Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 3. mars 1990 FRÁ BORGARSKIPULAGI REYKJAVÍKUR Lóðirnar 6A, 6B og 8 við Hátún, Staðgr.r. 1.235.3, sem markast af Hátúni, Laugarnesvegi og Laugavegi. Hér með er auglýst samkv. 17. og 18. gr. laga nr. 19)1964 nýtt hámark nýtingar á ofangreindum reit og flokkast reiturinn samkv. Aðalskipulagi Reykja- víkur 1984-2004 þannig: Blönduð athafnasvæði miðsvæðis 0,70 -1,10. Er þessi breyting einnig samræmd aðliggjandi reit sem er með viðmiðunar nýtingu 0,70 - 0,89. (Lóðirnar Hátún 6 og Nóatún 17). Nánari upplýsingar eru veittar á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,3. hæð alla virka daga frá kl. 09.00 - 16.00 til 17. apríl 1990. Athugasemdum, ef einhverjar eru skal skila skriflega á sama stað eigi seinna en 2. maí 1990. Húsdýragarður Laus eru til umsóknar eftirtalin störf við Húsdýra- garð í Laugardal. 1. Dýrahirðir - yfirmaður. ráðning frá 1. apríl 1990, menntun og starf- sreynsla á líffræðisviði æskileg. 2. Umsjónarmaður fræðslu Ráðning frá 1. júní 1990. Uppeldisfræðileg menntun á líffræðisviði æskileg. Umsóknum skal skilatil starfsmannastjóra Borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2 á sérstökum eyðublöð- um sem þar fást fyrir kl. 16, föstudaginn 16. mars 1990. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Garðyrkju- deild Borgarverkfræðings, í síma 18000. Skip til sölu Kauptilboð óskast í Vitaskipið Árvakur, þar sem það liggur við suðurhöfnina í Hafnarfirði, í því ásigkomulagi sem skipið er nú í. Skipið verður til sýnis eftir nánara samkomulagi við forstöðumann Vitamálastofnunar og gefur hann jafnframt allar nánari upplýsingar: sími 27733. Tilboð leggist inn á skrifstofu vora eigi síðar en 14. mars n.k. kl. 11 f.h. og verða þá opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS __ BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Tilboð óskast í ýmsar gerðir af röntgenfilmum ásamt framköllunarefni fyrir ríkisspítala og nokkur sjúkrahús. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofn- unar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboðsfresturertil kl. 11 .OOf.h. þann 23. apríl n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ Hjólhýsi óskast Hef hug a áð kaupa hjólhýsi. Ýmsar gerðir koma til greina. Upplýsingar í síma 91-31041 eftir kl. 17.30. Astarsaga en hann fer að gefa stokknum gætur. Hún þykist ekki vilja láta taka hann af sér, en sleppir honum þó við hann. En þegar hann fær henni hann aftur, án þess að opna hann, segir hún eggjandi: „Það var gott þú laukst honum ekki upp!“ Og það er ekki að sökum að spytja — hann linnir auðvitað ekki látum fyrr en hann fær að sjá í stokkinn. Og hvað er það þá annað sem hann sér en franska bréfið, sem hún sagð- ist hafa kastað á eld! Og hún horfir ffaman í hann og segir: „Gísli, því ert þú að stríða mér?“ Þá þrýstir hann hönd hennar og flýtir sér burt, því hann þorir ekki að bíða þess sem verða vill. Svo er það einn sunnudag að pró- fasturinn er inni í Viðey og allir í Landakoti famir út, nema Ástríður. Hún er að búa sig, láta á sig sjal og hatt. Þá getur hann ekki stillt sig lengur. Hann grípur utan um hana, en hún reynir með hægð að slíta sig af honum. Hún er ekki reið og þegar hún talar til hans er rödd hennar i senn þmngin ást og sorg. Þá verður hann skelkaður og sleppir henni. En fyrir utan dymar tekur hún svo inni- lega í höndina á honum að ylurinn læsir sig inn að hjartarótum. Og hann spyrt hvort hún sé reið. „Nei, Gísli,“ svarar hún. „Því er nú miður — ég get það ekki.