Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn
Laugardagur 4. nóvember 1989
llllllllllllllll MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllll^
Þórunn Pálsdóttir
Norðurhjáleigu
Fædd 5. september 1896
Dáinn 27. október 1989
Þeim fækkar nú ört sem fæddir
voru á síðustu öld. Hún Þórunn
Páisdóttir húsfreyja í Norðurhjá-
leigu í Álftaveri lést í hjúkrunar-
heimilinu Ljósheimum á Selfossi
hinn 27. október sl. Hún var fædd á
Jórvíkurhryggjum í Álftaveri 5.
september 1896 og var því 93 ára er
hún lést.
Foreldrar Jórunnar voru Páll Sím-
onarson, bóndi í Jórvík, f. 1836 á
Kirkjubæjarklaustri, d. 1906 í Jórvík
og síðari kona hans, Hildur Runólfs-
dóttir, f. 1859 í Skálmarbæ, d. 1925
í Jórvík. Síðari maður Hildar og
fóstri Þórunnar var Böðvar Þorláks-
son, f. 1863 í Mið-Ásum, d. 1930 í
Jórvík.
Þórunn átti 7 hálfsystkini og 4
alsystkini og lifði hún þau öll. Alsyst-
kini Þórunnar voru: Kristján, bóndi
í Skaftárdal, Guðlaug og Símon sem
bjuggu á Mýrum og Guðrún, sem
lést á 1. ári. Þórunn giftist hinn 17.
nóvember 1917, Jóni Gíslasyni síðar
bónda og alþingimsanni í Norður-
hjáleigu, sem fæddur var 11. janúar
1896, dáinn 2. apríl 1975. Þau bjuggu
í Norðurhjáleigu alian sinn búskap.
Jón var sonur hjónanna Gísla Magn-
ússonar hreppstjóra, f. 1862 í Jórvík,
d. 1953 í Norðurhjáleigu og Þóru
Brynjólfsdóttur, f. 1862 í .Hraun-
gerði, d. 1947 í Norðurjáleigu.
Þórunn og Jón eignuðust 13 börn
og eru 12 þeirra á lífi. Þau eru:
Þórhildur, húsfreyja í Kópavogi,
gift Kjartani Sveinssyni frá Vík í
Mýrdal. Þau eiga 5 böm.
Júlíus, bóndi í Norðurhjáleigu,
kvæntur Arndísi Salvarsdóttur frá
Reykjarfirði við Isafjarðardjúp. Þau
eignuðust 8 börn. Gísli, símastarfs-
maður í Mosfellsbæ, kvæntur Svövu
Jóhannesdóttur frá Herjólfsstöðum
í Álftaveri. Þau eiga 3 dætur.
Pálína, húsfreyja í Vestmannaeyj-
um, gift Ragnari Bjarnasyni frá
Norðfirði. Þau eiga 2 dætur.
Böðvar, bóndi í Norðurhjáleigu,
ókvæntur.
Vetrar-
hjólbarðar
Hankook há-
gæðahjólbarð-
ar frá Kóreu á
lágu verði.
Mjög mjúkir og
sterkir.
Hraðar hjól-
barðaskiptingar
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 84844.
Sigurður, bóndi í Kastalabrekku í
Ásahreppi, kvæntur Steinunni
Sveinsdóttur frá Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri. Þau eignuðust 8
börn.
Guðlaug, dó skömmu eftir fæðingu.
Guðlaugur, bóndi á Voðmúlastöð-
um í Austur-Landeyjum, kvæntur
Sæbjörgu Tyrfingsdóttur frá Lækjar-
túni í Ásahreppi. Þau eiga 3 börn.
Jón, vélvirki í Mosfellsbæ, kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur frá Þverspymu
í Hmnamannahreppi. Þau eignuðust
5 syni.
Fanney, húsfreyja á Selfossi, gift
Hergeiri Kristgeirssyni. Þau eiga 4
börn.
Sigrún, húsfreyja á Selfossi, gift
Stefáni Ármanni Þórðarsyni frá Vík
í Mýrdal. Þau eiga 5 börn.
Sigþór, bóndi á Ási í Ásahreppi,
kvæntur Gerði Óskarsdóttur frá
Varmadal á Rangárvöllum. Þau eiga
4 dætur.
Jónas, bóndi í Kálfholti í Ásahreppi,
kvæntur Sigrúnu ísleifsdóttur frá
Ekm á Rangárvöllum. Þau eiga 4
börn.
Svo sem marka má af slíkum
barnafjölda var margt um manninn
í Norðurhjáleigu á búskaparámm
Þómnnar. Hún annaðist líka tengda-
foreldra sína, sem dóu bæði í
Norðurhjáieigu háöldmð. Þómnn
naut þó aðstoðar tengdamóður sinn-
ar við heimilisverkin meðan kraftar
hennar entust.
