Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 28. október 1989 Tíminn 23 LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhús - Litla sviðið: UÓS HEIMSINS. Unnið úr fyrsta hluta Heimsljóss Halldórs Laxness. Leikgerð og leik- stjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd og bún- ingar: Grétar Reynisson. Tónlistarstjóm. Jó- hann G. Jóhannsson. Sönglög: Jón Ásgeirsson. Lýsing: Egill Öm Amason. Fyrstu orð sem leikgagnrýnandi setur á blað eftir að Borgarleikhúsið tekur til starfa geta ekki tjáð annað en fögnuð yfir þeim miklu tíðindum í menningarlífi þjóðarinnar. Loksins er komið leikhús serh fullnægir nú- tímakröfum umbúnað leikhúsa. Unnendur leiklistar sjá nú fram á bjartari tíð með hærri kröfum, því að svona hús hlýtur að verða til þess að við förum fram á betri leiklist. Kannski er það ekki alls kostar réttmætt, gott hús gerir engan að meiri listamanni. En samt, hér er langþráðu marki náð og við óskum hvert öðru og Leikfélaginu til ham- ingju. Það er byrjað á íslenskri klassík eins og tilheyrir á hátíðarstundu. Að vísu ekki klassískri dramatík heldur leikgerð skáldsögu: fyrstu tveir hlut- ar Heimsljóss eru opnunarverkin. Segja má að ekki sé teflt á tvær hættur í byrjun þar sem leikgerðir skáldsagna Halldórs Laxness hafa átt vísa góða aðsókn og athygli, svo er ástsældum skáldsins með þjóðinni í seinni tíð fyrir að þakka. Telst mér til að nú séu einungis tvær af helstu sögum hans sem hvorki hafa komist upp á svið, í bíó né sjónvarp, Vefarinn mikli og Gerpla. En kannski líður að því að við sjáum Stein Elliða og Þormóð Kolbrúnar- skáld fklæðast holdi, hver veit. En Heimsljós hefur fyrr verið fært í leikbúning þar sem er gerð Eyvindar Erlendssonar á Húsi skáldsins í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Leikgerðir skáldsagna sem við höfum séð á sviði, bæði Halldórs Laxness og annarra höfunda, hafa umfram allt verið eins konar mynda- Úr „Ljósi heimsins“: Huginn Ágústsson. Jakob Þór Einarsson (Sigurður Breiðfjörð), Helgi Bjömsson (Ljósvíkingurinn), Orri Ljósm. Guðmundur Ingólfsson. „Um sólna sundin“ sýningar úr sögunum, og hefur svo sem oft verið að þessu vikið. Menn hafa hingað til ekki leyft sér að búa til sjálfstæð leikverk úr efniviði höf- undanna, ekki tekið verkin til rót- tækrar meðferðar handa hinum nýja listmiðli. Þetta segi ég engan veginn í álösunar skyni, þótt stundum hafi maður velt fyrir sér hvað unnt væri að gera með djarflegri og nærgöng- ulli meðhöndlun. Alveg er auðvitað undir hælinn lagt hvort lesendur og unnendur bókanna kynnu að meta einhverjar kúnstir með sína gömlu vini. Ég held einmitt að lýðhylli margra þesskonar sýninga stafi ekki síst af því af hvílíkri virðingu og trúmennsku frumverkin eru þar ein- att meðhöndluð. Kjartan Ragnars- son á þarna góðan hlut að máli með leikgerð Ofvitans sem óralengi gekk í Iðnó á árunum. 