Tíminn - 04.11.1989, Blaðsíða 2
ZTífflTríri
Laugardagur 4. nóvember 1989
SJÓNVARPIÐ
SÖNGVAKEPPNI
SJÓNVARPSSTÖÐVA
EVRÓPU 1990
Ríkisútvarpið-Sjónvarp auglýsir hér með eftir
sönglagi til þátttöku í Söngvakeppni sjónvarps-
stöðva í Evrópu 1990, sem fram fer í Júgóslavíu
5. maí. Undankeppninferfram í Reykjavík í janúar
og febrúar.
Skilafrestur er til 15. desember 1989
Þátttökuskilyrði:
Þátttaka er öllum opin. Laginu skal skila á nótum
eða hljóðsnældu. Frumsaminn texti á íslensku
skal fylgja. Lagið má ekki taka nema þrjár mínútur
í flutningi. Lagið skal ekki hafa komið út á nótum,
hljómplötum, snældum eða myndböndum, og það
má ekki hafa verið leikið í útvarpi eða sjónvarpi.
Nótur, snælda og texti skulu merkt heiti lagsins og
dulnefni höfundar. Rétt nafn höfundar, heimilis-
fang og símanúmer skulu fylgja með í lokuðu
umslagi merktu sama dulnefni.
Sendi höfundur fleiri en eitt lag skulu þau send inn,
hvert fyrir sig og hvert undir sínu dulnefni.
Sjónvarpið leggurtil útsetjara, hljómsveitog hljóm-
sveitarstjóra.
Ríkisútvarpið áskilur sér einkarétt til flutnings
laganna í útvarpi og sjónvarpi meðan á keppninni
stendur.
Kynning laganna:
Dómnefnd velur 12 lög til áframhaldandi þátttöku.
Þegar þau hafa verið valin verða umslögin með
dulnefnum höfundaopnuðog nöfn þeirra tilkynnt.
Lögin 12 verða síðan útsett og flytjendur valdir í
samráði við höfunda og kynnt í tveimur sjónvarps-
þáttum í lok janúar. Sex lög verða kynnt í hvorum
þætti. Áhorfendur í sjónvarpssal velja þrjú lög úr
hvorum þætti til áframhaldandi keppni.
Úrslit:
Þau sex lög sem þannig hafa verið valin verða
síðan flutt í beinni útsendingu úrsjónvarpssal, þar
sem sigurlagið 1990 verður valið.
Verðlaun verða 200 þúsund krónur fyrir sigurlagið
og ferð fyrir höfund lags og texta til Júgóslavíu á
úrslitakeppnina 5. maí 1990. Séu höfundar tveir
eða fleiri skiptast verðlaunin milli þeirra eins og
úthlutunarreglur STEFS segja til um.
Sigurlagið verður fulltrúi íslenska Sjónvarps-
ins í „Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu
1990“.
Nánari upplýsingar um tilhögun keppninnar veitir
ritari dagskrárstjóra Innlendrar dagskrárdeildar
Sjónvarpsins, sími 693 731, Laugavegi 176,
Reykjavík.
Utanáskrift: Ríkisútvarpið-sjónvarp,
„ Söngvakeppni“,
Laugavegi 176,
_________ 105 Reykjavík._______________
Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráöherra segist aldrei hafa rætt
um skipasmíðar við Júlíus Sólnes ráðherra:
„ER FULLFÆR UM
AD TÚLKA MÍNAR
SK0ÐANIR SJÁLFUR“
„Við Júlíus Sólnes höfum aldrei átt neitt samtal um þetta
mál hvorki fyrr né síðar. Þetta mál kom lítillega til umræðu
í tengslum við annað mál í ríkisstjórninni fyrir nokkrum
dögum. Það er fráleitt að túlka mínar skoðanir með þessum
hætti án þess að hafa nokkurn tímann rætt það við mig. Ég
tel mig fullfærann um að túlka mínar eigin skoðanir og legg
það ekki í vana minn að túlka skoðanir annarra sérstaklega
ef ég hef aldrei við þá rætt.
Þessi mál verða til umræðu á næst-
unni og ég hef oft rætt þessi mál á
Alþingi og annars staðar. Þar er
hægt að sjá mínar skoðanir á þessu
máli,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í tilefni af um-
mælum sem Júlíus Sólnes ráðherra
lét falla í utandagskrárumræðum um
vanda íslensks skipasmíðaiðnaðar.
Júlíus hélt því þar fram að Halldór
væri þeirrar skoðunar að það svaraði
ekki kostnaði að reka íslenskan
skipasmíðaiðnað.
„Ég tel vera mjög mikilvægt fyrir
íslenskan sjávarútveg að það sé
nauðsynleg þjónusta við skipin hér í
landi. Mér hefur oft fundist að það
sé einum of mikið rætt um fiski-
skipaflotann í þessu sambandi. Við
eigum mikið af kaupskipum og ýmsu
öðru sem þjónustað er að miklu leyti
erlendis. Ég er þeirrar skoðunar að
það eigi að vera almenna reglan að
Islendingar eigi að skipta við sín
fyrirtæki. Hins vegar er nauðsynlegt
fyrir atvinnugrein sem keppir á al-
þjóðlegum mörkuðum að fá aðföng
sín á því verði sem gildir á þeim
mörkuðum. íslenskur sjávarútvegur
getur ekki keppt á erlendum
mörkuðum með öðrum hætti erlend-
is. Ég ítreka það sem ég hef oft áður
sagt að hér er ekki aðeins um
hagsmunamál skipasmiðanna að
ræða heldur jafnframt sjávarútvegs-
ins.
