Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.03.1990, Blaðsíða 11
Laugardagur 3. mars 1990 HELGIN 19 MÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Angela Green átti ungar dætur og hún fannst einnig myrt í indíána- hverfi Minneapolis. og Iíkinu var stillt upp. Fötin fundust um 200 metrum fjær. Líkið reyndist vera af Angelu Green og það var ætt- ingi hennar sem bar formlega kennsl á það. Við frumrannsókn kom i ljós að Angela Green var 21 árs og hafði þegar lagt fram þtjár nauðgunarkær- ur í Minneapolis. Hún hafði verið á förum til Minnesota þar sem hún hugðist setjast að hjá ömmu sinni. Að kvöldi 28. apríl skildi hún tvö ung böm sín eftir í umsjá vinkonu sinnar og skrapp i gönguferð. Hún kom ekki aftur. Þess má geta að Angela var af indíánaættum eins og Kathleen og Angeline. Þriðja morðið tók af allan vafa í hugum lögreglumanna um að hér væri sami morðinginn á ferð í öll skiptin. Það hlaut að vera einhver sem valdi sér ungar indíanakonur að fómarlömbum. Otti og kvíði gripu um sig meðal indíana á svæðinu, einkum kvenna sem nú þorðu varla að vera einar á gangi eftir myrkur af ótta við að verða enn eitt fómarlamb. Lagt var að leiðtogum indíánasamfélagsins að krefjast meiri aðgerða af hálfu lög- reglunnar og hjálpa til eins og mögu- legt væri. Það var vegna ábendinga þeirra að böndin bárast að Jessie nokkrum Sittingcrow, 44 ára göml- um manni af indíanakyni. Nafn hans hafði nokkmm sinnum borist inn á borð hjá lögreglunni áður við rann- sókn morðanna. Formælti indíánakonum Jessie var tíður gestur á kránum við Franklin Avenue. Hann var at- vinnulaus og flakkaði um ásamt vin- konu sinni. Hann sagðist vera indíáni að hluta og eiga ættingja i Oklahoma sem hefðu ánafnað sér olíu- og málmvinnsluréttindum sem næmu milljónum dollara. Vmkona hans af- henti honum opinberar bætur sínar mánaðarlega gegn loforði um að fá margfaldlega endurgreitt innan skamms. Þegar farið var að kanna Jessie þennan nánar kom í ljós að í æðum hans var ekki dropi af indíánablóði, heldur var hann alhvítur. Hann gekk undir ýmsum nöfnum, svo sem Jessie Sittingcrow og Jessie Coulter en hét i raun Billy Richard Glaze. Einnig skráði hann fæðingardag og —stað mjög mismunandi. Fljótlega eftir fyrsta morðið féll gmnur á Glaze vegna þess að hann heyrðist tala um indíanakonur á mjög niðrandi hátt og sagði að réttast væri að nauðga þeim öllum rækilega og myrða þær svo. Allmargir kráargestir heyrðu á þetta tal hans. Glaze var sóðalegur í tali og flestum leiddist hann. Nokkrum sinnum hafði hann verið beðinn að halda sér saman eða hann skyldi hafa verra af. Þrátt fyrir að hann stundaði sömu knæpur og öll fómarlömbin var ekki hægt að finna neitt sem sannaði að hann þekkti konumar og heldur ekki að að þær hefðu þekkt hver aðra. Billy Glaze var tekinn til ræki- legrar yfirheyrslu en neitaði staðfast- lega að hafa komið nálægt morðun- um. Hann viðurkenndi að fyrirlíta indíánakonur en sagði að það gerðu líka flestir sem stunduðu krámar við Franklin Avenue. Þremur dögum eftir morð Ang- elu Green, þann 2 maí, fór Glaze frá Minneapolis á bíl sínum og með hús- vagn i togi. Enginn virtist hafa minnstu hugmynd um hvert ferð hans var heitið. Slóðin var rakin til As- hland í Montana þar sem hann seldi hjólbömr og verkfæri. Þaðan fór hann til Albuquerque í Nýju Mexíkó. Þann 24. maí 1987 var hann handtek- inn fyrir gróft umferðarlagabrot og stungið í steininn. Sannanir ófullnægjandi Lögreglumenn frá Minneapolis fóm þangað og og yfirheyrðu Glaze enn. Hann harðneitaði sem áður að vita neitt um morðin. Leitarheimild var fengin til að rannsaka bílinn og húsvagninn en ekkert fannst