Tíminn - 03.11.1989, Page 10

Tíminn - 03.11.1989, Page 10
10 Tíminn Föstudagur 3. nóvember 1989 DAGBÓK Ein af myndum Gudbjarts á sýningunni í Slunkaríki. Guðbjartur Gunnarsson sýnir grafík í Slunkaríki á ísafirði Laugard. 4. nóvemberopnarGuðbjart- ur Gunnarsson sýningu á grafískum myndum í Slunkaríki á Isafirði. Sýningin stendur til sunnudagskvölds 19. nóvent- ber. Myndirnar á sýningunni eru ýmis hrein- ar grafíkmyndir, eða unnar með bland- aðri tækni. Töluverður hluti ntyndannacr af Vestfjörðum, en þar er Guðbjartur fæddur og upp alinn. Guðbjartur lauk almennu kennaraprófi og prófi í myndmennt og stundaði kennsluslörf um árabil. Hann tók há- skólapróf í uppeldis- og fjölmiðlafræðum í Bandaríkjunum og hefur fengist viö kvikmyndagerð og fleira í tengslum viö fjölmiðla í meira en tvo áratugi. Hann hefur tekið þátt í samsýningu Félags íslenskra myndlistamanna og haldið þrjár einkasýningar, þá stærstu í Listasafni alþýðu í fyrra, en þá seldust á annað hundrað myndir. Myndirnar á sýningunni í Slunkaríki eru allar til sölu. Guðbjartur Gunnarsson verður við- staddur í Slunkaríki þessa fyrstu hclgi sýningarinnar. Myndlistarsýning á Landspítalanum Helgi Jónsson sýnir vatnslitamyndir á göngum spítalans frá 14. október til 11. nóvember nk. Helgi er fæddur 1923 og byrjaði snemma að fást við myndlist. Naut hann um skeiö tilsagnar Kristins Péturssonar. var í Myndlistaskóla Félags íslenskra frístundamálara (síðar Myndlistaskóla Reykjavíkur) á fyrstu árum skólans og hcfir á síðari árum veriö þar nemandi í ýmsum greinum. Þingvallamyndir í Safni Ásgríms Jónssonar í Safni Ásgríms Jónssonar viö Berg- staðastræti hefur veriö opnuö sýning á myndum Ásgríms frá Pingvöllum. Á sýningunni eru 25 verk, aðallega vatns- litamyndir, en einnig nokkru oiíumál- verk. Eru nær öll verkin úr listaverkagjöf Ásgríms sem nú er sameinuð Listasafni íslands. Sýningin á Pingvallamyndum Ásgríms stendur fram í febrúar á næsta ári og er opin um helgar og á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 13:30- 16:00. Hlutavelta og kaffihlaðborð Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík stend- ur fyrir hlutaveltu og kaffihlaðboröi laug- ardaginn 4. nóvember í Húnabúð, Skeif- unni 17 og hefst kl. 14:30. Tekið er á móti kökum og munum á föstudagskvöld eftir kl. 20:00 og á laugar- dagsmorgun frá kl. 10:00. i~ a «nr 34. kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi-eystra Haldið á Hótel KEA, Akureyri 11. nóv. 1989 Dagskrá: Kl. 9.00 Setning. Skýrsla stjórnar og reikningar. Kl. 10.00 Ræður þingmanna. Lögð fram stjórnmálaályktun. Almennar umræður. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Kosningar. Kl. 13.30 Sér mál þingsins: Umhverfismál og náttúruvernd. Framsögumenn: Jón Sveinsson aðst.m. forsætisráðh. Hermann Sveinbjörnsson aðst.m. sjávarútv.ráðh. Kl. 16.00 Ávörp gesta. Kl. 16.30 Afgreiðsla mála. Úrslit kosninga. önnur mál. Kl. 18.30 Þingslit. Kl. 20.00 Kvöldskemmtun á Hótel KEA. Sveinsson Hermann Sveinbjörnsson Guðmundur Bjarnason JóhannesGeir Sigurður Gissur Sigurgeirsson Geirdal Pétursson Sunniendingar Almennur fundur um umhverfismál verður haldinn fimmtudaginn 9. nóv. kl. 21.00 í Inghól, Selfossi. Frummælandi verður Júlíus Sólnes, verðandi umhverfismálaráð- herra. Hann mun m.a. kynna starf og umfang væntanlegs umhverfis- ráðuneytis. