mark á henni takandi þá er þetta væntanlega lexía um það, að þama er eitthvað að hjá þeim sem miðla upplýsingum til þjóðarinnar, sem er einhvers konar samband milli stjórnvalda, almannasamtaka og fjölmiðla. Þama er eitthvað að. Þó fullyrði ég að í þessu sérstaka máli hefur meira verið að gert af hálfu stjómvalda en í nokkm öðm máli, til þess að koma upplýsingum á framfæri“, sagði utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, er Tím- inn bar undir hann niðurstöður könnunarinnar um þekkingarleysi það er þar kemur fram. Jón segir utanríkisráðuneytið m.a. hafa efnt til sérstaks samstarfs við aðila vinnumarkaðarins og mundað þar samstarfsráð með 50-70 fulltrúum, auk fjölda annarra sam- starfshópa um hin ýmsu verksvið í sambandi við viðræður vegum EFTA. Evrópustefnunefnd hafi starfað á Alþingi og m.a. gefið út 5 binda ritröð um málið. Þá hafi hann í tvígang efnt til kynningarfunda með fjölmiðlum um þetta mál, þar sem lögð voru fram öll fram komin gögn í þessu máli. Þetta kynningar- kerfi þýði að allir þessir aðilar fá öll gögn sjálfkrafa í hendur. Og síðan sé til þess ætlast að þeir kynni þau umbjóðendum sínum. Af hverju ekki íslendingar? íslenskir fjölmiðlar hafa hins veg- ar valdið Jóni vonbrigðum. „Ég verð að varpa þeirtí spum- ingu til fjölmiðla, ef það kemur á daginn að þjóðin er illa upplýst í þessu máli, hvort það kunni ekki að vera að einhverju leyti við þá að sakast. Því vissulega höfum við reynt að troða upp á fjölmiðla upplýsing- um og efni. Almenningur í hinum EFTA ríkjunum hefur á hinn bóginn aðgang að vönduðum fjölmiðlum. Það eru engar ýkjur að þetta mál er búið að vera í þjóðammræðu með öðmm þjóðum, þannig að hlutlægt og yfirvegað upplýsingaefni er mjög víða að finna. Hvers vegna það er ekki hjá okkur? Á því kann ég ekki skýringar". Hvað nú Stöð 2? Þjóðir sem gengið hafa í EB hafa áður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Jón var spurður hvort könnunin gefi ekki til kynna að mikið vanti á að íslendingar hafi þekkingu til að taka afstöðu í slíkum kosningum. „Hverjir em nú áhrifamestu miðl- ar í fjölmiðlabyltingu samtímans - ef hún hefur ekki étið bömin sín? Það em sjónvarpsstöðvamar. En á hverju hafa þær haft áhuga? Hver hefur verið fréttastefna þeirra? Hafa þær haft mikinn áhuga á að miðla einhverjum upplýsingum um svona veigamikið og stórt mál? Nei. Þær höfu hins vegar óskap- lega mikinn áhuga á öðrum málum, og get ég þar talað af eigin reynslu. Ég upplifði það á íslandi um daginn - eftir hálfs mánaðar umfjöllum á Stöð 2, þar sem reynt var að koma því inn hjá þjóðinni að ég væri bæði þjófur og alkóhólisti - að þá höfðu þeir skoðanakönnun þar sem í ljós kom að 85% af svarendum töldu að þetta hlytu að vera réttar fréttir. Nú mætti kannski beina því til þessarar stöðvar hvort þeir vildu nú ekki reyna að upplýsa þjóðina um hin meiri mál og hafa svo vandaðar skoðanakannanir á eftir“, sagði Jón. Svör við spurningunni um hvort æskilegt væri að íslendingar sæki um aðild að Evrópubandalaginu var m.a. skipt niður eftir stuðningi manna við stjómmálaflokka. Æskilegt Óviss Ámóti % % % Alþýðufl. 61 31 8 Frams.fl. 27 44 29 Sjálfst.fl 48 35 18 Alþ.bl. 37 25 39 Kvennalisti 36 45 20 Aðrirflokk. 50 30 20 Allirfl. 36% 44% 21% - HEI Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri KRON játar hvorki né neitar að félaginu verði breytt í hlutafélag með eignaraðild verkalýðsfélaga: Ýmislegt verið rætt Annríki var á hjólbarðaverkstæðunum í gær. Þessi mynd er tekinn í Gúmmivinnustofunni Réttarhálsi. Tímamynd: Pjeiur Fyrsti snjórinn á höfuðborgarsvæðinu: Brjálað í dekkjunum „Þetta er nú ekki tímabær spurning," sagði Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri KRON er hann var spurður hvort verið væri að breyta KRON í hlutafélag. Tíminn hefur fyrír þvi öruggar heimildir að þetta hafí verið rætt í félagsstjórn- inni og menn jafnvel orðið næsta ásáttir um að gera KRON að hluta- félagi og yrði verkalýðshreyfingin stór hluthaH. Jafnframt hafi ýmsum heildsölum sem eiga umtalsverðar fjárhæðir útistandandi hjá KRON verið boðið að inneign þeirra verði breytt í hlutafé í hinu nýja félagi. „Ég vildi að satt væri,“ sagði Þröstur um eignaraðild verkalýðsfé- laganna. Þröstur sagði að ýmsum möguleikum hefði undanfarið verið velt milli manna í sambandi við framtíðarskipulag mála og kannski hefðu allir hugsanlegir möguleikar verið nefndir. Ekkert hefði þó enn verið