Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 1
Æskuást Gísla
Brynjólfssonar
Vorið 1844 kom sextán
ára piltur úr Bessastaða-
skóla heim í hús móður
sinnar í Reykjavík. Hann
hét Gísli Gíslason, piltur
fríður sýnum, gæddur
ágætum gáfum og djúpt
snortinn af skáldskapar-
anda síns tíma. Faðir
þessa pilts, séra Gísli
Brynjúlfsson á Hólmum,
lærdómsmaður mikill og
afbragð annarra manna
að gáfum, hafði drukkn-
að í Reyðarfirði, áður en
sonurínn fæddist En
móðir hans, Guðrún
Stefánsdóttir, amtmanns
á Möðruvöllum, Þórar-
inssonar, fómaði honum
síðan allrí ævi sinni og
sá hann seinast deyja úti
í Kaupmannahöfn, 61
árs gamlan. Pilturínn,
sem kom heim til móður
sinnar í Reykjavík úr
Bessastaðaskóla voríð
1844 var sá sem við
þekkjum sem skáldið
Gísla Brynjúlfsson, dó-
sent við Kaupmanna-
hafnarháskóla.
Dóttir dómkirkjuprestsins
Um þessar mundir var séra Helgi
G. Thordersen dómkirkjuprestur í
Reykjavík og hafði verið það í nær
áratug. Hann bjó utan við bæinn
vestur í Landakoti, þar sem hann
hafði látið reisa timburhús sem þótti
vegleg bygging í þá daga. Kona
hans var Ragnheiður Stefánsdóttir,
amtmanns á Hvítárvöllum, Stephen-
sens og var hún því frændkona
skólapiltsins unga. Ólafur stiftamt-
maður Stefánsson, afi hennar, og
Sigríður Stefánsdóttir, langamma
piltsins, voru systkini.
Prestshjónin í Landakoti áttu tvö
böm, Ástriði og Stefán, og var son-
urinn um það bil tveimur árum yngri
en Gisli, en dóttirin rúmum tveimur
árum eldri — nítján vetra þetta vor.
Það segir sig sjálft að milli heimila
prestshjónanna og prestsekkjunnar
frá Hólmum hefúr verið náinn kunn-
Biskupsstofan í laugamesi 1836. Hér bjó Astríður, þegar Gísli sagði upp tryggðum við hana.
ingsskapur. Þurfti frændsemin þar
ekki einu sinni til að koma, því
Reykjavík var ekki fjölbýl í þá daga
og fyrirfólkið hélt hópinn. Þar að
auki bjó ekkjan með son sinn í bæ
við hliðina á prófastshúsinu, svo að
unglingamir hafa áreiðanlega leikið
sér saman öllum stundum og gengið
út og inn hvor hjá öðmm.
Þegar hér var komið sögunni hafði
Gísli verið þrjá vetur við nám í
Bessastaðaskóla og átti eftir einn
vetur til þess að geta tekið stúdents-
próf.
Þetta síðasta ár höfðu nýjar kenndir
farið að hreyfa sér í brjósti hins unga
manns og eina nótt, þegar hann hafði
gengið úr Reykjavík fyrir innan
voga til Bessastaða með Grími stúd-
ent, syni Þorgrims, gullsmiðs og
bryta á Bessastöðum, hafði hann
leitt talið að Ástríði, frænku sinni,
prófastsdótturinni í Landakoti. Hann
bauðst til að gefa vini sínum, hinum
glæsilega stúdent, sem verið hafði
mörg ár í Kaupmannahöfn, þessa
ungu stúlku, ef hann fengi sjálfúr að
sitja einhvers staðar hjá og horfa á
hana og vita hana hamingjusama.
Og þar kom tali þeirra að Gísli sagði
vini sínum hug sinn allan: Hann
hafði fest ást á Ástríði.
Bréfáfrönsku
Gísli hefur vafalaust hlakkað
mjög til heimkomunnar vorið 1844.
