Tíminn - 26.04.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 26. apríl 1990 Nepal: Þegnarnir búnir að fá nóg af 30 ára ógnar- stjórn og gera uppsteyt Á hverju árí hefur sama sagan endurtekiö sig. Á sjöunda degi minnkandi febrúartunglsins reka yfirvöld embættismenn sína út á götur höfuöborgarínnar Katmandu. Þar eiga þeir að láta í Ijós „föðurlandsholla gleði sína vegna síns yfirmáta réttláta og góða lýðræðis" af ýtrustu skyldurækni. Á hverju árí fér almenningur síðan næsta dag út á strætin til að krefjast raunverulegs lýðræð- is. í nokkra daga eru mótmælaaðgerðir, þartil lögreglan kemurá vettvang með kylfur og skotvopn. Þá er aftur komin á kyrrð. Þetta endurtók sig eins og hveijir aðrir helgisiðir, eins og svo margir aðrir siðir i ríkjum Himalajafjalla, í 28 ár. Á því 29., þ.e. þessu ári, tóku atburðimir aðra stefnu. Mótmælendur fóru nú um strætin og hrópuðu „Nicolae, Nicolae“ og hót- uðu stjómendunum því að þeirra biðu sömu örlög og rúmenska harð- stjórans fyrrverandi, Ceausescu. Án þess að gefa minnstu viðvörun hóf lögreglan skothríð á mannfjöldann. 17 féllu á aðeins einni götu, þar af tvö böm. 127 illa særðir vom fluttir á Bir- sjúkrahúsið. Síðan hefur ekki tekist að kæfa byltinguna í konungs- rikinu og einræðisættin, sem til þessa hefur staðið af sér öll mótmæli, á nú á hættu að vera steypt af stóli. Núverandi stjórnarhættir teknir upp 1960 I desember 1960 létþáverandi kon- ungur, Mahendra, taka höndum alla þingmenn og setti á stofh nýtt ein- valda „lýðræðiskerfi“, án stjómmála- flokka. Við það stjómarkerfí hafa þegnamir orðið að sætta sig til þessa. I þessi 30 ár hefur konungsættin fylgt gamalreyndri íyrirmynd, elsti sonurinn verður konungur með að sögn guðlega eiginleika, annar son- urinn í röðinni tekur herinn upp á arma sína og fjölskylduauðæfin. Sá þriðji stýrir lögreglunni. Stjómin hefur hingað til óhindrað getað farið sínu fram og lagt hald á það sem henni þóknaðist. Enga versl- un má opna án leyfis hennar, ekkert leyfi er veitt án þess að greidd séu „umboðslaun" — í flestum tilfellum em það 20% metins verðmætis sem verður að láta af hendi. Sama megin- regla gildir líka um útdeilingu þeirra um 10 milljarða íslenskra króna sem Nepal em veittar árlega f þróunarað- stoð. Þar sem skrifstofuveldið er gríðarstórt og konungur skiptir um ráðherra eftir vild, gufar um helm- ingur brúttóþjóðarframleiðslunnar upp í spillingu. „Það gerist í öllum þróunarlöndum,“ segir fjármálaráð- herrann. Staðgenglar drykkfellds konungs, „Imelda og drekahaus“ Sennilega hefði almenningur um- borið ástandið áfram, hefði ekki ver- ið farinn að berast greinilegur fnykur ffá æðri stöðum. Hans hátign Sri Pantsch Maharadsch, fursti Birendra Bir Bikram kóngur Dewa, eins og Birendra, 44ra ára gamall ríkjandi kóngur ffá 1972 vill láta nefna sig opnberlega, er líka aðeins að tak- mörkuðu leyti fær um að stjóma vegna áfengisneyslu. Það er drottn- ingin, Aischwaija, í munni fólksins kölluð „Imelda“ í hæðnisskyni, sem heldur um stjómartaumana ásamt bróður konungs, Gjanendra, „dreka- haus“. Prinsinn náði sér ekki aðeins í ísra- elska hemaðarráðgjafa heldur lét það líka viðgangast að Katmandu yrði miðstöð svartamarkaðs- og eitur- lyfjabrasks. Þegar Bandaríkin upp- hófu mótmæli gegn þessu 1987, fóm- aði kóngur yngsta bróður sínum, lögreglustjóranum, og sendi hann í þægilega útlegð í London. Síðan stjómar Gjanendra bæði her og lög- reglu. Hann hefur séð til þess að þeir sem völdin hafa í einu fátækasta landi veraldar, em nú taldir meðal 10 auðugustu fjölskyldna heims. Land gert upptækt meö lagabreytingu — fátæklingar út á kaldan klaka 1989 fyrirskipaði Gjanendra laga- setningu um breytingar á jarðeigna- lögum. Innan sex vikna átti að láta