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Árnessýslu. Árnesingar Lokaumferð í 3ja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu, verður á Borg föstudaginn 10. nóv. kl. 21.00. Allir velkomnir. Stjórnin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Gallerí Borg: Sýning Þórðar Hall Póröur Hall sýnir teikningar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Sýningin er opin virka daga kl. 10:00- 18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Henni lýkur þriðjudaginn 14. nóvembcr. Sýningar á Kjarvalsstöðum Nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýn- ing í boði Listasafns Reykjavíkur á verk- um norska málarans Arvid Pettersen í austursal. í vestursal Kjarvalsstaða sýnir Sveinn Björnsson málverk og höggmyndir. í vesturforsal sýnir Kristín Ksleifsdóttir ný verk. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingastofan opin á sama tíma. Árni Páll sýnir í GALLERISÆVARS KARLS Föstudaginn 27. október opnar Árni Páll myndlistarsýningu í Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9.' Árni Páll er fæddur í Stykkishólmi 1950. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í SÚM 1976. Árni Páll hefursíðan haldið eina eða fleiri sýningar á ári, einn og með öðrum, heima og heiman. Sýningin stendur til 24. nóvember og cr opin á verslunartíma, kl. 09:00-18:00. Málverkasýning í HAFNARB0RG ( Hafnarborg, menningar-oglistastofn- un Hafnarfjarðar stendur nú yfir sýning á verkunt i eigu safnsins. Á sýningunni eru olíumálvcrk og vatnslitamyndir eftir m.a. Kjarval, Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur, Júlí- önu Sveinsdóttur, Jón Engilberts og Svein Þórarinsson. Sýningin er opin kl. 14:00-19:00. Sýn- ingunni lýkur mánudaginn 6. nóvember. Sjailinn á Akureyri: K0MDU í KVÖLD Föstudaginn 3. nóvember verður dæg- urlagahátíöin KOMDU í KVÖLD sýnd í Sjallanum. Sýning þessi er til heiðurs Jóni Sigurös- syni bankamanni, sem verið hefur í sviðsljósi íslenskrar dægurlagatónlistar í fimmtíu ár. Par koma fram söngvarar svo sem Ellý Vilhjálms, Puríður Sigurðar- dóttir, Pálmi Gunnarsson, Porvaldur Halldórsson, Hjördís Geirsdóttir og Trausti Jónsson, en hann er sonur Jóns Sigurðssonar. Kynnir á sýningunni er útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Bjarni Dagur Jónsson. Hljómsveit Ingimars Eydal sér um undirleik í sýningunni og leikur síðan fyrir dansi. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningin „Málmverk og aðföng“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, Laug- arnestanga 70, er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14:00-17:00 og öll þriðju- dagskvöld kl. 20:00-22:00. Laugardagsganga Hana nú Laugardagsganga Hana nú í Kópavogi er á morgun. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Nýlagaðmola- kaffi. Basar Kvenfélagsins Hringsins Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík heldur sinn árlega handavinnu- og köku- basar sunnudaginn 5. nóv. kl. 14:00 í Fóstbræðra-heimilinu við Langholtsveg. Par verður til sölu mikið úrval af ágætum jólagjöfum og alls konar kökum á góðu verði. Ennfremur verða til sölu ný og mjög falleg jólakort félagsins. Svo sem jafnan áður rennur allur ágóði til líknarmála barna. Félagskonur vilja hvetja borgarbúa til að Ijá þessu málefni lið, svo að enn megi bæta aðbúnað sjúkra barna. Fundur Ættfræðifélagsins Almennur félagsfundur veröur haldinn í Ættfræðifélaginu föstudaginn 3. nóv. kl. 20:30 að Hótel Lind. Rauðarárstíg 18 í Reykjavík. Húsið opnað kl. 20:00. Margareta „T0SCA“ Havarinen og Collin Hansen halda tónleika Laugardaginn 4. nóv. kl. 14:30 verða á vegum Tónlistarfélagsins