Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 4. nóvember 1989
ÚTLÖND
FRÉTTAYFIRLIT
PRAG - Um 4000 Austur-
Þjóðverjar skulfu af kulda þar
sem þeir höfðust að í tjöldum í
garði sendiráðs Vestur-Þýska-
lands í Prag, enda vetur geng-
inn í garð á þeim slóðum.
Þjóðverjarnir bíða eftir vega-
bréfi vestur-þýsku svo þeir
komist yfir til Vestur-Þýska-
lands. Stjórnin (Vestur-Þýska-
landi hefur farið fram á það við
Austur-Þjóðverja að þeir flýti
sér að utbúa fyrrum þegnum
sínum nauðsynleg ferðagögn
til að komast til Vestur-Þyska-
lands gegnum Austur-Þýska-
land.
BOGÓTA - öflug sprengia
sprakk I bifreið (Boaóta höfuð-
borg Kólumbíu og forust fjórir (
sprengingunni, þar af eitt barn.
Sprengjutilræðið var það síð-
asta f fyrrinótt, en banki, versl-
unarmiðstöð og prentsmiðja
urðu fyrir slíkum árásum þá
nótt.
FAIZABAD - Rajiv Gandhi
forsætisráðherra Indlands hóf
opinbera kosningabaráttu sfna
og Kongressflokks hans fyrir
þingkosningarnar sem fram
fara síðar f þessum mánuði
með bvf að biola til hins sterka
meirihluta Hindúa í landinu.
Gandhi ávarpaði 80 þúsund
manns og lofaði að endurreisa
hið goðsagnarlega konung-
dæmi Hinduismans undir guo-
inum Ran, ef Kongressflokkur-
inn sigrar f kosningunum 22.,
24. og 25. nóvember.
KAIRÓ - Helstu leiðtogar
PLO hófu fundarhöld f Kafró
höfuðborg Egyptalands til að
ræða hugmyndir Bandaríkja-
manna um friðarviðræður Pal-
estínumanna og (sraela. Er
þetta fyrsti fundur samtakann-
af Egyptalandi f 12 ár. I Tel
Avivlauk fundi ísraelsku ríkis-
stjórnarinnar án þess að stjórn-
in tæki afstöðu til tilboðsins.
Kontraliðar fallast á viðræðurumfrið
Kontraliðar hafa formlega sam-
þykkt að hefja friðarviðræður við
ríkisstjórn Sandínista, nú eftir að
stjómarherinn í Níkaragva undir-
býr herför gegn skæruliðum
Kontra í kjölfar þess að endi var
bundinn á vopnahlé í landinu.
Munu viðræðurnar verða haldnar í
höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York á mánudag og
þriðjudag.
„Andspyrnuhreyfingin í Níkar-
agva hefur sæst á friðarviðræður"
sagði í yfirlýsingu Kontraliða í
fyrrakvöld. Með þessu hafa Kontr-
ar tekið tilboði Daniels Ortega
forseta Níkaragva frá því á
miðvikudag þegar Sandínistar
bundu enda á vopnahlé sem verið
hefur landinu undanfarna nítján
mánuði.
Þrátt fyrir þetta mun stjórnar-
herinn í Níkaragva halda áfram
hernaðaraðgerðum sínum sem hóf-
ust á miðvikudag. Segja Sandínist-
ar að þrír Kontraliðar hafi þegar
verið felldir og sjö hermenn stjóm-
arhersins særst. Kontrar segja hins
vegar að undanfama daga hafi
tuttugu skæruliðar Kontra verið
felldir.
Daniel Ortega forseti Níkaragva
sagði í viðtali við bandaríska sjón-
varpsstöð að herför stjómarhersins
myndi stjórnast að einhverju leiti
af viðræðunum eftir helgi. Hlut-
verk stjórnarhersins nú væri að
verja landsmenn fyrir árásum
Kontraliða, en síðan yrðu Kontrar
eltir uppi og upprættir ef þeir
fallast ekki á að leggj a niður vopn.
-Já, þetta er mikil sókn, en mikil
sókn fyrir friðinn, sagði Ortega um
herförina.
Auk Sandínista og Kontra taka
fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum
og frá Samtökum Ameríkuríkja
þátt í friðarviðræðunum eftir helgi.
