Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.03.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 -686300 | RÍKISS^IP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Trvggvagölu, S 28822 SAMVINNUBANKII^^ í BYGGDUM lANDSINS : PÓSTFAX TÍMANS 687691 et*O.B"-ASr0 ÞRDSTUR 685060 VANIR MENN Tíminn FÖSTUDAGUR 2. MARS 1990 Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra varar viö óþolinmæöi í vaxta og verðlagsmálum en segir ríkisstjórninafylgjastgrannt meðáhliðarlínunni: Munum skoða vexti verði þess óskað Sú ákvöröun bankanna að lækka forvexti víxla minna en skuldabréfavexti hefur vakið upp hörð viðbrögð úr herbúð- um vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar. Bæði Björn Grétar Sveinsson form. verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði og Einar Oddur Kristjánsson formaður VSÍ hafa talað um að þetta sé brot á samkomulagi við bankana sem gert var í tengslum við kjarasamningana. Þetta hefur enn ekki komið til kasta ríkisstjórnarinnar en að sögn Steingríms Hermannssonar fylgist ríkisstjórnin grannt með þróun mála. „Vissulega hef ég mínar áhyggj- ur líka“, sagði Steingrímur þegar ummæli Björns Grétars og Einars Odds voru borin undir hann. Hann sagði þó að sem einkum hefði farið úr böndunum hafi verið uppmæl- inartaxtinn sem orsakað hafi óvænta 0,8 % hækkun á bygginga- vísitölunni og þar með lánskjar- avísitölunni. Síðan hafi verið tekið á þeim málum og Verðlagsstofnun falið að leiðrétta þetta og hækkun- ina á að reikna til baka. „Ég er þeirrar skoðunar að þegar það er gert hafi bankarnir enga afsökun á að standa ekki við sitt. En að vísu er lánskjaravísitalan nú hærri og því miður hefur það nú verið áragömul reynsla mín af banka- kerfinu að það fórnar litlu. Ég hef einmitt oft gagnrýnt það, og gott að fleiri fái að reyna hvernig það stendur sig í þeim málum,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra undirstrikaði að kjarasamningarnir hafi verið gerðir án beinna afskipta stjórn- valda en ef verkalýðshreyfingin eða vinnuveitendur kæmu með er- indi til sín um að bankarnir hafi brotið þarna samkomulag þá myndi hann leggja það fyrir í ríkisstjórn og síðan yrði það vænt- anlega tekið upp við Seðlabank- ann. Steingrímur sagði að ríkisstjórn- in fylgdist mjög náið með fram- vindunni og kvaðst hann mjög ánægður með það stranga verðlags- eftirlit sem nú væri í gangi. Ljóst væri að fjölmargir aðilar væru að reyna að komast framhjá þessu samkomulagi þó sér væri kunnugt um að t.d. VSf hafi gengið mjög hart fram í að binda hendur sinna félagsmanna. „Það var ekki óskað eftir verðstöðvun, einmitt vegna þess að verðstöðvun er alltaf nokk- uð hættuleg framkvæmd upp á framtíðina og svo vegna þess að menn treystu því að unnt yrði að fá alla aðila til að taka þátt,“ sagði Steingrímur um mikilvægi þess að það samkomulag sem gert var í tengslum við samningana héldi. Ríkisstjórnin sem slík hefur ekki komið að þessum síðustu hlutum ennþá, segir Steingrímur, en hún hefur beitt sér bæði í sambandi við uppmælingataxta og byggingavísi- töluna og eins í sambandi við verkfræðinga. „Það hefur hins veg- ar ekki verið óskað eftir því að ríkisstjórnin komi að þessu með vextina, að minnsta kosti ekki ennþá," sagði forsætisráðherra. Hins vegar benti hann á að menn mættu ekki