Tíminn - 13.01.1990, Page 10

Tíminn - 13.01.1990, Page 10
18 Tíminn Laugardagur 13. janúar 1989 \ V i * MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Mgrf Kópavogsbúar: Fundur um skólamál /iljiö þið breyta einhverju í skólanum. Komiö hugmyndum kkar áframfæri viö menntamálaráðuneytið þriðjudagskvöld- b 18. janúar kl. 20:30 í Félagsheimili Kópavogs, II. hæð. /lenntamálaráðuneytið Um virðisaukaskattskylda vöru Athygli þeirra, sem framleiöa, flytja inn eða kaupa viröisaukaskattskylda vöru til endursölu, er vakin á því að óheimilt er aö telja skattinn til kostnaðarverös vöru og skal skatturinn því ekki vera hluti af álagningarstofni. Fteykjavík, 11. janúar 1990. VERÐLAGSSTOFNUN HH Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboöum í kaup á gangstéttarhellum. Heildarmagn er 30.000 stk., 4.800 m2. Verklok eru 15. júní næstkomandi. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 16. janúar, gegn kr. 2.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað þriöjudaginn 30. janúar 1990, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 fp Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í málun á dagvistunarhúsnæði Reykjavíkur- borgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 31. janúar 1990, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 • iai ,|, Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar Borgarverkfræðings, óskar eftir tilboð- um í húsgögn í 3 leikskóla, að Selásbraut, Dyrhömrum og Rekagranda. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 30. janúar 1990, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll f fremrí röð sitjandi f.v.: íma Þöll Jónsdóttir, Guðrún Ámadóttir, Móeiður Anna Sigurðardóttir, Þórhildur Halla Jónsdóttir. í aftarí röð: Þorsteinn Hauksson tónskáld, Birgitta Spur (Listasafni Sigurjóns), Bergljót Jónsdóttir (fslensk Tónverkamiðstöð), Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld, Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, John Speight tónskáld. (Ljósm. Anna Fjóla Gísladóltir) Kvöldstund með tónskáldi Islensk tónverkamiðstöð og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar munu gangast fyrir tónskáldakynningum sem nefndar hafa verið „Kvöldstund með tónskáldi“ í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Fjögur tónskáld verða kynnt og það fyrsta, Þorkell Sigurbjörnsson. þriðjudaginn 16. janúar kl. 20:30. Tónskáldin mun þarna segja frá ein- stökum verkum og/eða tímabilum á tón- skíðaferli sínum og leika tóndæmi af hljómböndum til frekari skýringa. Einnig munu hljómlistarfólk flytja eitt til tvö verk hverju sinni. Kynningin sjálf mun standa í u.þ.b. eina klukkustund, en að henni lokinni verður kaffistofa Listasafnsins opin og er vonast til að áheyrendur komi með spurn- Félagsvist Húnvetningafélagsins Félagsvist Húnvetningafélagsins í Reykjavík veröur haidin laugardaginn 13. janúar í Húnabúð, Skeifunni 17. Spilamennskan hefst kl. 14:00. Keppni aö hefjast. Allir velkomnir. Spilakvöld í Kópavogi Þriggja kvölda spilakeppni hefst á veg- um Alþýðubandalagsins í Kópavogi mánudaginn 15. janúar. Fyrsta spila- kvöldið verður þá kl. 20:30 í Þinghól, Hamraborg 11 í Kópavogi. Allir vel- komnir. Stjórnin Jazz í Duushúsi Sunnudaginn 14. janúar verða jazztón- leikar haldnir í Duushúsi kl. 21:30. ingar og vangaveltur yfir kaffibolla að henni lokinni. Fyrsta tónskáldið til að kynna verk sín verður Þorkell Sigurbjörnsson. Strengja- kvartett, skipaður þeim ímu Þöll Jóns- dóttur, Guðrúnu Árnadóttur, Móeiði önnu Sigurðardóttur og Þórhildi Höllu Jónsdóttur, mun flytja Kaupmannahafn- ar-kvartett Þorkels og Kolbeinn Bjarna- son flautuleikari flytur verkið Kalais frá árinu 1976. Önnur verk verða leikin af hljómböndum. Þetta kvöld verður einnig sett upp sýning á nokkrum verka Þorkels á 2. hæð safnsins. Ármannsfell hf. styrkir þessa fyrstu kvöldstund. Tónskáldin John Speight og Þorsteinn Hauksson eru meðal tónskálda sem sjá munu um kvöldstundirnar á næstu mán- uðum. Gerðuberg: Svavar Guðni og Svavar Guðnason Svavar Guðni Svavarsson opnar sýn- ingu i Gerðubergi í dag, laugardag, kl 13. Á sýningunni verða til sýnis samtals 32 verk, þar af 27 eftir Svavar Guðna, myndir sem unnar eru með blandaðri tækni, upphleyptar myndir og skúlptúrar. Jafnframt