Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 —686300
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hatnarhúsinu v/Tfyggvagötu.
S 28822
SAMVINNUBANKINN
í BYGGÐUM LANDSINS
V
Leigjum út sali fyrir
fundi og einkasamkvæmi
og aðra mannfagnaði
^oielLAsr0i
ÞRðSTUR
68 50 60
VANIR MENN
Tíminn
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989
íslendingur hnepptur í gæsluvaröhald í London vegna fjársvika:
Reyndi að svíkja
út 1 milljarð kr.
íslenskur athafnamaður, Jósafat
Arngrímsson hefur verið hnepptur í
gæsluvarðhald í London. Fyrir rétti
hefur hann verið ákærður fyrir að
reyna að svíkja út, ásamt fjórum
örðum mönnum, 17 milljónirdollara
eða sem svarar einum milljarði ís-
lenskra króna út úr National West-
ministerbankanum.
Hann var handtekinn í London
um miðjan september og skömmu
síðar var farið þess á leit við dóms-
málaráðuneytið hér á landi að afrit
af sakaskrá hans yrði send utan, sem
var gert.
Ákæra á hendur Jósafat er ekki
fullfrágengin og er jafnvel talið að
fleiri ákæruatriði eigi eftir að bætast
við. Hann á að mæta aftur fyrir
réttinn 12. desember næstkomandi
og má þá búast við að dómur verði
kveðinn upp í málinu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Jósafat Arngrímsson kemst í kast
við löginn. Hann hefur verið dæmd-
ur hér á landi í tveggja ára fangelsi
fyrir skjalafals og ávísanamisferli,
þá þekktur athafnamaður í Kefla-
vík. Það var árið 1965, en dóminn
Jósafat Amgrímsson, eða Joe
Grímsson eins og hann kallar sig.
afplánaði hann aldrei, þar sem hann
var samkvæmt læknisvottorði ekki
talinn fær um að sitja inni. Hann
flutti úr landi til írlands fyrir rúmum
áratug og tók þá upp nafnið Joe
Grimsson, þar sem hann hélt áfram
fyrri iðju. Hann var dæmdur í 9
mánaða fangelsi í Bretlandi snemma
árs 1987 fyrir að reyna að svíkja fé
út úr banka. Þegar hann losnaði eftir
sex mánuði hélt hann til írlands.
Eins og Tíminn greindi frá 8.
ágúst 1987 sveik Joe Grimsson ásamt
þrem írum sem hann fékk til liðs við
sig, milljónir dala í umboðslaun fyrir
sölu á skreið. í gegn um sérstakt
fyrirtæki, Service World Internat-
ional sem hafði aðsetur í London en
skráð í Líberíu. Um mitt ár 1986,
áður en upp komst um svikin hafði
hann með hjálp íranna tekist að
svíkja út úr norskum skreiðarfram-
leiðendum og Tromsö Bank um-
boðslaun upp á 6 milljónir dollara.
Þetta mál er enn til umfjöllunar hjá
írskum dómstólum. Þrátt fyrir að
bankinn hafi gert ítrekaðar tilraunir
til að ná fjármununum til baka hefur
það reynst árangurslaust og sat hann
uppi með tugmilljóna norskra króna
tap.
Mynd var gerð um svik Joe Grims-
son og félaga. Hún var sýnd hér á
landi, sem og á írlandi og í Noregi.
Vakti hún mikla athygli. -ABÓ
Verðhækkun dekkja minni
en verðbólgu og gengis
Verð nýrra vetrarhjólbarða er nú
í kring um 15-25% hærra heldur en
það var í desember 1987, en um eða
tæplega 40% hærra heldur en það
var í janúar 1988, eftir að verð hafði
þá víðast verið lækkað um hátt í
20% í kjölfar tollalækkana ársbyrj un
1988. Síðan þá hefur verð á dekkjum
því hækkað svipað eða jafnvel held-
ur minna en framfærsluvísitalan á
sama tíma. Og mun minna heldur en
verð algengustu erlendu gjaldmiðla
(pund 47%, mark 52% og dollar
68%). Sóluð dekk kosta nú um
25% meira heldur en í janúar í fyrra,
áður en tollalækkunin var ekki kom-
in fram í verði þeirra. Verðlagsstofn-
un var þá lofað lækkun síðar, og sú
lækkun hefur samkvæmt þessu kom-
ið fram.
Ný verðkönnun leiðir í annan stað
í ljós að verðmunur á sömu tegund-
um var nær enginn milli sölustaða -
raunar svo lítill að undrun sætir
þegar litið er til þess að hve 40-60%
verðmunur milli verslana er algeng-
ur, nú síðast t.d. í verðkönnun á
fiski.
Verð á sóluðum dekkjum ( t.d.
165 x 13) var 2.290 kr. hjá Heklu á
Fosshálsi og Höfðadekki á Tangar-
höfða í Reykjavík, en á fjórtán
öðrum sölustöðum var mesti munur
frá 2.600 upp í 2.700 kr., eða
tæplega 4%. Verð á jafn stórum
Michelin dekkjum, sem fengust á
nær öllum stöðum, var mestur frá
4.300 og upp í 4.630 kr. Algengast
er að aðeins muni í kringum 50 kr.
á þessum dekkjum milli sölustaða.
Enn minni verðmunur er á gjaldi
dekkjaverkstæðanna fyrir skiptingu
undir bíl (4 dekk) og jafnvægisstill-
ingu. Ódýrast var þetta 3.200 kr. en
dýrast 3.340 kr., sem er aðeins um
4% verðmunur. Algengt er að verð
sé upp á krónu það sama á mörgum
stöðum. - HEI
Tímainynd: Pjclur
Rósa enn í baði
Rósa Ingólfsdóttir þula og leikkona kynnti í gær, eins og henni einni er lagið, íslensk
baðkör og sturtubotna í verslun BYKO í Breidd og mun hún vera þar í dag líka. Tilefnið
er að nú standa yfir íslenskir dagar í BYKO. I»eir sem lögðu leið sína í BYKO í gær, fegnu
að heyra reynslusögur Rósu af gæðum íslenskra baðkara. Enginn vaðmálskerlingarbragur
var á Rósu þegar hún að kynningu lokinni svipti rasssíðum rósóttum sloppi sínum frá og
brá sér í bað. Sýndu gestir og gangandi baðferð þessari mikinn áhuga, enda varla annað
hægt, þegar vel er staðið að kynningu.
Við kynningarstarfsemina hafði Rósa sér til halds og trausts unga stúlku og strák.
Um 50 framleiðendur eru á staðnum til að sýna fjölbreytta og vandaða íslenska
framleiðslu. -ABÓ
Grunnskólanemendur í Sandgerði:
ÚTVARPA f
TVO TÍMA
Nemendur Grunnskólans í Sand-
geröi munu reka eigið útvarp á milli
klukkan tíu og tólf í dag. Sent
verður út á fm. 105,5 og eiga send-
ingarnar að nást í Sandgerði og
nágrenni. Efni dagskrárinnarer unn-
ið í nýafstaðinni málræktarviku og
samið af nemendum skólans frá
forskólaaldri og upp í áttunda bekk.
Að sögn nemenda er standa fyrir
þessari uppákomu verður í boði
fjölbreitt dagskrá, leikin tónlist, tek-
in viðtöl og flutt þrjú stutt leikrit,
sem lesin eru upp af skólakökkum.
Búnaður til útsendingar er fenginn
hjá Pósti og síma. - ÁG