Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 28. október 1989 lllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Áttræðisafmæli Fríðbert Pétursson, bóndi frá Botni í Súgandafirði verður 80 ára þriðjudaginn 31. okt. Hann og kona hans, Krístjana G. Jónsdóttir, sem verður áttræð 7. nóv. nk., ætla að taka á móti gestum að heimili Hjónin Krístjana G. Jónsdóttir og Frið- bert Pétursson eiga áttræðisafmæli með viku millibili sínu að Hjallavegi 16, Suðureyri, laugar- daginn 4. nóvember, eftir kl. 15:00 (3 e.h.) Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð á laugardag 28. okt. kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Einsöngstónleikar í Norræna húsinu Sunnud. 29. okt. kl. 17:00 halda tveir sænskir tónlistarmenn tónleika í Norræna húsinu. Petta eru tenórsöngvarinn Per Waldheim og píanóleikarinn Harríet Percy. Á efnisskránni eru sönglög eftir Grieg, Sibelius, Nordqvist, Rangström, Sjögren, Brahms, Schuberi, Rossini, Mascagni og fleiri tónskáld. Per Waldheim er fæddur 1948. Hann stundaði söngnám jafnhliða hagfræði- námi. Árið 1972 var hann ráðinn við Borgarleikhúsið í Malmö og frá 1977 hefur hann sungið við Konunglegu óper- una í Stokkhólmi. Per Waldheim hefur haldið tónleika víða í Svíþjóð og í Noregi og i Bandaríkjunum. Samstarf þeirra Harriet Percy hefur varað í tólf ár. Hún stundaði píanónám m.a. hjá de Frumerie. Hún hefur leikið bæði með hljómsveitum, kammersveitum og haldið einleikstón- leika. Þau eru að koma úr hljómleikaferða- lagi um Bandaríkin að þessu sinni og halda aðeins þessa einu tónleika hér. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn. Sýningar í Norræna húsinu í anddvri: Öðruvísi fjölskyldumyndir. Ljósmyndasýning frá Ljósmyndasafninu í Óðinsvéum. í sýningarsal: Björg Þorsteinsdóttir - olíukrítarmyndir og vatnslitamyndir. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00-frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Athugið: Munið skáldakynninguna um Þorberg Þórðarson þriðjudaginn 31. október kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir. Skaftfellingar Félagsvist verður í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudag 29. okt. kl. 14:00. Stjórnin Dagsferð F.í. sunnud. 29. okt. Kl. 13:00 HöskuldarveUir - Trölla- dyngja. Leiðin liggur suður með sjó þar til komið er að afleggjaranum til Hösk- uldarvalla hjá Kúagerði. Trölladyngja er lág hæð austur af Höskuldarvöllum. Létt gönguferð í fallegu landslagi. Farmiðar við bíl. (800 kr.) Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Næsta myndakvöld verður miðvikud. 8. nóv. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Ferðafélag fslands Kvikmyndasýning IUIÍR: „Venjulegur fasismi" Kynningu MlR á verkum sovéska kvik- myndaleikstjórans Mikhaíls Romm lýkur í bíósal félagsins, Vatnsstíg 10, sunnud. 29. október kl. 16:00 með sýningu á hinni frægu mynd Romms „Venjulegur fas- ismi“ frá 1965. 1 myndinni er sagt frá fasismanum, upphagi hans og þróun, og er myndin að verulegu leyti sett saman úr efni sem fannst í kvikmyndasöfnum í Sovétríkjunum og víðar, en einnig brugð- ið upp svipmyndum frá miðjum sjöunda áratugnum. AUt er þetta efni tengt saman með texta sem Romm talar sjálfur inn á myndina. Eintak það sem sýnt er í MÍR er talsett á ensku. Böm og bækur í Blindrabókasafni í dag, laugardaginn 28. október kl. 14:00, verður haldin bókmenntakynning fyrir böm f Blindrabókasafni fslands að Hamrahlíð 17. Danski ríthöfundurínn H.C. Andersen verður kynntur. Keld Gall Jörgensen lektor fjallar um skáldið og verk hans og Gfsli Halldórsson leikarí les úr verkum hans. Listmunauppboð i sunnudagskvöld 23. listmunauppboð GaUerí Borgar í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. verður haldið að Hót- el Borg sunnud. 