Gestrini er Álftveringum í blóð
borin og Norðurhjáleiguheimilið var
engin undantekning með það. Eftir-
sótt þótti að koma börnum og ungl-
ingum þangað til sumardvalar og
munu oft hafa verið um 20 manns í
heimili þegar flest var. Má því nærri
geta að mikið hefur verið lagt á
húsmóður á slíku heimili því auk
þess að heimilið var stórt var mikill
gestagangur. Þar var aðsetur oddvita
og hreppstjóra um áratugi og meðan
enn var ferðast á hestum þá gistu
austanmenn á bæjunum í Álftaveri
og þá ekki síður í Norðurhjáleigu en
annars staðar.
Álftaverið liggur að sjó þar sem
hvað flest skipsströnd hafa orðið við
ísland. Oft þurfti að búa heimamenn
til leitar og björgunarstarfa þegar
veður voru vond og fréttir bárust af
strandi. Þá þurfti líka að taka á móti
hröktum sjómönnum sem björguð-
ust og líkum þeirra sem farist höfðu
í sjóslysum. Þetta mæddi á heimilun-
um og jók verkin sem nóg voru þó
fyrir.
ÖIlu þessu tók hún Þórunn með
sama jafnaðargeðinu og hún tók sér
ekki hvíld fyrr en öllum verkum var
lokið og flestir ef ekki allir aðrir
gengnir til náða. Þá kom sér vel
hversu létt hún var í lund og lífsglöð,
en það var hún með eindæmum allt
til hins síðasta.
Þórunn og Jón bjuggu í Norður-
hjáieigu þar til Jón lést árið 1975, en
síðan hefur hún búið þar með Böðv-
ari syni sínum.
Enginn fær umflúið ellina. Á síð-
Frá fjárveitinganefnd Aiþingis:
Viðtalstímar
nefndarinnar
Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undan-
farin ár viðtöku erindum fráfélögum, samtökum og
einstaklingum er varða fjárlög ársins 1990.
Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja
fylgja erindum sínum eftir með viðræðum við
nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á
tímabilinu 9. til og með 17. nóvember n.k.
Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndarinnar,
skulu hafa samband í síma 91-624099 (Alþingi)
eigi síðar en þriðjudaginn 7. nóvember n.k.
Því miður gefst ekki tími til þess að sinna
viðtalsbeiðnum, sem fram kunna að koma síðar
eða að veita viðtöl utan þess tíma, sem að framan
greinir.
asta ári var heilsu Þórunnar svo
komið að hún varð að fara á sjúkra-
stofnun. Hún dvaldist á Ljósheimum
hjúkrunarheimili aldraðra á Selfossi
þar sem hún hlaut góða umönnun.
Auðvitað leiddist henni og hana
langaði heim. Það liggur í augum
uppi að sá sem alla tíð hefur haft
heilsu og aldrei fallið verk úr hendi
verður fyrir áfalli þegar kraftanna
þrýtur, en henni var ljóst að þetta
var ekki um flúið.
Löngu og giftusömu dagsverki er
lokið og það hefur skilið mikið eftir.
Þórunn kveður nú yfir 130 afkom-
endur, sem vonandi halda merki
henni, góðvild, glaðlyndi og iðju-
semi á lofti.
Ég naut þess í nærri þrjá áratugi
að vera samferðamaður Þórunnar
og tel mig hafa haft af því mikið
gagn. Hún horfði til hins bjarta í
tilverunni og lét ekki tálsýnir blekkja
sig. Hún er í hópi hinna ógieyman-
legu sem maður kynnist á lífsleið-
inni.
Blessuð sé minning Þórunnar
Pálsdóttur.
Hergeir Kristgeirsson.
„Af eilífdar Ijósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir. “
Einar Benediktsson
Nú er hún amma mín blessuð
dáin. Og mér er þungt um hjarta er
ég hugsa til þess að hún sé nú horfin
á braut. Að hún amma í „Hjáleig-
unni“ sé ekki lengur til, er einhver
fjariæg fullyrðing, sem ég á erfitt
með að átta mig á. En mér finnst það
óþarfi að skilgreina þessa staðhæf-
ingu til hlítar, því að hún amma lifir
í huga mér, og mun sjálfsagt gera um
ókomin ár.
Sex ára gamall dvaldist ég fyrst
sumarlangt hjá ömmu, afa og Bödda
í Norðurhjáleigu. Mér leið vel að
vera hjá þeim, og fyrir mig sem lítið
barn, var þetta óskaplega skemmti-
legur tími, enda var mikið af öðrum
börnum í Norðurhjáleigu á þeim
árum. Amma var auðvitað miðdep-
illinn í lífinu og tiiverunni þá, því að
hún hugsaði um mig má heita að öilu
leyti.