“ Hann spyr hvort hún muni ætíð fyr- irgefa sér allt. „Já, alténd allt“. Og hún þrýstir hönd hans enn heitar en áður. En stundum finnst honum hún vera öðmvísi í viðmóti en hún er vön. Þá gremst honum og hann leitast við að hefna sín með því að stríða henni. En fyrr en varir fyllast augu hennar támm, og þá klökknar hann líka. Og þau gráta bæði um stund, uns þau leita huggunar hvort hjá öðm. Og loks segir hún það: Hún elskar hann innilega. Hann er búinn að margganga á hana, en hún hefur allt- af svarað: „Þú veist það, Gísli“. Eftir þau svör hafði hún flýtt sér burtu og lokað sig inni. Þau kyssast heitt og innilega og þau hvíslast á ástarorðum. Og nú fær hann að vita að hún hefur elskað hann Iengi. Sæluvíma fýrstu ástarínnar Það er langt liðið á sumar er þetta gerist, en elskendumir í Landakoti, sem hvíla í sælli vímu sinnar fyrstu ástar, grunar ekki nálægð neins hausts. Þau skynja ekkert nema feg- urð lífsins, sem leikur á svo heillandi strengi vestur í Landakoti. Frá fognuði þessara daga er hann rifinn, því hann verður að fara austur að Hjálmholti í Flóa og vera þar þrjár vikur. Þar býr Páll sýslumaður Melsted, sem átt hafði Önnu Sigríði, móðursystur hans að konu, en hún dó einmitt snemma á þessu sumri. En prófastsdóttirin unga bíður hans með opinn faðm og mjúkar varir, er hann kemur aftur úr Flóanum og enn eiga þau yndislega daga. Nú gerist skuggsýnt á kvöldin og dimman er indæl, þegar veðrið er gott. Þá bíður hann úti, þegar rökkva tekur, og því er að treysta — innan skamms kem- ur hún. Dagamir liða í ljúfum draumi, uns skólinn á Bessastöðum krefst síns. Nýja skólabyggingin stendur nær fullgerð í brekkunni hinum megin kvosarinnar, þar sem bærinn er. Hún blasir við frá Landakoti í allri sinni reisn. En einn vetur enn verður þó skóli á Bessastöðum. Fram hjá því verður ekki komist. Ekki er langt á milli Bessastaða og Reykjavíkur, en þó var sú vegalengd ástföngnum pilti ærinn trafali fyrir meira en hundrað árum. Ast hans var ekki þolinmóð. Haustið 1844 gekk Gísli Brynjólfsson oft niður að sjó á Bessastöðum og settist þar á stein og lét sig dreyma að hann legði hönd að brjósti Ástríðar Helgadóttur, fyndi hjartslátt hennar og heyrði hana hvísla ástarrómi: „Æ, Gísli. Ég hef aldrei elskað neinn nema þig. Aldrei Landakot hefur nú breytt um svip, en hús dómkirkjuprestsins stóð á hér um bil á sama stað og húsið við hliðina á kirkjunni hérá myndinni. nokkum tíma get ég elskað nokkum mann eins mikið og þig. Kysstu mig! Hvenær ætli ég verði búin að kveðja þig, þegar þú ferð?“ Því að nú er elskendunum farin að standa nokkur ógn af fyrirhugaðri námsför unnustans til Kaupmanna- hafnarháskóla. Á afmælisdegi Ástríðar, 20. febrú- ar, stóð hann undir húsgaflinum á Bessastöðum og horfði yfir fjörðinn til hennar, sem hann vissi að líka mundi horfa yfír til sín af Landa- kotshæðinni. Og þar orti hann ástar- ljóð, og þegar hann færði henni þau, tók hún gítarinn sinn af þilinu og söng þau fyrir hann. Hann lét sér nefnilega ekki draum- ana og skáldskapinn nægja. Hann fór um hverja helgi til Reykjavíkur og sat öllum stundum hjá Ástríði. Prófastshjónin gengu fram og aftur um húsið en þau óraði ekki fyrir því hvað var að gerast. Þau hugðu að Gísli og Ástríður væm að lesa sam- an frönsku eða þýsku. — Æ, hvað þau gátu verið glámskyggn og bamaleg, prófastshjónin. Allt kemst upp Svo dregur bliku á loft einn sunnudag í desembermánuði. Gísli og Ástríður hafa setið heima í Landakoti um messuna, ein slns liðs, og messur em langar hjá mælsku- klerkinum Helga G. Thordersen. En þó ekki nógu langar. Gísli verður of seinn fyrir. Er prófastsfrúin kemur heim eftir tvær klukkustundir, flýtir unustinn sér svo mikið að hann skellir hurðinni á þumalfingurinn á sér og fyrirgangurinn kemur upp um hann. Næst þegar hann kemur í prófasts- húsið er leyndarmálið á vitorði for- eldranna. Elskendumir hafa átt sína síðustu frjálsu stund. Enginn er reið- ur, en þó verður engu um þokað til betri vegar. Elskendunum er einfald- lega bannað að tala saman og Ástríði er skipað að gleyma unnusta sínum. Þetta er gert af mildi en óbifanlegri festu og mánudaginn fyrir jól er þeim leyft að kveðjast. Sjálfur stend- ur prófasturinn álengdar og hefur gát á öllu meðan Ástríður hjúfrar sig grátandi að brjósti unnusta síns, skelfur í faðmi hans og óskar sér dauða frekar en þess hlutskiptis er hún nú sér fram á. Áður en þau skilja leggur hún hönd að brjósti hans og segist vilja einu sinni enn fmna hjarta hans slá. Síðan hnígur hún niður á stól með höndina undir enninu og tárin flóandi um vangana og mælir ekkaþmnginni, grátkæfðri röddu: „Aldrei skal ég gleyma þér. Ég skal alltaf biðja fyrir þér.