Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Þriðjudagur 18. janúar 1990
ÍÞRÓTTIR ............................................................................................................................. ................................................................................... '1:MiV|li|:M:|;::IlUl|j;'■ !N:i:í!|:h■ ■:i 1:11:111:'
Handknattleikur - VÍS-keppnin:
Víkingarnir töpuðu
Staða, Víkings í 1. deildinni í
handknattlcik versnaði til muna um
helgina þegar liðið tapaði með
tveimur mörkum 20-18 fyrir Gróttu
á Seltjarnarnesi.
Þar með er Víkingsliðið komið í
næst neðsta sæti deildarinnar með 5
stig úr 11 leikjum og framundan er
hörð barátta liðsins fyrir sæti sínu í
deildinni. Staða Gróttu batnaði að
sama skapi.
Leikurinn á laugardag var mjög
sveiflukenndur, liðin skiptist á um
að hafa forystu, en jafnt var í
leikhléinu 10-10. Baráttu Gróttu-
manna færði þeim sigurinn í lokin.
Sigtryggur í markinu var þeirra
besti maður en Halldór Ingólfsson
lék einnig vel. Hjá Víkingum voru
hornamennirnir Bjarki og Guð-
mundur bestir.
Mörkin, Grótta: Halldór 6/1, Stef-
án 4, Davíð 3, Willum 3, Svavar 2,
Páll 1 og Friðleifur 1. Víkingur:
Bjarki 5, Árni 5/5, Ingimundur 2,
Guðmundur 2, Magnús 1, Karl 1,
Siggeir 1 og Birgir 1. BL
ri.\/r\r\v>o i nnr
Kópavogur - Opið hús
Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19.
Alltaf heitt á könnunni.
Framsóknarfélögin.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
símsmiði -
símsmiðanema
Laun eru greidd á námstímanum.
Störf þessi henta jafnt körlum sem konum.
Upplýsingar veita starfsmannadeild v/Austurvöll
og umdæmisstjórar á Akureyri, ísafirði og Egils-
stöðum.
Styrkir úr Minningarsjóði
Theódórs Johnsons
í samræmi við skipulagsskrá Minningarsjóðs The-
ódórs Johnsons hefur Háskóli íslands ákveðið að
úthluta styrkjum, að upphæð kr. 125 þús. hver.
í 4. gr. skipulagsskrár sjóðsins segir m.a.: Þeim
tekjum sem ekki skal leggja við höfuðstól, sbr. 3.
gr., skal varið til að styrkja efnilega en efnalitla
stúdenta, einn eða fleiri, til náms við Háskóla
íslands eða framhaldsnáms erlendis að loknu
námi við Háskóla íslands. Umsóknareyðublöð fást
í skrifstofu háskólans.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1990.
Verkstjórar
Viljum ráða vana jarðvinnuverkstjóra til starfa við
Blönduvirkjun.
Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 91-622700.
Fossvirki sf.
Skúlatúni 4.
t
Maðurinn minn
Sigfús B. Sigmundsson,
kennari,
Blönduhlíð 31, Reykjavik
andaðist á Borgarspítalanum 15. janúar.
Anna G. Frímannsdóttir.
WÉm.
Stórsigur
hjá Haukum
Loks kom að því að Haukar unnu
leik í úrvalsdeildinni, því á sunnu-
daginn báru þeir sigurorð af Reyn-
ismönnum 55-90 í Hafnarfirði.
Haukar höfðu yfirburði frá upphafi
til enda og í leikhléinu var staðan
29-41.
Stigin Haukar: Henning 21, Bow
14, ívar 12, Jón Arnar 9, Pálmar 7,
Ingimar 7, Reynir 6, Eyþór 6 og
Webster 4. BL
Létt hjá
Njarðvík
Grindvíkingar máttu þola ósigur
68-84 er þeir tóku á móti Njarðvík-
ingum í Grindavík á sunnudags-
kvöld.
Njarðvíkingar höfðu yfirhöndina
allan leikinn, í leikhléi var staðan
29-48 og fyrsti ósigur Grindvíkinga
á heimavelli var staðreynd 68-84.