sem tengst gæti morðunum. Lögreglu- menn fóm tómhentir heim en ennþá sannfærðir um að Billy Glaze væri þrefaldur morðingi. Þá gerðist það að yfirvöld í Tex- as kröfðust framsals hans þangað vegna nauðgunarmáls. Hann sat inni skamman tíma af 10 ára dómi en var þá sleppt. Yfirvöld í Minneapolis töldu sig samt hafa nægilegar sannanir til að byggja á ákæm gegn honum fyrir öll morðin en þó var saksóknari ekki sammála. Hann benti á að vitni lög- reglunnar væm ekki nógu trúverðug, einkum fyllibyttur og flknieftianeye- tendur og misjafhlega mglað fólk. Þetta leiddi til ágreinings innan lög- reglunnar en rannsókn var auðvitað haldið áffam. Nokkur atriði komu ffarn sem talin vom tengja Billy Glaze morð- unum. Fangi nokkur benti lögregl- unni á að ræða við tiltekinn mann sem gæti hafa verið vitni að morði Kathleen Bullman. Ábendingin þótti gefa góða von og maðurinn fannst eftir nokkurra daga leit. Hann viður- kenndi að hafa ásamt tveimur öðmm séð Billy Glaze beija konu þrisvar með jámröri. Hann lýsti einnig ýms- um aðstæðum sem ekki hafði verið getið í blöðum. Hann vissi hins vegar ekki hver hin vitnin vom. Þeir menn höföu forðað sér eftir atburðinn. Þá var vinkona Glaze yfirheyrð. Henni var nú orðið ljóst að Glaze hafði ekki aðeins stungið af með 3.000 dollara sparifé hennar heldur hafði hann svipt hana öllum bóta- ávísunum mánuðum saman. Hún var bitur og fus til að starfa með lögregl- unni. Hún sagði allt sem hún vissi um Glaze en lofaði engu um að hann heföi sagt sér satt. Það eina sem hann hafði gefið henni var hringur með perlu sem síðan reyndist hafa verið eign einnar hinna myrtu. Vítni sá fýrsta morðið Á vettvangi eins morðsins hafði fundist skófar eftir nýjan tennisskó og þá hafði Glaze einmitt verið nýbú- inn að fá sér skó. Haft var samband við seljandann og sams konar skór borinn við farið. Það kom alveg heim og saman. Þrotlausar fyrirspumir í allar átt- ir bám loks þann árangur að tvö vitni fundust sem verið höfðu skammt frá þar sem Iík Angelu Green fannst. Annar maðurinn kvaðst hafa séð Billy Glaze við jámbrautarbrúna á svipuðum tíma og morðið var framið. Hann mundi það vel vegna þess að svipurinn á Billy heföi verið svo sér- stakur. Fleiri sannanir fundust sem ekki vom gerðar opinberar fyrr en við rétt- arhöldin. Þann 7. apríl var svo til- kynnt að nú teldust sannanir nægar til að handtaka Billy Glaze og ákæra formlega. Nokkurt þvarg varð um að fá hann framseldan ffá Texas en 1. júlí kom hann fyrst fyrir rétt tii yfir- heyrslu og formleg réttarhöld vom ákveðin 9. janúar 1989. Handtaka Billys Glaze kom af stað miklu róti í samfélagi indíána í Minneapolis en aðrir létu sér fátt um finnast. Bent var á að morð væm sjaldgæf á svæðinu og að morðin þrjú heföu verið blásin upp. Önnur vandamál væm meiri þama, svo sem drykkjuskapur, innbrot og nauðganir. Réttarhöldin hófust samkvæmt áætlun með því að sækjandi hafði eftir fyrir kviðdóm sitt af hveiju af því ljóta sem Billy haföi heyrst segja um indíánakonur. Leidd vom ótal vitni sem studdu þetta svo og maðurinn sem orðið haföi vitni að því að Glaze barði kon- una með jámrörinu. Hann kvaðst einnig hafa séð Kathleen og Glaze drekka bjór saman í júlí 1986. Annað vitni saksóknara, sem set- ið hafði inni með Glaze, hafði eftir honum að hann vildi helst játa á sig morðin en óttaðist að vera tekinn af lífi. Raunar heföi Glaze logið svo mörgu að varasamt hefði yfirleitt verið að trúa honum. Annar fangi sagði að Glaze heföi hreykt sér af morðunum og lýst því hvemig hann heföi afrekað að myrða þrjár konur með bemm höndunum. Myrðir ekki fleiri konur Eftir margra daga vitnaleiðslur sem allt of