“ En unnustinn ungi gengur út, því að afskömmtuð kveðjustund er liðin. Hann strýkur tár af augum sér. Það er svalur vindur af austri mánudag- inn fyrir jól 1844 og tungl veður í dökkum skýjum. Allt er óhugnanlegt og það tekur í sárin. Leynifundir Séra Helgi G. Thordersen var höfðingi í lund og þegar hann reisti timburhúsið í Landakoti hafði hann látið gera þar stofu svo stóra að hún var á þeirri tíð kölluð salurinn. Á salnum vom veglegir gluggar. Ekki mun prófasturinn þó hafa ætlað þessa glugga til ástarþinga, en þeir verða nú athvarf elskendanna, sem ekki mega hittast. Að þcssum glugg- um læðist Gísli á kvöldin, þegar hann er í Reykjavík og þá kemur Ásríður með ljós og þau tala saman gegnum rúðurnar. Þrátt fyrir allar sorgir brosa þau og em glöð yfir því einu að fá þó að sjást í laumi í gegn- um glugga. Ef hurð er hreyfð em bæði flúin á samri stundu, en jafn- skjótt og kyrrð kemst á eru bæði komin aftur að glugganum. And- streymið hvetur Gísla aðeins til þess að sækja helgarferðimar til Reykja- víkur enn fastar en áður. Prófasts- hjónin, sem halda að þau hafi kæft ástaróra unglinganna í fæðingu, ger- ast mýkri á maninn og slaka á bönn- um sínum. En ástarævintýri þeirra er samt komið á allra vitorð og Gísli Magnússon ffá Þorlákshöfn, sem er nýkominn frá Kaupmannahöfn að loknu málfræðinámi og hefur lagt hug á hina glæsilegu prófastsdóttur í Landakoti hættir við að biðja hennar sér til handa af þeim sökum. Og nú fara elskendumir að gerast djarfari. Þau láta sér ekki lengur nægja að kyssast í gegnum gler. Á síðkvöldum, þegar kyrrð er komin á í prófastshúsinu, gengur elskhuginn til fundar við unnustuna, sem bíður hans full eftirvæntingar og skelfur af ást og ótta við faðmlög hans og býð- ur honum að síðustu góða nótt með heitum kossi. — En þegar að því kemur að hann verður að fara aftur suður að Bessastöðum, til þess að byrja nýja viku i skólanum, er það heldur ekki nema með höppum og glöppum að hann getur kvatt hana. I skólanum verður lítið um lestur, en hann verður samt efstur á prófi og þakkar það því að Ástríður biður fyrir honum. Þegar Ástríður er orðin ein eftir heima, sest hún niður og skrifar vin- konu sinni, sem heitir Arnetta Sí- vertsen, sögu ástar sinnar og segir henni allar sínar leyndustu þrár og hugrenningar. Veður skipast í lofti Af vorinu 1845 fara litlar sögur. Við skulum vona að þau Ástríður Helgadóttir og stúdentinn ungi hafi átt sem flestar yndisstundir saman. Þeim auðnaðist ekki að eiga þær síð- ar. Um sumarið sigldi Gísli til Kaup- mannahafnar, þar sem hann skyldi hefja laganám við háskólann. Elskendumir, sem ekki máttu njót- ast, skildu með sárum trega. Prófastsdótturinni í Landakoti var ekki lagið að gleyma og vafalaust hafa ástarbréf farið á milli þeirra Gísla. Foreldrar hennar urðu þess skjótt áskynja að hún var síður en svo afhuga unnusta sínum, og þegar séra Helgi var skipaður biskup og fór utan með póstskipinu til vígslu síðla vetrar 1846, leyföi hann dóttur sinni að fara með sér. Hún átti að fá að sjá sig um í öðm landi, en senni- lega hefur hún þó fyrst og ffemst átt að fá að sjá Gísla. Foreldrar hennar hafa látið undan staðfestu hennar og einbeittum vilja, og það verður ekki annað séð en þeir hafi veitt sam- þykki sitt til þess að þau Gísli ættust, þegar hann hefði lokið námi. Sólin skein aftur í skýjarofi á vonarhimni elskendanna. Síðsumars tóku þau land á Eyrar- bakka, hinn nývígði biskup íslend- inga og dóttir hans, og þaðan riðu þau til Reykjavíkur. Ljúfar minning- ar hafa vafalaust vaknað í huga stúlkunnar, þegar kom aftur heim í „salinn“ í Landakoti, þar sem hún hafði eitt sinn staðið á kvöldum með kerti í hendinni óg beðið þess að sveinninn ungi veitti henni athygli og kæmi á gluggann. En nú varð hún

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.