Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Trvggvagölu. S 28822 SAMVINNUBANKINN I BYGGÐUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRðSTllR 685060 VANIR MENN Tíniiiiii ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1990 Fólk ánægðast í dreifbýli og á meira en 10.000 manna stöðum: Enginn vill frá Akureyri en 1 /4 f rá Vestfjörðum Vel yfir þriðjungur (38%) allra þeirra sem búa á 20Ö-1.000 manna stöðum á landsbyggðinni hafa alvarlega hugleitt brottflutning, aðallega til höfuðborgarsvæðisins, á síðustu 5 árum - og um helmingur þeirra ætlar að Iáta verða af þeim flutningi á næstunni (ef þeir eru þá ekki þegar fluttir núna). Hið sama á við um litlu lægra hlutfall íbúa enn minni þéttbýlisstaða. Frá stærstu þéttbýlisstöðum hugsa hins vegar fáir um brottflutning (5-6%) og ekki miklu fleiri (9%) úr dreifbýlinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem Félagsvísindastofnun vann upp úr könnun sem fram- kvæmd var sumarið 1988 fyrir Húsnæðisstofnun (svo sumir þeirra sem hugðu á flutninga hafa e.t.v. þegar látið verða af þeim). Margir vilja frá Austuifandi og norðvesturhorninu Útlitið er vægast sagt dökkt fyrir þá sem vænta þess að hægt verði að stöðva „fólksflóttann" frá Vest- fjörðum. Samkvæmt könnuninni vilja 40% Vestfirðinga helst búa annarsstaðar en þeir nú gera og um þriðjungur utan landshlutans. Það hlutfall fer m.a.s. upp í 63% að- fluttra Vestfirðinga, þ.e. þeirra sem ekki ólust þar upp. Og hátt í fjórðungur Vestfirðinga kvaðst hafa í hyggju að láta verða af brottflutningi á næstunni. Enda eru þeir sem beinlínis lýsa óánægju með búsetu á núverandi stað hlut- fallslega flestir á Vestfjörðum, eða rúmlega tíundi hver Vestfirðingur. Þótt beinnar óánægju gæti mun minna á Austurlandi eru önnur hlutföll svipuð, nema hvað „inn- fæddir“ hafa þar engu minni hug á brottflutningi heldur en „aðflutt- ir“. Um 21% Austfirðinga hafa í hyggjuað pakka niður á næstunni. Allra hæst hlutfall fólks sem helst vill búa annarsstaðar, yfir 40% er þó á Norðurlandi vestra, þar af um 2/3 aðfluttra þangað. Þrátt fyrir það ætla á hinn bóginn ætla „aðeins“ um 14% þeirra að láta verða af brottflutningi á næstu árum. Akureyri „besti“ staðurim? Norðurland eystra er besti stað- ur landsins til búsetu ef marka má könnunina - Akureyri þó sérstak- lega. Þar eru færri óánægðir og vilja færri flytja heldur en af höfuð- borgarsvæðinu. Um 82% Akureyr- inga vilja helst búa áfram á staðn- um og innan við 8% þeirra vildu flytja í annan landshluta. Aðeins 1% Akureyringa er óánægður með búsetu á staðnum en hins vegar segjast 63% mjög ánægðir. Svo mikla ánægju var hvergi að finna annarsstaðar. Þessi ánægjaogófýsi á flutninga var raunar litlu minni á Norðurland eystra í heild. Þetta landssvæði sker sig einnig úr að því leyti, að aðeins örfáir þeirra sem á annað borð vilja flytja langar til höfuðborgarinnar, öfugt við þá sem flytjast vilja frá öðrum lands- svæðum, t.d. meira en fjórða hvern Vestfirðing. Leigubíll fór út af veginum í beygju á Stekkjarbakka í Breiðholti í gærmorgun um ki.7.40. Þarna er víðáttumikið opið svæði og fór bíllinn langt út fyrir veginn og valt margar veltur. Ökumaður var einn í bflnum og slasaðist hann alvarlega á höfði og gekkst undir aðgerð á Borgarspítalanum í gær. Ekki er vitað um ástæður þess að ökumaður missti bflinn út af en hált var í Breiðholtinu í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar lék ekki grunur á að um ölvun hefði verið að ræða og ekki var vitað hvort maðurinn notaði öryggisbelti en sem kunnugt er eru atvinnubflstjórar sjálfráðir um hvort þeir nota bflbeltin eða ekki. Bfllinn sem er af Mercedes Benz gerð skemmdist mjög mikið í veltunni, yfírbygging hans lagðist saman og beita þurfti klippum til að