Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 7 ' ■ ■■ Ví\' vJ Flóttalest á leið út úr kommúnismanum en vikið er að orðum forsætis- ráðherra um þetta efni, er vert að benda á, að stjómarandstað- an er komin í einskonar fjöl- miðlaham; fyrst og fremst þing- menn Sjálfstæðisflokksins, og ætla að hefja sig upp á siðferðis- predikunum. Það væri góðra gjalda vert ef siðferðismál stjómarsinna væru í miklum ólestri og sýnu meiri ólestri en gengur og gerist með almenning í landinu, að ekki sé nú talað um þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Siðferðisbjarg þeirra er hátt og gneypt þessa dagana, en líklega eitthvað sorfið að neðan eins og gjaman verður um sjávarkletta. Nýir hættir yfirskoðunarmanna ríkisreikninga hafa orðið til að auka fréttir af athöfnum stjóm- málamanna, einkum ráðherra, en nú síðast birtist mikil skýrsla um ferðir og ferðakostnað ráð- herranna í DV og fylgja kort, eins og í auglýsingapésum flug- félaga á borð við Sabena eða British Airways. Rétt er það að eylandið hér í norðurhöfum ger- ir það að verkum, að við þurfum að ferðast og eru ekki ráðherrar einir um það. Engar tölur fylgja um ferðir og ferðakostnað hins almenna manns, sem mun vera þó nokkur. Man nú enginn Spán. Ferðir og ferðakostnaður ráðherra kemur ekki til af neinni sérstakri ferðalöngun, heldur er um að ræða stórfelldar breyting- meðferð fjölmiðla á stjórnmála- mönnum að umtalsefni. Áður ar á samskiptum okkar við aðrar þjóðir, sem því miður eru stað- settar sunnan Atlantshafsins hvort sem yfirskoðunarmönnum eða DV líkar betur eða ver. Upplýsingar um ferðakostnað ráðherra sérstaklega eru því al- veg út í hött, eins og þær eru framsettar. Þær eru liður í stjómarandstöðu og liggja á lausu vegna þess að ríkisreikn- ingurinn er endurskoðaður pólit- ískt, sem sést best á því, að áður hafa nú ráðherrar ferðast án þess að gerð væru flugleiðakort af þeim ferðum. Hrossavísindi í DV Það er dýrt að vera íslending- ur, en óþarfi er að una því að vera skammaður fyrir það. Þótt DV sé þannig úr garði gert, að blaðið heldur að merar fylji fola og ritstjórinn hefur af því tilefni skrifað þrjú hundruð blaðsíðna bók um hross, er samt til fólk, sem tekur skrif þess alvarlega. Flugferðakortin eru af sama toga og hrossavísindi blaðsins. Áteiknaður flugferðafjöldi er eflaust réttur. En hvað segir það? Flestar ferðir skrifast á Jón Baldvin Hannibalsson, utanrík- isráðherra. Hann gegnir áríð- andi embætti í fjölþjóðasamtök- um. Vill kannski einhver skýra hvemig hann á að sinna trúnað- arstöðum sínum bæði sem utan- ríkisráðherra landsins og sem yfirmaður fjölþjóðasamtaka án þess að ferðast. Kannski DV vilji skýra það samkvæmt kenn- ingunni um merina og folann. Frelsi fjölmiðla er ábyrgðar- hluti. Verst er þó þegar fjölmiðl- ar taka sig til og byrja að fóðra almenning á upplýsingum, þar sem aðeins hálfiir sannleikurinn er sagður af pólitískum ástæð- um. Þá er eins gott að staldra við og hugsa málið. íslenskir ráð- herrar verða að ferðast í heimi, þar sem alþjóðleg samvinna er í brennidepli. Annað er óhugs- andi. Og eigi að fara að beita almenningsáliti til að setja ráða- herrum skorður um ferðalög í hálfopinbemm eða opinberum erindum, þá getum við alveg eins lokað að okkur og hengt á hurðina: Enginn heima. Tölur um kostnað og ferðafjölda segja enga sögu í þessu máli, þótt DV haldi það og kannski yfirmenn ríkisreikninga. Það mætti alveg eins kortleggja í DV hvaðan þessir yfirmenn erú, sem hafa svo mikla löngun til að koma eyðsluorði á núverandi ráð- herra, að þeir ganga fram fyrir skjöldu til að tilkynna um ferðir þeirra og ferðakostnað, eins og um saknæmt atriði sé að ræða. Fjölmiðlar í leit að skúrkum Síðastliðinn laugardag átti Tíminn viðtal við Steingrím Hermannsson um þá mynd, sem dregin hefur verið upp af stjórn- málamönnum í fjölmiðlum. Steingrímur sagði: „Ég held að fjölmiðlar séu vægast sagt komnir út á hála braut í þeim efnum. Eftir dæma- lausa ræðu Davíðs Oddssonar á Selfossi er ljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn hyggst heyja stjórn- málabaráttuna með því að draga stjómmálin niður í svaðið. Fjöl- miðlar mega ekki láta „næra“ sig af óvönduðum stjórnmála- mönnum. Ég hef átt sæti í ríkis- stjóm í ellefu ár og kynnst á þeim tíma mjög mörgum mönn- um í ráðherraembættum. Jú, jú, við emm ekki á sömu skoðun um ýms málefni og getum deilt hart, en ég tel mig geta sagt af sannfæringu, að ég hef ekki kynnst neinum manni í ráð- herraembætti sem er skúrkur, eins og nú er reynt að sýna stjómmálamenn, og ekki síst ráðherra. Þvert á móti hafa þessir menn verið heiðarlegir og unnið sitt starf vel. Menn vinná hér myrkranná á milli, og eins og komið hefur fram, fyrir lág laun borið saman við það er almennt gerist með forystumenn í þjóðfélaginu. Það er fáránlegt að halda því fram að ráðherrar kaupi áfengi í auðgunarskyni. Ég hef aldrei nokkurn tímann kynnst því. Mönnum geta orðið á mistök. Ef Ríkisendurskoðun telur að svo sé er það að sjálfsögðu leiðrétt. Þetta er komið út í slíkar algerar öfgar, og umræðan er dregin svo niður í svaðið, að ef svona heldur áfram þá hlýt ég að ráðleggja hverjum manni að forðast þessi störf, sem yrðu bæði til skaða fyrir hann sjálfan og hans fjölskyldu. Þótt menn kasti grjóti úr „glerkúlu" og þrátt fyrir ótrúlegar árásir á mig, meðal annars af mönnum, sem svo klappa manni á bakið við hátíðleg tækifæri, mun ég ekki taka þátt í þessum ljóta leik; ekki láta draga mig niður í svaðið.“ Það hlýtur að vera umhugs- unarefni fyrir þá, sem stjórna fjölmiðlum, að ráðherra, sem hefur setið í ríkisstjórn í ellefu ár skulu finna sig knúinn til að taka þannig til orða um frétta- flutning af stjórnmálamönnum. Aðförinni að þeim og ráðherr- um sérstaklega verður að linna. Um samráðherra sína segir Steingrímur, en þeir hafa verið úr Sjálfstæðisflokki, Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi, að þeir hafi verið „heiðarlegir og unnið starf sitt vel“. Skyldu ekki þessi orð forsætisráðherra vega þyngra en gasprið í einstöku fjölmiðlum?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.