mun Svavar sýna 15 myndir eftir föður sinn, Svavar Guðnason, og af þeim eru níu sem ekki liafa verið sýndar áður. Á einum veggnum verður mynda- röð sem sýnir þróunina í list Svavars Guðnasonar frá því að hann málaði landslagsmyndir og þar til hann var alveg kominn út í abstrakt í kringum 1940. Sýningin stendur í tvær vikur. Sýning Magnúsar að Réttarhálsi 2 Nýlega opnaði Magnús Ingvarsson sölusýningu á landslagsmálverkum í húsnæði Rekstrarvara að Réttarhálsi Tilefni sýningarinnar er að þá opna Rekstrarvörur glæsilegt húsnæði þennan dag, nákvæmlega ári eftir að fyrirtækið brann í stórbrunanum að Réttarhálsi 2,- Þetta er þriðja einkasýning Magnúsar og jafnframt sú fyrsta í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í samsýningum á vegum myndlistarklúbbs Mosfellsbæjar, sem er undir handleiðslu Jóns Gunnarssonar list- málara í Hafnarfirði. Magnús er frá Hamri í ísafjarðardjúpi, en hefur búið undanfarin ár í Mosfellsbæ. Hann hefur stundað rósamálun á tré- muni, svo sem kistur, skápa, kirkjumuni o.fl. Hann hefur mikið ferðast um hálendi Islands og málað, og stundum fengið nafnbótina „Fjallamálarinn". Sýningin verður opin til 26. janúar á afgreiðslutíma Rekstrarvara, sem er mánud. til föstud. kl. 08:00-17:00. „Sólaris" í MÍR Sunnud. 14. janúar kl. 16:00 verður „Sólaris“, ein af myndum hins fræga sovéska kvikmyndaleikstjóra Andrei Tar- kovskís,sýnd íbíósal MÍR, Vatnsstíg 10. Kvikmynd þessi var fullgerð á árinu 1972 og vakti þá þegar mikla athygli. Handrit kvikmyndarinnar cr byggt á vís- indaskáldsögu eftir pólska rithöfundinn Stanislaw Lem og er sögusviðið rannsókn- arstöð manna úti í heimingeimnum. Aðalpersónurnar eru Kris (leikinn af Donatas Banionis) og Hari, kona hans (Natalía Bondartsjúk). Myndin er talsett á ensku. Næstu kvikmyndasýningar í bíósal MÍR verða laugardaginn 20. janúar (Stríð og friður) og sunnudaginn 21. janúar (Hvítur hrafn). Listasafn ASÍ: Sýning Sigurjóns Jóhannssonar Laugard. 13. jan. kl. 14:00 verður opnuð sýning á verkum Sigurjóns Jó- hannssonar leikmyndateiknara og málara í Listasafni ASÍ við Grensásveg. Sigurjón á að baki langan listferil hjá Þjóðleikhúsinu og hefur gert þar yfir 50 Ieikmyndir auk leikmynda fyrir kvik- myndir, m.a. Nonna og Manna. Sigurjón er fæddur og uppalinn á Siglufirði og sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggð á lífsreynslu hans sjálfs frá bernskuárunum þar. Að lokinni sýningunni í Reykjavík fer sýning Sigurjóns sem LIST UM LANDIÐ á vegum Listasafns ASÍ til gömlu síldar- plássanna og fleiri staða úti á landi. Sýningin er opin virka daga kl. 16:00- 20:00 og um helgar kl. 14:00-20:00. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sigurðsson, útgefandi er Forlagið. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Sýningin stendur til 28. janúar. Fríkirkjan í Reykjavík Guðsþjónusta kl. 11:00. Helgistund kl. 17:00. Miðvikudag 17. janúar: Morgunandakt kl. 07:30. Orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson Hafnarfjarðarkirkja Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14:00. Org- anisti er Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnud. 14. jan. KI. 14:00 - frjálst spil og tafl. Kl. 20:00 er dansað. III HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR 2 Zí 2 Barónsstíg 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir aö ráða eftirtalið starfsfólk á heilsu- gæslustöðvar í Reykjavík, sem hér segir. VIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐINA í ÁRBÆ: Meina- tækni í 50% starf, vegna afleysinga, tímabilið 1. febrúar til 30. apríl 1990. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 671500. VIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐ HLÍÐARSVÆÐIS: Meinatækni í 50% starf. Upplýsingar gefur hjúkr- unarforstjóri í síma 622320. Umsóknum skal skila til skrifstofu heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 22. janúar 1990. Evrópuráðsstyrkir á sviði félags- þjónustu Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og samtaka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynn- isferða til aðildarríkja ráðsins á árinu 1991. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k. Félagsmálaráðuneytið, 11. janúar 1990.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.