Tíminn - 23.12.1989, Qupperneq 7

Tíminn - 23.12.1989, Qupperneq 7
Föstúdagur 22,'desember 1989 Tíminn 7 sat á Sörla einum Var flótti Tómasar Böðv- arssonar af Alþingi fyrir- mynd Gríms Thomsen að kvæði hans „Skúla- skeið“? kemur í ljós að undankoma manns þessa var ekki af Öxarárþingi, held- ur Vallalaugarþingi (Seyluþingi) í Skagafjarðarsýslu. Vel gat Grími verið kunnugt um það þótt hann kysi að skapa kvæðinu annan og sögu- frægari vettvang, eins og áður er sagt. Um atburð þennan eru allítar- legar frásagnir í Alþingisbókum, annálum og árbókum, og ennfremur er nú nýlega að honum vikið í grein Einars Arnórssonar um „Þórdísar- málið“ fræga í ritum Sögufélagsins og í bók Guðbr. Jónssonar „Sjö dauðasyndir“. Sá var aðdragandi þessara atburða að bóndi nokkur í Skagafirði á öndverðri 17. öld lenti í háskalegum kvennamálum, að þeirra tíma lögum og hugsunarhætti. Maður þessi var sakaður um óleyfileg mök og barn- eign með mágkonu sinni, en slíkt var í skugga Stóradóms og þáverandi réttarfars undankomulítið líflátssök. Bæði virðast þau hafa verið mannvænlegt fólk og vel látið, enda er svo að sjá að almenningur hafi ógjarnan vilja trúa „sekt“ þeirra eða þá hitt að þau hafi fyrst lengi vel notið frændsemi við fyrirmenn Skag- firðinga, lögmanninn á Reynistað og Hólabiskup, sem haldið hafi hlífi- skildi yfir þeim meðan kostur var. Segir E.A. að þau hafi bæði verið í frændsemi við allt helsta stórmenni landsins í þann tíð. Sjálf játuðu þau aldrei brot sitt né samband það sem á þau var borið. Er staðfesta stúlk- unnar í því efni undraverð því þrátt fyrir margra ára málarekstur og harkalegustu yfirheyrslur, bæði á Alþingi og í héraði, stóð hún á því fastari fótunum allt fram í dauðann að hún hefði ekki karlmann kennt. Hefði henni þó væntanlega verið innan handar að hagræða faðerninu á meinlausari hátt og bjarga þannig lífi sínu, ef hún hefði viljað frá þessu hvika, og virðist þetta benda til þess að hún hafi a.m.k. sjálf trúað því að hún væri óspjölluð af karlmanns- völdum. Eða þá hitt, sem sumir hafa getið til, og sem bregða mundi hugþekkari blæ yfir málið að hún hafi með neitun sinni viljað bjarga manninum og þannig lagt líf sitt í sölurnar fyrir hann, enda þótt sú skýring sé að vísu í langsóttara lagi. En þau urðu hin raunalegu endalok þessara mála að hinir dönsku um- boðsdómarar svokölluðu létu að síð- ustu drekkja stúlkunni á Þingvöllum en maðurinn komst undan, svo sem frá verður sagt hér á eftir. Um mál Þórdísar Halldórsdóttur verður að öðru leyti ekki rætt hér frekar, enda þótt um það mætti skrifa langt mál. Málið er að því leyti einstakt að íslendingar fengust aldrei síðan til að samþykkja eða taka upp þær hrottalegu rannsóknar- aðferðir sem viðhafðar voru gagn- vart stúlkunni og hún var dæmd eftir. Er málið og um margra hluta sakir merkilegt og sumt í því mikil ráðgáta, en þar sem það fellur utan ramma þessarar greinar verður ekki reynt hér frekar að ráða þær gátur að sinni. Uppnám á Alþingi Hinn ævintýralega flótta Tómasar Böðvarssonar bar að með þeim hætti að þegar fógeta Bessastaðavalds hafði tekist á þinginu að fá stúlkuna með ógnunum og líkamlegum pynt- ingum („jómfrú", þ.e. þumalskrúfu) til þess að gefa tvíræða yfirlýsingu sem (ranglega þó) var túlkuð sem „játning" var ljóst að böndin bárust að manninum þann veg að skammt yrði meiri tíðinda. Guggnaði hann þó ekki að heldur, þótt hann hafi mátt sjá fram á pyntingar og líflát - „hand sagde hart neij“ segir í þing- bókinni - og krafðist að mega sverja sakleysi sitt. Hafði fógeti þá kröfu að engu og beiddist umsagnar dómsmanna um það hvort ekki skyldi setja manninn þegar í „Kong- ens jern“ og „hand saa uell som hun at lide for sagen“, þar eð hún hefði þegar játað. Lýsti þá stúlkan því að hún hefði ekkert játað eða hún tæki þá játningu aftur. Skarst Hólabiskup nú í málið, sem sennilega hefur sem fleirum þótt nóg um aðfarir