Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.10.1989, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 28. október 1989 DAGBÓK Áttræðisafmæli Friðbert Pétursson, bóndi frá Botni í Súgandafirði verður 80 ára þriðjudaginn 31. okt. Hann og kona hans, Kristjana G. Jónsdóttir, sem verður áttræð 7. nóv. Hjónin Kristjana G. Jónsdóttir og Frið- bert Pétursson eiga áttræðisafmæli með viku millibili nk., ætla að taka á móti gestum aðheimili e.h.) sínu að Hjallavegi 16, Suðureyri, daginn 4. nóvember, eftir kl. 15:00 (3 Aðalfundur F.U.F. Keflavík Aðalfundur ungra framsóknarmanna í Keflavík og nágrenni verður haldinn að Tjarnargötu 7, Kef lavík, laugardaginn 28. okt. n.k. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa til fulltrúaráðs félaganna í Keflavík. 3. -Kpsning 9 fulltrúa á kjördæmisþing. 4. Sveitarstjórnarkosningar í maí. 5. Önnur mál. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. F.U.F., Keflavík og nágrenni. Aðalfundur í Framsóknarfélagi Akraness Boðað er til aðalfundar (Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 30. okt. kl. 20.30 að Sunnubraut 21. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á kjördæmis- þing og önnur mál. Mætum öll Stjórnin. Frá Framsóknarfélagi Mýrarsýslu Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 31. október kl. 21.00 í húsi félagsins. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Alexander Stefánsson, alþingismaður mætir á fundinn. Stjórn LFK Alexander Stefánsson Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Borgarnesi föstudagskvöldið 3. nóvember. Dagskrá hefst kl. 20.30. Kvöldverður, skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og nánari upplýsingar í símum: Bjarni, s. 70068, Ingimundur, s. 71777, Þorvaldur, s. 38951 og Sædís, s. 71509. Stoingrímur Jóhann Siguröur Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verðurhaldið (Félagsheimilinu í Kópavogi sunnudaginn 5. nóvembernk. Dagskrá: Kl. 10.00 — 10.45 — 11.00 Þingsetning og kosning starfsmanna þingsins. Skýrsla stjórnar KFR og reikningar. Umræður og afgreiðsla. Ávörp gesta. Laganefnd - fyrri umræða. Matarhlé. — 13.00 Stjórnmálaviohorfið: Steingrimur Hermannsson, forsætisráðherra. Jóhann Einvar&sson, alþ.m. Almennar umræður. Sveitarstjórnarkosningarnar 1990. Sigurður Geirdal, framkvæmdastjórl Framsóknar- flokksins. Almennar umræður. Laganefnd - afgreiðsla. Kosningar. önnur mál. Þingslit. — 15.00 16.00 16.30 17.00 18.00 Húnvetningafélagið Félagsvist verður spiluð á laugardag 28. okt. kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Einsöngstónleikar í Norræna húsinu Sunnud. 29. okt. kl. 17:00 halda tveir sænskir tónlistarmenn tónleika í Norræna húsinu. Þetta eru tenórsöngvarinn Per Waldheim og píanóleikarinn Harriet Percy. Á efnisskránni eru sönglög eftir Grieg, Sibelius, Nordqvist, Rangström, Sjögren, Brahms, Schuben, Rossini, Mascagni og fleiri tónskáld. Per Waldheim er fæddur 1948. Hann stundaði söngnám jafnhliða hagfræði- námi. Arið 1972 var hann ráðinn við Borgarleikhúsið í Malmö og frá 1977 hefur hann sungið við Konunglegu óper- una í Stokkhólmi. Per Waldheim hefur haldið tónleika víða í Svíþjóð og í Noregi og í Bandaríkjunum. Samstarf þeirra Harriet Percy hefur varað í tólf ár. Hún stundaði píanónám m.a. hjá de Frumerie. Hún hefur leikið bæði með hljómsveitum, kammersveitum og haldið einleikstón- leika. Þau eru að koma úr hljómleikaferða- lagi um Bandaríkin að þessu sinni og halda aðeins þessa einu tónleika hér. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn. Sýningar í Norræna húsinu I anddvri: Öðruvísi fjölskyldumyndir. Ljósmyndasýning frá Ljósmyndasafninu í Óðinsvéum. í sýningarsal: Björg Þorsteinsdóttir - olíukrítarmyndir og vatnslitamyndir. