Tíminn - 23.12.1989, Síða 6

Tíminn - 23.12.1989, Síða 6
6 Tíminn Föstudagur 22: desember 1989 Tíniinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason IndriðiG. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 JÓI í meira en sextán aldir hafa kirkj ur og trúarsamfélög haldið hátíð til minningar um fæðingu trúarhöfundar kristninnar. Jólaguðspjallið í öðrum kapitula Lúkas- arguðspjalls hefur hljómað nær samtímis í kirkjum og samkomuhúsum á þúsund tungum heimshornanna á milli og flutt boðskap jólanna sem auðvitað er trúarlegt fagnaðarerindi um komu mannkynsfrelsar- ans, en felur annars í sér áskorun til mannkynsins um frið og bræðralag. Umfram allt er boðskapur jólanna áminning til kristinna manna um að halda friðinn hver við annan. t»ví fer þó fjarri að kristnir menn hafi alltaf meðtekið friðarboðskapinn í hinni víðtæku merkingu, þar sem saman fer að rækta sinn innri frið í háleitum skilningi trúarinnar og halda frið við nágranna sína og meðbræður í praktískum, jarðneskum skilningi. Um allar aldir hafa jól verið haldin í skugga styrjalda milli kristinna manna og jólaguðspjallið lesið yfir hermönn- um gráum fyrir járnum sem varla gáfu sér tíma til að líta upp úr vígaferlum á hámessum sjálfra jólanna. Fyrir nákvæmlega níutíu árum sat presturinn og skáldið Matthías Jochumsson í húsi sínu í Fjörunni á Akureyri og hugleiddi friðarmálin í heiminum á jólunum 1899. Petta ár hófst svokallað Búastríð, sem var styrjöld milli Breta og Búanna í Suður-Afríku, og entist þessum kristnu merkis- og menningarþjóðum a.m.k. þrenn jól, sem þær urðu að halda í fullum herklæðum á mannskæðum vígvöllum. Þetta var á því tímabili sögunnar þegar íslensk skáld og stjórnmála- menn áttu ekki orð til að lofa réttlæti Búanna í Suður-Afríku, sem níutíu árum síðar nefnast ekki Búar lengur, heldur „hvíti minnihlutinn“ sem kúgar „meirihluta svartra manna og þeldökkra“ eins og sagt er í fréttum og síst er vert að mæla bót. Skáldpresturinn á Akureyri setti hugleiðingar sínar um friðarmálin 1899 í langt kvæði, sem hann nefndi Búa-rímu, þar sem hann les stríðsmönnum pistilinn í óvanalegri jólaprédikun, sem er reyndar svo óvanaleg að hún verður lesin af mörgum og til hennar vitnað svo lengi sem íslenskt mál stendur og menn hirða um hinn sanna friðarboðskap jólanna. Far segir sr. Matthías m.a.: Báðir forðum fóru á sveim, fluttu kross í stafni, til að færa heiðnum heim hjálp í Jesú nafni. En þar segir einnig um hernaðarmarkmið Lundúna- veldis: „Móti Búum berst um völd Bretans aurasýki.“ Ef einhverjum finnst að heimsástandið nú gefi ekki tilefni til að lesa yfir mannkyninu jólaboðskap Búa- rímna eins og Matthíasi Jochumssyni þótti nauðsyn- legt fyrir níutíu árum, viljum við Tímamenn senda lesendum okkar og landsmönnum öllum hugheila jólakveðju með erindi úr kvæði Matthíasar um bernskujólin sín: Lát mig horfa á litlu kertin þín: Ljósin gömlu sé ég þarna mín! Ég er aftur jólaborðið við, ég á enn minn gamla sálarfrið. Gleðileg jól! „En Skúli gamli Varla getur þekktara kvæði á íslensku en Skúla- skeið Gríms Thomsen og væru valin aðeins fímm kvæði góðskálda vorra, sem líklegt þætti að tólf ára barn mundi kannast við eða kunna brot úr, þá yrði kvæðið um þennan magnaða eltingaleik efalaust þar á meðal. Aftur á móti munu fáir hafa leitt hugann að því hvert hið sögulega baksvið kvæðisins mundi vera. Hér á eftir fer grein Sigurðar heitins Ólasonar lögfræðings þar sem hann rennir þó nokkuð sterkum rökum undir það að þarna hafí skáldið haft alveg sérstakan atburð í huga og sem fyrirmynd. „Allir íslendingar þekkja „Skúla- skeið“ eftir Grím Thomsen, hið rismikla kvæði, sem ber öll bestu sérkenni skáldsins og sem enn yljar um hjartarætur öllum þeim sem skilja og meta þátt íslenska hestsins í erfiðri lífsbaráttu þjóðarinnar á liðnum öldum. Þótt sá þáttur sé nú, fyrir breyttar aðstæður í samgöngu- tækni landsmanna, orðinn minni en áður var, er þakkarskuld íslendinga við hestinn meiri en svo frá