Tíminn - 26.04.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.04.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 26. apríl 1990 DAGBÓK Ragnheiður Jónsdóttir við eitt verka sinna á sýningunni. Síðustu dagar sýningar Ragnheiðar Jónsdóttur í Norræna húsinu Nú stendur yfir sýning Ragnheiðar Jónsdóttur í Norræna húsinu, þar sem hún sýnir teikningar. Sýningin er opin daglega kl. 14:00-19:00, en henni lýkur á sunnudagskvöld 29. apríl. Frá Húnvetningafélaginu Laugardaginn 28. aprt'l hefur Húnvetn- ingafélagið í Reykjavík félagsvist í Húna- búð, Skeifunni 17, kl. 14:00. Þetta er „Paravist“ og allir eru velkomnir. Sunnudaginn 29. apríl er kaffiboð fyrir eldri Húnvetninga í Glæsibæ kl. 14:30. Fundur Kvenfélags Neskirkju Kvenfélag Neskirkju heldur fund mánudagskvöldið 30. aprtl kl. 20:30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Myndirnar frá jólafundinum verða af- hentar félagskonum. Minningarspjöld Neskirkju fást hjá kirkjuverði og hjá Hrefnu í síma 13726. Veislukaffi og hlutavelta hjá Kvennadeild Skagfirðinga- félagsins Kvennadeild Skagfirðingafélagsins r' Reykjavík verður með veislukaffi og hlutaveltu t' Drangey, Síðumúla 35, þriðjudaginn 1. maí kl. 14:00. RISIÐ Borgartúni 32 Sjáum um erfisdrykkjur Upplýsingar í síma 29670 Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar Miklubraut 68 @13630 t Bróðir okkar Þórarinn Kristjánsson bóndi, Holti, Þistilfirði lést á heimili sínu sunnudaginn 22. apríl. Jarðarförin fer fram frá Svalbarðskirkju þriðjudaginn 1. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Arnbjörg Kristjánsdóttir Árni Kristjánsson t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar Þorgils Benediktssonar læknis Kársnesbraut 47, Kópavogi Sérstakar þakkir til starfsfólks á Vífilsstöðum. Emma Benediktsson Björn Þorgilsson Baldur Þorgilsson Guðmundur Hjörtur Þorgilsson Frá Félagi eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag 26. apríl. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 er dansað. Göngu-Hrólfar hittast nk. laugardag kl. 11:00 aðNóatúni 17. Margrét Thoroddsen, frá Trygginga- stofnun ríkisins, verður til viðtals fimmtu- daginn 17. maí. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. . "J ■ Norræna húsið: Fyrirlestrar um málefni Eystra- saltslanda og Austur-Evrópu Föstudaginn 27. apríl kl. 20:30 heldur Eistlendingurinn Johann Are fyrirlestur í Norræna húsinu um stöðu mála í Eistlandi um þessar mundir. Johann Are er blaðamaður og stjórn- málamaður, m.a. er hann fulltrúi Eist- lands í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Frá áramótum hefur hann verið fréttamaður eistneska útvarpsins í Stokkhólmi, jafn- framt því sem hann hefur verið styrkþegi sænska sjónvarpsins sama tímabil. Hann hefur sérstaklega látið sig umhverfismál varða og í fyrra hlaut hann umhverf- isverðlaun norska Vinstri flokksins. Jo- hann Ore er nýkominn frá heimalandi sínu, en þar hefur hann dvalist mestallan aprílmánuð. Fyrirlestur hans verður flutt- ur á sænsku, en hann talar einnig ensku. Hann er hér í boði Norræna hússins. Á laugardaginn, 28. apríl kl. 14:00 heldur Krístian Gemer, dósent í Lundi, fyrirlestur um Austur-Evrópu án forræðis Sovétríkjanna. Gerner er í hópi kunnuslu sérfræðinga Norðurlanda í málefnum Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. Hann hefur skrifað 5 bækur um sovésk málefni síðustu 12 árin, einn eða með öðrum. Þá hefur hann skrifað fjölda tímaritsgreina um Sovétríkin og Austur-Evrópu og er eftirsóttur fyrirlesari um þau efni. Síðustu þrjár vikur hefur hann verið í rannsókna- ferð um Sovétríkin. Fyrirlestur Gerners verður haldinn á sænsku. Það er Norræni sumarháskólinn, sem stendur að heimsókn Gerners hingað og er fyrírlesturínn haldinn í samstarfi hans og Norræna hússins. Guðlaug María Bjarnadóttir og Þórdís Arnljótsdóttir f hlutverkum sínum i „HJARTATROMPET". Síðustu sýningar á „Hjartatrompet" á fimmtudag og sunnudag tslenska leikhúsið verður með síðustu sýningar á Ieikriti Kristínar Ómarsdóttur „Hjartatrompet" í kvöld, fimmtud. kl. 20:30 og á sunnudagskvöld á sama tíma. Sýningarnar eru í Leikhúsi Frú Emilíu, Skeifunni 3C. Leikstjóri er Pétur Einarsson. Leikarar eru: Guðlaug María Bjarnadóttir, Hall- dór Björnsson, Þórarinn Eyfjörð og Þór- dís Arnljótsdóttir. Ekki reynist unnt að hafa aukasýning- ar, svo sýningin á sunnudagskvöld er sú allra-síðasta. Sinfóniuhljómsveitin: Nýtt íslenskt verk og einleikur á gítar Á áskriftartónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Háskólabíói fimmtud. 