Tíminn - 03.11.1989, Síða 14

Tíminn - 03.11.1989, Síða 14
14 Tíminn Föstudagur3. nóvember 1989 Kolanámaverkamenn í Vorkula eru nú aftur komnir í verkfall, Gorbatsjof til mikillar hrellingar. FRETTAYFIRLIT OSLO - Norskur togari fékk sovéskan kafbát í trollið þar sem togarinn var á veiðum í Barentshafi, þar sem lítið ann- að en kafbáta er nú að fá eftir hrun í fiskistofnum þar. Er þetta í annað sinn á þremur mánuðum sem norskur togari fær þann stóra í trollið. Varn- armálaráðherra Noregs sagði að togarinn hefði krækt í sov- éskan Foxtrott kafbát, en slíkir kafbátar eru ekki kjarnorku- knúnir. Enginn slasaðist en varpan er ónýt. / SÞ - Javier Perez de Cuellar aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði að fréttir um að skærulið- ar SWAPO hefðu haldið í hóp- um inn fyrir landamæri Nam- ibíu væru falskar. Sagði hann stjórnvöld í Suður-Afríku vita það, en þau kvörtuðu við Ör- yggisráðið vegna meintra ólög- legra liðsflutninga skæruliða. Martti Ahtisaari hinn finnski yfirmaður friðargæslusveita SÞ í Namibíu sagði að kvörtun stjórnvalda í Suður-Afríku hefði vakið gífurlegan ótta í Namibíu. JÓHANNESARBORG- Nelson Mandlea blökku- mannaleiðtogi sem verið hefur í fangelsi í Suður-Afríku frá því árið 1962 mun verða leystur úr haldi í janúarmánuði. Frá þessu skýrði háttsettur emb- ættismaður ríkisstjórnar hvíta minnihlutans. DAMASKUS - Hafes al- Assad forseti Sýrlands leitaði stuðnings leiðtoga tveggja vopnaðra samtaka múslíma f Líbanon við friðaráætlun Ar- ababandalagsins sem miðar að því að binda endi á 14 ára borgarastyrjöld í Líbanon. JERÚSALEM - Banda- ríkjamenn hafa boðið ísraelum neitunarvald á vali fulltrúa Pal- estínumanna í samninganefnd Palestínumann, ef Israelarfall- ast á friðaráætlun Bandaríkja- manna. Með því má ætla að Palestínumenn muni hafna áætluninni. LONDON - Ford bífreiða- verksmiðjurnar hafa keypt hið breska Jagúarbifreiðafyrirtæki og vona Bretarnir að vegur Jagúarbifreiða munu aukast að nýju undir stjórn Ford. Kolanámaverkamenn í Vor komnir í verkfall þrátt fyrii Verkföllin hófust á miðvikudi fætur annarri vegna þess. í gæi á svæðinu lokast og jafnvel bi þremur sem opnar voru í gærkvt kuta í Síberíu eru enn á ný r verkfallsbann stjórnvalda. ig og lokaðist hver náman á r höfðu tíu af þrettán námum iist við að verkamenn í þeim :ldi mæti ekki til vinnu í dag. Reyndar höfðu verkamenn í einni kolanámunni, þeirri stærstu, verið í verkfalli frá því á föstudag í síðustu viku. í Vorkuta vinna 26 þúsund náma- verkamenn í hinum mikilvægu kola- námum. Krefjast þeir þess aðstjórn- völd sjái til að neysluvörur þær sem námaverkamönnunum var lofað í svipuðum verkföllum í sumar, yrðu þegar sendar til Vorkutu, en lítið hefur sést af vörunum þrátt fyrir loforðin. Verkföllin í sumar kostuðu sov- éskt efnahagslíf 3,7 milljarða rúblna og höfði því hrikaleg áhrif á efna- hagslífið sem var mjög illa statt fyrir. Þau verkföll voru meðal annars kveikja þess að verkföll námaverka- manna og verkamanna við sovésku járnbrautirnar voru bönnuð. Lev Voronin fyrsti varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna kom fram í sovéska sjónvarpinu á miðvikudags- kvöld og hvatti námaverkamennina til að hefja afturstörf. Sagði hann að vcrkföllin myndu skaða verkamenn og bændur vítt og breitt um Sovét- ríkin. Upplýsti hann að stjórnvöld hafi þegar cytt einum milljarði rúblna til að uppfylla fyrri kröfu verkamannanna. Þrátt fyrir þess áskorun Voronins Itéldu verkfallsmenn ótrauðir áfram verkfalli sínu og bættust þúsundir við í gær. Talsmaður verkfallsmanna í Vor- kuta sagði í gær að námaverka- mennirnir hefðu ekki fengið þær