vera of óþolinmóðir því í rauninni væri það ekki fyrr en í maí sem þýðingarmestu vísitölu- mælingarnar yrðu gerðar. Menn hafi gefið sér undirbúningstíma fram í maí og þá hæfust hinar eiginlegu mælingar sem samið var um í samningunum. - BG Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra „Velkominn í kabarettinn,u sagöi Ragnar Kjartansson viö Albert Guömundsson þegar þeir heilsuðust í Sakadómi í gær. Tímamynd: Pjetur Albert í vitnastúku Albert Guðmundsson, sendiherra íslands í Frakkiandi og fyrrverandi ráðherra er nú staddur hér á landi, en fer aftur ytra í dag. Erindi Albcrts er að bera vitni fyrir Sakadómi í Hafskipsmálinu, en jafnframt hefur kona hans lagst inn á sjúkrahús hér vegna þrálátra veikinda er hún hefur átt við að stríða undanfarin ár. í yfirheyrslunum í Sakadómi var Albert m.a. spurður út í styrk þann sem hann hafði milligöngu um að veita Guðmundi J. Guðmundssyni vegna heilsubrests þess síðarnefnda, en ekkert nýtt kom fram í framburði Alberts um það mál. Tíminn náði tali af Alberti í gær og innti hann eftir hvernig hann kynni við sig sem sendiherra íslands í París. „Mér líkar vel við starfið og þetta gengur bara mjög vel,“ sagði hann. „Ég vinn þarna með góðu samstarfs- fólki, gamlir félagar mínir hafa mikið samband og ég kann ágætlega við mig. Ég hef reiknað með því að ég verði hér alla vega í nokkur ár, eins og búist var við þegar ég fór út. Hins vegar hef ég ekki skipulagt þessi mál neitt langt fram í tímann.“ Að sögn Alberts er nú verið að ganga frá viðskiptasamningi á milli Islands og Frakklands um sölu á skelfíski þangað út, þróunin hefur verið sú að undanförnu að útflutn- ingur á físki til Frakklands hefur verið að aukast. - ÁG Óvenjuleg staða á Norðurlandaráðsþingi: Rafmagnsleysi í vesturbænum Rafmagnslaust varð í vesturhluta Reykjavíkur klukkan hálf sex í gær. Um sjö leytið fór rafmagn af fleiri hverfum, m.a. af Hlíðunum. Erfið- lega gekk að finna bilunina sem var í háspennustreng í aðveitustöð við Barónsstíg. Önnur óþekkt bilun mun hafa orðið í rafkerfinu, en tengt var framhjá henni til bráðabirgða. Rafmagn komst á að nýjum um klukkan hálf átta. Rafmagn fór m.a. á Háskólabíói, en þar stóð yfir fundur í Norður- landaráði. Sími varð einnig óvirkur í bíóinu. Verið var að ræða um nauðsyn orkusparnaðar þegar raf- magnið fór. Þingmenn létu ekki slá sig út af laginu en héldu þingstörfum áfram við kertaljós. - EÓ Grímuklæddu ræningjarnir á Seltjarnarnesi: Fengu dóm upp á 4 ára fangelsi Hæstiréttur hefur staðfest dóm Sakadóms Reykjavíkur í máli þriggja manna er brutust grímu- klæddir inn á heimili aldraðra hjóna á Seltjarnarnesi í september 1988, beitt þau ofbeldi og höfðu á brott með sér verðmæti. Mennirnir voru dæmdir til fjögurra ára fang- elsisvistar. Þeir heita Gústav Rein- holt Gústavsson, 28 ára, Hallgrím- ur Pétur Gústavsson, 30 ára og Magnús Gunnar Baldvinsson, 32 ára. Mennirnir veittu hjónunum mikla áverka, maðurinn marðist á höfði og fingur hans brotnaði og hljóp úr liði. Konan mjaðmagrind- arbrotnaði. Árásarmennirnir höfðu á brott með sér, eftir að hafa neytt hjónin til að benda sér á hvar verðmæti væri að finna, 15 þúsund krónur í peningum, gullhálsmen, 6 gullhringi, 6 bjórdósir og 9 eða 10 áfengisflöskur. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.