endurskrá hverja jarðeign „ásamt af- riti af óvefengjanlegum skjölum". Þetta hafði í for með sér að í Katm- andu- dalnum einum féll allt að því helmingur jarðeigna til stjómvalda. Allt land sem tilheyrði mustemnum fór sömu leið. Það kom sérstaklega illa við fátæklinga, sem fram að þeim tíma höfðu fengið félagslegan stuðn- ing af tekjum landseta „guðhrædda landsins". Það var í rafmögnuðu andrúmslofti þessara aðstæðna sem „lýðræðisdag- urinn" í ár var haldinn og leiddi til óeirðanna og blóðsúthellinganna. Ognandi múgur manns sem mót- mælti mannréttindabrotum reitti for- sætisráðherrann til reiði. Hann lýsti því yfír í útvarpi að „Við höfum þó tilkynnt að þessi réttindi séu þegar fyrir hendi,“ og lét taka meira en 600 andófsmenn höndum, þ.á m. 31 þing- mann. En nú hafði formaður stjómar- innar ofmetið þolinmæði þjóðarinn- ar. 15. febrúar sl. rakst hin hefðbundna gleðiskrúðganga emb- ættismannanna á óbifanlegan vegg mótmælenda. Dagvissar óeiröir og blóðsúthellingar Síðan hefur ekki komist kyrrð á i Katmandu. Um þijúleytið hvert síð- degi koma saman í ýmsum borgar- hlutum hópar mótmælenda, og lög- reglan hefúr svo skothriðina upp úr kl. 4. Að sögn yfirvalda falla tveir á dag og sjö særast. En á Bir-sjúkra- húsinu einu saman er tekið á móti um 15 manns með alvarleg skotsár. „Og það em bara þeir sem vinir koma með hingað," segir einn læknanna. ,Trá því í byijun mars hefur lögregl- an safnað saman öllum særðum sem hún kemur höndum yfir. Hvað um þá verður, vitum við ekki.“ Allt er líka á huldu um örlög þeirra sem teknir em höndum. Fram- kvæmdastjóri mannréttindasamtak- anna í Nepal álítur að þeir séu ekki færri en 4000. Á umliðnum vikum hafa verið reistar a.m.k. sex fanga- búðir í Katmandu-dalnum einum og læknar, lögffæðingar og ættingjar þeirra sem þar em niðurkomnir, fá þar engan aðgang. Vitað er að þar eiga sér stað pyntingar, en engin vitn- eskja liggur fýrir um hversu mörg lík em brennd þar á hveiju kvöldi. Yfirmaöur hers og lögreglu heimilar undir- mönnum sínum rán og gripdeildir Þar sem þessar ógnaraðgerðir hafa ekki dugað til að koma ró á í landinu, gaf Gjanendra almenningi til kynna hvers hann væri megnugur. 18. mars mddust herdeildir inn í borgimar Kirtipur og Bhaktapur og fengu að ræna og rupla óáreittar í tvo klukku- tíma. Síðan hafa kaupmenn markaði sína lokaða í níu klukkustundir á dag. í marslok varð enn stigmögnun á Undanfarin 30 ár hefur spillt ætt ein- ræöisherra kúgaö þjóð Himalajaríkis- ins Nepals. Nú eru þar veðrabrigði í lofti. ógnaraðgerðum stjómvalda. Tilskip- un var gefin út um að yfirvöld allra borga væm sett af. Daginn eftir myndaðist í ferðamannahverfinu í Katmandu, Thamel, mótmælaganga bama þeirra sem teknir hafa verið höndum. Blygðunarlaust réðst lög- reglan til atlögu við bömin og em um 150 þeirra síðan í vörslu lögreglunn- ar en tvö þeirra liggja enn á Bir- sjúkrahúsinu vegna skotsára. „Hættiö aö nota ísra- elsku gúmmíkúlurnar“ Nú var læknunum nóg boðið. I kurt- eislegu mótmælabréfi skomðu þeir á stjómina að hætta að notast við ísra- elsku gúmmíkúlumar, sem valda svo miklum áverkum að lögreglan sendi útsendara sína á sjúkrahúsin til að leita vandlega að myndavélum. Þeir 27 læknar sem undirrituðu bæna- skrána vom teknir fastir vegna móðgunar við hátignina. Síðan hafa læknar verið í verkfalli og sinna að- eins neyðartilfellum. Og nú má eins búast við því að kónginum verði steypt af stóli. Hann hefur þegar rekið alla ráðherra, sem hafa talað fyrir því að farið skuli að Birendra konungur og Aischwaija drottning hans taka sig bærilega út en kóngurínn er ófær um aö stjóma vegna ofneyslu áfengis og drottningin hefur tekið við stjómartaumunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.