ná ökumanni úr flakinu. Túnamynd Pjeiur Ekki allir ánægðir í Reykjavík Um 3 af hverjum 4 íbúum höf- uðborgarsvæðisins vilja helst búa áfram í sama bæjarfélagi, en um tíundi hver vildi helst búa utan svæðisins. Töluverður munur er þar á innfæddum og aðfluttum. Því um 17% þeirra sem flutt hafa til höfuðborgarinnar vildu eigi að síð- ur helst búa annarsstaðar, eða hlutfallslega þrefalt fleiri en í hópi innfæddra. Aðeins um 5% hyggja þó á brottflutning af svæðinu innan tíðar og helmingi færri eru beinlínis óánægðir með búsetuna. Ungir á faraldsfæti Tæplega fimmti hver íbúi höf- uðborgarsvæðisins kvaðst hafa flutt milli byggðarlaga á síðustu 5 árum, þ.e. til höfuðborgarsvæðis- ins. Tæplega sjöundi hver íbúi allra annarra landshluta hafði flutt milli byggðarlaga. Hæst var hlut- fallið á Vestfjörðum, meira en fjórði hver (27%) hafði flutt á þessu tímabili. Fyrst og fremst er það unga fólkið sem flytur. Þriðjungur allra 20-30 ára hafði flutt milli byggðar- laga á þessum 5 árum, sem er tíu sinnum hærra hlutfall en meðal fólks yfir fimmtugt. Mest er um háskólamenn og iðnaðarmenn á faraldsfæti. { hópi þeirra sem ætla að flytja er unga fólkið sömuleiðis flest. Gangi eftir það sem lesa má úr könnuninni verður ekki betur séð en að litlir þéttbýlisstaðir, sérstak- lega á Vestfjörðum og Austfjörð- um, muni „deyja úr elli“ á næstu áratugum. Yfir þrefalt fleiri höfðu flutt til höfuðborgarsvæðisins en frá því á fimm árum. Athygli vekur, að báðir hóparnir telja atvinnumál og kjör hvað helstu ástæðu fyrir þeim flutningum. Þá virðast húsnæðis- mál veigamikill þáttur í flutningi borgarbúa út á land. Athygli vekur að nokkuð er um það að borgarbú- ar flytja út á land vegna skorts á dagvistarplássum. Á hinn bóginn fara landsbyggðamenn til borgar- innar vegna framhaldsnáms. - HEI :: Þriggja daga verkfall rútubílstjóra: Talsverð harka í verkfallsvörslu Til mikilla átaka kom í gærmorgun milli verkfallsvarða í Bifreiðastjóra- félaginu Sleipni og rútubílstjóra á vegum Landleiða. Verkfallsverðir hleyptu úr dekkjum og skvettu ryð- varnarefni á framrúður. Verkfall Sleipnis mun standa í þrjá daga, en félagið fer fram á rúmlega helmings hækkun á launum. Halldór Bergsson formaður verk- fallsnefndar sagði að Sleipnir vildi með þessu þriggja daga verkfalli þrýsta á viðsemjendur sína. Enginn samningafundur hefur verið boðað- ur enn sem komið. Vinnuveitendur segja að tilgangslaust sé að ræða kröfur Sleipnismanna vegna þess að þær séu allt of háar. Verkfallsverðir hafa verið sakaðir um að skera í sundur dekk á einni rútu, en Halldór Bergsson segir að sú ásökun eigi ekki við rök að styðjast. Ekið var á einn verkfalls- vörð í gærmorgun þegar hann hugð- ist koma í veg fyrir að leigurúta á vegum Landleiða gæti ekið af stað frá Hafnarfirði. Maðurinn mun ekki hafa orðið fyrir alvarlegum meiðsl- um. Átök verkfallsvarða og Landleiða stafa m.a. af því að Landleiðir viðurkennir ekki að fyrirtækið eigi í vinnudeilu við Sleipni. Rútubílstjór- ar sem vinna hjá Landleiðum voru til skamms tíma í sérstöku félagi, en hafa nú lagt það niður og gengið í Sleipni. Ferðir hjá Norðurleið hf., milli Akureyrar og Reykjavíkur, lágu niðri í gær. Sömu sögu er að segja af ferðum Kynnisferða hf., en fyrirtæk- ið annast m.a. ferðir milli Reykja- víkur og Keflavíkur með flugfar- þega. Verkfallsmenn hafa haft af- skipti Vestfjarðaleið, rútum á Sel- foss og rútum sem flytja fóik til og frá vinnu á Grundartanga. í gær reyndu verkfallsverðir frá Sleipni að koma í veg fyrir að rútur, sem flytja starfsmenn álversins í Straumsvík til og frá vinnu, kæmust leiðar sinnar, en það mun ekki hafa tekist. í dag hyggjast verkfallsverðir stöðva al- gerlega þessar ferðir. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.