tónleikar í ís- lensku óperunni. Þar mun hin finnsk-rúss- neska sópransöngkona Margareta Haver- inen og eiginmaður hennar, Collin Han- sen píanóleikari, flytja lög eftlr Brahms. Duparc, Liszt og Tshaikovsky. Fyrir fimm árum söng Margareta fyrir fullu húsi áheyrenda í Austurbæjarbíói og heillaöi áhcyrendur. Sl. vetur var sýndur þáltur um söngkonuna, sem vakti athygli og hrifningu. Margareta mun dvelja hér á landi næstu vikur, því hún mun syngja titilhlut- verkið í „Tosca" eftir Puccini, sem ís- lenska óperan og Norska óperan vinna saman að og verður sett upp um miðjan mánuðinn. Miðasala á tónlcikana er í íslensku óperunni. „Opið hús“ í MÍR laugard. 4.nóv. í tilefni þjóðhátíðardags Sovétríkjanna og 72 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi verður „OPIÐ HÚS“ í félags- heimili MlR, Menningartengsla (slands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10, laugard. 4. nóvember. Húsið verður opnað kl. 14:00 og síðan verða fjölbreytt dagskráratriði fram eftir degi, M.a. flytur Leoníd Vakhtin, fulltrúi í sovéska sendiráðinu, spjall og situr fyrir svörum um perestrojku og nýjustu við- horf í Sovétríkjunum. Sýndarverðastutt- ar kvikmyndir, efnt tii hlutaveltu, haldinn basar og að sjálfsögðu verður kaffi á boðstólum og nýbakaðar vöfflur. Aðgangur er öllum heimill. 111111111111 ÁRNAÐ HEILLA ÍlllllllllllllllllllU Sjötugur: Jón Guðmundsson Sjötugur er í dag vinur og frændi, Jón Guðmundsson bóndi í Fjalli á Skeiðum. Þar er hann fæddur og uppalinn, þangað kom hann aftur til búskapar að loknu árangursríku námi og þann garð hefur hann gert víðkunnan fyrir góð verk sín. For- eldrar Jóns voru þau Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverja- hreppi, sonur þeirra Lýðs hrepp- stjóra þar Guðmundssonar og Aldís- ar Pálsdóttur frá Brúnastöðum, og Ingibjörg Jónsdóttir oddvita í Holti í Stokkseyrarhreppi Jónssonar. Var Ingibjörg af Bergsætt en Guðmund- ur af Víkingslækjarætt og rek ég ekki ættir þessar lengra; þær er báðar að finna í góðum bókum, Foreldrar Jóns bjuggu stóru búi í Fjalli. Börnin voru mörg og var þar alltaf fjölmennt í heimili. Guðmund- ur var mjög framfarasinnaður maður og er mælt að mest hafi um hann munað er lántökur hófust vegna gerðar Skeiðaáveitunnar. Að áliti okkar Jóns hefur þeirri framkvæmd verið úthúðað að mikilli ósekju. Engan veginn sýndist hún gróðaveg- ur í upphafi. En Skeiðamenn lærðu þaðan í frá að vinna saman að mörgum öðrum framfaramálum: ræktun, öflun kalda vatnsins og virkjun þess heita. Og Guðmundur í Fjalli hafði fleiri járn í eldinum. Hann rak fyrsta sauðfjárkynbótabú- ið í Árnessýslu í upphafi aldarinnar og komst langt í hrossarækt og átti afburða reiðhesta. Ekki veit ég hvort hugur Jóns hefur nokkurn tímann hvarflað í alvöru frá Fjalli. En í skóla fór hann og sat fyrst í yngri og eldri deild Laugarvatnsskóla 1937-1939 og lauk þaðan héraðsskólaprófi vorið 1939. Dreif hann sig síðan beint á Sam- vinnuskólann og lauk samvinnu- skólaprófi 1941. Bóndi hefur hann verið í Fjalli frá 1944, lengi í félags- búi með systkinum sínum. Var Lýð- ur bróðir hans alltaf í búskap með honum uns hann lést fyrir um áratug. Á móti þeim systkinum bjuggu mág- ur þeirra, Valdimar Bjarnason frá Hlemmiskeiði, og Guðfinna systir þeirra og nú sonur þeirra, Bjarni Ófeigur Valdimarsson. Er búskapur þar með miklum myndarbrag svo tryggt er að þessi vildisjörð verður ennþá lengi vel setin. Jón í Fjalli menntaðist í Banda- ríkjunum á þann hátt að hann fór