Ríkisstjórn Sandínista í Níkar- agva var ekki að eyða tímanum í aðgerðarleysi eftir að hún batt endi á vopnahlé það sem ríkt hefur í landinu í nítján mánuði. Nokkrum klukkustundum eftir að Daniel Or- tega forseti landsins hafði skýrt frá því að Sandínistastjórnin myndi ekki framlengja vopnahléð, þá skýrði talsmaður varnarmálaráðuneytisins að stjórnarherinn hefði hafið undir- búning hernaðaraðgerða gegn skæruliðum Kontra víðsvegar um Níkaragva. - Við munu hefja aðgerðir á nokkr- um svæðum landsins. Við munum leita uppi og uppræta hersveitir Kontra sem ráðist hafa á okkur og myrt bændur okkar, sagði Rosa Paso talsmaður varnarmálaráðu- neytisins við fréttamenn í gær. Samhliða þessu skýrðu Sandínist- ar frá því að Kontrar hefðu myrt fjóra bændur í gær og sjö þriðjudag. Hefur ríkisstjórnin í Níkaragva sak- auka matarsendingar sem lofað var í sumar. í Úkraínu lögðu námaverkamenn niður vinnu um stundarsakir á mið- vikudag til að vara stjórnvöld við. Vinna var þar með eðlilegum hætti í gær, en námaverkamennirnir hóta vcrkfalli verði ekkert að gert og það snarlega. Kolaiðnaður í Sovétríkjunum hef- ur langt í frá jafnað sig á verkföllun- um í sumar og mistókst rúmlcga helmingi kolanámafyrirtækja að vinna upp í áætlaöan kolakvóta fyrstu níu mánuði ársins. Má kola- iðnaðurinn ekki við fleiri áföllum. Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna hefur að undanförnu varað verkamenn við að skapa óróa þar sem það geti stefnt umbótastefnu hans í hættu. Því má búast við að stjórnvöld grípi til örþrifaráða breið- ist verkföll út. Þó stjórnvöld í Sovétríkjunum legi hart að verkamönnum að hætta verkfalli þá var sjónarmiði náma- verkamannanna í Vorkuta lýst í að skæruliða Kontra um að hafa fellt nærri sjötíu manns á hálfum mánuði og eru árásir Kontra sagðar orskök þess að vopnahléið var ekki framlengt. Viðbrögð helstu leiðtoga Kontra- liða hafa verið sú að skipa mönnum sínum að forðast átök við stjórnar- herinn í lengstu lög, en verja sig þó ef á þá verður ráðist. Fullyrða þeir að Sandínistar hafi verið að vígbúast undanfarna daga og að sveitir stjórn- arhersins hafi þegar gert árás á stöðvar Kontraliða. -Sandínistar munu greiða mjög háan toll stjórnmálalega með þessari hernaðarsókn sinni og við munum ekki bregðast hernaðarlega við. Hin- ir 4000 vopnuðu Kontrar sem eru innan landamæra Níkaragva munu vera varkárir á næstunni, haldi til fjalla og forðast vegina, sagði Luis Fley talsmaður Kontraliða í gær. -Við sem erum í Hondúras mun- dagblaðinu Komsomolskaya Pravda í gær. „Af hverju eru námaverka- mennirnir í verkfalli? Þeir eru í verkfalli vegna þess að þeir lifðu við óbærileg skilyrði sem enn hafa versnað, vegna þess að þeir hafa enga von. Vegna þess að þeir eru að missa heilsuna án þess að fá nokkra umbun, hvorki siðferðislega né efna- hagslega. Vegna þess að vinnan er launuð með auknum peningagreiðsl- um sem ekki geta nýst þeim á nokkurn hátt. Þeir geta ekki einu sinn keypt sér þak yfir höfuðið" sagði í grein blaðsins. Þá bætti blaðið við að bærinn Vorkuta væri enn nátengdur sögu sinni, en bærinn var byggðist kring- um eina af stærstu þrælkunarvinnu- búðum sem í gangi voru á Stalíntím- anum. „Hugmyndafræði aðkilnaðar, þeirra sem gætt er og þeirra sem gæta, er enn á lífi hjá nær hverjum einasta íbúa Vorkuta" var ritað í Komsomolskaya Prava í gær. um halda til í búðum okkar og bíða þess hver þróunin á stjórnmálasvið- inu verður, bætti hann við. Stjórnarandstaðan í Níkaragva segir að hernaðaraðgerðir Sandín- istastjórnarinnar séu einungis til þess ætlaðar að eyðileggja þær frjálsu kosningar sem fram eiga að fara í landinu í