29. október og hefst kl. 20.30. Uppboðsverkin verða sýnd laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Þeir sem ekki sjá sér fært að vera viðstaddir sjálft uppboðið geta skilið eftir forboð hjá starfsfólki Gallerí Borgar. „Varðmenn" kallar Krístín þetta verk sitt Kristín isleifsdóttir sýnir á Kjarvalsstóðum • Vesturf orsal Kristín Isleifsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í VEsturforsal Kjarvalsst- aða. Á sýningunni verða u.þ.b. 80 skálar, vasar og ílát, sem unnin hafa verið í leir á síðast liðnum tveimur árum. Form verkanna eru í flestum tilfellum tilvísun til hluta, sem ekki hafa verið notaðir í daglegu lífi. Kristín er fædd í Reykjavík 1952. Hún útskrifaðist frá Listiðnar- og hönnunar- deild Tokyo Designers College 1979. Hún hefur haldið einkasýningar í Reykja- vík og Tokyo og tekið þátt í samsýningum áfslandi, Norðurlöndum, Ítalíu ogjapan. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00- 18:00 og stendur til 12. nóvember. Sveinn Bjömsson við eitt af verkum sínum. (Tímamynd Ámi Bjama) Sýning Sveins Björnssonar á Kjarvalsstöðum Sveinn Björnsson listmálari opnaði sýningu á verkum sínum um helgina. Hann hefur áður haldið margar málverka- sýningar, bæði hér heima og erlendis. Að þessu sinni sýnir Sveinn bæði vatns- litamyndir, keramik og fleira á Kjarvals- stöðum, en hann hefur verið þekktastur fyrir málverk sín. Sýning Sveins Bjömssonar að Kjarvals- stöðum stendur til 12. nóvember. Sýning í Gallerí List Jónína Magnúsdóttir, Ninný, opnar sýningu á verkum sfnum í Gallerí List, Skipholti 50B, laugardaginn 28. október kl. 15:00. Jónína Magnúsdóttir er fædd 1955 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla lslands 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og á árunum 1983-’87 stund- aði hún nám hjá dönsku listakonunni Elly Hoffmann. Þetta er önnur einkasýning Jónfnu, en hún hefur áður sýnt í Danmörku. Auk þess tók hún þátt í IBM sýningunni „Myndlistamenn framtfðarinnar" á Kjar- valsstöðum 1987. Myndimar á sýningunni eru unnar á flísar með postulínslitum, olíu á striga og krít á pappír. Sýningin verður opin daglega kl. 10:30- 18:00, laugardagaogsunnudagakl. 14:00- 18:00. Sýningunni lýkur 5. nóvember. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þríðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasaafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Frá Rangæingafélaginu Rangæingafélagið heldur sinn árlega kirkjudag í safnaðarheimili Bústaða- kirkju sunnud. 28. október. Sameiginleg kaffidrykkja að lokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 14:00. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Ættingjar Jóels Fr. Ingvarssonar, fyrrv. meðhjálpara kirkjunnar, afhenda páskahökul að gjöf. Sr. Valgeir Ástráðs- son, dóttursonur Jóels, prédikar. Kirkjukaffi í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu, eftir messu. Sr. Gunnþór Ingason Dr. Uri Davis flytur háskólafyrirlestur Dr. Uri Davis flytur opinberan fyrir- lestur í boði félagsvisindadeildar H.f. mánudaginn 30. október og hefst hann kl. 17:15 í stofu 101 í Odda. Dr. Davis hefur kennt við ýmsa há- skóla, síðast háskólann í Exeter og hefur enn tengsl við þann skóla (Honors Res- earch Fellow). Núer hann forstöðumaður ráðgjafastofnunar „The Jerusalem and Peace Service". Dr. Davis hefur skrifað fjölda greina og bóka. Fyrirlesturinn nefinist: The Israeli Palestinian Conflict: Possibilities for a Peaceful Solution based on Principles of Westem Democracy. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir í Ásmundarsal Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar sýn- ingu á grafík- og þurrkrítarmyndum sín- um í Ásmundarsal, Freyjugötu 41 f Reykjavík, laugardaginn 28. október. Á sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrít- armyndir og 21 dúkrista. verkin eru öll unnin á þessu ári. Aðalheiður er fædd 1958, laugk stú- dentsprófi frá MH1978 og prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, grafíkdeild 1982. Þetta er fyrsta einkasýning Aðal- heiðar, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 12. nóvember og verður opin kl. 14:00-20:00 alla sýningar- dagana. Valgerður Bergsdóttir sýnir í NÝHÖFN Valgerður Bergsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 28. októberkl. 14:00-16:00. Valgerður er fædd 1 Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum f Reykjavík 1%3 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla lslands 1966- ’69 og 1971-’73. Einnig við Statens kunst- industri- og haandværkerskole f Oslo 1969-’71. Á sýningunni í Nýhöfn eru stórar blýtéikningar á pappír, flestar unnar á þessu ári og að hluta til í Listamiðstöðinni Sveaborg við Helsinki, þar sem Valgerður dvaldi í sumar. Valgerður hefur haldið nokkrar einka- sýningar, síðast í Gallerí Svart á hvítu í Reykjavík 1988 og þar áður í Stúdíói Listasafnsins í Abo í Finnlandi 1983, þar sem hún var valin teiknari mánaðarins. Valgerður var fulltrúi íslands á Norræna teiknitriennalnum í Svíþjóð í ágúst si. Hún hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Valgerður fékk 6 mánaða starfslaun frá fslenska ríkinu á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 14:00-18:00 um helgar og kl. 10:00-18:00 virka daga. Henni lýkur 15. nóvember. i Mnr Aðalfundur F.U.F. Keflavík Aðalfundur ungra framsóknarmanna í Keflavfk og nágrenni verður haldinn aðTjarnargötu 7, Keflavík, laugardaginn 28. okt. n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa til fulltrúaráðs félaganna í Keflavík. 3. -Kosning 9 fulltrúa á kjördæmisþing. 4. Sveitarstjórnarkosningar í maí. 5. Önnur mál. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. F.U.F., Keflavík og nágrenni. Aðalfundur í Framsóknarfélagi Akraness Boðað ertil aðalfundar í Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 30. okt. kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á kjördæmis- þing og önnur mál. Mætum öll Stjórnin. Frá Framsóknarfélagi Mýrarsýslu Aðalfundur veröur haldinn þriðjudaginn 31. október kl. 21.00 í húsi félagsins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson, alþingismaður mætir á fundinn. Stjórn LFK Alexander Stofánsson Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 3. nóvember. Dagskrá hefst kl. 20.30. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar í símum: Bjarni, s. 70068, Ingimundur, s. 71777, Þorvaldur, s. 38951 og Sædís, s. 71509. Steingrfmur Jóhann Sigurður Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið I Félagsheimilinu í Kópavogi sunnudaginn 5. nóvember nk. Dagskrá: Kl. 10.00 — 10.45 — 11.00 — 13.00 — 15.00 — 16.00 — 16.30 — 17.00 — 18.00 Þingsetning og kosning starfsmanna þingsins. Skýrsla stjórnar KFR og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Ávörp gesta. Laganefnd - fyrri umræða. Matarhlé. Stjórnmálaviðhorfið: Steingrfmur Hermannsson, forsætisráðherra. Jóhann Einvarðsson, alþ.m. Almennar umræður. Sveltarstjórnarkosningarnar 1990. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins. Almennar umræður. Laganefnd - afgreiðsla. Kosningar. önnur mál. Þingslit. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embættið er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember n.k. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. 27. október 1989.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.