Fjalli á Skeiðum þangað árið 1951 til landbúnaðar- náms á vegum Efnahagssamvinnu- stofnunar Bandaríkjanna. Hann kom heim með ágæta enskukunnáttu og hefur haldið henni vel við með utanferðum til Bandaríkjanna og Kanada. í íslendingabyggðir þar vestra hefur hann komið þrisvar til fjórum sinnum og rækt þar frænd- semi við ættingja sína af Víkings- lækjarætt. Hann hefur í ættarfylgju að unna sagnfræði og fróðleik um íslendinga og á ágætt bókasafn um þau efni. Margt liggur nú þegar eftir hann í ritstörfum og má fyrst nefna þátt um ferjur og vöð á stórám á Suðurlandi er hann birti í safnriti Bjarna Bjarnasonar á Laugarvatni, Suðra I. Þá ritaði Jón merkan þátt um Skeiðahrepp í bókina Sunn- lenskar byggðir I og má einnig segja að kjölinn hafi hann lagt að því ritverki því hann sat í ritnefnd Sunnlenskra byggða, tilnefndur af Búnaðarsambandi Suðurlands úr hópi Árnesinga. Þessar vikurnar er verið að leggja síðustu hönd á þriðja ritverkið sem Jón stendur að, bókina „Flóabúið", sögu Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár, sem út kemur þegar Flóabúið verður sextugt í desember. Reyndar lagði Jón grunninn að því verki fyrir um aldarfjórðungi er hann rifjaði upp forsöguna og fyrstu árin ásamt frænda sínum, Sigurgrími Jónssyni í Holti. í þessari prentuðu bók á Jón drjúgan þátt í fyrri hlutanum og mestalla stofnsöguna. Hann hefur og setið í ritnefnd bókarinnar og lagt þessu ritverki allt lið sitt. Hann er tengdur Mjólkurbúi Flóamanna á þann veg að hann hefur endurskoð- að reikninga þess í rúman áratug og fylgst með búinu alla ævi sína. En Guðmundur í Fjalli hafði einmitt forustu um það að Skeiðamenn gengu í búið á fyrsta starfsári þess. Veiðimál hafa Jóni í Fjalii verið hugleikin lengi. í Fjalli má veiða vel á úthallandi sumri og gekk Jón vel fram í því frá unga aldri. Hann hefur verið formaður Veiðiréttareigenda- félags Suðurlands frá stofnun þess 1969 og frá 1972 hefur hann setið í stjórn Veiðifélags Árnesinga. Eitt er nú ótalið: Jón hefur setið á Kirkju- þingi um skeið sem fulltrúi leik- manna og er ritari Kirkjuþings. Veit ég ekki nóg um þau störf til að fjalla um hér, enda er það þinghald fyrir vestan Heiði. En hitt veit ég að Jón hefur verið öruggur liðsmaður Skál- holtsskóla og stutt uppbyggingu staðarins þar. Og rennur þar honum blóðið til skyldunnar, sóknarbarn Skálholtskirkju fyrrum, og eins hafði Fjall sjálft fyrr á öldum verið eign Skálholtsstóls. Jón í Fjalli hefur næmt skopskyn en flíkar því lítt. Hann vill engan mann særa. En samt á hann mikið safn góðra sagna og fékk ég eitt sumar að yfirlíta þessar sögur þar sem þær voru hist og her í dagbókum hans til margra ára. Sumt af þessu er of gott til að vera nokkru sinni birt. Þær sögur urðu þó eftir hér í Sandvík, þannig er gangur lífsins á öllum öldum. Bændur nöppuðu sög- ur hver frá öðrum og afrituðu og hér á heimili liggur eftir Fjallsbók. Par í er nærfærnasta lýsingin á olnboga- presti Skeiðamanna, séra Brynjólfi á Ólafsvöllum, en hann var í vinskap við Fjallsheimilið öðrum fremur. Þá sögu kemst Jón ekki hjá að birta um síðir. Þessi orð verða ekki fleiri og finnst Jóni nú nóg komið. Oft hafa fundir okkar legið saman en það verður ekki í dag. Jón verður þá líklega í Reykjavík hjá vinum sínum en ég austur á Höfn í Hornafirði. Það verður þá Vík mitt á milli vina. En Jóni þakka ég langa vináttu og mikla frændsemi er hann hefur rækt við mitt heimili. Páll Lýðsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.