Stigin UMFG: Guðmundur 20,
Davis 20, Rúnar 11, Hjálmar 8,
Marel 5 og Steinþór 4. UMFN:
Birgir Mikaelsson og félagar í KR
eru standa best að vígi í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik þegar flest liðin
hafa lokið 18 leikjum. KR- ingar
hafa aðeins tapað tveimur leikjum
til þessa, en Njarðvflúngar hafa
tapað þremur og Keflvikingar
fjórum. Um helgina unnu KR-ingar
20 stiga sigur á í R-ingum í Seljaskóla
83-63. Timamynd Pjetur.
Teitur 22, Releford 22, fsak 18,
Jóhannes 12, Friðrik Ragn. 5, Friðr-
ik Rún. 3 og Kristinn 2.
Körfuknattleikur-Úrvalsdeild:
Slakir ÍR-ingar voru
KR-ingum auðveld bráð
Það var ekki mjög spennandi né
áferðarfagur körfuknattleikur sem
lið ÍR og KR buðu uppá á sunnu-
dagskvöldið er liðin mættust í úrvals-
deildinni í Seljaskóla. KR-ingar fóru
með sigur af hólmi 83-63 og þeir
Staðan í úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik
A-riðill:
Keflavik ... 18 14 4 1808-1493 +313 28
Grindavík . 18 11 7 1457-1427 +30 22
Öt.......... 18 6 12 1401-1556 +155 12
Valur...... 18 7 11 1464-1468 -4 14
Reynir .... 18 1 17 1236-1663 -427 2
B-riðUl:
KR ......... 18 16 2 1391-1225 +196 32
Njarðvik .. 17 14 3 1513-1392 +121 28
Haukar .... 18 8 10 1593-1476 +117 16
TindastóU .18 8 10 1523-1501 +22 16
Þór........ 17 4 13 1438-1618 -179 8
í kvöld verða tveir leikir í deildinni,
ÍR og Þór mætast í Seljaskóla og
Njarðvík og Reynir leika í Njarðvík.
Leikimir hefjast báðir kl. 20.00.
þurftu ekki að sýna neinn snilldar-
leik til þess að leggja ÍR-inga að
velli.
KR-ingar tóku forystuna strax í
upphafi og bættu stöðugt við forskot-
ið fram að hléi. Þá var staðan 23-46.
Mestur munur í síðari hálfleik var
31 stig 31-62. ÍR-ingar vöknuðu
aðeins til lífsins og minnkuðu mun-
inn og björguðu andlitinu. Loka-
munurinn var síðan 20 stig 63-83.
Hittni ÍR-inga var afar slök og
KR-ingar þurftu lítið að hafa fyrir
sínum stigum. f upphafi leiksins
komust KR-ingar upp með að leika
afar grófa vörn, brutu hvað eftir
annað á leikmönnum ÍR í upplögð-
um færum án þess dómararnir sæju
nokkuð athugavert. Slök dómgæsla
þeirra Helga Bragasonar og Krist-
jáns Möller kom þó jafnt niður á
liðunum þegar á leið leikinn, en þá
höfðu KR-ingar þegar tryggt sér
yfirburðarstöðu.
KR-liðið var mjög jafnt í þessum
leik, allir hittu vel enda vörn ÍR
slök. Hjá ÍR var Thomas Lee yfir-
burðamaður, en Kristján og Sigurð-
ur Einarssynir komust einnig þokka-
lega frá leiknum.
Stigin ÍR: Lee 21, Kristján 9,
Jóhannes 8, Sigurður 7, Björn L. 6,
Eggert 6, Márus 4 og Björn B. 2.
KR: Kovtoun 14, Birgir 14, Guðni
12, Páll 10, Böðvar 8, Gauti 7,
Matthías 6, Lárus 6 og Axel 4.
BL
Körfuknattleikur-Úrvalsdeild:
Óvæntur
Valssigur
Valsmenn unnu óvæntan en ör-
uggan sigur á Tindastólsmönnum frá
Sauðárkróki er liðin mættust á Hlíð-
arenda á sunnudagskvöld.
Tindastólsmenn höfðu undirtökin
fyrstu mínúturnar en Valsmenn
jöfnuðu fljótlega og voru yfir út
leiktímann, í leikhléinu var staðan
34-25 fyrir Val. Lokatölur voru síðan
83-68.
Stigin Valur: Behrends 39, Ragn-
ar 21, Matthías 9, Ari 9, Guðni 2,
Hannes 2 og Svali 1. Tindastóll:
Sturla 20, Heiden 20, Valur 14,
Pétur 5, Sverrir 4, Björn 2. Ólafur 2
og Stefán 1.