Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 18
30 Tíminn Laugardagur 4. nóvember 1989 VERÐ MIÐA KR. 500,- Léttar — ódýrar — veitingar! í kvöld kl. 20. .30. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARAÐ 'lllllllllllllllllllillllll SPEGILL llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Grínleikarinn Steve Martin: „Foreldra- hlutverkið er ekki fyrir mig!“ -Enáhvítatjaldinu stendur hann sig eins og hetja sem þriggja barna faðir í myndinni „Parent- hood“ OpN UNnR HÁTlÐ! * * Hin dæmigerðu „uppa-hjón“, Steve Martin og Victoria Tennant. Sem betur fer eru þau á sama máli um listaverkakaup og bameignir. Steve Martin gamanleikari og eiginkona hans, leikkonan Victoria Tennant, eru barnlaus, en „lista- verkin okkar eru bömin okkar“ sögðu þau nýlega í blaðaviðtali. Steve var spurður hvort hann hefði mikið verið með bömum, því það virtist honum svo eðlilegt að umgangast börnin, leika við þau og annast þau þar sem hann leikur í myndinni „Parenthood" (eða For- eldrahlutverkið). Hann neitaði því, en sagði að leikstjórinn, Ron Howard, hefði tekið sig inn á heimili sitt og í nokkra daga hafi hann verið öllum stundum með börnunum fjórum á heimilinu. „Það var hörkupúl og þrælavinna!“ sagði leikarinn alvar- legur í bragði. Þau hjónin Steve og Victoria Tennant leikkona, em miklir list- unnendur og segjast bæði eyða tíma og peningum í að skoða og kaupa listaverk. Þau eru reyndar sögð alveg dæmigerðir „uppar“; ganga í tískufötum hönnuðum af frægum tískukóngum, fylgjast með því besta í leikhúsum o.s.frv. Steve er 44 ára og hann hefur leikið í mörgum hasar- og grín- myndum en heima hjá sér vill hann vera í ró og næði, lesa heimspeki- legar bækur, hlusta á sfgilda tónlist og njóta þess að hafa listaverk í kring um sig. Einnig er Steve með tölvuherbergi, þar sem er hin full- komnasta tölvutækni. Victoria er mjög sama sinnis. Þau eiga Picasso-málverk sem skipar heiðurssess hjá þeim og fjölda listaverka eftirfræga málara. „Það myndi ekki eiga vel við mig að búa í úthverfi með eiginkonu, bömum og hundi. Þegar við hjónin erum ekki að vinna kjósum við helst að vera heima með bókum okkar og listaverkum eða ferðast eitthvað saman," sagði Steve að lokum í viðtalinu. Steve Martin leikur pabbann alveg ágætlega, - en það er bara leikur. „Mér leiðast krakkar!“ segir hann. best með að temja. Hún hefur ferðast með dýrin og haldið sýn- ingar, en það gengur misjafnlega hjá henni að fá leyfi til að ferðast milli landa, svo ekki sé talað um að fá inni á hótelum með rotturn- ar! Svörtu rotturnar hennar hafa leikið í kvikmyndum (Uneasy Silence og War Zone). En loðnu vinimir hennar Sam- önthu hafa stundum gert henni lífíð leitt. Hún hefur t.d. orðið að yfirgefa hverja íbúðina á fætur annarri vegna dýranna og vinir hennar vilja ekki koma í heim- sókn. Kærastinn segist ekki kæra sig um að hafa rottur í rúminu hjá sér, en Samantha hefur leyft uppáhalds-rottunum sínum að leika lausum hala í svefnherberg- inu. „Vinir mínir geta ekki skilið hvað mér finnst vænt um rottum- ar mínar," segir Samantha. Samantha að æfa eina „stjörnu- rottuna“. Hún Samantha Martin í Chica- go verður ekki móðguð þó ein- hverjum verði það á að kalla hana „rottu“! - Rottur eru yndis- leg dýr, segir hún, en Samantha á yfir 100 rottur sjálf. Það em engar venjulegar rott- ur sem þessi unga kona elur upp. Þær em allar tamdar og kunna ýmislegt fyrir sér. Þær geta unnið sér inn 300 dollara hver með því að sýna listir sínar á skemmtun- um. Þær sækjabréf í bréfalúguna, stökkva gegnum hringi og sýna æfingar og sýna „körfuboltaleik" í næturklúbbaskemmtunum. Samantha segist hafa fengið fallega rottu sem gæludýr og byrjað að kenna henni ýmsar kúnstir, og svo hafi þetta þróast hjá henni upp í að vera með um 100 rottur!. Það em sérstaklega stórar svartar rottur sem henni gengur Aldur 13 — 16 ára! YKKAR STAÐUR ... í kvöld! VIÐ ALFABAKKA!!! (ÁÐUR BRODWAY) SKEMMTISTAÐUR 13 — 16 ára! ?????? . . . hvað hann heitir — það er spuming kvöldsíns!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.