26. apríl kl. 20:30 verða flutt þrjú verk. Fyrst er frumflutt nýtt verk eftir Pál P. Pálsson, Concerto di Giubileo, Fagnaðarkonsert, sem hann samdi í tilefni 40 ára afmæli Sinfjóníuhljómsveitarinnar í mars. Þá er gítarkonsert eftir Joaquin Rodrigo: Con- certo de Aranjuez. Einleikari verður Arnaldur Amarson, sem nú leikur í fyrsta sinn einleik með hljómsveitinni. Þriðja verkið verður svo Sinfónía nr. 8 eftir Antonín Dvorák. Stjórnandi á tónleikunum verður Kar- slen Andersen, sem var aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar árin 1973- 1977. Hann er nú prófessor við Tónlistar- háskólann í Osló. SCHMUEL GELBFISZ A. Scott Berg, Goldwyn, 579 bls. Knopf, $ 24.95. Með Metro og Mayer á sína hvora hönd er nafn hans kunnast, en hann var fæddur Schmuel Gelbfisz í Varsjá 1879 af fátæku foreldri. Sext- án ára gamall gekk hann 500 mílur til Hamborgar og varð þar lærlingur í hanskagerð. Til Bandaríkjanna fór hann án landvistarleyfis, lítt mæl- andi á enska tungu. í New York heillaðist hann af kvikmyndum, þá á frumstigi, þegar honum varð gengið inn í „nickelode- on“. Taldi hann mág sinn, Jesse Lasky, á að styðja sig til kvikmynda- gerðar. Nafni sínu breytti hann, fyrst í Goldfish, síðan í Goldwyn Félag gerði hann við einn samstarfs- manninn af öðrum, fyrst við Lasky mág sinn, þá Cecil B. DeMille og loks við Adolph Zukor, en varð síðan einn á báti. Honum var lagið að hæna til sín leikara, sem gerðu garð hans frægan svo sem, Ronald Colman, Danny Kay, David Niven, Merlc Oberon og Gary Cooper. Frægasti kvikmyndagerðarmaður hans var William Wyler. Goldwyn sjálfan, hégómlegan, en fastan fyrir, bar hátt. Aðdragandi síðari heimsstyrjaldarinnar Donald Cameron Watt: How War Came, 736 bls., Heinemann, 25 pund. í ritdómi um bók þessa (Hvernig styrjöldina bar að), í Times Literary Supplement, 1. september 1989, segir: „(Bókin) ber þess vitni að Donald Cameron Watt var í mörg ár í alþjóðlegu starfsliði sem kannaði skjöl þýska utanríkisráðuneytisins. í senn nýtur bókin þess og geldur. Ávinningur er af miklu heillandi efni ásamt vendilega tilfærðum heimild- um um orð og gerðir nálega allra einstaklinga sem fyrir bregður í sjónarspili evrópsks stjórnarerind- rekstrar 1938 og 1939. Flestir töldu þeir sig starfa leynilega þótt símtöl þeirra væru hleruð og diplómatískt dulmál þeirra ráðið af vinum sem óvinum. Gallinn er sá að erfitt er að eygja skóginn sakir trjánna og hætt er við að lesandinn láti telja sér trú um að allt hefði á annan veg farið ef X hefði einungis látið önnur orð falla eða hefði ekki misskilið herra Y eða signor Z hefði skorist í leikinn á öðrum tíma.“ Rýnir Sokkin skip og sandorpin George Bass, Ships and Shipwrecks of the Americas, 260 bls., Thames & Hudson, 24,95 pund Gullskipa einna er ekki ieitað - grafinna í fjörusöndum eða sokk- inna á hafsbotni - heldur hvers konar skipa. Margar eyður eru í þekkingu manna á hafskipum fyrri alda. „Samt sem áður vita fornleifa- fræðingar meira um grísk og róm- versk skip en skip spænskra og portúgalskra sæfarenda á 15. og 16. öld,“ segir í ritdómi í New Scientist, 19. ágúst 1989. Ritstjóri þessarar bókar, George Bass, er prófessor við Texas A&M University og er hann kunnur af riti stnu The History of Seafaring, Sögu siglinga. f fyrrnefndum ritdómi segir enn: „Bókin flytur líka nýjan fróð- leik um forn norður-amerísk skip; um hvalfangara Baska sem veiddu undan Labrador; um skip sem fluttu evrópska landnema til Norður-Am- eríku og mörg fleiri. Henni lýkur á hinum stóru seglskipum 19. aldar.“ Rýnir „fý held éggíuigi heim“ Eftir einn -ei aki neinn UUMFEROAR RAO Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins: Raflost Við heyrum stundum varað við því að snerta samtímis tvö rafmagns- tæki, eða til dæmis að snerta raf- magnstæki með annarri hendi og vask eða krana með hinni. Öðru hverju heyrast fregnir um að fólk hafi fengið raflost með þessum hætti. Ástæðan er sú að öryggisbúnaður- inn í rafmagnstöflunni vinnur ekki; eins og hann á að gera. Rafmagnseftirlit ríkisins hvetur húsráðendur til að láta löggiltan raf- vcrktaka líta á rafkerfið hjá sér, ef nokkur vafi cr í huga þeirra um að öryggi í sambandi við rafmagn sé nægilega tryggt. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið. gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla erlendis interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.