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun, sunnudag. Kl. 14:00- frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. Athugið: Munið skáldakynninguna um I'orberg Þórðarson þriðjudaginn 31. október kl. 15:00 að Rauðarárstíg 18. Allir velkomnir. Skaftfellingar Félagsvist verður í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudag 29. okt. kl. 14:00. Stjórnin Dagsferð F.Í. sunnud. 29. okt. Kl. 13:00 HöskuldarveUir - Trölla- dyngja. Leiðin liggur suður með sjó þar til komið er að afleggjaranum til Hösk- uldarvalla hjá Kúagerði. Trölladyngja er lág hæð austur af Höskuldarvöllum. Létt gönguferð í fallegu landslagi. Farmiðar við bíl. (800 kr.) Frítt fyrir börn að 15 ára aldri. Næsta myndakvöld verður miðvikud. 8. nóv. í Sóknarsalnum, Skipholti 50A. Ferðafélag Islands Kvikmyndasýning MÍR: „Venjulegur fasismi" Kynningu MÍR á verkum sovéska kvik- myndaleikstjórans Mikliaíls Romm lýkur í bíósal félagsins, Vatnsstíg 10, sunnud. 29. október kl. 16:00 með sýningu á hinni frægu mynd Romms „Venjulegur fas- ismi" frá 1965. í myndinni er sagt frá fasismanum, upphagi hans og þróun, og er myndin að verulegu leyti sett saman úr efni sem fannst f kvikmyndasöfnum f Sovétríkjunum og víðar, en einnig brugð- ið upp svipmyndum frá miðjum sjöunda áratugnum. Allt er þetta efni tengt saman með texta sem Romm talar sjálfur inn á myndina. Eintak það sem sýnt er i MÍR er talsett á ensku. Bðm og bækur í Blindrabókasaf ni í dag, laugardaginn 28. október kl. 14:00, verður haldin bókmenntakynning fyrir börn í Blindrabókasafni íslands að Hamrahlíð 17. Danski rithöfundurinn H.C. Andersen verður kynntur. Keld Gall Jörgensen lektor fjallar um skáldið og verk hans og Gfsli Halldórsson leikari les úr verkum hans. Listmunauppboð ásunnudagskvðld 23. listmunauppboð Gallerí Borgar í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. verður haldið að Hót- el Borg sunnud. 29. október og hefst kl. 20.30. Uppboðsverkin verða sýnd laugardag og sunnudag kl. 14:00-18:00. Þeir sem ekki sjá sér fært að vera viðstaddir sjálft uppboðið geta skilið eftir forboð hjá starfsfólki Gallerí Borgar. „Varðmenn" kallar Kristín þetta verk sitt Kristín ísleifsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum • Vesturf orsal Kristín ísleifsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í VEsturforsal Kjarvalsst- aða. Á sýningunni verða u.þ.b. 80 skálar, vasar og ílát, sem unnin hafa verið í leir á síðast liðnum tveimur árum. Form verkanna eru í flestum tilfellum tilvísun til hluta, sem ekki hafa verið notaðir í daglegu lífi. Kristín er fædd í Reykjavík 1952. Hún útskrifaðist frá Listiðnar- og hönnunar- deild Tokyo Designers College 1979. Hún hefur haldið einkasýningar í Reykja- vík og Tokyo og tekið þátt í samsýningum á íslandi, Norðurlöndum, Italíu og Japan. Sýningin er opin alla daga kl. 11:00- 18:00 og stendur til 12. nóvember. Sveinn sinum. við eitt af verkum (Túnamynd Ámi Bjama) Sýning Sveins Bjömssonar á Kjarvalsstöðum Sveinn Björnsson listmálari opnaði sýningu á verkum sínum um helgina. Hann hefur áður haldið margar málverka- sýningar, bæði hér heima og erlendis. Að þessu sinni sýnir Sveinn bæði vatns- litamyndir, keramik og fleira á Kjarvals- stöðum, en hann hefur verið þekktastur fyrir málverk sín. Sýning Sveins Björnssonar að Kjarvals- stöðum stendur til 12. nóvember. Sýning í Gallerí List Jónfna Magnúsdóttir, Ninný, opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí List, Skipholti 50B, laugardaginn 28. október kl. 15:00. Jónina Magnúsdóttir er fædd 1955 í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Myndiista- og handiðaskóla íslands 1978. Hún hefur einnig stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og á árunum 1983-'87 stund- aði hún nám hjá dönsku listakonunni EUy Hoffmann. Þetta er önnur einkasýning Jónfnu, en hún hefur áður sýnt í Danmörku. Auk þess tók hún þátt í IBM sýningunni „Myndlistamenn framtfðarinnar" á Kjar- valsstöðum 1987. Myndirnar á sýningunni eru unnar á flísar með postulfnslitum, olíu á striga og krít á pappír. Sýningin verður opin daglega kl. 10:30- 18:00, laugardaga ogsunnudaga kl. 14:00- 18:00. Sýningunni lýkur 5. nóvember. Laus staða Staða löglærðs fulltrúa við embættið er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember n.k. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. 27. október1989. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasaafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. Frá Rangæingafélaginu Rangæingafélagið heldur sinn árlega kirkjudag í safnaðarheimili Bústaða- kirkju sunnud. 28. október. Sameiginleg kaffidrykkja að lokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 14:00. Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Messa kl. 14:00. Ættingjar Jóels Fr. Ingvarssonar, fyrrv. meðhjálpara kirkjunnar, afhenda páskahökul að gjöf. Sr. Valgeir Ástráðs- son, dóttursonur Jóels, prédikar. Kirkjukaffi í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu, eftir messu. Sr. Gunnþór Ingason Dr. Uri Davis flytur háskólafyrirlestur Dr. Uri Davis flytur opinberan fyrir- lestur í boði félagsvísindadeildar H.f. mánudaginn 30. október og hefst hann kl. 17:15 í stofu 101 ¦ Odda. Dr. Davis hefur kennt við ýmsa há- skóla, síðast háskólann í Exeter og hefur enn tengsl við þann skóla (Honors Res- earch Fellow). Nú er hann forstöðumaður ráðgjafastofnunar „The Jerusalem and Peace Service". Dr. Davis hefur skrifað fjölda greina og bóka. Fyrirlesturinn nefinist: The Isracli Palestinian Conflict: Possibilities for a Peaceful Solution based on Principles of Western Democracy. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum heimill aðgangur. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir i Ásmundarsal Aðalheiður Valgeirsdóttir opnar sýn- ingu á grafík- og þurrkrítarmyndum sín- um í Ásmundarsal, Freyjugötu 41 í Reykjavfk, laugardaginn 28. október. A sýningunni eru 36 verk, 15 þurrkrít- armyndir og 21 dúkrista. verkin eru 511 unnin á þessu ári. Aðalheiður er fædd 1958, laugk stú- dentsprófi frá MH1978 og prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Islands, graffkdeild 1982. Þetta er fyrsta einkasýning Aðal- heiðar, en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 12. nóvember og verður opin kl. 14:00-20:00 alla sýningar- dagana. Valgerður Bergsdóttir sýniriNÝHOFN Valgerður Bergsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn28. októberkl. 14:00-16:00. Valgerður er fædd f Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum f Reykjavík 1%3 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1966- '69 og 1971-73. Einnig við Statens kunst- industri- og haandværkerskole í Oslo 1969-'71. Á sýningunni í Nýhöfh eru stórar blýtéikningar á pappír, flestar unnar á þessu ári og að hluta til í Listamiðstöðinni Sveaborg við Helsinki, þar sem Valgerður dvaldi í sumar. Valgerður hefur haldið nokkrar einka- sýningar, síðast f Gallerí Svart á hvítu í Reykjavík 1988 og þar áður f Stúdíói Listasafnsins í Abo í Finnlandi 1983, þar sem hún var yalin teiknari mánaðarins. Valgerður var fulltrúi íslands á Norræna teiknitriennalnum í Svíþjóð í ágúst sl. Hún hefur auk þess tekið þátt f fjölda samsýninga, bæði hér heima og erlendis. Valgerður fékk 6 rhánaða starfslaun frá fslenska rfkinu á þessu ári. Sýningin, sem er sölusýning, er opin kl. 14:00-18:00 um helgar og kl. 10:00-18:00 virka daga. Henni lýkur 15. nóvember. /;• -,-ÍTí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.