liðnum tímum að hún muni gleymast enn um langa hríð. Kvæði Grímserfyrst og fremst tileinkað þeirri miklu skuld. „Nú er líf mitt jDÍnum fótum falið“ táknar í kvæðinu meira en það að Skúla hafi fyrir fótafimi og þol Sörla borið undan hinni hörðu eftir- reið. Það er um leið táknmynd um þýðingu íslenska hestsins í lífi og aldalangri baráttu fátækrar þjóðar í harðbýlu og samgöngulausu landi. Það er mælt að þrátt fyrir mörg og glæsileg minnismerki, sem reist eru hinum mikla keisara Frakka, muni þó kvæði Heines, „Skotliðamir", halda minningu hans lengst uppi. Á sama hátt mætti segja að þótt reist verði minnismerki um íslenska hestinn, sem í ráði mun vera, þá muni þó kvæði Gríms lengi bera hærra í augum íslendinga heldur en einhver mynd úr dauðum málmi, jafnvel þótt vel yrði til vandað. Og af öllu því sem ort hefur verið um íslenska hestinn, allt frá alþýðu- skáldum til Einars Ben., hafa áreið- anlega fá kvæði náð almennari hylli en „Skúlaskeið“, því til skamms tíma má segja að hvert mannsbarn hafi kunnað það utan að, a.m.k. til sveita. Grímur og Sóti Það er vitað og kunnugt að Grím- ur Thomsen var mikill hestamaður og hafði jafnvel ísl. hest(a) með sér þegar hann dvaldi erlendis sem ná- lega mun mega telja einsdæmi. Fræg er sagan um hestinn „Sóta“ sem hann á sínum tíma keypti austan úr Hornafirði og hafði með sér út. í eftirmælagrein í Andvara er frá því sagt, sem þjóðfrægt er, að Danakon- ungur (Friðrik VII) hafr falað hest- inn af Grími. Færðist Grímur undan og kvaðst ekki nenna að „selja vini sínum vin sinn“. Leitaði konungur þá eftir því hvort Grímur vildi gefa sér hestinn, en Grímur lét hann ekki falan að heldur, kvað það „ekki sitja á sér að fara að gefa konunginum" og lauk skiptum þeirra svo að kon- ungur fékk ekki hestinn. Grímur flutti alfarinn heim 1867 og hafði þá Sóta enn með sér og mun það vera sami hesturinn og heygður var í Bessastaðatúni, með ölium reiðtygj- um árið 1882, sbr. frásögn Erlends á Breiðabólsstöðum. Sagt er að hinn íslenski hestur Gríms hafi eitt sinn bjargað lífi hans erlendis. Engar sönnur vita menn þó á þeirri sögu og er líklegast að hún sé munnmæli ein. Hins vegar er kunnugt að Grímur meiddist eitt sinn er hestur datt undir honum og má vera að þessu sé með einhverjum hætti ruglað saman, þótt það sýnist ekki í fljótu bragði trúlegt. Hugsanlegt baksvið Þó að það sé eins og áður segir vafalaust að kvæðið Skúlaskeið hafi af hendi skáldsins fyrst og fremst táknræna þýðingu sem lofgerð eða tileinkun til íslenska hestsins, þá er hitt þó líklegt og víst að skáldið hafi öðrum þræði haft ákveðna atburði í huga en Grímur valdi eins og kunn- ugt er gjarnan yrkisefni sín úr „óþrotlegum gullnámum sögunnar", eins og Einar Ben. kemst að orði í ritdómi um hann. Með því að velja kvæðinu þannig sannsögulegan bakgrunn, jók hann áhrifagiídi þess og dramatískan kraft, enda var slíkt mjög háttur Gríms í kveðskap, sem fleiri skálda, svo sem alkunnugt er. Verður það hér til gamans gert að leiða nokkrum getum að því hvaða atburðir það gætu helst verið sem skáldið hafði í huga er það orti hið fræga kvæði og sem hann valdi sem uppistöðu þess eða sögulegt baksvið. Að sjálfsögðu verður hér ekki um að ræða neina sagnfræðilega né bók- menntalega rannsókn eða óyggjandi niðurstöður, heldur einungis lauslegar hugleiðingar og tilgátur. Skúlaskeið Örnefnið Skúlaskeið er eins og kunnugt er á Kaldadal, hinni fornu alfaraleið af Þingvelli til Borgar- fjarðar og Norðvesturlands. Er mælt að til séu gamlar sagnir um saka- mann sem sloppið hafi af Öxarár- þingi og komist undan ríðandi yfir Kaldadal og sé örnefnið til orðið af því tilefni. Ekki verður þó neins staðar heyrt eða lesið um slíkan atburð, hvorki t' annálum né öðrum heimildum, og ekki hafa fróðir menn talið sig vita nánari deili á þessari sögu. Væri enda í fyrsta lagi ólíklegt að sakamaður hefði náð að komast á hest af þinginu - þeir voru venju- lega geymdir nokkuð frá þingstað (Hestagjá?) - og ekki er