Tíminn - 23.12.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1989, Blaðsíða 2
£861 ledmeseb .82 •ujgsbiðeusJ Laugardagur 23. desember 1989 2 'fími minn Horfur eru á aö fasteignagjöld í dreifbýli muni hækka allt að 100% meö nýjum gjaldstofni um áramót: Herðir hækkunin flótta suður? Útlit er fyrir að skattar á fólk sem býr í dreifbýli muni hækka meira en á öðrum landsmönnum. Sveitarfélögin standa nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort þau eigi að hækka fasteignaskatta um allt að 100% eða hafa þá lægri og missa þar með af tekjujöfnunarframlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Um áramót tekur gildi nýr gjald- stofn fyrir fasteignaskatta. Þessi nýi stofn þýðir að húsnæði verður metið eins alls staðar á landinu. Einbýlis- Veörið yfir jóiin: AGÆTIS VEÐUR UM LAND ALLT Hæglætis veður verður um allt land yfir hátíðina, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Gert er ráð fyrir austlægum áttum í dag og á morgun, en á jóladag fer kólnandi. Jólasnjór- inn kemur til mcð að heiðra höfuð- borgarbúa með nærveru sinni á að- fangadag, ef spá Veðurstofnunnar gengur eftir. Spáin fyrir næstu daga er cftirfar- andi: Á borláksmessu verður fremur hæg austlæg átt á öllu landinu. Búist er við éljum á víð og dreif einkum á Suður- og Austurlandi, og einnig á annesjum norðanlands. Hiti verður um og yfir frostmarki við suður og austurströndina, en 1 til 4 gráða frost á Norður og Vesturlandi. Austlæga áttin heldúr áfram á aðfangadag jóla. Búist er við snjó- komu eða slyddu um sunnan og austanvert landiö. Ætti sú úrkoma að ná einnig til suðvesturhornsins, en úrkomulítið verður á Norður- og Norövesturlandi. Hiti verður um og yfir frostsmarki rneð suður og aust- urströndinni, en vægt frost verður í innsveitum norðanlands. Á jóladag fer veður kólnandi, með hægri suðlægri átt með élja- gangi á víð og dreif um landið. Hitinn verður um og undir frost- marki. Annan í jólum verður vind- áttin vestlægari og áfram heldur kólnandi. Él verða þá einkum um vestan og norðanvert landið. - ABÓ hús á Seltjarnarnesi sem er metið á átta milljónir verður einnig metið á átta milljónir þó að það sé staðsett á Súðavík. Hingað til hefur fasteigna- skattur verið reiknaður af fasteigna- mati. Húsið á Seltjarnarnesi hefur því verið metið á átta milljónir, en sams konar hús á Súðavík ekki á nema þrjár milljónir. Pessi munur hefur þýtt að sveitarfélögin á lands- byggðinni hafa orðið að hafa álagn- ingarpróséntuna töluvert hærri en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu. Það hefur síðan leitt til þess að Reykjavík og fleiri sveitarfélög hafa getað hampað því að þau leggi á miklu lægri fasteignaskatta en önnur sveitarfélög, sem þarf ekki endilega að vera rétt því eins og flestir vita er 0,6% af 500 kr. lægri upphæð en 0,4% af 1000 kr. Breytingin sem tekur gildi um áramót getur þýtt að sveitarfélag sem lagði áður á 0,625% fasteigna- skatt verður nú að leggja á 0,3% skatt, þ.e.a.s. ef sveitarfélagið ætlar ekki að hækka fasteignaskatta um marga tugi prósenta. Þetta er reynd- ar mjög mismunandi milli sveitarfé- laga en í sumum tilfellum hækkaði skattstofninn langt yfir 100%. Félagsmálaráðuneytið hefur með bréfi frá 17. nóvember síðast liðnum ákveðið að til þess