fógeta, og lagði til að ekki yrði frekar aðhafst að sinni, væri best að fela Guði mál þetta, þar sem „det gick offuer hans forstand". Hafa þessi ummæli biskups verið ýmsum ráð- gáta, enda má margan skilning í þau leggja. Kallaði biskup nú fógeta á eintal út úr dómnum og skipti engum togum, er sakborningur varð þess var, að hann stekkur upp eldsnöggt og snarast út úr þrönginni og á hest sinn samstundis er þá hefir staðið tygjaður við þingveginn (undirbú- ið?), og þeysti burt sem mest hann mátti. Varð nú uppnám á þingi og virðist mönnum hafa orðið ráðafátt í svip, sem vonlegt var. Kallaði fógeti á eftir manninum að nema staðar, en sú skipun var að sjálf- sögðu ekki virt. Kvaddi þá fógeti samstundis til bændur þá, sem helst þótti lið í og vel voru hestaðir, að ríða eftir manninum allt hvað af tæki og grípa hann. Brugðu þeir þegar við, en þing leystist upp og varð stúlkan því ekki dæmd að sinni. Og hófst nú eftirreiðin. sem á ísi væru“ Nú sem sakborningur hafði komist á hest sinn, þeysti hann burt af þingstaðnum beint af augum, enda enginn tími til að velja veg eða leiðir. Urðu brátt fyrir honum fen og keldusvakkar og þótti þá sýnt að hann myndi fljótlega liggja í og verða gripinn. En hér fór á annan veg, og reyndar með þeim ólíkindum að varla var einleikið talið. Segir í þingbókinni að hann hafi runnið yfir fenin sem á ísi væru, „reed offuer som paa en jis“. Af eftirreiðarmönn- um var aftur aðra sögu að segja, því er þeir hugðust ríða fenin lágu hestar þeirra á kafi og féllu og lágu menn og hestar í bendu og brutust um í kviksyndinu, meðan flótta- manninn bar yfir sem fugl flygi. Þótti þetta slík undur þeim er á horfðu að ástæða þótti að færa það í réttarbæk- ur og segir þar að þetta hafi verið „alle Erlige mend vitterligt som saa thingest vaare“. Tekur það af tví- mæli um að hér getur ekki verið um neina þjóðsögu eða ýkjur að ræða. Hins vegar mun því almennt hafa verið trúað að hér væri göldrum til að dreifa, því verjendur Þórdísar færa það einmitt henni til varnar, er mál hennar var fyrir Alþingi síðar, að maðurinn muni hafa komist yfir hana með fjölkynngi og án hennar vitundar, enda hefði honum ekki verið síður til slíks trúandi en þess er gerðist á Vallalaugarþingi, er hann rann yfir fen og kviksyndi sem á hjarni væru. Auðvitað er ekki skýringa að leita í slíkum hindurvitnum. Vitaskuld hefur hestur Tómasar hlotið að vera hið mesta afbragð að hraða, fótfimi og traustleik. Auk þess hefur því lengi verið trúað hér á landi að „milli hests og manns hangi leyniþráður" og að góður reiðhestur skynji með nokkrum hætti þegar líf liggur við; kemur þetta t.d. fram hjá Grími í „Skúlaskeiði" og í „Kópi“ Sveins Pálssonar. („Af eðli göfgu fákur fann“ etc.), og víðar í sögnum. En hvað um það, þá er hitt ekki síður ætlandi að eftirreiðarmenn hafi einn- ig haft hestakost mikinn og góðan, svo sem Skagfirðinga er háttur allt frá tímum „Flugu“, enda kom þar senn að þeir brytust úr fenjum og þreyttu eftirreiðina á nýjan leik og var nú ekki á liði legið. Gat þess vegna ekki hjá því farið, er frá leið, að saman drægi með þeim, enda var maðurinn einhesta en hinir höfðu sjálfsagt hesta til skipta fleiri eða færri. Þótti nú sýnt hvað verða vildi og yrði skammt leiksloka að bíða. En sem þeir fremstu í eftirreiðinni höfðu nær því dregið manninn uppi, tóku hestar þeirra að bilast sumir og því brátt að „þynnast fjanda flokkur" og tvístrast, en maðurinn þreytti undanhaldið upp á líf og dauða og bar enn undan. Verða nú óljósar fregnir um eftirreiðina er lengra kom frá þingstað, en víst er að henni lauk svo að þeir náðu flóttamanninum aldrei. Var ýmsu um kennt, dimmviðri eða göldrum eins og fyrr segir, þar sem allir þóttu þessir atburðir með þeim ólíkindum. Ekki er vitað hvaða leið manninn bar undan hinni sögulegu eftirreið, sennilega niður Skagafjörðinn, aust- ur yfir vötn og til fjalla, og fréttist það