Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 7. mars 1990 FRÉTTAYFIRLIT TEL AVIV - Ráö.herra Verkamannaflokksins í ísrael hafa gefið Yitzhak Shamír for- sætisráöherra sólarhringfrest til þess að samþykkja áætlun Bandaríkjamanna um friöar- viðræður ísraela og Palestínu- manna, ella mum þeir segja sig úr stjórninni. BISHO - Hinir nýju stjórn- endur heimalandsins Ciskei hafa sett á neyðarlög til þess að koma á lögum og reglu eftir óöld sem verið hefur í kjölfar valdaránsins um helgina. MOSKVA - Sovéska þingið samþykkti ný eignaréttarlög sem gefa víðtækan rétt til einkaeignar og einkarekstur í Sovétríkiunum. Þessi lög eru Mikhaíl Gorbatjsof nauðsynleg til þess að koma umbótaáætl- unum sínum í framkvæmd, en hann hyggst veita bændum rétt til eigin framleiðslu á eigin landi sem þeir síðan selja á markað til að auka matvæla- framleiðslu í Sovétríkjunum. LUANDA - Fundur hátt- settra embættismanna í ríkis- stjórn Angóla og í skæruliða- samtökunum Unita ættu að geta hafist næstu daga. Unita segist reiðubúin til að skrifa undir voþnahlé. Það er stjórnin líka. MANAGUA - Skæruliðar Kontra halda enn uppi árásum á stöðvar Sandínista í norðurhluta Níkaragva þrátt fyrir áð sameiginleg sendi- nefnd Violetu Chamorro verð- andi forseta og kaþólsku kirkj- unnar séu nú í Hondúras til að fá Kontra til að leggja niður vopn. BONN - Fyrstu hópar þeirra 200 þúsund manna af þýsku bergi brotnu sem gert er ráð fvrir að yfirgefi heimaland sitt í Rúmeniu áomu til Vestur- Þýskalands. njósnaþotan, jánýjunraða- WASHINGTON - Banda- ríska SR-71 „Svartfugl", flaug a nýju meti úr tveggja áratuga langa þjónustu í leyniþjónustu hers- ins inn á safn þar sem „Svartfugl“ mun dvelja hér eftir. WASHINGTON - Aukin list Sovétmanna á kjöti frá Vesturlöndum gætu orðið til þess að neyða Bandaríkja- menn til að auka framlög til niðurgreiðslna á kjöti, vegna aukinnar sölu á nautakjöti og svínakjöti í Moskvu. ÚTLÖND Ekkert viröist bíta á Najibullah: Misheppnuð byltingar tilraun í Afganistan Ekkert virðist bíta á Najubullah forseta Afganistan sem haldið hefur sjó hvað sem á hefur gengið í styrjöldinni í landinu undanfarin ellefu ár. Varnarmálaráðherra Kabúl- stjórnarinnar Shahnawaz Tanai og hersveitir hollar honum gerðu í gær tilraun til að steypa Najibullah af stóli, en eftir harða bardaga á götum Kabúl náðu stjórnarhermenn Kabúl- stjórnarinnar yfirhöndinni og er Tanai nú flúinn til fjalla. útgöngubann ríkir nú í Kabúl, en allt virtist orðið með kyrrum kjörum í gærkveldi. Fyrstu fréttir af byltingartilraun- inni komu fram á blaðamannafundi Gennady Gera- simov talsmanns utanríkisráðuneytis Sovétríkjanna, en hann skýrði frá því að óþekktar orrustuþotur hefðu gert árás á forsetahöllina og barist væri á götum Kabúl. Hins vegar vissu Sovétmenn þá ekki hvort um byltingartilraun væri að ræða eða hvort skæruliðar hefðu fært sig svo ærlega upp á skaftið. Þegar líða tók á daginn kom í ljós að einhverjar hersveitir innan stjórn- arhersins hefðu reynt að steypa Naji- bullah af stóli og kom síðar í ljós að Tanai varnarmálaráðherra væri for- sprakkinn. Ríkisútvarpið