75 ár liðin f rá fæðingu mið- ilsins Hafsteins Björnssonar Það er skylda mín, að minnast góðvinar míns Hafsteins Björnsson- ar miðils á merkisdegi sem þessum. Um manngildi Hafsteins þarf ekki að fjölyrða, hann opnaði með miðils- starfi sínu fólkinu í landinu nýjan heim birtu og vonar, nýjar ókunnar veraldir, fögur æfintýr. Hugur og hjarta fundargesta lyftust, svo stór- kostlega sannar voru lýsingar Runólfs, Vinar, Finnu, Rögnu, þau voru í helgri þjónustu. Gamlar minningar og góð kynni voru rifjuð upp, framtíðarfyrirætlanir voru lagðar. Fólkið í landinu sem sótti fundi Hafsteins fann blessunaráhrif. Þetta hafa margir viðurkennt. Læknirinn Magnús Jóhannsson hef- ur rétt mörgum sína máttugu hönd með Guðs hjálp og gerir enn, svo undravert er. Hversu mörgum tókst ekki að sneiða hjá erfiðleikum, er leitað er til Hafsteins? Leituðu til Hafsteins með hrygga sál, einmana og fengu kærleiksríkar móttökur horfinna ástvina. Miðilsstarfsemi- Hafsteins Bjömssonar má líkja við lind, er fólk gat svalað þorsta sínum og endumærst. Fólk hugleiddi og hagnýtti sér þessa merkilegu lind, úr öllum stéttum íslensks þjóðfélags. Stjómendur Hafsteins gáfu öllum, sem þyrstir vom í samband við annan heim, fúslega svör, án mann- greiningarálits, án þess að krefjast eða ætlast til þakklætis. Hafsteinn Bjömsson var einhver undursamlegasti miðill sem ísland hefur þekkt, með stórkostlega gáfu. Hafsteinn Bjömsson var verkfæri í höndum Guðs, sem er öllum æðri. í upphafi hvers einasta fundar vom hugsanir fundargesta látnar beinast til Guðs. Mikil umhyggja var borin fyrir hverjum og einum fundargesta, og mikill undirbúningur stjórnend- anna hinu megin. Fundargestir Hafsteins og aðstoð- armenn sem oft vom tveir, til hægri og vinstri handar honum, fundu vel hvað þeir vom bundnir traustum kærleiksböndum ósýnilegri veröld, sem yl og birta lagði frá, höfðu bætandi og hressandi áhrif. Hafsteinn Bjömsson var mikill mannkostamaður, og fyrir mann- kosti sína réttkjörinn til að vísa öðmm leiðina inn f Paradís, en svo nefnist næsta tilvemsvið. Hafsteinn fékk trúmennskuna og skylduræknina í vöggugjöf, trúmað- ur af hug og hjarta. Hið ljúfmann- lega viðmót, alúðleg framkoma, við hvem sem í hlut átti, hið hispurs- lausa dagfar hans og yfirlætisleysi, hvar sem honum var að mæta og hver sem í hlut átti. Hafsteinn var Skagfirðingur að ætt, fæddur 30. október 1914 að Syðri-Hofdölum. Foreldrar hans hjónin Ingibjörg Jósafatsdóttir og Bjöm Skúlason, síðar veghefilsstj. á Sauðárkrók Benjamínssonar á Btönduósi. í móðurætt Hafsteins hefur skyggnigáfan verið arfgeng, í marga ættliði. Móðir Hafsteins Ing- ibjörg var sjálf mjög dulræn. Fullorðnir Skagfirðingar hafa sagt mér, að sem drengur hafi Hafsteinn verið óvenjulega yndislegur, falleg- ur, gáfaður og hvers manns hugljúfi. í bemsku kom fram að Hafsteini hafi verið gefin furðuleg Guðsgjöf. En enginn skildi hann nema hans góða og göfuga móðir. Fermingar- vorið fer Hafsteinn sem léttadrengur til móðurbróður síns Guðmundar að Hliði í Hjaltadal í Skagafirði og konu hans Hólmfríðar Jónasdóttur. Margrét Ólafsdóttir systir Guð- rúnar húsfreyju á Kossanesi í Vall- hólmi ömmu Hafsteins kynntist hann á Hliði. Margrét var tengda- móðir frú Jóhönnu Linnet, en fyrri maður Jóhönnu var Jóhann P. Pét- ursson frá Sjávarborg í Skagafirðj. Margrét átti staðfastan kærleika hreina og fagra elsku til þessa frænda síns. Hafsteinn trúði Margréti í ein- lægni fyrir sýnum sínum, og orð hennar bám þess fagurlega vott að hún skildi hann. Leið Hafsteins lá úr Skagafirði 1936, að Nesjum í Grafn- ingi, þar sem hann réðst til merkis- kvennanna