að sveitarfélögin geti fengið fullt tekjujöfnunarfram- lag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélag- anna megi álagningarprósentan ekki fara niður fyrir 0,4% á íbúðarhús- næði og aðstöðugjald ekki niður fyrir 0,91%. Það er ljóst að í mjög mörgum sveitarfélögum þýðir 0,4% álagning mjög mikla hækkun á fast- eignaskatti. Hækkunin verður mest á íbúðarhúsnæði í dreifbýli. Svanur Guðmundsson oddviti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu sagði í samtali við Tímann að þetta ákvæði um að álagningin verði að vera 0,4%, til að ná tekjujöfnunarfram- laginu, bindi hendur sveitarfélag- anna og leiði til þess að sveitarfélög- in neyðist til að hækka fasteigna- skattana miklu meira en þau hefðu annars gert. Guðbrandur Brynjúlfsson oddviti í Hraunhreppi í Mýrasýslu sagði að þó að sitt sveitarféiag myndi lækka álagningarprósentuna niður í 0,4 yrði hækkunin á sköttunum engu að síður milli 80-100%. Guðbrandur sagði að ekki hefði enn verið tekin ákvörðun um hver prósentan yrði. Hraunhreppur hefur undanfarin ár fengið tekjujöfnunarframlag frá Jöfnunarsjóðnum. Guðbrandur sagði að það hefði munað verulega miklu fyrir sveitarfélagið að fá þetta framlag. Guðbrandur sagðist vera mjög andvígur þessari breytingu á skatt- stofninum og þá sérstaklega þeim röksemdum sem menn hefðu notað til að koma henni á. „Menn gáfu sér þær forsendur að fasteignaskattur- inn væri ekki eignaskattur heldur gjald fyrir veitta þjónustu. Á þeim forsendum var þessi breyting gerð. Sjálfum finnst mér fasteignaskattur ekki vera neitt annað en eignaskatt- ur. Það er ekkert gefið að það sé eitthvert samhengi milli þjónustu- stigs og fasteignagjalda. Ég er dálítið hræddur við þessa breytingu. Mér þætti ekki ótrúlegt að þetta komi til með að herða enn á flóttanum suður. Einnig má búast við að þetta leiði til þess að fólk verði enn meira hikandi við að fjárfesta úti á landsbyggðinni.“ Guðbrandur nefndi sem dæmi um hækkunina að bóndi sem í ár greiddi 60 þúsund í fasteignaskatt myndi á næsta ári greiða 130 þúsund miðað við 0,5% álagningu. - EÓ Ferðir sérleyfishafa um jólin Sérstök áætlun er lekin upp á helstu leiðum sérleyfishafa um jól og áramót. Rétt cr að taka fram að sérleyfishafar aka ekki á jóladag og nýársdag. Sérleyfishafar vilja eindregið hvetja fólk til að panta sér far, eða kaupa farmiða tímanlega, svo auð- veldara sé að koma því bæði fl jótt og örugglega til vina og skyldmenna sinna um þessi jól og áramót. Loks vilja sérleyfishafar taka eftir- farandi fram: „Síðustu dagar fyrir jól eru ætíð geysilega annasamir fyrir starfsfólk pakkaafgreiðslu BSÍ í Umferðarmiðstöðinni. Fyrir síð- ustu jól fóru yfir 50 þúsund pakkar í gegnum afgreiðsluna og því vilja sérleyfishafar eindregið hvetja fólk til senda að pakka sína tímanlega, svo þeir berist móttakendum örugg- lega fyrir jól. Einnig er mjög áríð- andi að merkja alla pakka vandlega og geta um símanúmer móttak- enda.“ Tíminn birtir í heild sinni áætlun á helstu sérleiðum um hátíðirnar. Ferðir sérleyfishafa AKUREYRI ÞORLÁKSHÖFN 23. des. laugard. 