Það var alltaf eitthvað svo notalegt
að vera hjá ömmu, og skildi maðru
það ekki tyn en síðar á þroskabraut-
inni, af hverju það var svona gott.
Það var vegna þess að hjá henni
fékk maður ástúð og öryggi, sem
hverju barni er kærast og nauðsyn-
legast í bernsku. Hún skammaðist
ekki eða reifst, heldur setti ofaní við
mann á góðlátlegan hátt og lagði
manni lífsreglurnar á þann hátt, sem
henni var einni lagið.
Þessa sama verð ég að vitna um
systur hennar, Laugu á mýrum, en
hjá henni Símoni og Sigga dvaldi ég
suamrlangt frá 7 til 10 ára aldurs, og
fór ég á þeim árum reglulega í
heimsókn til ömmu í „Hjáleigunni“.
Mér fannst amma alltaf sérstak-
lega falleg kona, og hef ég oft dáðst
að því við aðra. Hún hafði eitthvað
sérstakt í fari sínu, sem var svona
hlýtt og aðlaðandi. Hún var afar
gjafmild, og eru þeir ekki fáir ullar-
sokkarnir eða vettlingarnir, sem hún
gaf mér og öðrum í fjölskyldunni.
Um hana Þórunni ömmu á ég
margar góðar og ljúfar minningar,
sem ég mun varðveita um ókomna
tíð. Guð veri með þér amma mín.
Páll Stefánsson
í dag, laugardaginn 4. nóvember,
verður hún amma, Þórunn Pálsdótt-
ir, jarðsungin í Þykkvabæjarklaust-
urskirkju í Álftaveri.
Þar í sveit var hún fædd, uppalin
og skilaði sínu ævistarfi. Það var
ekki fyrr en á tíræðisaidri, að hún
varð að láta af húsmóðurstörfum
sínum vegna heilsubrests og varð að
hverfa á brott úr sveitinni sem henni
var svo kær.
Hún dvaldi á Ljósheimum, lang-
legudeild Sjúkrahúss Suðurlands,
síðasta 1 árið og lést þar hinn
27.10. 1989.
Amma var sérlega fíngerð kona,
létt á fæti og hafði létta lund. Hún
hafði þann yndislega eiginleika að
sjá broslegu hliðarnar á hlutunum.
Það hefur sjálfsagt oft létt henni
lífið, því hún var kona sem þurfti að
standa í ströngu.
Hún var 13 barna móðir og öll
börn hennar komust til manns utan
eitt þeirra sem dó í frumbemsku.
Öll börnin hennar em gæfufólk sem
hefur farnast vel í lífinu.
Auðvitað naut hún dyggilegrar
hjálpar afa, Jóns Gíslasonar, en
hann missti hún árið 1973 og var það
henni mikill missir, því þau vom
afar samhent og með þeim miklir
kærleikar. Hann var hennar stoð og
stytta og á honum hafði hún óbifan-
legt traust sem var gagnkvæmt. Afi
dvaldi oft fjarri heimili og búi vegna
ýmissa trúnaðarstarfa sem honum
voru falin, bæði fyrir stétt sína og í
þágu þjóðfélagsins. Þess vegna
þurfti oft að sjá af honum um
skemmri eða lengri tíma. En þá naut
hún hjálpar bama sinna, sérstaklega
þeirra Böðvars og Júlíusar ásamt
fjölskyldu þess síðarnefnda. Því þeir
hafa alltaf búið í Norðurhjáleigu á
þeim stað sem þeir em fæddir.
Ekkert barna hennar er samt undan-
skilið þegar ég segi að alltaf voru þau
reiðubúin að létta undir með henni.
Það var alltaf gaman að koma í
sveitina til ömmu, afa og Bödda
frænda, ekki síst í bernsku því það
var svo mikið líf og fjör í Hjáleig-
unni. Þar vom mörg frændsystkini
að leika við, börn þeirra Júlíusar og
Arndísar konu hans og stundum
fleiri af bamabömum þeirra ömmu
og afa. Ansi var oft fjölmennt í
eldhúsinu í gamla bænum þegar
saman komin vom á annan tug
bama í kring um ömmu þegar hún
var að sýsla við matartilbúning.
Amma var þá oftast að segja okkur
frá ýmsu fróðlegu og skemmtilegu
sem við hlustuðum á, full áhuga og
eftirvæntingar. Stundum sagði hún
okkur frá ýmsum atvikum sem hent
hafði böm sín og þótti okkur það
sérlega skemmtilegt þegar sögumar
snemst um bernskubrek foreldra
okkar.
Ömmu féll sjaldnast verk úr hendi
og sat oftast með prjóna, eða aðra
handavinnu, ef stund gafst frá heim-
ilisstörfum. Það vom ekki ófáar
prjónaflíkumar sem hún sendi okk-
ur systkinunum og ömgglega fleiri
barnabörnum á meðan hún var í
fullu fjöri.