Sóleyjamar á Landakotstúninu hafa
brosað fagurlega við hinum unga
manni, en meiri athygli hefúr hann
þó veitt brosi Ástríðar. Við vitum að
vísu ekki til hlítar hvemig Ástríður
hefur litið út þegar hún var nítján
ára. Hún mun þó hafa verið fríð sýn-
um, grönn og spengileg, dökkblá-
eygð og án vafa mjög glæsileg
stúlka. Hún hafði notið besta upp-
eldis sem völ var á, lék á píanó og
gítar og kunni nokkuð í þýsku og
frönsku. Engum vafa er bundið að
hún hefúr verið háttprúð og fáguð í
framgöngu og barnslega saklaus í
fyrstu þrá síns unga hjarta.
Um veturinn hafði Gísli fengið
æskuskáldsögu Goethes, „Die Lei-
den des jungen Werthers", á frönsku
lánaða í bókasafninu. Þegar hann las
þá kaflana sem hrifu hann mest varð
honum hugsað til Ástriðar.
Þegar hún kemur til hans í dýrð
þessara vordaga og biður hann að
skrifa í minjabókina sína, notar hann
tækifærið. Um leið og hann skilar
minjabókinni færir hann henni einn-
ig sögu Goethes.
Unga stúlkan fagnar gesti sínum
vel, tekur í hönd honum og getur
ekki leynt gleði sinni, og í fögnuði
sínum yfir þessum viðtökum les
hann fyrir hana kafla úr sögunni. En
þegar hann hrósar fegurð skáldskap-
arins sem mest, bregður hún fyrir sig
glettni og segir að sér þyki þetta
ekkert fallegt. Samt fer hann ofúr-
glaður af fundi hennar og hugsar
lengi um það hvemig hún rétti hon-
um höndina og hvemig hún horföi á
hann.
Þegar hann fer á fætur á morgnana
og ætlar að lesa eitthvað, verður
honum tíðlitið út á hlaðið og túnið,
og þegar hann sér henni bregða fyrir,
fleygir hann bókinni og flýtir sér til
hennar. Síðan situr hann hjá henni,
en hún tekur til að sauma eða teikna
eða leika á píanóið. Og fagnandi
rödd í hjarta hans hrópar: Hún veit
að ég elska hana!
Varla geymirfyrri öld rómantískari ástarsögu, en frá-
sögnina um kynni þeirra Gísla Brynjúlfssonar og Astríðar
biskupsdóttur í Landakoti
En svo koma efasemdimar og hann
reynir að knýja á til þess að vita
vissu sína. Þá svarar hún með tárvot-
um augum að henni þyki vænt um
hann eins og bróður sinn. Það þykir
honum ekki uppörvandi svar: „Æ,
það er ekki ást.“
Stundum tala þau saman frönsku
og hann sækir af ákefð á fund
frönsku fiskimannanna, sem oft em
á ferli um bæinn, svo hann æfíst við
að ná sem bestum tökum á málinu,
sem þau skilja, en aðrir ekki.
Hann skrifar henni líka bréf á
frönsku og færir henni það sjálfur.
Nokkm síðar getur hann ekki á sér
setið að spyrja hana hvort hún hafi
lesið bréfið.
„Nei“, svarar hún. „Það er betra
fyrir okkur bæði að ég lesi það aldr-
ei. Eg brenndi það.“
Særður og móðgaður fer hann
brott, því hún hefur forsmáð bréf
hans. En hann kemur aftur. Hann sit-
ur hjá henni þegar hún er að greiða
sér og sækist eftir hverju hári sem
losnar úr haddinum og geymir. Næst
biður hann hana að gefa sér ofúrlít-
inn lokk — segist bara eiga þrjú hár
af henni. Við þetta vöknar henni um
augu og hún lofar honum lokkinum.
Þá er hann glaður. Hún á í striði við
sjálfa sig — skyldi hún þá elska
hann?
Svo er hún einn daginn að pukrast
með stokk, sem hún lætur sér sýni-
lega annt um. Hún hættir ekki fyrr