Hlutverk fulltrúa Samtaka Amer-
íkuríkja fá það hlutverk að sjá um
afvopnun Kontraliða í samræmi
við samkomulag fimm forseta Mið-
Ameríkuríkja. Samkvæmt því
samkomulagi verða frjálsar kosn-
ingar haldnar í Níkaragva í febrú-
armánuði, en einnig áttu Kontra-
liðar að afvopnast. Það hefur ekki
gengið eftir og hafa hópar Kontra
ráðist á bændur og stjómarher-
menn í Níkaragva að undanförnu.
Þær árásir eru sagðar ástæður her-
farar Sandínista gegn Kontrum nú.
Sveitir Kontra hafa fengið þá
skipun að forðast bardaga í lengstu
lög og draga sig til fjalla eða yfir til
Hondúras þar sem helstu bæki-
stöðvar þeirra em.
Kontraliðar og Bandaríkjamenn
hafa sakað Sándínista um að hefja
. herför sína til að koma í veg fyrir
kosningarnar sem fram eiga að
fara í febrúar. Daníel Ortega hefur
svarað því til ekkert muni koma í
veg fyrir þær kosningar nema inn-
rás Bandaríkjamanna.
Namibía:
Fréttagabb
Pik Botha utanríkisráðherra Suð-
ur-Afríku skýrði frá því að upplýs-
ingar stjórnarinnar um liðsflutninga
skæruliða SWAPO frá Angóla til
Namibíu hafi að líkindum verið
falskar og að ríkisstjórnin í Suður-
Afríku hefði-látist gabbast.
Ríkisstjórn Suður-Afríku skýrði
frá því fyrr í þessari viku að friðará-
ætlun Sameinuðu þjóðanna væri í
hættu vegna meintra liðsflutninga
skæruliða og áskyldi sér rétt til að
grípa til viðeigandi ráðstafanna.
Vöktu þessar ásakanir miklu uppi-
standi og hræðslu í Namibíu, en þar
fara fram kosningar í næstu viku.
Sáu menn jafnvel framá að friðará-
ætlun Sameinuðu þjóðanna myndi
renna út í sandinn.
-Séu upplýsingar okkar gabb, þá
mun það gleðja mig ósegjanlega og
mun verða fyrsti maður að viður-
kenna mistök okkar, sagði Pik Botha
á blaðamannafundi í gær. Hann
sagði þó að þessir atburði sýndu að
allir aðilar yrðu að vera vel á varð-
bergi svo friðaráætlunin gangi upp.
Suður-Afríkustjóm hafði leitað
til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
vegna þessa máls, en eftir að friðar-
gæsluliðar í Namibíu höfðu grennsl-
ast fyrir um raálið hafði Perez de
Cuellar aðalritari SÞ samband við
ríkisstjórn Suður-Afríku og skýrði
þeim að allt væri með felldu í
Namibíu.
Kosningar í Namibíu munu fara
fram sjöunda til ellefta nóvember.
Eru þær annað skrefið í átt til fulls
sjálfstæðis Namibíu sem verið hefur
undir stjóm Suður-Afríkustjórnar í
70 ár.
Leipzig:
Borgarstjóri
segir af sér
Bernd Seidel borgarstjórinn í
Leipzig, næst stærstu borg Austur-
Þýskalands, sagði af sér embætti í
gær. Var gefin sú skýring að borgar-
stjórinn nyti ekki lengur trausts
borgarbúa sem hafa haldið í mót-
mælagöngur gegn honum dag eftir
dag í sex vikur. Seidel hafði gegnt
embætti frá því í janúarmánuði
1986.
Afsögn Seidels kemur í kjölfar
mikilla hreinsanna í
embættismannakerfinu. Á fimmtu-
dag var eiginkona Erichs Honeckers
fyrrnm leiðtoga landsins rekin úr
embætti menntamálaráðherra. Þá
sögðu fleiri menn af sér.
Þá fór Frjálslyndi lýðræðisflokk-
urinn fram á það í málgagni sínu að
ríkisstjórn Egon Kranz segði af sér
og ný frjálslyndari stjóm mynduð.
Flokkurinn krafðist þess að Manfred
Gerlach formaður flokksins yrði
kjörinn forseti Volkskammer, sem
er þing landsins. Hins vegar var
tekið skýrt fram að kommúnista-
flokkurinn ætti áfram að vera leið-
andi afl í stjómmálalífi landsins, en
í stað harðlínumanna skuli umbóta-
sinnar raka við.
á
MANILA -25 þúsund stuðn-
ingsmenn Marcosar hins fram-
liðna fyrrum forseta Filipseyja
gengu um götur Manila í
stærstu göngu stuðnings-
manna Marcosar frá því að
honum ver steypt af stóli ári
1986. Kröfðust sumir þess að
Corazon Aquino segði af sór
forsetaembættinu, en hún er
nú á leið til Bandaríkjanna að
ræða við stjórnvöld þar.