í Kabúl sagði að Tanai hefði gert samsæri með Gulfbuddin Hekmatayar leið- toga Hezb-i-Islami flokksins, en skæruliðar þeirra berjast með Muja- hideen skæruliðahreyfingunni í Af- ganistan gegn Kabúlstjórninni. Hekmatayar hafði áður gefið út yfirlýsingu um að Hezb-i-Islam styddi byltingartilraunina og hvatti alla skæruliða til að veita byltingar- mönnum liðsinni sitt. Ljóst er að liðstyrkur skæruliða kom Tanai og uppreisnarhermönn- um hans að litlu liði því þeir voru yfirbugaðirá nokkrum klukkustund- um. Sagði í yfirlýsingu Najibullah í Kabúlútvarpinu að aðilar byltingatil- raunarinnar hefðu náðst og þeim verið refsað, auk þess sem sumir hefði gefið sig fram við höfuðstöðvar stjórnarhersins og yrði vægar tekið á yfirsjónum þeirra. Nú er eitt ár liðið frá því síðasti sovéski hermaðurinn yfirgaf Afgan- istan. Á sínum tíma spáðu flestir falli Najibullah eftir að sovéskra hersveita nyti ekki lengur. Þvert ofan á allar spár þá hefur Najibullah og stjórnarherinn haldið velli, en sundrung virðist ríkja í liðið skæru- liðar. Þrátt fyrir miklar mannfórnir hafa skæruliðar ekki náð neinni stórri borg á sitt vald þó þeir ráði mestu í dreifbýlinu. Najibullah sem varð forseti Af- ganistan árið 1987 eftir að Barbal Karmal var vikið frá, hefur ríkt af miklum myndugleik og hvorki látið árásir skæruliða, brotthvarf sovéska hersins, né nokkuð annað hafa áhrif á þá staðfestu sína að halda völdum í Afganistan. Najibullah sem hafði Ekkert virðist bíta á NajibuIIah forseta Afganistan. Hann kæfði byltingartil- raun varnarmálaráðherrans Tanai í gær, án teljandi vankvæða. verið yfirmaður leyniþjónustu Ka- búlstjórnarinnar í átta ár áður en hann varð forseti, hefur að vísu boðist til þess að mynda þjóðstjórn með skæruliðum, en vilja gefa eftir valdastól sinn. Það er því ekki að ófyrirsynju að Najubullah gagni undir nafninu Uxinn. Vestur-þýska ríkisstjórnin: KOHL GAF EFTIR LANDAKRÖFURNAR Helmuth Kohl kanslari Vestur- Þýskalands var að gefa eftir landa- kröfur á Pólverja til að bjarga ríkis- stjórn sinni. Kohl hafði sýnt mikla hörku í því að láta ekki af kröfum um að sameinað Þýskaland fengi aftur það landssvæði sem tilheyrði Þýskalandi fyrir stríð, en Pólverjum var fengið í skaðabætur fyrir pólsk landssvæði í austri scm Sovétríkin innlimuðu í veldi sitt. Samstarfs- flokkar hans í ríkisstjórninni voru Kohl ósammála og stefndi því allt í stjórnarkreppu í Vestur-Þýskalandi í fyrradag. En á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun var gert út um málið og mun vesturþýska ríkis- stjórnin ekki gera kröfu á Pólverja um að þeir skili landinu, sem er auðugt af ýmsum jarðefnum. Kohl hafði reyndar boðist til að láta af landakröfunum ef Pólverjar myndu lýsa því yfir að þeir muni ekki krefjast stríðsskaðabóta af sam- einuðu Þýskalandi, en eiginlegir friðarsamningar Þýskalands við önn- ur ríki hefur ekki verið undirritaður vegna skiptingar landsins undan- farna áratugi. Vestur-Þjóðverjar hafa því skorið úr um að þeir muni ekki krefjast lands, skilyrðislaust. Ríkisstjórn Vestur-Þýskalands un þess í stað teggja frumvarp fyrir Bunderstag, þing