langt mál yrði að rekja kom kviðdómur saman á þriðjudegi til að úrskurða um sekt eða sakleysi Glaze. Það var ekki fyrr en á föstu- dag að niðurstaða fékkst og þá þess efnis að hann væri talinn sekur um þrjú morð að yfirlögðu ráði. Glaze sýndi engin viðbrögð þeg- ar þetta var lesið upp og síðan var hann fluttur í fangelsið á ný. Nokkr- um dögum síðar var hann dæmur í að minnsta kosi 50 ára fangelsi áður en náðun kæmi til greina. — Það þjónar engum tilgangi að dvelja við þann hrylling sem við höf- um orðið vitni að undanfamar vikur, sagði dómarinn. — Fjölskyldur hinna myrtu verða að bera þjáningar sínar. Eg get ekkert þar að gert cn ég get sent þig á stofnun til æviloka og það geri ég. Saksóknaramir sögðu frétta- mönnum að takmark þeirra hefði ver- ið að fá Glaze lokaðan inni alla ævi og það heföi náðst þótt dómurinn hefði mátt vera þyngri. — Billy Glaze myrðir að minnsta kosti ekki fleiri konur á ævinni, sagði annar þeirra að endingu. Vísnaþáttur 28. þáttur Á yngri árum Bjarna Gíslasonar Fremri-Þorsteinsstööum varð hann fyrir ástarraunum er hann tók nærri sér. Er leiðir skildu með honum og stúlkunni, kvaddi hann hana með nokkrum stökum. Næstu vísur eru úr þeim brag. Þú hefur oft í örmum mín, unað hlýjum tökum. Mun því rétt að minnast þín maður fáum stökum. Veittu ró og falskan frið faðmlög þín og gæði. Eina þó að aldrei við ættum skoðun bæði. Bætur saka síðla fást sálar þjakast styrkur. Burtu hrakin öll er ást allt er klaki og myrkur. Á Hamri í Hörðudal var lengi fundarhús Hörðdæla. Þar voru haldnir dansleikir. Eitt sinn var Jóhann Kristjánsson frá Bugðustöðum á skemmtun þar, gekk afsíðist og gekk fram á pilt og stúlku er leitað höfðu næðis. Þá kvað Jóhann. Sá eg sprund og laufalund lífs þau fundu gaman. Þar sem undu um aftanstund örmum bundu saman. Þegar Jón frá Ljárskógum var í vegavinnu á Bröttubrekku sá hann fjárhóp rekinn til fjalls þá mætli hann af munni fram eftirfarandi vísu. Vísan greinir frá því að þá hafi Haraldur Stefánsson verið fjármaður á Breiðabólstað, en það var hann um áratugi og Jón Sumarliðason hreppstjóri búið þar. Sauðahirðir hreppstjórans Haraldur á Breiða, rekur stóran rollufans rakleitt fram til heiða. En það voru fleiri en Jón í vegavinnu á Bröttubrekku þetta sumar, sem köstuðu fram stökum og ekki öllum snyrtilegum. Eitt sinn svaraði Jón félaga sínum, sem á hann ljóðaði þannig: Ógn er kraftsmár andi þinn axarskaftaraftur. Leggðu haft á leirburðinn og láttu kjaftinn aftur. Safnamenn þinguðu í Skógaskóla undir Eyjafjöllum þann 14. og 15. október s.l. Farið var að Stóruborg en þar hefur Mjöll Snæsdóttir stjórnað fornleifarannsóknum. Einn fund- armanna Magnús Gestsson, safnvörður á Laugum, setti eftirfarandi saman á leiðinni heim. Fræðimenn um fyrri tíma fúaspýtur funduðu í Skógaskóla skunduðu í Borgarhóla. Mæða er að Mjallar frúin merk í starfi skyldi ekki í skála finna skar úr fornum reka pinna. Þar með hefði þjóðaraldur þanist aftur frúin sér til frægðar unnið fína doktorsritgerð spunnið. Benjamín Sigvaldason frá Gilsbakka kvað svo. Gulli dýru safnar sér sverði stýrir þungu. Greindur, skír hann Gunnar er í Grænumýrartungu. Kristmundur Jóhannesson. i|; Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Vélamiðstöðvar Reykjavík- ur, óskar eftir tilboðum í smíði á skúffum úr stáli, til endurnýjunar á eldri skúffum á tveimur efnisflutningavögnum. Stærð skúffa er: 1 x b x b=6700 x 2400 x 1000 mm eða um 15-16 m3. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. mars 1990 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirk|uvegi 3 - Simi 25800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.