febrúarmánuði í samræmi við friðarsamkomulag forseta Mið- Ameríkuríkja. Segja þeir að þar sem Sandínistar hafi komið illa út í skoðanakönnunum að undanförnu hyggist þeir ætla að halda völdum á þennan máta. Reyndar hefur Daniel Ortefa for- seti Níkaragva varað Bandaríkja- menn við því að ef þeir ykju á stuðning sinn við Kontraliða, þá myndi það stefna friðarsamkomu- laginu og kosningunum í febrúar í hættu. Reyndar sagði hann einnig að Sandínistar væru reiðubúnir til vopnahlés ef Kontrar hættu hernaði A-Þýskaland: Ör gerjun Það er ör gerjun í austurþýskum stjórnmálum þessa stundina. Þrír menn sem verið hafa áberandi í austurþýskum stjórnmálum sögðu af sér í gær á sama tíma og hin opinberu verkalýðssamtök landsins kusu sér nýjan formann. Þá voru landamærin að Tékkóslóvakíu opn- uð að nýju og notuðu átta þúsund manns tækifærið til að yfirgefa Austur-Þýskalands. Höfðu þrettán hundruð þeirra knúið dyra sendi- ráðs Vestur-Þýskalands í Prag og æskt þess að fá vesturþýskt vega- bréf til að komast til Vesturlanda. Á meðan þessu stóð hélt Egon Krenz hinn nýi leiðtogi Austur- Þýskalands í eins dags heimsókn til Póllands þar sem hann hugðist ræða umbótastefnu við Samstöðu- manninn Tadeuz Mazowiecki for- sætisráðherra Póllands, en hann er fyrsti forsætisráðherrann í austan- tjaldsíkjunum í 40 ár sem ekki er kommúnisti. Egon Krenz var reyndar í Moskvu á þriðjudaginn þar sem hann hitti Mikhaíl Gorbatsjof að máli og ræddi við hann um um- bótastefnuna í Sovétríkjunum. Hrósaði Krenz Gorbatsjof og stefnu hans mjög við það tækifæri og sagðist aldrei hafa verið harð- línumaður. Þá vakti það athygli að í austur- þýsku tímariti birtist grein þar sem fjallað var jákvæðum orðum um Vorið í Prag og innrás Varsjár- bandalagsins sem kramdi þá lýð- ræðishreyfingu var fordæmd. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert í austurþýskum fjölmiðlum. Eins og fyrr sagði sögðu þrír áberandi stjórnmálamenn af sér í gær. Heinrich Homann sem verið hefur leiðtogi Þjóðlega lýðræðis- flokksins frá því árið 1972 sagði af sér embætti formanns vegna þrýst- ings flokksmanna, en flokkurinn hefur stutt kommúnista með ráð og dáð um áratuga skeið. Þá sögðu leiðtogar kommúnistaflokksins í Gera og í Suhl af sér embætti. f verkalýðshreyfingunni var Annelis Kimmel kjörin formaður í stað Harry Tisch sem neyddist til að segja af sér vegna þrýstings verka- manna sem sögðu forystu hinnar opinberu verkalýðshreyfingar ekki hafa staðið vörð um hagsmuni verkamanna. Annelis Kimmel sem er 55 ára gömul hefur leitt Berlínardeild verkalýðshreyfingarinnar frá því árið 1979. Hún er fyrsta konan sem gegnir formennsku í hinni opinberu verkalýðshreyfingu sem hefur níu og hálfa milljón manns innan sinna vébanda. Hún er ekki meðlimur í miðstjórn kommúnistaflokksins. í Níkaragva og sveitir þeirra yrðu afvopnaðar. Bandaríkjamenn hafa harðlega fordæmt ríkisstjórn Níkaragva fyrir að framlengja ekki vopnahléinu eins og gert hefur verið mánaðarlega frá því vopnahlé komst á í mars á síðasta ári. George Bush forseti Bandaríkj- anna vék sér undan þvt' viðtali við útvarpstöð í Bandaríkjunum í gær að svara því hvort hann hygðist fara fram á það við þingið að hefja hernaðarlega aðstoð við Kontra að nýju. Bandaríkjamenn hafa ekki stutt Kontra hernaðarlega frá því í janúarmánuði á síðasta ári, en sent þeim mat og aðrar vistir. Reyndar telja margir að sú ákvörðun Bandaríkjaþings hafi orð- ið til þess að Kontraliðar neyddust að samningaborðinu nokkrum mán- uðum síðar til að semja um vopna-" hlé. Níkaragva: SANNNISTAR UNDIRBÚA HERNAD GEGN KONTRUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.