af honum síðar að hann kæmist til Austfjarða og þaðan í skip til Englands. Löngu síðar er mælt að hann kæmi aftur hingað til lands og leitaði þá samvista við konu sína, systur Þórdísar, en að hún hafi þá ekki viljað við honum taka. Hesturinn ókunni Þessi frásögn verður ekki lengri að sinni. Það skyggir auðvitað nokk- uð á í þessari sögu að ekki skyldi takast að bjarga hinni ungu skag- firsku stúlku úr grimmilegum klóm „réttvísinnar". Hafa sumir áfellst manninn fyrir að hugsa um það eitt að bjarga sjálfum sér, en skeyta engu um afdrif stúlkunnar. Það hefði auðvitað gert meiri rómantík í sög- una ef hann hefði svipt henni á hestinn með sér. En þess var vitan- lega ekki kostur eins og á stóð og hefði reyndar ekki komið í neinn stað niður. Enda virðist flótti manns- ins út af fyrir sig ekki hafa neinu breytt um örlög hennar. Vafalaust' er að fyrirmenn Skagfirðinga hafa haft fullan huga að bjarga stúlkunni. En hið erlenda kúgunarvald hafði þá þegar náð þeim kverkatökum á þjóðinni, í réttarfars- og refsimálum sem öðrum, að innlend yfirvöld fengu ekki lengur rönd við reist, og átti þó eftir að síga enn meir á þá ógæfuhlið. En að hinu leytinu varð það þó, að því er manninn sncrtir, hinn óþekkti skagfirski hestur sem bar sigurorð af leppum útlends kúgunar- og refsivalds og veitti hinum nauð- stadda manni þá réttarvernd og lífgjöf sem innlend yfirvöld voru ekki lengur umkomin að veita honum. Atburðir sem þessir eru jafnan langlífir í vitund og sögnum með þjóðinni. Þeir snerta næman streng í brjóstum íslendinga, áreið- anlega ekki síst manna eins og Gríms Thomsen, enda er kvæði það sem hér hefur verið gert að umtals- efni beinlínis byggt á einhverjum slíkum atburði eins og fyrr segir. Má láta sér detta í hug að samband kunni að vera hér á milli.“ Skúlaskeið Þeir eltu hann á átta hófahreinum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á Sörla einum, svo að heldur þótti gott til veiðar. Meðan allar voru götur greiðar, gekk ei sundurmeð þeim og ei saman, en er tóku holtin við og heiðar, heldur fór að kárna reiðargaman. Henti Sörli sig á harða stökki, hvergi sinnti‘hann gjótum, hvergigrjóti, óð svo fram í þykkum moldarmekki, mylsnu hrauns og dökku sandaróti. Þynnast bráðum gjörði fjanda flokkur, fimm á Tröllahálsi klárar sprungu, • og í Víðikerum var ei nokkur vel fær, nema Jarpur Sveins í Tungu. Ei var áð og ekkert strá þeir fengu, orðnir svangir jóar voru og mjóir, en - þótt miðlað væri mörum engu, móðurinn þó og kraftar voru nógir. Leiddist Skúla, leikinn vildi hann skakka, ljóp við Ok úr söðli‘ og fastar girti; strauk hann Sörla um brjóst og stinnan makka, sté á bak og svo á klárinn yrti: „Sörli minn! þig hef ég ungan alið „og aldrei valið nema bezta fóður; „nú er líf mitt þínum fótum falið, „forðaðu mérnú undan, klárinn góður!“ Það var eins og blessuð skepnan skildi Skúla bænþvíhálsogeyru‘hann reisti, frísaði hart - og þar með gammurinn gildi glennti sig og fram á hraunið þeysti. Á kostum Sörli fór í fyrsta sinni, — furðar dverga h ve í klungum syngur, - aldrei hefur enn í manna minni meira riðið nokkur íslendingur. Tíðara Sörli‘ en selningur á leiru, sinastælta bar í gljúfrum leggi, glumruðu Skúla skeifurnar um eyru, skóf af klettunum í hófa hreggi. Rann hann yfir urðir eins og örin, eða skjótur hvirfilbylur þjóti, enn þá sjást í hellum hófaförin, harðir fætur ruddu braut í grjóti. Örðug fór að verða eftirreiðin, allir hinir brátt úr sögu detta; - en ekki urðu fleiri Skúla skeiðin, skeið hans fyrsta og síðasta var þetta. Hann forðaði Skúla undan fári þungu, fjöri sjálfs síns hlífði klárinn miður; - og svo með blóðga leggi, brostin lungu á bökkum Hvítár féll hann dauður niður. Sörli er heygður Helgafells í túni, hneggjarþar við stall með öllum tygjum, krapsarhrauna salla blakkurinn brúni- bíður eftir vegum fjalla nýjum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.