Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 28: október 1989 Bótaþegum almannatrygginga fjöigar þrefalt hraðar en landsmönnum: Um 20% landsmanna fá almannatrygginaabætur Nær fímmti hver íslendingur (49.400) naut tryggingabóta almannatrygginga 1988. Á árinu fjölgaði þeim um 1.730 manns (33 á viku). Bótaþegum hefur nú ár eftir ár fjölgað hlutfallslega nær þrefalt hraðar en þjóðinni í heild. Frá 1984 hefur landsmönnum fjölgað um tæp 5% (11.600 manns), en bótaþegum almannatrygginga um 13% eða um 4.810 manns. Alls greiddi lífeyristryggingadeild Tryggingastofnunar 9.129 millj.kr.í bætur á s.l.ári, eða að meðaltali um 185 þús.kr. á hvern bótaþega. Á fjórum árum hefur upphæð þessar bóta hækkað um 3.174 millj.kr. að raungildi, þ.e. um 53% umfram lánskjaravísitölu. Reikningar Tryggingastofnunar eru því m.a. ljóst dæmi þess hve erfitt það er að uppfylla „þjóðar- vilja“; annars vegar um auknar bæt- ur til þeirra sem minna mega sín og hins vegar skattalækkanir og að draga úr „útþenslu báknsins". Til viðbótar greiddu ríkissjóður og nokkur bæjarfélög 1.215 millj.kr. í uppbætur á lífeyri 4.700 lífeyrisþega í sex lífeyrissjóðum sem Trygginga- stofnun rekur (um 258.500 að meðal- tali á mann). Heildarútgjöld vegna lifeyristrygginga voru því 10.344 m.kr. - þ.e. um 57.000 kr.á hvern skattgreiðanda í landinu. Öryrkjum f jölgað um þriðjung Athygli vekur að örorkulífeyris- þegum hefur fjölgað um 34% s.l. fimm ár. Örorkulífeyri fá þeir sem eru 75% öryrkjar og undir 67 ára aldri. Þeir voru 4.220 á síðasta ári (3.155 árið 1983) og hefur því fjölgað um meira en fjóra á viku hverri í 5 ár. Flestir nutu þeir einnig tekju- tryggingar og hafði þeim hóp fjölgað um 41% sömu ár. Enn eru þá ótaldir 2.300 manns sem fá örorkustyrk, þ.e. þeir sem eru með undir 75% örorkumat. Stærsti hluti tryggingabótanna (um 2/3) fór til greiðslu ellilífeyris. Ellilífeyrisþegar voru 21.600 á síð- asta ári, um 10,4% fleiri en fyrir fimm árum. Þar af nutu um 15.900 einnig tekjutryggingar og hafði tvö- falt meira á sama árabili. Ellilífeyris- þegum sem einnig njóta einhverra einhverra uppbóta hefur þó fjölgað mest, eða um rúmlega helming á þessum fimm árum. ... og börnum einstæðra foreldra 48% í fáum hópum hefur þó fjölgað meira en einstæðum mæðrum og feðrum og börnum þeirra. Einstæð- um foreldrum hefur fjölgað um 43% eða 2.200 manns (þar af 311 árið 1988), sem svarar til 8-9 á viku hverri s.l. fimm ár. Alls nutu 7.350 mæðra/ feðraiauna á s.l. ári, hvar af aðeins um 2.000 bjuggu utan suðvestur- horns landsins. Á framfæri þessara foreldra voru um 10.600 börn, sem var nær helm- ings (3.430) fjölgun á aðeins fimm ára tímabili. Þar af fjölgaði þeim um 630 á s.l. ári (nær 2 dag hvern). Þessi mikla fjölgun er ekki hvað síst athygliverð í ljósi þess, að börn voru ekkert fleiri á íslandi í fyrra heldur en fyrir fimm árum. Það þýðir að börnum sem búa hjá báðum foreldrum sínum hefur fækkað álíka og börnum einstæðra foreldra hefur fjölgað. Meðlag með 15.200 börnum Alls voru það 15.200 börn sem Tryggingastofnun borgaði barnalíf- eyri með eða hafði milligöngu unt meðlag með (frá feðrum) á árinu. Fjölgun alls hópsins er miklu minni heldur en barna einstæðra foreldra einna og sér. Virðist það geta bent til þess að þeim foreldrum fækki hlutfallslega sem færa með sér börn í bú, þ.e. í hjúskap eða sambúð með öðrum heldur en kynforeldrum barnanna, heldur en áður. Þá hefur fjöldi