ákveðið um hvaða leið verði farin. „Þessar vangaveltur geta þess vegna allar verið út í loftið, en stjórnin hefur ekki enn þá fyrir sitt leyti afgreitt eitt eða neitt. Þetta eru spekúlasjónir og þótt menn hafi verið með hugmyndir í þessa veru eða aðra veru, þá eru það allt spekúlasjónir á þessu stigi málsins,- vangaveltur sem ekki er enn vitað hvaða endanlega mynd taka,“ sagði Þröstur. Þröstur sagðist búast við að stjórn- in tæki ákvörðun um framtíðar- skipulag KRON innan mánaðar. Hann sagðist ekki búast við að stórfelldar breytingar verði gerðar á daglegum verslunarrekstri en ljóst væri að taka yrði Miklagarði tak og breyta búðinni sjálfri þegar áfengis- útsala hæfist þar í byrjun næsta árs. - Af hverju hefur KRON staðið sig svo illa í samkeppni við einka- reksturinn í verslun? „Á því er fyrst og fremst ein skýring: Hún er sú að við færðumst mikið í fang við að breyta KRON og stækka úr 5-6% markaðshlutdeild í 15- 17% og það hefur verið okkur mjög dýrt. Hefðum við hins vegar haldið í horfinu og látið okkur duga 5-6% markaðshlutdeild þá væri eignar og rekstrarstaða KRON í þægilegu ástandi. Við fórum hins vegar út í það að eiga meirihluta í Miklagarði, kaupa Víði, fara í sam- einingu við Kaupfélag Hafnfirðinga sem var með neikvæðan höfuðstól þegar við tókum við því, einnig tókum við á leigu verslunina sem nú heitir Mikligarður vestur í bæ. Allt þetta varð mjög stór biti í háls en við gerðum okkur alltaf grein fyrir því að svo yrði. Þar að auki hefur ekki framundir þetta tekist nógu vel að koma rekstrinum fyrir innan þeirra marka sem tekjurnar eru,“ sagði Þröstur Ólafsson. - sá Gríðarlegt annríki var á hjól- barðaverkstæðum á höfuðborgar- svæðinu í gær eftir að fyrsti snjórinn féll í fyrrakvöld. Hafa margir bifreiðaeigendur vafalaust leitt hugann að ástandinu síðastliðinn vetur og heitið sjálfum sér að vera betur undir veturinn búnir að þessu sinni. Hjá nokkrum verkstæðum sem Tíminn hafði samband við fengust þær upplýsingar að tugir bíla biðu er opnað var í gærmorgun og dagurinn í gær varð strax bókaður. Síðdegis í gær var orðið fullbókað fyrir daginn í dag og á mánudaginn. Þolinmóðir bíleigendur geta þó mætt á staðinn og beðið eftir að auð stund gefist til að setja dekkin undir. Dæmi eru um það að fólk hafi beðið í fjórar klukkustundir á kaffistofum verk- stæðanna eftir að fá skipt um dekk. Hvað kostnaðarhliðina varðar er verð á sóluðum dekkjum án nagla yfirleitt í kringum 2600 krónur en í kringum 3400 krónur með nöglum. Verð á nýjum dekkjum er aftur á móti mjög misjafnt. Sum verkstæði selja dekk frá Kóreu sem eru litlu dýrari en sóluðu dekkin en aðrar tegundir kosta jafnvel hátt í sex þúsund krónur stykkið, er þá átt við meðalstór dekk undir fólksbíl. SSH Suðureyri: Stóra stopp Fiskiðjan Freyja á Suðureyri var innsigluð af sýslumanni í gær vegna vangoldinna staðgreiðslu- skatta að upphæð 12.5 milljónir króna. Vinnsla var í Fiskiðjunni fyrir hádegi í gær en var hætt um hádegi og allur óunninn fiskur var sendur annað til vinnslu. Freyja á einnig óuppgerða skuld við gamla Útvegsbankann sem er talin vera 45 milljónir króna og hefur Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra sagt að ríkissjóður myndi greiða bankanum þá skuld. Viðskipti Freyju og Útvegsbankans voru eitt þeirra máal sem sett voru í nefnd með aðild ríkissjóðs þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélagsbanka. SSH Ostadagar verða í húsakynnum Osta- og smjörsölunnár að Bitruhálsi 2, í Reykjavík nú um helgina. í gærdag var Oddgeir Sigurjónsson hjá Mjólkursamlagi KEA útnefndur Ostameistari Íslands 1989, fyrír framleiðslu á kotasælu. 80 tegundir osta voru dæmdir að þessu sinni. Stærsti ostur landsins, framleiddur hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavik verður til sýnis og er gestum boðið upp á að geta sér til um þyngd hans. Vegleg ostakrafa verður veitt þeim sem næst kemst hinni réttu þyngd. Húsakynni Osta- og smjörsölunnar eru opin almenningi á laugardag og sunnudag frá kl. 13.00 til 18.00. Á myndinni (f.v.) eru: Óskar H. Gunnarsson framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra, Hermann Jóhannsson Mjólkursamlagi KÞ Húsavík, Oddgeir Sigurjónsson Mjólkur- samlagi KEA Akureyrí, Haukur Pálsson Mjókursamlagi KÞ Húsavík, Eiríkur Ingvarsson Mjólkurbúi Flóamanna og Ólafur Arnar Kristjánsson formaður dómnefndar. Tímamynd Ánd Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.