frú Guðrúnar Jónasson bæjarfulltrúa í Reykjavík og fröken Gunnþórunnar Halldórsdóttur leik- konu. Þær sýndu Hafsteini ástríki og næman skilning, og virtu stórkost- lega hæfileika hans. Fyrir milligöngu Hallgríms Jónssonar skólastjóra og séra Kristins Daníelssonar fyrrv. forseta sameinaðs Alþingis komst Hafsteinn í kynni við frú Gíslínu og Einar H. Kvaran rithöfund, og það vom þau hjónin sem komu Hafsteini Bjömssyni til æðri þroska. Það starf verður aldrei fullmetið af íslenskri þjóð. Leiðir okkar Hafsteins lágu saman fermingarárið mitt, þá bauð hann mér að vera „aðstoðarmaður" á miðilsfundum. Hver einn einasti dagur hjá Hafsteini flutti mér margar dýrlegar andlegar gjafir, í meira en tuttugu ár. Þegar ég renni huganum yfir það, sem mér er dýrmætast af öllu, fyrir utan að eiga einstaklega góða og göfuga móður, þá em það kynni mín af Hafsteini Björnssyni miðli.’ Hafsteinn andaðist 15. ágúst 1977. Helgi Sigfússon. Kjartan hefur farið svipaða leið að Ljósi heimsins, sýnist mér. Vita- skuld em Ó. Kárason Ljósvíkingur og ofvitinn Þórbergur ólík verk. Og þó, - fjalla ekki bæði um misskilin séní, skáldmenni sem standa utan við samfélagið og það vill ekki kannast við? í báðum tilvikum fer Kjartan þá leið að skipta aðalpersón- unni í tvennt, láta tvo leikara fara með hlutverkið og hafa þá báða á sviði í senn. f Ofvitanum var þetta óhjákvæmilegt þar sem frásegjand- inn og sögupersónan standa í óron- ískri fjarlægð hvor frá öðrum. Öðru máli gegnir raunar um Heimsljós. Eins og allir vita sem lesið hafa er sterkasti strengurinn í þessu óvið- jafnanlega skáldverki hin ljóðræna fegurð þess, sem er dýpst í fyrstu og síðustu bókinni, þar sem samfélags- myndin verður á hinn bóginn fyrir- ferðarmest í annarri og þriðju bók. En í sjónarmiðju er jafnan Ólafur Kárason, krossberinn sem sækir sér huggun og styrk í ríki fegurðar og skáldskapar. Hversu tekst að skila þeirri ljóðrænu mannsmynd, á því veltur gengi og áhrifamáttur leiksýn- ingar upp úr sögunni. Þetta tókst ágætlega hjá Kjartani Ragnarssyni. Hann er anda verksins svo trúr sem á verður kosið, sýningin er látlaus og þokkafull. Þegar í upphafi hrífa voldug orð skáldsins áhorfandann með sér, - atriði fyrir atriði situr maður og meðtekur verk- ið með öllum skilningarvitum. Stundin fram að hléi var hrein nautn. Eftir hlé fannst mér slakna á sýning- unni. Kannski var hún bara of löng, eins og slíkum verkum hættir raunar til, því að sem mestu efni verður að koma fyrir á sviðinu. Ég hætti mér ekki út í að lýsa tæknilegri hlið sýningarinnar, en umgerðin, á hálfkúlu í miðjum saln- um var stílhrein. - Það hefur verið fjallað um Ljósvíkinginn í gervi Krists, Gunnar Kristjánsson samdi fræðilegt rit um það efni og hefur gert því skil í útvarpi og á prenti. Mér virðist Kjartan Ragnarsson taka verulegt mið af slíkum hugmyndum. Ólafur er krossberi, og í sviðsmynd- inni gegnir krossinn miklu hlutverki. Útlit, gervi og klæðnaður Helga Björnssonar dregur dám af þessu. f þessu er fólginn hinn ljóðræni og dramatíski áhrifamáttur sýningar- innar. Þjáning Ljósvíkingsins and- spænis illsku heimsins, skilningsleysi hans og glópsku, - þetta verður skýrt í öllumáherslum verksins. Kjartan gætir þess að láta ekkert skyggja á þessa