Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 10
HELGIN
18
Laugardagur 3. mars 1990
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAI
Sjúkleg fyrirlitning
á indíánakonum
Eftir morð þriggja ungra indíánakvenna
þótti Ijóst að um sama morðingja var að
ræða. Margir könnuðust við náunga sem á
knæpum var meira en fús til að láta í Ijós fýr-
irlitningu sína á slíkum konum.
Snemma að morgni sunnudagsins
27. júlí 1986 var lögreglan kölluð á
stað í útjaðri miðborgar Minneapolis.
Þar er autt svæði, eins konar rusla-
port þar sem flakkarar og utangarðs-
fólk halda gjaman til. Tilkynnt var að
þar hefði fundist lík ungrar konu.
Buxur hennar vom brotnar saman yf-
ir annan handlegginn, blússan var
dregin upp yfir brjóstin og hvítir
íþróttaskór stóðu hvor sínum megin
við líkið. Þvert yfír hálsinn lá rörbút-
ur. Stúlkan hafði verið barin til bana
og síðan komið fyrir í þessum stell-
ingum. Lögreglan girti svæðið af og
kallaði á tæknimenn og lækni. For-
vitnir áhorfendur gáfú í skyn að fóm-
arlambið væri vændiskona sem
stundaði krámar við East Franklin
Avenue. í ljós kom að hún hét Kat-
hleen Bullman, var 19 ára og til
heimilis í Rapid City í S—Dakóta.
Hún hafði komið til Minneapolis
hálfum mánuði áður eftir að hafa
skilið unga dóttur sína eftir hjá ætt-
ingjum. Hún ferðaðist á puttanum og
bjó á götunum, háð miskunn hins op-
inbera.
Fmmrannsókn læknisins leiddi í
ljós að Kathleen hafði verið barin í
höfúðið, að líkindum með tæplega
metralöngum rörbútnum sem lá þvert
um háls líksins. Tæknimenn ljós-
mynduðu líkið og leituðu að hugsan-
legum sönnunargögnum áður en lík-
ið var flutt til kmfningar.
Við kmfningu kom í ljós að Kat-
hleen, sem var af indíánaættum,
hafði fyrst verið barin og henni
nauðgað, en dánarorsökin var kyrk-
ing. Morðið vakti litla athygli al-
mennings og lítinn áhuga lögregl-
unnar í upphafi, cn John Laux fulltrúi
tók hins vegar til við rannsókn þess
af fullum krafti og fékk nokkra menn
með sér í það eingöngu.
Framburður kráareiganda við
■East Franklin Avenue leiddi í ljós að
Kathleen hafði verið þar tíður gestur.
Hún kom til að drekka og blanda geði
við fólk, cinkum aðra indíána, en
engum datt í hug að nokkur þeirra
ætti sök á glæpnum.
Annað lík finnst
McCarthy, yfirmaður morðdeild-
arinnar, var þeirrar skoðunar að
morðinginn byggi annaðhvort á
svæðinu eða væri þar tíður gestur.
Því var rannsókninni beint að knæp-
um þar í kring. Granaðir vom teknir
til yfirheyrslu og fjarvistarsannanir
þeirra grandskoðaðar. Margir viður-
kenndu að hafa kannast við Kathleen
en neituðu aðild að morðinu. Engum
var sleppt fyrr en hann var fyllilega
útilokaður sem grunaður.
Rannsóknin hélt áfram árið á
enda án nokkurs árangurs og indíanar
vom óánægðir með frammistöðu lög-
reglunnar og töldu hana fordómafulla
í garð indíana.
Ástandið batnaði ekkert á fyrstu
mánuðum ársins 1987 þegar lögregl-
an viðurkenndi að hafa enn engan
gmnaðan.
Þann 11. apríl fannst svo lík ann-
arrar ungrar indíánakonu, Angeline
Whitebird—Sweet, 26 ára, á túnbletti
við mót hraðbrautar 55 og Franklin
Avenue, skammt ffá höfúðstöðvum
indíanasamfélagsins þama. Hún
hafði verið barin 1 höfúðið og kyrkt
og henni var líka nauðgað. Eins og í
fyrra sinnið hafði líkinu verið stillt
ósmekklega upp og fötin brotin sam-
an. Ekki var að sjá neitt barefli ná-
lægt í þetta sinn.
Angeline var frá Ashland í Wis-
consin en hafði yfirgefið vemdar-
svæðið þar eftir að eiginmaður henn-
ar fór með þrjú ung böm þeirra til
síns heima í Alaska. I Minneapolis
lifði hún á opinberam bótum og
gerðist brátt fastagestur á knæpunum
Billy Glaze var ekki indíáni þótt
hann vildi svo vera iáta oft á tíð-
um. Hann leyndi ekki fyrirlitningu
sinni á konum af indíánaættum
og loks talaði hann af sér.
við Franklin Avenue. Ekki gat lög-
reglan fundið þess stað að þær Kat-
hleen Bullman hefðu þekkst neitt.
Starfsfólk kránna sem hún hafði
komið á um kvöldið sagði að Ange-
line hefði síðast sést úti fyrir einni
þeirra um tvöleytið um nóttina og
reynt að fá far heim. Líkið fannst svo
snemma um morguninn.
Þrefaldur morðingi laus
Ekki fór hjá því að lögreglumenn
sæju margt líkt með morðunum en
þeir slógu því samt ekki föstu strax
að þama hefði sami morðingi verið
að verki. Meinafræðingurinn sem
kmfði lík Kathleen var þó á þeirri
skoðun. Hann kmfði ekki hitt likið en
hafði aðgang að skýrslunum. Hann
sagði að sér fyndist liggja í augum
uppi að þetta væri verk sama manns.
Enn var leitað morðingja á sama
svæði og fleiri lögreglumönnum bætt
við. Yfir 150 manns vora teknir til
yfirheyrslu, þar af þrjár manneskjur
sem höfðu sést á tali við Angeline
seint um kvöldið og vom sterklega
gmnaðar en ekkert kom fram sem
byggja mátti á.
Þann 29. apríl 1987 var flakkari á
gangi meðfram jámbrautarteinum
við brú yfir Mississippi og gekk þá
fram á lík konu rétt við teinana. Hann
gerði lögreglunni viðvart. Líkið var
nakið og af ungri konu, líklega um
tvítugt. Höfúðkúpan hafði verið mol-
uð með steini, nauðgun var augljós