Verður þetta mál eitthvað rætt í
ríkisstjórninni á næstunni?
„Meðan Friðrik Sophusson var
iðnaðarráðherra var ráðið sérstakt
ráðgjafafyrirtæki til að fara ofan í
þessi mál. Þetta ráðgjafafyrirtæki
ræddi málið m.a. við hin ýmsu
ráðuneyti. Þáverandi iðnaðarráð-
herra fór þess á leit við mig að ég
beitti mér fyrir því að Fiskveiðasjóð-
ur íslands tæki þátt í þessu verkefni.
Niðurstaðan varð sú að það var gert.
Þetta ráðgjafafyrirtæki hefur unnið
alllengi að málinu og skilað bráðar-
birgðar skýrslu. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvar það mál er á vegi
statt nú, en við hljótum fyrst og
fremst að kalla eftir niðurstöðum
þessa fyrirtækis í sambandi við
málið. Það verður að byggja á þeim
upplýsingum sem þar koma fram.
Ég vísa á iðnaðarráðherra í því
sambandi. - EÓ
Samgönguráðuneytið veitir leyfi til áætlunarflugs innanlands. Ýmis nýmæli:
Samkeppni reynd í
innanlandsfluai
Fulltrúar flugfélaganna koma af fundi samgönguráðherra í gær. Tímamynd: Pétur
„Það má segja að þessi leyfisveit-
ing marki að nokkru upphaf nýrrar
stefnu í flugmálum, að minnsta kosti
frá því sem verið hefur um hríð, því <
við höfum ákveðið að gera tilraun
með samkeppni í innanlandsflug-
inu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon
samgönguráðherra í gær.
Samgönguráðherra veitti í gær
fimm flugfélögum leyfi til áætlunar-
flugs innanlands og sagði hann að
flugfélögin sem fengið hafa leyfið
gætu hafið flug samkvæmt hinu nýja
fyrirkomulagi strax um áramótin.
Félögin eru Arnarflug innanlands
h.f., Ernir h.f. ísafirði, Flugfélag
Austurlands h.f. Egilsstöðum,
Flugfélag Norðurlands h.f. Akureyri
og Flugleiðir h.f.
Nú fá bæði Arnarflug og Flugleiðir
leyfi til áætlunarflugs frá Reykjavík
til Vestmannaeyja og miðast leyfi
Amarflugs við allt að tvær ferðir á
dag með 19 sæta vélum. Leyfi Arn-
arflugs gildir til þriggja ára en fram-
lengist sjálfkrafa til ársloka 1997
tilkynni ráðuneytið félaginu ekki um
breytingu að tveim og hálfu ári liðnu.
Sérleyfi Flugleiða til Húsavíkur
gildir til ársloka 1990 en breytist
síðan í almennt áætlunarleyfi sem
gilda á til 1997. Þá opnast möguleiki
til að veita fleiri félögum leyfi til
áætlunarflugs milli Húsavíkur og
Reykjavíkur. Sérleyfi til staða þar
sem fjöldi farþega er undir 12 þús-
undum á ári munu gilda áfram.
Þá hefur verið veitt leyfi til nýrra
áætlunarleiða og hefur Flugfélag
Norðurlands fengið leyfi til að fljúga
milli Akureyrar og Keflavíkur, Vest-
mannaeyjaogStykkishólms. Þáfékk
Flugfélag Austurlands leyfi til áætl-
unaflugs frá Egilsstöðum og Höfn til
Vestmannaeyja.
Samgönguráðuneytið hyggst jafn-
framt þessari nýskipan efla eftirlit
með flugrekstraraðilum hvort sem
er á sviði tækni, öryggis eða þjónustu
og hyggst efla loftferðaeftirlitið í
þessum tilgangi hvað varðar tækni-
og öryggishliðina. Þá verður stofnuð
sérstök flugeftirlitsnefnd en í henni
verða fulltrúar frá Flugmálastjóm,
Verðlagsstofnun. Nefndinni er ætlað
að fylgjast með þjónustu flugfélag-
anna hvað varðar far- og farmgjöld,
tímaáætlanir o.fl. Gert er ráð fyrir
að nefndinni verði falið að gera
tillögur til ráðherra um úrbætur,
áminningar og leyfissviptingar verði
ástæða til slíks. -sá
Borgardómur um
5. áfanga:
Borgið Byggung
Borgardómur Reykjavíkur
hefur tekið allar kröfur Byggung
til greina í máli þeirra gegn
byggendum í fimmta áfanga fé-
lagsins. Byggendunum var gert
að greiða allar kröfur Byggung,
auk vaxta og málskostnaðar.
Tæpur helmingur þeirra 50 að-
ila sem byggðu í 5. áfanga hafa
ekki viljað viðurkenna að út-
reiknað kostnaðarverð sé ein-
göngu vegna kostnaðar við bygg-
ingu áfangans og hafa m.a. borið
fyrir sig að stjórn Byggung hafi
haldið illa á málum og fært fé á
milli byggingarflokka. -ABÓ