þroskaheftra sem Tryggingastofnun borgar fram- færslukostnað fyrir sjöfaldast, úr 54 í 378 s.l. fimm ár. 1 krónum hefur þessi liður hækkað úr 7 upp í 97 milljónir á tímabilinu. Eini hópur lífeyrisþega sem held- ur hefur fækkað á tímabilinu eru ekkjur/ekklar, en um 1.580 þeirra nutu bóta almannatrygginga í fyrra. Börn jafn mörg 1983 og 1988 Sem áður segir virðist 3.430 barna fjölgun einstæðra foreldra sem njóta bóta almannatrygginga m.a. athygli- verð í ljósi þess, að börnum og unglingum hefur heldur fækkað á síðustu fimm árum, samkvæmt töl- um Hagstofunnar. í skýrslum Hagstofunnar eru börn aðeins talin fram að 16 ára afmælinu. Eftir það eru bæði þau og einstæðir foreldrar þeirra talin til einhleyp- inga. Það þýðir að einstæðir foreldr- ar eru í raun fleiri heldur en í fram kemur í tölum Hagstofu um kjarna- fjölskyldur. Samkvæmt þeim voru fjölskyldur hjóna og sambúðarfólks með börn nánast jafn margar árið 1983 og 1988 - um 30.800 hvort ár - en börnum (undir 16 ára) í þeim fjölskyldum hefur fækkað um nær 1.300 á sama tíma. Fjölskyldum einstæðra foreldra með börn fjölgaði aftur á móti um 1.200 á sama tímabili. Sú fjölgun var nær öll í Reykjavík og Reykjanesi. Þessar eins foreldris fjölskyldur töld- ust 7.430 í fyrra, með 10.100 börn (undir 16 ára) á framfæri sínu, sem þýðir fimmta hver barnafjölskylda í landinu. Athyglivert er að aðeins rúmlega fjórðungur þessara fjöl- skyldna (27%) býr utan Reykjavíkur og Reykjaness. Börnum 15 ára og yngri á framfæri einstæðra foreldra fjölgaði um 22% síðustu fimm árin í skýrslum Hag- stofunnar á sama tíma og börnum í umsjá beggja foreldra fækkaði þar á móti. Hjónum ekkert fjölgað Í5ár Að prestum skuli þykja ástæða til að taka hjónabandsmálin til nánari athugunar er kannski skiljanlegt í ljósi þess, að hinum hefðbundnu kjarnafjölskyldum - þ.e. hjónum með börn - hefur fækkað um 1.600 s.l. fimm ár og eru nú um 25 þús., af alls 60.600 kjarnafjölskyldum í land- inu samkvæmt flokkun Hagstofunn- ar. Á móti kemur að barnlausum hjónum fjölgaði álíka mikið, svo álíka margir eru í hjónabandi (alls um 45.500 hjón) og 1983. Á þessu tímabili hefur lands- mönnum þó fjölgað um nær 14.000 manns. Og þar sem börn eru nú jafn mörg og 1983, hefur fólksfjölgunin öll orðið í þeim hópi sem kominn er á „giftingaraldur“. Svo gæti að vísu virst, að það sé hjónabandið sjálft fremur en sam- veran, sem fólk forðast. Því „ógift- um hjónum" (í sambúð) hefur fjölg- að úr um 5.000 í 7.700.á þessum árum. Meirihluti þeirra eru barna- fjölskyldur. Þá hefur skráðum einhleypingum (öllum 16 ára og eldri utan sambúð- ar) fjölgaði um 5.700 manns á sama tíma. Taldi sá hópur um 70.600 manns, eða 38% allra landsmanna sem náð höfðu 16 ára aldri í fyrra. Yfir 40% allra kvenna í Reykjavík eru t.d. skráðar einhleypar, borið saman við 27-34% í öðrum lands- hlutum. -HEI Jóla hvað? í gær var þessum jólasveinum stillt upp í glugga verslunarinnar íslenskur heimilisiðnaður í Hafnar- stræti. Börnin kætast yfir þessum fyrirboða jólanna en vafalaust finnst fullorðna fólkinu þetta heldur snemmt, þar sem enn eru 58 dagar til jóla. SSH/Tímaniynd Pjetur VERSLUNARDEILD HOLTAGORÐUM SlMI 601266 Í KAUPFÉLAGINU OG SPORTVÖRUVERSLUNUM HEFUR ÞÚ KYNNTÞÉR HAMAX SNJÓÞOTUR FYRIR HÁDEGI: „Við viljum aukinn kaupmátt og lægri vexti!!!" EFTIR HÁDEGI: „ Við verðum að gæta hagsmuna sparifj- áreigenda. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.