Ég kynntist ekki síst hinum ágætu
mannkostum ömmu á síðustu 18
mánuðum ævi hennar, þar sem ég er
starfandi á Ljósheimum.
Þá kom það vel í ljós að þessi
kona, sem alla tíð hafði staðið fyrir
stóru og mannmörgu heimili, þar
sem oft var gestkvæmt, var furðu
fljót að laga sig að breyttum aðstæð-
um.
Hún var ætíð þakklát fyrir þá
umönnun sem hún þurfti og þótti
oftar of mikið snúist í kring um sig.
Og léttri lund sinni hélt hún til þess
síðasta.
Amma mætti dauða sínum með
sama æðruleysi og kjarki og henni
var í blóð borinn.
Mig langar að lokum að þakka
öllu starfsfólki Ljósheima fyrir sinn
þátt í því að gera henni síðustu
stundirnar léttari.
Ég og systkini mín viljum svo
kveðja ömmu með bæninni sem hún
kenndi okkur í barnæsku og óska
henni allrar blessunar á æðri tilveru-
stigum.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virðst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
P. Foersom - Sveinbjöm Egilsson.
Ingunn Stefánsdóttir
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Sálmur 271,2. vers)
f dag verður til grafar borin eisku-
leg amma okkar, Þórunn Pálsdóttir.
Hún var fædd 5. september 1896 og
dó 27. október síðastliðinn og var
því orðin 93 ára er hún lést.
Ung kom hún frá Jórvík að
Norðurhjáleigu í Álftaveri sem átti
eftir að verða hennar framtíðar-
heimili. Þar kynntist hún afa okkar
heitnum, Brynjólfi Jóni Gíslasyni.
Saman eignuðust þau 13 böm og
komust 12 þeirra til fullorðinsára og
eru þau öll á lífi.
Auðvelt er að gera sér í hugarlund
að oft hefur verið ærinn starfi á svo
mannmörgu heimili, ekki síst þegar
hafðar eru í huga þær aðstæður sem
fólk bjó við á þessum árum. En
amma hafði þá aðdáunarverðu eigin-
leika að sjá alltaf björtu hliðamar á
tilverunni og ekki síður þær spaugi-
legu. Þessi létta lund, iðjusemi og
þrautseigja áttu sinn þátt í því hve
vel henni lét að takast á við lífið.
Þá var trúin ekki síður snar þáttur
í lífi ömmu og sást það best á
erfiðum stundum. Þá snart það
mann djúpt að sjá hversu mikil og
sönn trú hennar var.
Margar góðar minningar eigum
við um ömmu og er okkur sérstak-
lega minnisstætt þegar hún varð 90
ára og vel flestir afkomendur hennar
komu saman í Norðurhjáleigu. Þá
var það hún, þessi 90 ára skömngur,
sem kvaddi sér hljóðs og þakkaði
gestum fyrir komuna og þennan dag
sem varð bæði henni og okkur
ógleymanlegur. Þar fengum við sem
á heyrðum svo greinilega að sjá og
heyra hvað í henni bjó.
Elsku pabbi og mamma og aðrir
aðstandendur. Við vottum ykkur
dýpstu samúð og vonandi og megum
við bera gæfu til að mæta sorginni
með þeirri óbilandi trú sem amma
hafði til að bera.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sálmur 271,3. vers)
Brynja Jóna, Þórunn
Eyrún og ísleifur
Elsku amma er dáin.
Um hana eigum við margar góðar
minningar en efst í hugann koma
heimsóknir okkar til hennar að
Norðurhjáleigu. Tilhlökkunin var
ætíð sterk þegar lagt var af stað til
ömmu og óþolinmæðin gerði ferða-
lagið langt. En hin langa ferð var
fljótgleymd þegar amma tók á móti
okkur með þéttum faðmi og hlýju
brosi. Alltaf var hún amma jafn
falleg og virðuleg kona. Hún lét Íítið
yfir sínum glæsileika og gestrisni,
því hógværðin var mikil. Lék hún
ætíð á alls oddi og var tilbúin að gera
að gamni sínu, jafnt við börn sem
fuilorðna. Þó amma væri raun lág-
vaxin, var hún stór í augum okkar.
Ýtti það því undir stolt barnsins
þegar hún bar stærð sína við okkar
og sagði þá gjaman: „Þú ert bara að
verða stærri en ég.“ Það var alltaf
gott að vera hjá ömmu, því hún var
svo jákvæð og sýndi djúpan skilning.
Minningin um ömmu mun ávallt
lifa í hjörtum okkar.
Elsku amma,
„Hvíl þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
þökk fyrir allt og allt. “
Systkinin frá
Kastalabrekku.