Vestur-Þýska- lands, þar sem farið er fram á að samið verði um núverandi landa- mæri Póllands og Austur-Þýska- lands, verði af sameiningu þýsku ríkjanna. Þess má geta að allar líkur benda til þess að viðræður um sameiningu þýsku ríkjanna muni hefjast þegar í þessari viku, áður en frjálsar kosn- ingar verða haldnar í Austur-Þýska- landi 18.mars. Hingað til hefur verið gert ráð fyrir að viðræður um hugs- anlega sameiningu hefðust ekki fyrr en nýr meirihluti Volkskammer, austurþýska þingsins, hefði verið kjörinn og ný ríkisstjórn mynduð. Sovétríkin: Mun Jeltsin verða forseti rússneska ríkjasambandsins? Hinn róttæki umbótasinni Boris Jeltsin segir það koma vel til greina að hann bjóði sig fram til forseta Rússneska ríkjasambandsins, sem samanstendur af sovétlýðveldun- um Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Ef Jeltsin næði kjöri, þá gegni hann næst Mikhaíl Gorbat- sjof forseta Sovétríkjanna í þessu ríkjasamdandi sem telur 280 millj- ónir manna. Jeltsin sem á sínum tíma var rekinn úr stjórnarnefnd kommú- istaflokksins og settur af sem yfir- maður Moskvudeildar flokksins vegna þess að hann vild hraða umbótum, var kjörinn á þing Rúss- lands á sunnudaginn með 80% atkvæða. Hann hefur verið sá aðili sem hvað harðast hefur gagnrýnt Mikháil Gorbatsjof forseta Sovét- ríkjanna og segir að umbótastefna hans gangi of skammt og og hægt. Hefur Jeltsin gefið út bók þar sem hann segir Gorbatjsof haga sér eins og keisari. Eiturlyfjasmygl frá Panama til Bandaríkjanna: Bandarískir hermenn taka við af Noriega Eiturlyfjasmyglarar í Panama deyja ekki ráðalausir þó að Noriega hershöfðingi sem Bandaríkjamenn hafa sakað um stórfellt eiturlyfja- smygl til Bandaríkjanna hafi verið klófestur. Eins og kunnugt er réðust Bandaríkjamenn með fjölmennu herliði inn í Panama til að stöðva eiturlyfjasmygl Noriega og ná í skottið á honum. Það tókst eftir að bandaríski herinn hafði lagt heilu íbúðahverfin í rúst og fellt fjölda panamískra borgara. Að undanförnu hefur bandaríska innrásarliðið að snúa aftur til Banda- ríkjanna, en margir hermannanna hafa ekki farið með hendur tómar. Eiturlyfjasmyglararnir hafa fengið fjölda hermanna til að smygla með sér kókaíni til Bandaríkjanna og hafa hermennirnir fengið vænar fúlg- ur fyrir vikið. Frá þessu skýrði bandaríska sjónvarpsstöðin CBS í gær. f frétt sjónvarpsstöðvarinnar kem- ur fram að hernaðaryfirvöld banda- rísk hafa komið upp um hring eitur- lyfjasmyglara sem samanstóð af sjö Kólumbíumönnum og tveimur Bandaríkjamönnum. Höfðu þeir náð að smygla þó nokkru magni kókaíns til Bandaríkjanna með bandarískum hermönnum sem sneru heim eftir innrásina í Panama. Alls hafa 13 þúsund hermenn verið sendir heim frá Panama eftir innrásina og er ógjörningur að fylgjast með þeim öllum til að koma í veg fyrir smygl. í frétt sjónvarpsstöðvarinnar kom einnig fram að sprengingar þær er urðu á næturklúbb í Panama um helgina þar sem einn bandarískur hermaður fórst og tuttugu og sjö manns særðust hefðu orðið í tengsl- um við handtöku smygUranna sjö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.