Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. mars 1990 Tíminn 5 Mesta mildi að ekki varð slys þegar báturinn Mummi BA 21 var fluttur a minjasafnið að Hnjoti við Patreksfjörð: Háspenna fór um bát hefil og hjólaskóflu „Leiðnin var nokkuð góð, hún náði frá bát, í gegn um vír, þaðan í veghefil, fram úr honum, um annan vír og í hjólskóflu. Það má þakka fyrir að ekki hafí orðið stórslys,“ sagði Eiður Bragason vegaverkstjóri á Patreksfirði í samtali við Tímann. En í fyrradag voru vegagerðarmenn að aðstoða Egil Ólafsson bónda á Hnjóti, að draga 12 tonna eikarbát að minjasafninu við bæinn, þegar mastur bátsins, sem dreginn var eftir þjóðveginum, kom við háspennulínu, er flytur 11 þúsund volta rafstraum. bátinn. Ólafur Ágúst Pálsson sá er ók hjólaskóflunni sagði í samtali við Tímann að fyrst í stað hafi hann ekkert vitað hvað var að gerast og stokkið út í fíflagangi. Veghefils- stjórinn, Gunnar ðli Björnsson sat hins vegar sem fastast, þar sem hann sá hvað gerst hafði. „Ég stóð við vélina og ætlaði að teygja mig í myndavél, sem var inni, þá fékk ég straum og hoppaði frá henni,“ sagði Ólafur Ágúst. Hann sagði að vír sem hjólskóflan hafi dregið veghefillinn með hafi slaknað og lagst niður á veginn og fór hann þá allur að krauma af hita og neistaflugið staðið Eiður sagði að það hafi verið hrapaleg mistök að enginn skyldi sjá hvað verða vildi. Ingimundur Andrésson svæðisstjóri Orkubúsins sagði þegar svona gerðist gengi 11 þúsund volta spennan í gegn, með litlum töfum. „Það voru nokkur amper sem fóru þarna í gegn um skrokk bátsins, til jarðar og út í véiarnar,“ sagði Ingimundur. Ástæða þess að línan sló ekki út sjálfkrafa, var vegna þess hversu þurrt var og náði því ekki nógu mikilli jörð. Því var þannig hagað við að draga bátinn að fyrst fór hjólaskófla, er dró veghefil sem dró Egill Ólafsson bóndi að Hnjóti í allar áttir, auk þess sem neistaði niður í keðjumar á báðum vélunum. „Það var farið að rjúka úr tveim dekkjum á hjólskóflunni, en sprungu ekki,“ sagði Ólafur Ágúst. Hann sagði að einnig hafi gneistað af stýrishúsi bátsins og mastrinu, og kjölur bátsins hitnaði það mikið að klakinn undan honum bráðnað. Þá rauk einnig mikið út bátnum. Ólafur Ágúst sagði að líklega hafi liði um 5 til 10 mínútur, þar til straumurinn var tekinn af. Veghef- ilsstjórinn sem sat hinn rólegasti inni í heflinum og kallaði í gegn um talstöðina til áhaldahúss vegagerðar- innar á Patreksfirði, sem síðan hafði samband við orkubúið. Þegar rafstraumurinn hafði verið tekinn af, var aftara mastur bátsins sagað af að hluta til að koma honum undir línuna og gekk eftirleikurinn vel. Báturinn er nú kominn að þeim stað sem hann á að standa gestum Minjasafns Egils Ólafssonar til augnayndis. Egill Ólafsson bóndi á Hnjóti sagði að þetta hafi bara verið mann- leg mistök, sem engan væri við að sakast og engar skemmdir hafi orðið, hvorki á bátnum né háspennulín- unni. „Það var þó nóg til þess að rafmagnið fór af í um tvo klukku- tíma í sveitinni," sagði Egill. Hann sagði að honum hafi verið gefinn báturinn til varðveislu á minjasafn- ínu. „Ég tók við honum í sumar, keyrði hann hérna yfir og dró hann með jarðýtu upp á túnið hjá mér,“ sagði Egill. Síðan var beðið eftir að snjóaði og gott færi gæfist. Báturinn heitir Mummi BA 21, er 12 tonna eikarbátur smíðaður 1935 af Bárði Tómassyni og var hann mikið happafley. Báturinn hefur verið gerður út frá Patreksfirði allt frá árinu 1953. Kjölur bátsins var klæddur áður en farið var að draga hann á klakan- um. Egill sagði að þar rafstrauminn hafi leitt svo vel í gegn um bátinn og í jörðina, þá hafi enginn lífshætta stafað af þessu. Hann sagði að ef báturinn hefði verið á vagni með gúmmídekkjum, þá hefði verið meiri hætta á ferðum. „Þetta fór allt betur en á horfðist," sagði Egill. „Nú á ég eftir að steypa undir Mumma, koma honum í ákveðnar stellingar, mála hann og setja á hann Ijósabúnað, svo hann geti verið öðr- um til augnayndis," sagði EgiII. - ABÓ 380 volta spenna hleypt á nokkur hús í Garðabæ: Reykjarstrókar stigu upp af ísskápum og sjónvörpum