heldur sennilegt að hann hefði þá leitað til byggða undan eftirreiðinni, í stað þess t.d. að hleypa ofan Geitlanda í óbyggðir norður þar, sem síður væri von mannaferða. Og sérstaklega væri ótrúlegt, og reyndar óhugsandi, ef ekki væru til einhverjar samtíma- heimildir um svo sögulegan og óvenjulegan atburð sem slíkan flótta. Að vísu kom fyrir að saka- menn slyppu af þinginu, svo sem t.d. Jón sál. Hreggviðsson, en áreiðan- lega ekki við slíkan farkost né með neinum þvílíkum atvikum sem sögn- in um Skúlaskeið greinir. Mun því mega ganga út frá því vísu að um þjóðsögu eina sé að ræða, e.t.v. að einhverju leyti í sambandi við kvæð- ið eftir á. Að þessu athuguðu er ekki líklegt að Grímur hafi haft neina slíka atburði í huga er gerst hafi á Kalda- dal eða Skúlaskeiði. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu, jafnvel þótt hann byggi á einhverjum öðrum ákveðnum frásögnum, að hann velji einmitt þessar sögufrægu slóðir sem vettvang kvæðisins, þ. á m. ömefnið Skúlaskeið. Hann var þaulkunnugur staðháttum um þessar slóðir og af síðustu ljóðlínunni má auk þess marka að hann hefur - sem þingmað- ur Borgfirðinga - haft fjallvegabætur í huga meðal annars. Það er því, þrátt fyrir örnefni og staðhætti kvæðisins, engan veginn útilokað að Grímur hafi allt að einu haft aðra og ákveðna atburði í huga er hann orti kvæðið. Enda eru slík sögutengsl algeng í skáldskap, þótt oft sé hnikað til ytri staðreyndum, bæði um tíma og rúm, sem er skáldaleyfi. Nú eru að sjálfsögðu til margar sagnir hérlendar um það að menn hafi forðað sér á hestum undan dauða og margs konar „fári þungu“. Fræg er t.d. „eftirreiðin mikla“ 1242 þegar Þórður kakali reið frá Þing- völlum vestur Mýrar, Löngufjörur í Miklaholt og til Helgafelis undan ofsalegri eftirreið Kolbeins unga og manna hans á liðlega 30 klukkutím- um, í vetrartíð og ófærð. Fræg er og ferð Árna Oddssonar 1618 er hann reið á rúmum 3 dögum frá Vopna- firði til Þingvalla, þar sem honum tókst að bjarga málum á síðustu stundu. Eru auðvitað engin tök að rekja slík dæmi hér, síst þau er þeir menn áttu hlut að sem minna er um skráð í annálum sögunnar. Kunnur hefur Grími t.d. verið, og í fersku minni, flótti bóndans á Loftsölum er hann hleypti einhesta yfir Mýrdals- sand undan æðandi jökulhlaupinu (Kötlugosið 1860) og náði Hjörleifs- höfða á sama augnabliki og flóðið skall á höfðann með jakaburði og hamförum. Eru mýmörg dæmi um sltka atburði og þessu líka og sem vissulega væru vel þess virði að fróðir menn og hestavinir héldu til haga. En einn er þó sá atburður frá liðnum öldum sem hér skal vikið að sérstaklega vegna þess að hann sýn- ist að ýmsu leyti geta komið heim við kvæði Gríms um Skúlaskeið og sem þess vegna mætti geta sér til um að hann hafi beint eða óbeint haft í huga er hann gerði kvæðið, þótt hann hagræði ýmsum ytri atvikum sem skálda er háttur. Auðvitað er þetta aðeins tilgáta, éins og fyrr segir, en þar sem atburðir þessir eru að ýmsu leyti óvenjulegir og aðdrag- andi þeirra að sumu mjög „interess- ant“, eins og það er stundum orðað, þá er vel þess vert að rifja það upp, alveg án tillits til þess hvort marg- nefnt kvæði stendur í nokkrum tengslum við þá eða ekki. Flótti Tómasar í sýslumannaævum Boga Bene- diktssonar er getið um flótta saka- manns af Alþingi, Tómasar Böðv- arssonar Skagfirðings, en hann náði hesti sínum og var eltur af þingheimi en komst þó að lokum undan. Þessa flótta er getið í ýmsum heimildum frá fyrri tímum og má telja vafalaust að Grími hafi verið um hann kunnugt. Hér var það hesturinn sem varð lífgjafi hins íslenska manns, en útlent kúgunar- og refsivald sem stóð að hinni misheppnuðu eftirreið. Fyrir skáld eins og Grím Thomsen, hinn ramma íslending og mikinn aðdáanda hesta, var þess vegna hér um ákjósanlegt yrkisefni að ræða, enda er þetta tvennt einmitt aðal- uppistaða kvæðisins. Nú er það að vísu svo að þegar athugaðar eru sögulegar heimildir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.