Friðarsamkomulagið í Líbanon á vonarvöl:
Aoun hótar þinginu
Michel Aoun forsætisráðherra
bráðabirgðastjómar kristinna
manna í Líbanon og yfirmaður
herafla kristinna segist muni leysa
upp líbanska þingið ef það komi
saman í dag til að kjósa nýjan
forseta í Líbanon. Hann skýrði frá
þessu á blaðamannafundi í gær.
-Ef ég fæ staðfest að þingfundur
verði haldinn, þá mun ég leysa upp
þingið, sagði Aoun.
Samkvæmt friðarsamkomulagi
múslíma og kristinna manna í Líb-
anon sem gert var í Saudi-Arabíu
í síðasta mánuði, þá skal þing
landsins vera kallað saman til að
staðfesta samkomulagið og kjósa
nýjan forseta landsins sem og nýjan
forseta þingsins. Hefur Hussein
Husseini núverandi forseti þingsins
boðað þingfund í dag, en sam-
kvæmt samkomulaginu þarf að
halda fundinn fyrir næsta þriðju-
dag. Segist Hussein ætla að halda
þingfundi til streitu.
Michel Aoun hefur eindregið
settsig upp á móti samkomulaginu
þar sem í því er brottför hinna 33
þúsund sýrlensku hermanna í Líb-
anon ekki tryggð. Brottför her-
mannanna hefur verið skilyrði Ao-
uns til samkomulags þar sem hann
segir að friður sé útilokaður á
meðan Sýrlendingar ráða yfir stór-
um hluta Líbanon. Aftur á móti er
hann reiðubúinn til að afsala sér
meirihluta kristinna manna í þing-
inu sem tryggður er með núverandi
stjómarskrá.
Flestir aðrir leiðtogar kristinna
manna hafa hins vegar hvatt til
þess að friðarsamkomulagið verði
staðfest. En vegna andstöðu Ao-
uns virðist allt stefna í það að
friðarsamkomulag þetta renni út í
sandinn.
Lögreglan ræðst nú gegn mótmælagöngum Albana í sjálfstjórnarhéraðinu Kosovo í Júgóslavíu. Lögreglan felldi 4 í
skotbardaga í gær.
Kynþáttaólgan í Kosovo:
Lögreglan fellir
fjóra í bardaga
Fjórir menn af albönsku bergi brotnir létust í átökum viö
lögreglu í Kosovo héraði í Júgóslavíu á fimmtudag. Mennirnir
voru vel vopnum búnir og höfðu búið um sig í kjallara
fjölbýlishúss í Pristina höfuðborg Kosovo eftir að lögregla
hafði brotið upp mótmælagöngu Albana í borginni.
Gangan var haldin í mótmæla- manns fallið í kynþáttaátökum í
skyni við nýfengin yfirráð Serba í
málefnum Albana í Kosovo. Skipt-
ust mennimir á skotum við lögreglu
lungan af deginum, en vom felldir er
Ifða tók á daginn.
Þá skýrði lögreglan í Pristina frá
því að einn Albani til viðbótar hafi
verið drepinn í borginna á miðviku-
dagskvöld. Þá hafa rúmlega þrjátíu
Kosovo á þessu ári.
Mótmælaalda hefur riðið yfir Kos-
ovo undanfarna daga og víða brotist
út átök fólks af albönsku bergi
brotnu og lögreglu. Kveikjan að
mótmælaöldunni em réttarhöld sem
nú fara fram yfir Azem Vlasi fyrrnm
leiðtoga kommúnistaflokksins í Kos-
ovo. Hann er ásamt þrettán öðmm
mönnum sem tengdust verkföllum
og mótmælum Albana í mars og maí
á þessu ári, sakaður um gagnbylting-
artilraun og á jafnvel yfir sér dauða-
dóm.
Undirrót þessa alls var ákvörðun
stjómvalda í Júgóslavíu að færa
yfirstjóm Kosovo sem verið hefur
sjálfstjómarhérað, til stjórnvalda í
Serbíu. 1,7 milljón manna af alb-
önsku bergi brotnir búa í Kosovo,
en einungis 250 þúsund Serbar.
Leiddu mótmælaaðgerðimar í vor
til blóðugra átaka þar sem tuttugu
og fimm manns féllu.