mynd, því eru aðrar persónur en Ólafur dempaðar, gerð þeirra öll undirseld þeim tilfinninga- lega kjarna sem sýningin er byggð utan um; skynjun Ljósvíkingsins sjálfs. Þegar maður sér góða sýningu, vandaða og vel heppnaða, verður áhuginn á að draga fram einstaka þætti og einstök hlutverk einatt tak- markaður. Þá er það heildarmyndin sem öllu máli skiptir. Helgi Björns- son og Sverrir Páll Guðnason voru í hlutverki Ljósvíkings og Litla Óla, en þann síðarnefnda leikur Orri Huginn Ágústsson á móti Sverri. Samleikur þeirra var einkar fallegur og Sverrir hinn þekkilegasti, þótt auðvitað væri honum ekki alls kostar létt að fara með texta Halldórs á köflum. Helgi nær, við leiðsögn Kjartans, fallegum og látlausum tök- um á Ljósvíkingi. Sennilega besta verk Helga til þessa. í fólkinu á Fæti undir Fótarfæti eru stólpar úr Iðnó: Margrét Ólafsdóttir Kamarilla fóstra, harðstjóri heimilisins, Nasi og Júst, Sigurður Karlsson og Guð- mundur Ölafsson. En stjarnan í þessum hópi er Magnína sem Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur. Gervi hennar er nokkuð ýkt og hrikafeng- ið, en Ólafía lék hlutverkið af slíku öryggi og nærfærni að aðdáun vakti. Þarna er stólpa leikkona í uppsigl- ingu, og best var hún þegar hún sýndi sorg og einstæðingsskap stúlk- unnar. - Önnur hlutverk eru minni, eða hverfa í skugga Magnínu: Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Karítas húskona, Jana dóttir hennar Bára Lyngdal Magnúsdóttir. Steindór Hjörleifsson brá upp fallegri mynd af einstæðingnum Jósep og Margrét Ákadóttir var öldungis heimakomin í hlutverki Jarþrúðar. Örðugra er að fást við önnur hlutverk, eins og Sigurðar Breiðfjörðs, Jakob Þór Einarsson, sem kemur „um sólna sundin" til Ljósvíkingsins. Þar kom tæknibúnaður leikhússins að góðum notum, og reyndar í fleiri atriðum. Ótaldir eru nokkrir leikendur: Eyvindur Erlendsson, Reimarskáld, einkar sannfærandi, Marinó Þor- steinsson, gamall burðarás hjá Leik- félagi Akureyrar, leikur prest og bónda. Bryndís Petra Bragadóttir er Guðrún á Grænhóli, Erla Ruth Harðardóttir Þórunn í Kömbum, og vantar þá nokkur nöfn enn. Tónlist Jóns Ásgeirssonar hæfði fyllilega öllum svip sýningarinnar. Þetta var Ljós heimsins. Næst er það Höll sumarlandsins, og vart trúi ég öðru en hinar tvær komi síðar. Höfuðkostur sýningar eins og þess- arar er fyrst og fremst sú alúð sem hún sýnir sögunni, sú smekkvísi og stílhreina fágun sem hún lýsir. Hún hvetur mann til að taka sér Heims- Ijós í hönd enn á ný. Ekki svo lítill árangur hjá hinum snjalla leikhús- manni, Kjartani Ragnarssyni. Og glæsileg byrjun við Listabraut. Gunnar Stefánsson t Alúðarþakkir til þeirra fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför Margrétar Friðriksdóttur Hamraborg 14 Guð blessi ykkur öll. Björn Þórhallsson Friðrik Þórhallsson Gunnar Þór Þórhallsson Guðrún Þórhallsdóttir Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir Kristveig Þórhallsdóttir Þorbergur Þórhallsson Guðbjörg Þórhallsdóttir ogfjölskyldur Þórhallur Björnsson Guðný Jónsdóttir Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir Thomas Ludwig Stefán Örn Stefánsson Anna Helgadóttir Jens L. Eriksen Sigurborg Þórarinsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.