Verulegt tjón varð í þrettán hús- um við Álftanes veg í Garðabæ þegar 380 volta rafstraumi var hleypt á húsin í stað 220 volta. Mörg raf- magnstæki skemmdust og talið er að endingartími þeirra hafi styðst veru- lega við þetta. Óhappið varð vegna mannlegra mistaka starfsmanna Rafveitu Hafnarfjarðar. Rafveitan mun bæta það tjón sem íbúamir hafa orðið fyrir. í einu húsi skemmdist geislahitun þannig að húsið er búið að vera hitalaust síðan á þriðjudag þegar óhappið varð. íbúar í húsinu áttuðu sig ekki strax á hvernig komið var og opnuðu allar hurðir upp á gátt til að lofta út því að megn brunalykt var í húsinu af skemmdum raftækjum. Verulegar skemmdir urðu á raf- magnstækjum í húsinu t.d. á bakar- ofni, eldavél, myndbandi og afrugl- ara. Sjónvarpið er í þannig ástandi að persónur sem birtast á skjánum eru grænar öðru megin og rauðar hinu megin. Karl Brand, íbúi við Álftanesveg, var staddur niður í kjallara þegar óhappið varð. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á hvað var að gerast því að allt í einu skutust ljósperurnar niður í gólf eins og skotið væri úr hríðskotabyssu. Karl sagði að nokk- uð af rafmagnstækjum hefði skemmst hjá sér. Hann vildi þó taka fram að starfsmenn Rafveitu Hafn- arfjarðar hefðu brugðist vel við eftir að þeir uppgötvuðu hvað hefði gerst. Dóttir Karls, Elísabet, býr í næsta húsi við föður sinn. Hún sagði að reykjarstrókurinn hefði staðið úr frystiskáp og sjónvarpi eftir að þessi háa spenna hafði verið hleypt á. Tvö sjónvarp, ísskápur, afruglari, myndband, símsvari, útvarpstæki og vekjaraklukkur skemmdust. Þá sprungu perur og eldavél virkar ekki eins og hún á að gera. Elísabet sagði alla rafeindavirkja sem hún hefi rætt við væru sammála um að endingar- tími viðkvæmra rafmagnstækja stytt- ist mikið við svona álag. Élísabet sagði að fólk hefði orðið fyrir mikl- um óþægindum vegna þessa atviks. Jónas Guðlaugsson, rafveitustjóri Rafmagnsveitu Hafnarfjarðar, sagði óljóst hversu mikið tjón hefði orðið vegna óhappsins, en flest benti til þess að það væri mun minna en á horfðist. Hann sagði að í sumum tilfellum væri nægilegt að skipta um öryggi eða inngangsspenni í tækjun- um. Jónas var spurður hvort ekki væri rétt að endingartími rafmagnstækja sem hafa orðið fyrir 380 volta spennu væri styttri. „Það er hægt að ræða slíkt endalaust. Þetta er eitt af því sem aldrei verður sannað. Ég held þó að það verði alit í lagi með yfirgnæfandi meirihluta af þessum tækjum. Sum tæki eru með öryggj- um sem springa þegar svona gerist og þar á enginn skaði að verða. Tækin sem hafa bilað eru send í viðkomandi umboð og færustu fag- menn þar yfirfara þau.“ Rafveitan mun bæta viðgerðar- kostnað sem rekja má til þessa óhapps. Ekki er vitað til að svona óhapp hafi orðið áður á íslandi, ef frá eru skilin nokkur dæmi þar sem of hárri spennu var hleypt á einstök hús. - EÓ Bolli Héðinsson. Bolli Héðinsson, hagfræðingur: Efnahagsráðgjafi forsætisráðherra Bolli Héðinsson hagfræðingur hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra frá og með 1. mars. Bolli var áður efnahagsráðgjafi í ríkisstjóm Steingríms Hermanns- sonar árið 1987, en hélt þá til framhaldsnáms við háskólann í Roc- hester í New York. Undanfarna mánuði hefur hann starfað að sér- stökum verkefnum hjá Olíufélaginu h.f. Bolli er kvæntur Ástu St. Thor- oddsen lektor við Háskóla íslands og eiga þau fjögur börn. Mjólkurframleiösla: Birgðir minnka Mjólkurframleiðsla á landinu hef- ur aukist nokkuð á síðustu vikum. Enn er neysla þó meiri en fram- leiðsla þannig að birgðir halda áfram að minnka. Um áramót voru birgðir af mjólkurafurðum í kringum 12,8 milljónir lítra, en hafa minnkað þó nokkuð síðan. „Það er að lifna yfir framleiðslunni og hef trú á að við lifum veturinn af,“ sagði Gísli Karlsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs land- búnaðarins þegar hann var spurð hvort að hætta væri á mjólkurskorti í vetur. - EÓ Gegnum þennan spenni fóru 380 volt í stað 220. Afleiðingamar voru stjórtjón á heimilistækjum. Tímamynd Pietur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.