24. des. sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud. * Áætlunarferðir Herjólfs. Frá Rvík kl. 12.30* kl. 17.30 kl. 10.00* kl. 13.00 Enginferð kl. 16.30* kl. 19.00 i tengslum Frá l'urlh. kl. 09.30 kl. 13.30 kl. 08.30 kl. 11.00* Engin ferð kl. 12.50 kl. 17.30* við ferðir Bílasalan Bílaskráin óskar viðskiptavinum um land allt gleðilegra jóla og góðs nýs árs með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. Um leið viljum við bjóða ykkur áfram þjónustu okkar á komandi ári. Við erum með fjölbreytt úrval notaðra bíla og vinnuvéla á söluskrá okkar. Ennfremur óskumvið eftir fleiri bílum og vinnuvélum á söluskrá, einnig vélsleðum. Við erum tölvutengdir við Bifreiðaskoðun íslands þannig að við sjáum samstundis hvort bílar eru rétt skráðir og veðbandalausir. Kappkostum að veita góða þjónustu og heiðarleg vinnu- brögð. 22. des. föstud. 23. des.laugard. 26. des. þriðjud. Frá Rvík kl. 08.00 kl. 17.00 kl. 08.00 kl. 08.00 Að öðru leyti er óbreytt áætlun FráAkure. kl. 09.00 kl. 17.00 kl. 09.30 kl. 09.30 Að öðru leyti er óbreytt áætlun BISKUPSTUNGUR FráRvík FráGcjs 22. des. föstud. kl. 09.00 kl. 14.20 kl. 16.45 23. des. laugard. kl. 09.00 Enginferð 24. des. sunnud. Engin ferð Engin ferð 25. des.mánud. Enginferð Enginferð 26. des. þriðjud. kl. 15.00* kl. 16.50 * Aðeins ekið i Reykholt. Að öðru leyti er óbreytt áætlun GRINDAVÍK BORGARNES/AKRANES ----- Frá Bnesi 23. des. laugard. kl. 08.00 kl. 10.00 kl. 15.30 24. des. sunnud. 25. des.mánud.. ★ Farið I Reykholt FráRvík kl. 08.00 kl. 13.00* kl. 18.00 kl. 08.00 kl. 13.00* Engin ferð kl. 10.00 kl. 13.00 Engin ferð Að öðru leyti er óbreytt áætlun HVERAGERÐI FráRvik FráHverag. 23. des. laugard. 24. des. sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud. FráRvík kl. 18.30 Engin ferð Enginferð kl. 10.30 kl. 18.30 FráGrindav. kl. 13.00 kl. 13.00 Enginferð kl. 13.00 24. des. sunnud. 25. des.mánud. 26. des. þriðjud. kl. 09.00 kl. 13.00 kl. 15.00 Enginferð kl. 09.00 kl. 13.00 kl. 15.00 kl. 18.00 kl. 09.50 kl. 13.20 Enginferð kl. 09.50 kl. 13.20 kl. 16.20 kl. 18.50 kkl. 21.50 HVOLSVÖLLUR kl. 20.00 kl. 23.00 Að öðru leyti er óbreytt áætlun 23. des. laugard. 24. des. sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud. FráRvfli kl. 08.30 kl. 13.30 kl. 13.30 Engin ferð kl. 08.30 kl. 20.30 FráHvolsv. kl. 09.00 kl. 17.00 kl. 09.00 Enginferð kl. 17.00 24. des.sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud. HÖFN í HORNAFIRÐI Frá Rvík Frá Höfn 22. des. föstud. kl. 08.30 kl. 10.00 23. des. laugard. kl. 08.30 kl. 10.00 26. des. þriðjud. kl. 08.30 kl. 10.00 Að öðru leyti er óbreytt áætlun KEFLAVIK FráRvík kl. 13.30 kl. 15.30 Enginferð kl. 13.30 kl. 17.30 kl. 19.15 kl. 22.15 Frá Keflav. kl. 11.45 kl. 13.30 Enginferð kl. 11.45 kl. 13.30 kl. 18.00 kl. 21.00 Bílaskráin Sími: 91-674311 Persónuleg þjónusta 24. des. sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud. MOSFELLSBÆR FráRvík Frá Reykjal. Sunnudagsáætlun Síðasta Síðasta ferð ferð kl. 15.30 kl. 16.00 Engin ferð Engin ferð Sunnudagsáætlun Að öðru leyti er óbreytt áætlun SELFOSS FráRvík FráSelf. kl. 09.00* kl. 13.00* kl. 09.30 kl. 15.00 kl. 13.00 Enginferð Enginferð kl. 09.00* kl. 09.30 kl. 13.00 kl. 13.00 kl. 15.00* kl. 16.00 kl. 18.00* kl. 18.30 kl. 20.00 kl. 21.30 kl. 23.00 * Eklð tll Stokkseyrar og Eyrarbakka. Að öðru leyti er óbreytt áætlun 24.des.sunnud. 25. des. mánud. 26. des. þriðjud.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.